Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 22
22 14. september 2002 LAUGARDAGUR
HRÓSIÐ
FARIÐ í gallerí Sævars Karls íkjallara verslunar hans í
Bankastræti. Þar sýnir Ólöf
Björg málverk í bland við hljóð
og lykt. Upp á efri hæðina aftur
og mátið föt að vild. Sævar Karl
aðstoðar en útlistanir hans flokk-
ast undir fyrirlestra. Býður oft
upp á kaffi með; jafnvel tapas-
rétti og kampavín. Hafið með
ykkur félaga með myndavél sem
tekur myndir af mismunandi
klæðnaði sem mátaður er. Farið
síðan heim og skoðið myndirnar í
tölvunni. Þetta er ágætt á gera á
laugardegi. Á sunnudegi er
ókeypis í allar kirkjur. Hægt að
velja úr fjölda þeirra á höfuð-
borgarsvæðinu. Athugið fyrst
hvaða prestur messar á hverjum
stað. Þeir bestu veita andagift og
góður söngur fylgir oft. Mögu-
leiki á ókeypis messukaffi á eftir.
Skiljið bílinn eftir heima. Farið
gangandi og skoðið hús á leiðinni;
gardínur og skrautmuni í glugg-
um. Bankið upp á ef þið sjáið eitt-
hvað athyglisvert og spyrjist fyr-
ir um tilurð og uppruna. Reiknið
síðan út hversu mikið fé hefur
sparast á þessu.
Alþjóðadómari, bæjarfull-
trúi og aðstoðarskólastjóri
Leifur S. Garðarsson er 34 ára gamall. Hann er aðstoðarskólastjóri
í Öldutúnsskóla, alþjóðlegur körfuboltadómari og bæjarfulltrúi
í Hafnarfirði.
Ég spilaði körfubolta sjálfur ogvarð meðal annars bikar-
meistari með Haukum. Það vant-
aði alltaf dómara og eftir að ég
byrjaði að dæma slapp maður
ekki út úr því aftur,“ segir Leifur
S. Garðarsson, körfuboltadómari.
Leifur byrjaði að dæma árið 1987
og varð alþjóðlegur dómari 1993.
Dæmdi hann meðal annars tólf
leiki erlendis á síðasta keppnis-
tímabili. „Þetta er mjög gaman og
félagsskapurinn er sérstaklega
góður. Það er samstilltur og
skemmtilegur hópur dómara hér
á Íslandi.“
Leifur er jafnframt aðstoðar-
skólastjóri í Öldutúnsskóla í
Hafnarfirði auk þess sem hann
situr í bæjarstjórn fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur
þegar setið tvo bæjarstjórnar-
fundi og segir mjög gaman að
kynnast þessum nýja vettvangi.
„Ég hef aðallega áhuga á því sem
gerist í Hafnarfirði, vegi bæjar-
ins og framtíð,“ segir Leifur að-
spurður hvort hann hafi brenn-
andi áhuga á stjórnmálum. Leifur,
sem er kennari að mennt, stundar
auk þess stjórnunarnám við
Kennaraháskólann og er þar
hálfnaður með tveggja ára nám.
Hvernig gengur honum að
samræma þetta allt saman? „Þeg-
ar ég var yngri og í skóla var mað-
ur á sama tíma í handbolta, fót-
bolta og körfubolta. Þá varð mað-
ur að skipuleggja sig og ég held
ég hafi náð að gera það ágætlega.“
Aðspurður um áhugamál segir
Leifur að þetta séu allt áhugamál
hans. „Það er oft vinsælt að segja
að fjölskyldan sé áhugamálið en
ég lít ekki á hana þannig. Maður
reynir bara að eyða tíma með
henni eins og maður mögulega
getur,“ segir Leifur að lokum.
freyr@frettabladid.is
PERSÓNAN
Það eina sem gerist núna er aðárin hlaðast upp,“ segir Guðjón
Þórðarson, knattspyrnuþjálfari
hjá Start í Noregi, sem á 48 átta
ára afmæli í dag. Þegar Fréttablað-
ið náði tali af Guðjóni var hann að
koma úr göngutúr sem endaði með
ósköpum. „Ég ætlaði að stytta mér
leið yfir fjöru en sökk ofan í ein-
hverjar drullu enda 0,1 tonn að
þyngd,“ segir Guðjón.
Hann segist oft gera eitthvað
sérstakt á afmælisdegi sínum en
það fari allt eftir aðstæðum. Nú
fagnar hann afmælinu á ferðalagi
með Start sem leikur í norsku úr-
valsdeildinni.
Landsliðsþjálfarinn fyrrver-
andi segist eiga marga eftirminni-
lega afmælisdaga. „Ég spilaði einu
sinni við Everton á afmælisdaginn
minn, árið 1995. Þá var ég við
stjórnvölinn hjá KR. Leikurinn var
á Laugardalsvellinum og endaði 3-
2. Það var mjög eftirminnilegt. Svo
á ég margar fallegar minningar
frá æsku minni.“
Start kemur frá bænum Kristi-
ansand sem er syðst í Noregi. Guð-
jón segir bæinn afar fallegan og
þar sé gott að vera. Í Kristiansand
búa um hundrað þúsund manns.
„Það er ekkert að því að vera hér.
Nú er hitinn rúmlega tuttugu stig
og sólin brennir á manni skallann.“
Start er sem stendur í neðsta
sæti deildarinnar og telur Guðjón
að liðið nái ekki að bjarga sér frá
falli. Samningur hans rennur út
eftir þetta tímabil. Hann segist
ekki vita hvað taki við. Stefnan er
þó sett á England þar sem hann bjó
um tíma og þjálfaði lið Stoke City.
Hann kom liðinu upp í fyrstu deild
en samningur hans var ekki endur-
nýjaður.
„Ég fylgist vel með Stoke enda
er sonur minn að spila með liðinu,“
segir Guðjón. Hann segir að ekki
sé hægt að hrópa húrra fyrir ár-
angri liðsins eins og staðan er nú.
Aðspurður hvort hann hefði geta
náð betri árangri sagði Guðjón.
„Við skulum orða það þannig að ég
hefði ekki getað gert verr.“
kristjan@frettabladid.is
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi þjálfari
íslenska landsliðsins í knattspyrnu
og enska liðsins Stoke City, er 48 ára
í dag. Hann býr nú í Noregi þar
sem hann þjálfar lið Start.
Afmæli
Á marga eftirminnilega afmælisdaga
FÓLK Í FRÉTTUM
LEIFUR S. GARÐARSSON
Leifur, sem er uppalinn í Hafnarfirði, segist hafa mikinn áhuga á bæjarmálum. Hann er
meðal annars í fjölskylduráði á vegum bæjarstjórnar. Hann segir Öldutúnsskóla vera
skemmtilegan skóla og starfsliðið þar sé einstaklega gott.
Fremur fámennt var á skrif-stofum Alþingis í gær.
Starfsfólki var boðið í árlega
haustferð og var farið gullna
hringinn, Þingvellir, Gullfoss og
Geysir skoðuð. Flestir starfs-
menn skelltu sér með í ferðina
og lágmarksviðbúnaður í þing-
húsinu af þeim sökum.
Samfylkingarfólk er farið aðleita að fólki til að stýra
kosningabaráttu flokksins fyrir
komandi þingkosningar. Nokkuð
mun hafa verið þrýst á Ingvar
Sverrisson, sem stýrði kosn-
ingabaráttu Reykjavíkurlistans
við góðan róm, að taka að sér að
stýra baráttunni fyrir Samfylk-
inguna. Enn mun þó ekkert
ákveðið.
Leikskáldafélag Íslands telurað sérstakt fagnaðarefni að
innlendri samtímaleikritun sé
gert hátt undir höfði í verkefna-
vali Þjóðleikhússins. Öllu verra
þykir félaginu hversu illa leik-
listargagnrýnendurnir Jón Við-
ar Jónsson og Sturla Sigurjóns-
son hafa tekið stefnubreyting-
unni. Jón Viðar ræddi verkefna-
val stóru leikhúsanna af miklum
eldmóð í tveimur þáttum Ís-
lands í dag og fann íslenskum
samtímaleikritum ýmislegt til
foráttu og efaðist um að stefnu-
breyting Þjóðleikhússins væri
gæfuskref. Leikskáldafélagið
telur þetta „tilfinningalega“
uppnám og neikvæð viðbrögð
við boðaðri dagskrá Þjóðleik-
hússins hafa gert þá vanhæfa til
að fjalla opinberlega um nýja,
innlenda leikritun á komandi
vetri.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Hvenær geturðu verið viss umað lögfræðingur segi sann-
leikann?
Þegar hann er með lokaðan
munn.
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON
Enska knattspyrnuliðið Tranmere Rovers
bauð Guðjóni samning. Hann ákvað að
ganga ekki til samninga en segir stefnuna
þó setta á England.
SAGA DAGSINS
14. SEPTEMBER
TÍMAMÓT
Flugvélin Geysir brotlenti áBárðarbungu á Vatnajökli, á
leið frá Lúxemborg til Reykjavík-
ur, árið 1950. Sex manna áhöfn
komst lífs af. Flugvélin, sem var
í eigu Loftleiða, fannst fjórum
dögum síðar.
Kristján Eldjárn lést árið 1982.Hann var þjóðminjavörður í
rúma tvo áratugi og forseti Ís-
lands frá 1968 til 1980.
Vestfjarðagöng, milli Önundar-fjarðar, Súgandafjarðar og
Ísafjarðar voru formlega opnuð
árið 1996. Þau eru samtals níu
kílómetra löng og kostuðu 4,3
milljarða króna.
Theodore Roosevelt varð 26.forseti Bandaríkjanna árið
1901, tólf klukkustundum eftir
dauða fyrirrennara síns, McK-
inley, sem var skotinn af anar-
kista 6. september.
JARÐARFARIR
11.00 Ragnheiður Þorgeirsdóttir,
Helgafelli, Helgafellssveit, verður
jarðsungin frá Helgafellskirkju.
14.00 Guðmundur M. Ólafsson, Fjarð-
arstræti 6, Ísafirði, verður jarð-
sunginn frá Ísafjarðarkirkju.
14.00 Gísli Konráð Geirsson, Kálfastöð-
um, Vestur-Landeyjum, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju.
14.00 Jón Hannesson, Húnabraut 22,
Blönduósi, verður jarðsunginn frá
Blönduóskirkju.
14.00 Sigurgeir Valmundsson, Borgar-
sandi 1, Hellu, verður jarðsunginn
frá Oddakirkju
15.00 Ólöf Guðmundsdóttir, áður hús-
freyja á Ytri-Löngumýri, Austur-
Húnavatnssýslu, verður jarðsett í
heimagrafreit á Guðlaugsstöðum í
Blöndudal.
AFMÆLI
Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari
er 47 ára.
ANDLÁT
Guðbjörg Jónsdóttir, Hvammi, Húsavík,
lést 12. september.
Hjálmtýr E. Hjálmtýsson, Sólvallagötu
33, lést á Landakotsspítala 12. septem-
ber.
Ingólfur Bjarnason frá Vestmannaeyj-
um, Þangbakka 8, Reykjavík, lést 12.
september.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Mörður
Árnason vinnur ekki að gerð sjónvarps-
þáttar um hvernig gera megi Ísland að fá-
tækasta landi heims.
Leiðrétting
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Heimsendingar og sótt!
O p n u n a r t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r
Grensásvegur 12
533 2200
Tilboð sótt
1. 12“ m/3 álegg og 1/2 litr. gos
990 kr,-
2. 16“ m/2 áleg. og 2 litr. gos
1.390 kr,-
2 fyrir 1
Pizza að eigin vali
a) ostabrauðstangir eða
b) hvítlauksbrauð 12“ og önnur
pizza af sömu stæð FRÍTT
(greitt er fyrir dýrari pizzuna)
Tilboð sent
1. 12“ m/3 álegg og 1litr. gos
1.490 kr,-
2. 16“ m/3 álegg og
ostabrauðstangir eða 2 litr. gos.
1.900 kr,-
3. 18“ m/3 áleg. og
ostabrauðstangir eða 2 litr. gos
2.390 kr,-