Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 12
12 14. september 2002 LAUGARDAGURFÓTBOLTI
ÁFRAM FÍLABEINSSTRÖNDIN
Maður gengur hér um á knattspyrnuvellin-
um og hvetur aðdáendur fyrir leik Fíla-
beinsstrandarinnar og Suður-Afríku. Mað-
urinn var málaður í litum þjóðfána Fíla-
beinsstrandarinnar.
ÍÞRÓTTIR UM HELGINA
HANDBOLTI Haukar munu fara með
sigur af hólmi í 1. deild karla í
handbolta ef spá forráðamanna,
þjálfara og fyrirliða gengur eftir.
Haukar fengu 304 stig. Val er spáð
öðru sæti, með 298 stig, og
Gróttu/KR því þriðja. Athygli vek-
ur að Íslandsmeisturum KA er
spáð áttunda sætinu með 193 stig,
en liðið hefur misst marga leik-
menn frá því á síðasta tímabili.
Selfoss og Víkingum er spáð neðs-
tu sætum deildarinnar.
Íslandsmótið hefst í dag með
fimm leikjum. Stjarnan tekur á
móti FH, HK á móti Þór, KA fær
Selfoss í heimsókn, Valur fær ÍR
og í Víkinni mætast Víkingur og
Afturelding. Allir leikirnir hefjast
klukkan 16.30. Á morgun taka
Haukar á móti ÍBV að Ásvöllum og
Grótta/KR fær Fram í heimsókn.
ÍBV er spáð sigri í 1. deild
kvenna en Eyjastúlkur fengu 157
stig, sex stigum meira en Haukar.
Víkingi er spáð þriðja sætinu,
Stjörnunni því fjórða og Val því
fimmta. Sameinað lið Fylkis/ÍR er
spáð botnsætinu ásamt Fram.
Í fyrstu umferð kvennaboltans
mætast Valur og FH, ÍBV og
KA/Þór, Víkingur og Stjarnan,
Grótta/KR og Fylkir/ÍR.
Spá fyrir 1. deildina í handbolta:
Haukum og
ÍBV spáð sigri
SPÁ FORRÁÐAMANNA,
ÞJÁLFARA OG FYRIRLIÐA
Karlar:
Haukar 304 stig
Valur 298 stig
Grótta/KR 246 stig
ÍR 237 stig
HK 215 stig
FH 206 stig
Þór 202 stig
KA 193 stig
Afturelding 193 stig
Fram 177 stig
ÍBV 121 stig
Stjarnan 101 stig
Víkingur 60 stig
Selfoss 58 stig
SPÁ FORRÁÐAMANNA,
ÞJÁLFARA OG FYRIRLIÐA
Konur:
ÍBV 157 stig
Haukar 151 stig
Víkingur 129 stig
Stjarnan 128 stig
Valur 107 stig
FH 76 stig
Grótta/KR 72 stig
KA/Þór 52 stig
Fram 30 stig
Fylkir/ÍR 30 stig
Laugardagur
10.30 Sýn
Leeds - Man. Utd.
10.50 RÚV
Formúla 1
14.00 Stjörnuvöllur
1. deild karla (Stjarnan - Valur)
14.00 Valbjarnarvöllur
1. deild karla
(Þróttur R. - Breiðablik)
14.30 Valsheimili
Valur - FH
14.30 Vestmannaeyjar
ÍBV - Þór Ak.
14.30 Víkingsheimili
Víkingur - Stjarnan
16.30 Seltjarnarnes
Grótta/KR - Fylkir/ÍR
16.30 Ásgarður
Stjarnan - FH
16.30 Digranes
HK - Þór
16.30 Valsheimili
Valur - ÍR
16.30 Víkin
Víkingur - UMFA
01.00 Sýn
Hnefaleikar-Oscar de la Hoya
Sunnudagur
11.30 RÚV
Formúla 1
13.40 Sýn
Símadeildin (Fylkir - KR)
14.00 Fylkisvöllur
Símadeild karla (Fylkir - KR)
14.00 Keflavíkurvöllur
Símadeild karla (Keflavík - KA)
14.00 Laugardalsvöllur
Símadeild karla (Fram - FH)
14.00 Akureyrarvöllur
Símadeild karla (Þór A. -
Grindavík)
14.00 Hásteinsvöllur
Símadeild karla (ÍBV - ÍA)
17.00 Ásvellir
Haukar - ÍBV
20.00 Seltjarnarnes
Grótta/KR - Fram
Fylkismenn geta á morgun tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið mætir þá marg-
földum Íslandsmeisturum KR á heimavelli sínum í Árbænum klukkan 14.00 og er búist við hörkuleik. Um er að ræða næst síð-
ustu umferðina í deildinni. Með sigri er titillinn í höfn hjá Fylki en vinni KR geta þeir klárað mótið með sigri í lokaumferðinni á
móti botnliði Þórs á heimavelli sínum í Frostaskjóli.
Tvísýnn úrslitaleikur
í Símadeildinni
Bubbi Morthens:
Vonar að KR
taki titilinn
Ég held og ég vona aðKR-ingar taki titilinn.
Styrkur KR í sumar hafa
verið útileikirnir og þeir
eru með bestu útkomu liða
úr útileikjum. KR-liðið er
líka með bestu tölfræðina
yfir mikilvægustu mörk-
in,“ segir Bubbi Morthens,
tónlistarmaður og KR-ing-
ur með meiru. „Fylkir hef-
ur ekki náð jafn langt í
deildinni á undanförnum
árum og nú. Þeir hafa yfir-
leitt dalað fyrr, taugarnar
hafa bilað. Ég held að
þetta geti jafnvel orðið of
mikil pressa og þeir sprin-
gi á limminu.“
Aðspurður hvaða lið
Bubbi telur að falli niður í
1. deild sagði hann. „Ég vil
ekki einu sinni tjá mig um
það.“
Ólafur Þórðarson,
Kominn tími á
að klára mótið
Ég vona að Fylkir vinnimótið enda er þetta
gamla liðið mitt,“ segir
Ólafur Þórðarson, þjálfari
Íslandsmeistara Skaga-
manna. „Fylkis liðið hefur
verið að spila ágætlega og
þó það hafi ekki verið að
spila stöðugan leik í sumar
þá hefur það verið stöðug-
ast allra liða.“ Ólafur býst
við hörkuleik hjá KR og
Fylki á sunnudaginn. „Fylk-
ismenn hafa ekki verið að
spila vel upp á síðkastið en
þeir eru kannski á uppleið
nú eftir góðan sigur í bik-
arnum. Það er kominn tími
á að þeir klári mótið. Þeir
eru búnir að klúðra því tvö
síðustu ár og vita nú hvað
þarf til að klára þetta.“
Ólafur telur að Þórsarar
eigi eftir að falla niður í
fyrstu deild. „Það er samt
erfitt að segja til um hvaða
lið fari niður með þeim.“
Sigurður G.:
Tími Fylkis-
manna kominn
Ég er Valsari en á tværdætur í Fylki þannig að
ég held líka með Fylki,“
segir Sigurður G. Guðjóns-
son, forstjóri Norðurljósa.
Sigurður á heima við hlið-
ina á Fylkisvellinum og
hefur farið á alla heima-
leiki þeirra í sumar. Auk
þess hefur hann farið á
fimm leiki með Val. „Ég
held að leikurinn fari 2:0
fyrir Fylki,“ segir Sigurð-
ur aðspurður um lokatölur
leiksins við KR. „Nú er
tími þeirra kominn.“ En
hvaða lið falla? „Ætli ég
verði ekki að segja að
Fram falli núna, það er
kominn tími á það. Þeir
sluppu fyrir horn í fyrra
og þá féllu mínir menn
óverðskuldað. Mér sýnist á
öllu að Þórsararnir fylgi
þeim,“ segir Sigurður.
Lúkas Kostic:
Taugarnar
skipta miklu
Það skiptir öllu máli hvortliðin hafi sterkar taug-
ar,“ segir Lúkas Kostic,
þjálfari Víkings. „Fylkir er
að berjast um fyrsta titil í
sögu félagsins og það á eftir
að hafa mikil áhrif á liðið.
Fylkis-liðið er búið að spila
mjög vel í sumar og verð-
skuldar að vinna titilinn. Ég
held að KR-ingar hafi meiri
taugar í þennan leik og
flestir leikmenn liðsins hafa
spilað svona úrslitaleiki
áður. Þetta verður mikið
taugastríð. Það hefur sýnt
sig að taugarnar geta ráðið
úrslitum frekar en eitthvað
annað.“ Lúkas telur að Þór
muni falla en erfitt sé að
spá fyrir um hverjir fylgi
þeim eftir. „Ég veit ekki
hvaða áhrif bikarleikurinn
hefur á Fram kannski
þjappar það þeim saman.
Annars þori ég ekki að spá
hverjir falla.“
Dagur B.:
Allir í gríðar-
lega fínu formi
Við Fylkismenn tökumþetta 3:1,“ segir Dagur
B. Eggertsson, læknir og
borgarfulltrúi, aðspurður
um úrslit í leik Fylkis og
KR. „Ég kíkti á strákana á
æfingu á þriðjudaginn og
mér sýndist þeir allir vera í
gríðarlega fínu formi. Þetta
er minn gamli árgangur úr
Árbænum. Ég varð þess
heiðurs aðnjótandi að spila
með máttastólpunum í lið-
inu í yngri flokkunum og
urðum við meðal annars Ís-
landsmeistarar í 4.flokki. Í
mínum huga eru þeir að
ljúka því verki.“
Er tími Fylkismanna
kominn? „Tvímælalaust.
Það sem ég er svo stoltur
af varðandi liðið er að það
endurspeglar svo mikla
tryggð þeirra sem hafa
alist upp hjá félaginu við
sitt gamla félag,“ segir
Dagur.
Skákeinvígi Hreyfils:
Efnilegir
skákmenn
mætast
SKÁK Stefán Kristjánsson og Tom-
as Oral, frá Tékklandi, mætast í
Hreyfilseinvíginu 2002 sem hefst
í dag. Stefán er einn efnilegasti
skákmaður landsins, með 2428
Elo-stig, og er þegar orðinn Al-
þjóðlegur meistari. Tomas Oral,
með 2549 Elo-stig, varð Evrópu-
meistari 14 ára og yngri og fékk
nafnbótin stórmeistari áður en
hann náði tvítugsaldrinum. Hann
hefur meðal annars lagt Gary
Kasaparov að velli. Skákfélagið
Hrókurinn stendur fyrir mótinu
sem fram fer í Þjóðarbókhlöðunni
og er til heiðurs Taflfélagi Hreyf-
ils.