Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 23
23LAUGARDAGUR 14. september 2002 Upprifjun á 11. sept.: Búnir að fá nóg SJÓNVARP Áhorf í Bandaríkjunum á sérstaka dagskrárliði tengda hryðjuverkaárásunum 11. sept- ember var ekki meira en gengur og gerist um aðra fréttaþætti, að því er fram kemur í könnunum. Dagskrá frá minningarathöfnum og upprifjun atburðanna löðuðu ekki að áhorfendur. Ekki var vitað hvort þeir forðuð- ust að endurupplifa atburði með því að horfa á þætti þeim tengdar. Sama var uppi á teningnum í Bret- landi, þar sem áhorf á fréttaþætti BBC1 um hryðjuverkaárásirnar var rétt í meðallagi.  Frumsýnd 13. september 2 fyrir 1 á Jarlinum Alla daga milli 15:00 - 17:00 TILBOÐ 1 Hamborgari, franskar og sósa kr. 590,- Þú kaupir tilboð 1 og færð annað tilboð 1 frítt milli 15-17 alla daga. TILBOÐ 2. Klúbbsamloku, franskar og sósu kr. 610,- Þú kaupir tilboð 2 og færð annað tilboð 2 frítt milli 15-17 alla daga. *Spennandi hádegistilboð alla daga. Tilboð gildir til 01.10.02 Ath! Höfum opnað bílalúgu á Esso stöðinni. Gríptu tilboðið með þér. Essó Ártúnshöfða - Smáralind KVIKMYNDIR Belgíski kvikmynda- leikstjórinn Rob Van Eyck not- færði sér þann 11. september á frekar ósmekklegan hátt þegar hann auglýsti eftir skeggjuðum löndum sínum í hlutverk Osama bin Ladens í nýrri kvikmynd. Hann viðurkennir fúslega að dag- setningin hafi orðið fyrir valinu til þess eins að fá fjölmiðlaum- fjöllun. Hvað meinta smekkleysu varðar segir hann hryðjuverkin 11. september vissulega sorgleg fyrir Bandaríkjamenn en það breyti engu um það að fólk deyi daglega af völdum hryðjuverka. Mynd hans um bin Laden á víst að vera svört kómedía þar sem bin Laden leitar hælis í Belgíu áður en hann fær embætti hjá ESB.  BELGÍSKUR BIN LADEN Rob Van Eyck með leikara í gervi bin Ladens. Fékk mikla athygli með því að auglýsa eftir leikurum í umdeilt hlutverkið þann 11. september. Belgískur leikstjóri: Gerir grá- glettna mynd um bin Laden HVAÐ ER TÍTT LAGSI? Á árlegri skúlptúrasýningu sem haldin er í Bandaríkjunum mátti sjá ýmsar tegundir af listaverkum. Einn frumlegur listamaður gerði risastóra kanínu sem margir þekkja sem Kalla eða Bugs Bunny. Rock and Roll Hall of Fame safnið: The Clash og Costello tilnefnd TÓNLIST Bresku listamennirnir The Clash, Elvis Costello, The Police og Steve Winwood hafa í fyrsta sinn verið tilnefndir til inngöngu í Rock and Roll Hall of Fame safn- ið. Sigurvegarinn verður útnefnd- ur í desember á þessu ári. Lista- menn fá aðeins tilnefningu ef 25 ár eru liðin frá því þeir gáfu út fyrstu breiðskífu sína. Sex Pistols eru tilnefndir í ár eins og árið á undan. Möguleikar þeirra verða að teljast miklir þar sem tvö bandarísk bönd úr pönk- senunni, The Ramones og Talking Heads, voru heiðruð í fyrra. Fleiri sveitir hafa þó verið til- nefndar í nokkur ár án þess að hljóta viðurkenningu. Þar má nefna hinn breska Ozzy Osbourne, sænsku diskódívurnar í Abba, Chic og þýsku sveitina Kraftwerk. Meðal annarra sem eru tilnefndir má nefna AC/DC, Dells, Righteous Brothers og Patti Smith Group.  THE CLASH ON BROADWAY Íslandsvinirnir í The Clash hafa verið tilnefndir til inngöngu í Rock and Roll Hall of Fame safnið. Davíð eftir Michelangelo: Fær fyrsta baðið í 129 ár ENDURREISN Hin fræga höggmynd Michelangelos af Davíð hefur fengið að safna óhreinindum bak við eyrun síðustu 129 árin og nú þykir mál til komið að þvo drengnum. Sérfræðingar á Galleria dell’Accademia safninu í Flórens hefjast handa á mánudag og munu eyða næstu sjö mánuð- um í að þrífa styttuna. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi fimm metra háa stytta hefur verið þvegin síðan hún kom í safn- ið árið 1873, en þá var henni kom- ið fyrir innandyra til að vernda hana fyrir veðrun og mengun. Talið er að þvotturinn muni kosta 150.000 evrur og safngestum mun gefast kostur á að fylgjast með vinnunni. Davíð, sem vann sér það til frægðar að fella risann Golíat í þekktri Biblíusögu, var höggvinn í marmara á árunum 1501 til 1504 og festi Michelangelo, sem þá var aðeins 29 ára gamall, í sessi sem fremsti höggmyndasmiður síns tíma. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.