Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 9
9LAUGARDAGUR 14. september 2002 VERÐMÆTI MIÐAÐ VIÐ TILBOÐ Í 25% HLUT (í milljónum króna) Kaldbakur 7.119 S-hópurinn 7.051 Samson 6.709 MIÐAÐ VIÐ 45% HLUT Kaldbakur 12.815 S-hópurinn 12.692 Samson 12.076 ÚTFLUTNINGUR „Við höfum reynt að hafa hægt um okkur. Þetta vinnst á seigl- unni,“ segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður einn af þremur eigendum verksmiðju sem sett hefur verið á lagginar á Skagaströnd til að framleiða bragðefni úr fiski til nota í sjáv- a r r é t t a r s ú p u r . Útflutningur er þegar hafinn til Bandaríkj- anna en bragðefnin eru unnin úr humri, rækju og þorski. Afkastageta verksmiðj- unnar er veruleg og mun hún geta framleitt hundruð tonna af bragð- efninu á ári. Þar starfar þó aðeins einn maður: „Þetta er þykkt eins og síróp og markaðssett undir nafninu „stock - base“. Það er mikil eft- irspurn eftir náttúru- legum bragðefnum og okkar vara er algerlega lífræn,“ segir Einar Oddur. Meðeigendur Einars Odds eru þeir Steinþór Haraldsson og Stef- án Jónsson. Fyrirtæki sitt nefna þeir Sero og undirbúningur fyrir sölu og þróun bragðefnisins hefur tekið langan tíma. Hafa danskir vísindamenn verið þeim innan handar og að mestu unnið að þró- un bragðefnisins. „Við erum byrjaðir að flytja út til Bandaríkjanna. Þar í landi eru menn sneggri að taka við sér en annars staðar,“ segir Einar Odd- ur.  Árásin á Skeljagranda: Bræðurnir áfram í haldi LÖGREGLA Tveir bræður um tvítugt voru í gær úrskurðaðir í áfram- haldandi gæsluvarðhald vegna gruns um alvarlega líkamsárás á ungan mann við Skeljagranda 2. ágúst. Lögreglan óskaði ekki eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir föður bræðranna, sem er um fimmtugt. Upphaflega átti gæsluvarð- haldið yfir feðgunum að renna út 18. september, en Hæstiréttur Ís- lands stytti það um fimm daga á mánudaginn. Í gær voru bræðurn- ir síðan úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 25. október, en faðir þeirra gengur laus.  EINAR ODDUR Þetta vinnst á seiglunni. Alþingismaður hyggur á stórfelldan útflutning ásamt félögum sínum á Skagaströnd: Bragðefni úr fiski í erlendar sjávarréttarsúpur EINKAVÆÐING Einkavæðing Lands- banka Íslands tók óvænta stefnu þegar Steingrímur Ari Ararson, fulltrúi fjármálaráðherra í einka- væðingarnefnd, sagði af sér vegna óánægju með störf nefndarinnar. Vangaveltur um að annarleg sjón- armið réðu ákvörðun nefndarinn- ar fengu byr undir báða vængi við afsögnina. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var sú verðhugmynd sem Samson hf. setti fram 3,9 - 3,95 fyrir hlutinn. Það þýðir að miðað við 25% hlut væru borgaðir 6,7 milljarðar króna. Samkvæmt sömu heimildum hljóðaði verð- hugmynd Kaldbaks upp á 4,16 fyr- ir hlutinn sem er 400 milljón krón- um hærra en hugmynd Samsonar. Tilboð S-hópsins var á genginu 4,12. eða rétt rúmir sjö milljarðar fyrir 25% hlut. Fram hefur komið að Samson hefur áhuga á að kaupa allt að 45% hlut í Landsbankanum. Miðað við þann hlut er mismunur hæstu og lægstu verðhugmyndar rúmar 700 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, gagnrýndi það hversu menn ein- blíndu á verðið og benti á að verð- ið væri einungis einn þeirra fjög- urra þátta sem horft væri til. Hann gagnrýndi ógagnsætt ferli í einkavæðingunni, ásamt því að gagnrýna sölu á stórri eign eins og Vátryggingafélagi Íslands út úr bankanum í miðju söluferli. Björgólfur hefur reynslu af þátt- töku í einkavæðingu í Búlgaríu. „Forsendurnar voru mjög skýrar og við vissum að hverju við geng- um,“ segir hann um þá reynslu. Forsvarsmenn hinna hópanna láta lítið uppi, en greinileg óá- nægja er í þeirra hópi með hvern- ig að tilkynningu var staðið. Einkavæðingarnefnd sendi til- kynningu um niðurstöðu sína til tilboðsgjafa á sama formi og á sama tíma og til fjölmiðla. Hóp- arnir hafa ekki fengið neinn rök- stuðning með ákvörðuninni. Venjan við útboð af þessu tagi er sú að annað hvort er keppt á grunni verðs, eða svonefndrar fegurðarsamkeppni. Í fegurðar- samkeppni eru hugmyndir um framtíðarsýn, fjármögnun og getu og reynslu til að takast á við verk- efnið skoðaðar. Að því loknu er farið að ræða verðhugmyndir. Sér- fræðingar eru á því að það að stey- pa verðinu inn í fegurðarsam- keppnina hafi verið mikil mistök. Mistök sem hafi flækt ferlið og átt þátt í að skapa þau vandamál og þá tortryggni sem nú er komin upp. Ein höfuðástæðan sem nefnd hefur verið fyrir ákvörðun einka- væðingarnefndar er sú að Samson komi með erlent fé inn í hagkerfið. Það sé því þjóðhagslega hag- kvæmt að ganga til viðræðna við þá. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Kaldbakur hafi verið með bakhjarl í sænskum banka, þannig að nýtt fé hefði einnig get- að komið inn á markaðinn hefði þeirra tilboði verið tekið. Sam- kvæmt heimildunum mun hafa verið eftir því gengið að formaður einkavæðingarnefndar talaði skýrt um það hversu stóran hluta ríkið hefði í hyggju að selja. Svör- in munu hafa verið loðin. Sænski bankinn taldi ekki grundvöll fyrir aðkomu nema að í boði væru að lágmarki 35% Í bankanum. Um- ræða um að allt að 45% verði seld er því eins og köld vatnsgusa framan í Kaldbaksmenn. Steingrími Ara Arasyni blöskr- aði vinnubrögð nefndarinnar. Við- brögð hans hafa því vakið margar spurningar sem hann mun eflaust svara að einhverju leyti eftir að Ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Fyrirfram er ekki búist við miklum tíðindum frá Ríkisendur- skoðun. Einkavæðingarnefnd er með mat breska bankans HSBC sem mælti með sölu til Samsonar. Ríkisstjórnin ber pólitíska ábyrgð á málinu. Flestir sem rætt hefur verið við telja að Ríkisendurskoð- un muni koma með almennar at- hugasemdir um framkvæmd einkavæðingar, en ólíklegt sé að um stórkostlegar ákúrur verði að ræða. Hins vegar bíða margir spenntir eftir því hversu mikið af efnislegri gagnrýni Steingríms Ara komi upp á yfirborðið. Í henni gæti verið töluvert pólitískt sprengiefni. Afstaða hans vegur þungt. Hann er fyrrverandi að- stoðarmaður fjármálaráðherra og nýtur virðingar fyrir samvisku- semi og eindrægni innan Sjálf- stæðisflokksins. Þegar slíkur mað- ur stígur fram og segist aldrei hafa kynnst öðrum eins vinnu- brögðum á ellefu ára ferli í einka- væðingarnefnd, hlýtur að vera eftir því tekið. haflidi@frettabladid. Samson var ekki einn með erlent fjármagn Einn þáttur vandræða einkavæðingarnefndar var að blanda saman verðhugmyndum og áreið- anleikaþáttum í fyrstu lotu. Kaldbakur var með hæsta boð og erlendan fjárfesti á bak við sig. Bjóðendur fengu óljósar upplýsingar um hve mikinn hluta bankans átti að selja. EINKAVÆÐINGARVANDRÆÐI Söluferli Landsbanka Íslands dregur dilk á eftir sér. Nýtt fé inn á íslenskan fjármálamarkað var í boði frá fleirum en einum tilboðsgjafa. Smáauglýsingadeild Fréttablaðsins Þverholti 9, 105 Reykjavík: Sími 515 7500 Veffang: frett.is smáauglýsingar Nú er opið lengur Um helgina svörum við í 515 7500 frá kl. 13 til 17 Við erum á frett.is allan sólarhringinn Við tökum á móti þér í Þverholti 9 alla virka daga frá kl. 8 til 19 Öflugur heimamarkaður Skytta á þjóðveginum: Skaut gæs út um gluggann LÖGREGLUMÁL Maður sem átti leið um Vatnsskarð í Austur Húna- vatnssýslu gerði sér lítið fyrir og hóf að skjóta á gæsir út um glug- ga bifreiðar sinnar í gær. Maðurinn hitti eina gæs og særði. Hann hafði þó ekki fyrir því að sækja hana heldur lét hana liggja þar sem hún féll. Fólk sem átti leið um varð vitni að aðförum mannsins og hafði samband við lögreglu. Lögreglan hafði upp á mannin- um sem verður kærður fyrir at- hæfið. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.