Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 11
11LAUGARDAGUR 14. september 2002 ÍSLENSK ERFÐAGREINING Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, vann lög- fræðistörf fyrir Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu áður en hann tók við starfi ráðuneytis- stjóra. Nú situr hann í ráðuneyt- inu og hefur ríkisábyrgð til handa fyrirtækinu og fyrrum samstarfsfélaga til meðferðar. Telur Baldur það á engan hátt óviðeigandi. Hjá slíku verði aldrei komist í litlu landi: „Ég vann fyrir Íslenska erfða- greiningu sem sjálfstætt starf- andi lögmaður áður en ég skipti um starf fyrir tveimur árum og gerðist ráðuneytisstjóri,“ segi Baldur og leggur áherslu á að hann komi ekkert að ákvörðunar- töku varðandi ríkisábyrgð til fyr- irtækisins: „Það var alþingi sem samþykkti heimild til ríkisá- byrgðar og svo er það fjármála- ráðherrans að ákveða hvort hún verður veitt. Ég kem ekki í neinu að ákvörðunartöku í því máli,“ segir Baldur og bætir því við að erfitt sé að komast fram hjá tengslum manna í opinberum störfum hér á landi. Gamlir skólafélagar og aðrir kunningjar frá árum áður komi einatt við sögu á ýmsan hátt þegar mál séu til meðferðar og svo sé einnig í sambandi við tengsl hans við Ís- lenska erfðagreiningu. „Störf mín fyrir Íslenska erfðagreiningu, áður en ég hóf störf hér í fjármálaráðuneytinu, fólust meðal annars í því að koma hugmyndum fyrirtækisins á framfæri við heilbrigðisráðu- neytið,“ segir Baldur og á þar við 12 ára einkaleyfi fyrirtækisins til að notfæra sér gagnagrunn á heilbrigðissviði sem veitt var af heilbrigðisráðherra. „Ég tel stöðu mála alls ekki óheppilega fyrir mig því ég er ekki á oddin- um í þessu máli og tek engar ákvarðanir,“ segir ráðuneytis- stjórinn.  Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis fjallar um ríkisábyrgð Íslenskrar erfðagreiningar: Vann fyrir Kára áður fyrr Ferðamálaráð og Ferðamálasam-tök Íslands gangast fyrir opn-um fundi um ferðamál í sal Þróun- arseturs Vestfjarða á Ísafirði á mánudaginn. Airbus A340-500 þota var viðprófanir í lendingum í hliðar- vindi á Keflavíkurflugvelli í fyrra- dag. Þotan mun vera langdrægasta farþegaþota í heimi. Hjólreiðaklúbbur d-vaktarNorðuráls stóð fyrir hjólreiða- keppni í sumar sem fékk nafnið Tour de Norðurál, eftir keppninni frægu í Frakklandi. Alls voru níu mót haldin í sumar þar sem hjólað var frá Grundartanga til Akraness ýmist norðan eða sunnanmegin við Akrafjall. skessuhorn.is INNLENT INNLENT ÍSLENSK ERFÐAGREINING Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins vann áður fyrir fyrirtækið. Sænskum jafnaðarmönn- um ekki skemmt: „Pólitískt skemmd- arverk“ STOKKHÓLMUR, AP Jafnaðarflokkur- inn í Svíþjóð segir að unnið hafi verið „pólitískt skemmdarverk“ á flokknum rétt fyrir kosningarnar. Svo virðist sem einhverjir and- stæðingar flokksins hafi notað kennitölur rúmlega 80 flokksmeð- lima, þar á meðal tveggja ráð- herra í minnihlutastjórn flokks- ins, til þess að sækja um ýmis konar styrki frá hinu opinbera. Sótt var um á Internetinu. Einnig höfðu verið sendar inn umsóknir fyrir suma flokksmenn um skilnað, nafnbreytingar og flutning úr landi. Þá höfðu nöfn sumra verið notuð til að bóka flug- ferðir og hótelherbergi.  Lögreglan á Ísafirði: Fundu 200 sveppi og amfetamín LÖGREGLUMÁL Tvö hundruð sveppir og lítilræði af amfetamíni fundust við leit í bíl um tvöleytið í fyrra- dag sem var á leið til Ísafjarðar frá Reykjavík. Lögreglan á Ísa- firði stöðvaði ökumanninn í Hestafirði en grunur hafði vaknað að maðurinn, sem hefur sögu tengda fíkniefnamisferli, hefði fíkniefni í fórum sínum og hafi stundað dreifingu á efnum á norð- anverðum Vestfjörðum. Maðurinn, sem er rúmlega þrítugur og búsettur á Ísafirði, neitaði lögreglu að leita í bíl sín- um. Lagði Lögreglustjórinn á Ísa- firði því fram kröfu um leitar- heimild sem Héraðsdómur Vest- fjarðar heimilaði samdægurs. Við leitina fundust fyrrgreind fíkniefni. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst.  Síldarvertíðin: Slæmar söluhorfur SJÁVARÚTVEGUR Söluhorfur fyrir síld eru frekar slæmar að sögn Hermanns Stefánssonar, fram- leiðslustjóra hjá Skinney Þinga- nesi á Höfn í Hornafirði. Hann sagði að árið í fyrra hefði verið mjög gott og sú verðhækkun sem þá hefði orðið truflaði kannski söl- una núna. Hermann sagði að ef til vill hafi verðið verið of hátt í fyrra og hinn almenni neytandi ekki ráðið við það. Það sem búið væri að framleiða fram að þessu hefði selst á mikið lægra verði en í fyrra. Hann sagði að verðið hefði lækkað um 30% í erlendri mynt og þegar búið væri að taka þróun íslensku krónunnar inn í reikning- inn væri lækkunin enn meiri. Hermann sagði ómögulegt að spá fyrir um veiðihorfur. Veiðin hefði ekki gengið neitt sérstak- lega vel í fyrra en menn vonuðu bara það besta í ár.  KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Bætist í hóp þeirra sem gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingar í suðvesturkjör- dæmi. Katrín Júlíusdóttir fer í framboð: Stefni á annað til þriðja sæti FRAMBOÐ „Þetta er mikil hvatning og góð. Ég er þakklát fyrir hana. Ég hef legið yfir þessu í nokkurn tíma. Þetta ýtti mér yfir brúna. Ég ætla að verða við þessari hvatn- ingu Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði,“ segir Katrín Júlíus- dóttir, varaformaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingar og fyrrum formaður Ungra jafnaðar- manna, sem gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. „Ég sækist eftir öruggu sæti. Ég vil verða fulltrúi þessarar nýju kynslóðar og set markið á annað til þriðja sæti,“ segir Katrín. „Þetta er heilmikið skref að taka. En ég er tilbúin í þennan slag og vil gjarnan berjast fyrir málstað unga fólksins. Vera rödd þess inni á Alþingi.“  TÓNLIST Stuðmenn hafa sent frá sér nýja ljósmynd í tilefni af tón- leikum sem sveitin heldur í Þjóð- leikhúsinu 1. október næstkom- andi. Á ljósmyndinni gætir mik- illa indverskra áhrifa enda hefur Jakob Frímann Magnússon tölu- vert dvalið í Indlandi í viðskipta- erindum og hyggst framleiða Stuðmannakvikmynd sem gerist bæði á Íslandi og Indlandi: „Sum okkar eru vissulega und- ir indverskum áhrifum enda allt gamlir hippar,“ segir Jakob Frí- mann. „Einu sinni hippi, alltaf hippi,“ bætir hann við. Tónleikar Stuðmanna í Þjóð- leikhúsinu um mánaðamótin telj- ast til tíðinda í reykvísku tónlist- arlífi enda hafa Stuðmenn ekki fyrr komið þar fram. Með hljóm- sveitinni munu koma fram Borg- ardætur, Guðrún Gunnarsdóttir og blásarar úr Jagúar. Miðasala hefst í Þjóðleikhúsinu á mánudag- inn.  STUÐMENN Í NÝJU LJÓSI Klæða sig upp á indversku og koma fram í Þjóðleikhúsinu. Stuðmenn í Þjóðleikhúsinu 1. október: Indversk áhrif HEILBRIGÐISMÁL Ríkisendurskoðun segir núverandi fyrirkomulag rík- isins við kaup á sérfræðiþjónustu lækna ómarkvisst. Aukin hag- kvæmni fengist með því að gera kaupin markvissari. Í nýrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar um samninga Trygging- arstofnunar vegna sérfræðilækna kemur fram að kostnaður stofnun- arinnar vegna kaupa á þjónustu læknanna jókst um 133% á árunum 1997 til 2001. 42% hækkunarinnar er vegna kaupa á meiri þjónustu, 24% vegna hækk- unar á sjálfu verði þjónustunnar og 32% vegna þess að sjúklingar hafa greitt minna sjálf- ir af heildarkostnaðinum. Ríkisendurskoðun segir að eft- irlit með samningum við sér- fræðilækna hafi bæði kostnaðar- lega og faglega verið ófullnægj- andi á árunum 1998 til 2001. Tryggingarstofnun er hvött til að efla eftirlitið. Á árinu 2001 greid- di stofnunin rúman 1,5 milljarð fyrir þjónustu klínískra sérfræði- lækna. Að sögn Ríkisendurskoðunar eru lög um heilbrigðisþjónustu ekki í samræmi við veruleikann. Í lögum sé gert ráð fyrir að sér- fræðiþjónusta sé veitt af læknum sem starfa á sjúkrahúsum eða heilsugæslustöðvum. Alkunna sé þó að þar sé þjónustan almennt ekki í boði. Hún sé veitt á einka- stofum læknanna út í bæ sem séu nú í raun orðin ein þriggja megin- stoða heilbrigðisþjónustunnar. Ríkisendurskoðun segir engar hömlur á því að læknar sem star- fa á sjúkrahúsum séu með einka- stofu út í bæ. Afleiðingin sé að sjálfstætt starfandi stofulæknar séu samtímis í allt að 75% sjúkra- hússtarfi og í umfangsmiklum stofurekstri sem dæmi séu um að svari til allt að 2,7 stöðugilda. Ríkisendurskoðun telur að kanna beri hvort ekki beri að setja læknunum hömlur að þessu leyti, eins og tíðkist til dæmis í Dan- mörku Ríkisendurskoðun segir að þrátt fyrir að meginregla heil- brigðisráðuneytisins sé sú að samskipti sjúklings og læknis hefjist á heilsugæslustöð eða sjúkrahúsin hafi frjáls aðgangur að sérfræðilæknum leitt til þess að samskiptin hefjist oft á stofum þeirra. Ráðuneytið verði að taka skýra afstöðu í hvernig hún vilji hátta þessu og fylgja því eftir. gar@frettabladid.is JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðuneytið er hvatt til að setja reglur í samræmi við veruleikann og fylgja þeim eftir. Sérfræðikostnaður þenst eftirlitslítið út Ríkisendurskoðun segir eftirlit með opinberum kaupum á þjónustu sér- fræðilækna vera ófullnægjandi. Kostnaður Tryggingarstofnunar vegna þátttöku á sérfræðikostnaðinum óx um 133% á fjórum árum. Engar hömlur er á einkarekstri sjúkrahúslækna. Afleiðingin sé að sjálfstætt starfandi stofulæknar séu samtímis í allt að 75% sjúkrahússtarfi og í umfangs- miklum stofu- rekstri. TRYGGINGARSTOFNUN Ríkisendurskoðun segir að eftirlit með samningum við sérfræðilækna hafi bæði kostnað- arlega og faglega verið ófullnægjandi. Tryggingarstofnun er hvött til að efla eftirlitið. Gjaldþrotabeiðnum hefurfjölgað hjá Héraðsdómi Vest- fjarða á síðustu tveimur árum. Það sem af er þessu ári hafa ver- ið lagðar inn hjá dómnum 32 slík- ar beiðnir, en sé reiknað með jöfnu streymi má gera ráð fyrir því að við árslok 2002 verði þær orðnar 45. Árið 2001 voru gjald- þrotabeiðnirnar 40 en árið 2000 voru þær 33. Bæjarráð Vesturbyggðar hefurmælt með því að bæjarstjórn friðlýsi bæjarfélagið fyrir kjarn- orkuvopnum. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær og kem- ur samþykktin í kjölfar erindis frá Samtökum herstöðvaandstæð- inga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.