Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 SVÍÞJÓÐ Stjórnin stendur tæpt bls. 6 LAUGARDAGUR bls. 11 175. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 14. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Hátíð í Grafarvogi HÁTÍÐ Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í dag. Markmið Grafarvogsdagsins er að efla samkennd íbúa Grafar- vogs með því að halda hverfishátíð þar sem Grafarvogsbúar á öllum aldri skemmta sér saman. Í tilefni dagsins verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði um allan Grafarvog. Þrá augans SÝNINGIN Þrá augans - saga ljós- myndarinnar opnar í Listasafni Ís- lands klukkan 15.00 í dag. Sýningin lýsir þróunarskeiðum ljósmyndar- innar frá um 1840. Á henni eru rúmlega 200 frummyndir um 50 ljósmyndara, þar á meðal margra helstu frumkvöðla í sögu tjáningar- miðilsins. Tólf spora ráðstefna RÁÐSTEFNA Hin árlega tólf spora ráð- stefna fer fram á Hótel Sögu um helgina. Áhugamannafélagið Bati stendur að ráðstefnunni. Á henni flytja þrír bandarískir fyrirlesarar erindi um sporin tólf sem er grunn- hugmyndafræði AA-samtakana. Haustmarkaður kristniboða MARKAÐUR Haustmarkaður Kristni- boðssambandsins hefst klukkan 14.00 í dag. Hann verður í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 í Reykja- vík. FÓLK Alþjóðadómari, bæjarfulltrúi og skólastjóri HEILBRIGÐISMÁL Sérfræði- kostnaður þenst út VEÐUR Veðrið undanfarna daga hefur verið með allra besta móti og hlýir vindar leikið um Íslend- inga. Um þrjúleytið í gærdag mældist mesti hiti á Grímsstöð- um á Fjöllum og fór hann upp í 22 gráður. Víða annars staðar mæld- ist hiti um og yfir 20 gráður með- al annars í uppsveitum á Suður- landi og í Skagafirði. Helga Ívarsdóttir, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ástæðu þessa góða veðurs hæð austan af landinu sem komi með hlýja loftið til landsins frá Evrópu. Helga spáir áframhald- andi góðu veðri um helgina, sér- staklega á austanverðu landinu. Heldur svalara verði á höfuðborg- arsvæðinu í dag og dálítið rigning. Þá verði eflaust einhver dumb- ungur á sunnudag og súld en ekki mikil úrkoma. Helga segir að þrátt fyrir að hitastig lækki megi samt búast við 10-15 stiga hita. Þá fái Akureyringar ágætis veður um helgina. Einhver úrkoma gæti orðið en ekki mikil.  ÍÞRÓTTIR Hvað er að Ske? SÍÐA 14 SÍÐA 13 Einbeiting og klókindi nauðsynleg TÓNLIST ÁSLANDSSKÓLI Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur upplýst að samningum við Ís- lensku mennta- samtökin um rekstur Áslands- skóla hafi verið rift og mun bær- inn taka yfir rekstur skólans. Hann sagði á fundi í skólanum í gær að leit væri hafin að nýjum skólastjóra en málið fer fyrir fræðslunefnd á mánudag og fyrir bæjarstjórn á þirðjudag. Á miðvikudag er því stefnt að því að bærinn taki yfir reksturinn. „Það varð verulegur trúnaðar- brestur milli stjórnenda Áslands- skóla og kennara. Ég hef ekki trú á því að hægt verði að bæta þar úr. Stjórnendur skólans hafa ekki getað sýnt kennurum fram á það með sannfærandi og trúverðugum hætti að þeir geti leyst vandamál skólans á þann hátt að okkur þyki starfhæft í þessu umhverfi,“ segir Ástríður Einarsdóttir trúnaðar- maður kennara við Áslandsskóla í gær áður en bæjarstjórinn rauf samninginn.. „Ég hef ekkert um þetta mál að segja annað við erum að funda um hvernig við getum leyst þann ágreining sem upp er kominn í skólanum,“ sagði Sunita Gandhi, framkvæmdastjóri Íslensku menntasamtakanna, snemma í gær. Hún sagðist ekki hafa vitað af boðuðum fundi með bæjar- stjóra og fræðsluyfirvöldum sem halda átti í gær fyrir hádegi sem hún mætti ekki á. „Við viljum bara fá frið til að leysa þetta mál og gerum allt sem okkur er mögulegt til að vinna eftir þeim samningum sem við höfum gert. Síst af öllu vil ég að þetta bitni á börnunum en við munum reyna að vinna í því á þann veg að þau hljóti ekki skaða af,“ sagði Sunita Gandhi. Sem fyrr segir var samningum við hana rift síðar um daginn. „Enginn kennaranna þrettán sem sögðu upp, hafa dregið upp- sagnir sínar til baka,“ segir Ástríður. „Hugmyndafræðin er að mínu mati mjög góð og stefna skólans að mörgu leyti mjög áhugaverð. Framkvæmdin hefur hins vegar ekki verið sem skyldi. Ég er sannfærð um að það er hægt að standa öðruvísi og betur að framkvæmdinni, nýta margt af því góða sem þarna er verið að gera,“ segir Ástríður Einarsdótt- ir. Sjá einnig bls. 4 the@frettabladid.is bergljot@frettabladid.is Samningum um Áslandsskóla rift REYKJAVÍK Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld í nótt, en dálítil þokusúld á morgun. Hiti 11 til 17 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-8 Þokusúld 12 Akureyri 3-8 Skýjað 14 Egilsstaðir 3-5 Skýjað 14 Vestmannaeyjar 5-10 Þokusúld 13 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ Hugmyndafræð- in er að mínu mati mjög góð og stefna skól- ans að mörgu leyti mjög áhugaverð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FUNDAÐ Í ÁSLANDSSKÓLA Einkavæðing skólans heyrir nú sögunni til og verður hann rekinn af bæjarfélaginu eins og aðrir grunnskólar. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 21,6% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á virkum dögum? 51,7% 61,9% Hlýir vindar frá Evrópu hafa leikið um landann: Svalara veður framundan REYKJAVÍK Íbúar hafa haft það gott í góða veðrinu undanfarið. Kennarar segjast sáttir með hugmyndafræðina og stefnuna en geti alls ekki sætt sig við fram- kvæmdina. Treystu ekki stjórnendum skólans til að leysa vandann. RANNSÓKN Hreinn Loftsson, lög- maður Baugs, segir í kæru til Hæstaréttar vegna húsleitarinnar, að hann geri athugasemdir við málflutning lögreglu í málinu. „Sem dæmi má nefna að lög- regla vísar til þess að von hefði verið á umfjöllun um bátinn Thee Viking í fjölmiðlum, t. d. hafi birst í tímaritinu Séð og heyrt frétt um skipið Thee Viking daginn eftir að leitin fór fram. Málatilbúnaður lögreglu sýni glögglega á hvers konar brauðfótum rannsókn henn- ar byggir enda fáheyrt að lögregla vísi til slíkrar umfjöllunar máli sínu til stuðnings.“  LÚÐVÍK GEIRSSON Hann tilkynnti að samningum um rekstur Áslandsskóla væri rift. Húsleitin hjá Baugi: Lögreglan í kappi við Séð og heyrt Hengilsdagurinn Póstaleikur fyrir alla fjölskylduna. Verðum við skíðaskála Víkings frá 10-16 sunnudag. Orkuveitan og Hjálparsveit Skáta Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.