Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 2
2 14. september 2002 LAUGARDAGURLÖGGUFRÉTTIR INNLENT WASHINGTON, BERLÍN, AP Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er jafn andsnúinn því sem fyrr að ráðist verði á Írak til þess að koma Saddam Hussein frá völd- um. Hann segir að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi látið mörgum spurningum ósvarað. „Enn er alveg ljóst, að Þýska- land tekur ekki þátt í hernaðarað- gerðum undir minni forystu,“ sagði Schröder. Almennt hafa þjóðarleiðtogar fagnað því, að Bush hafi í ræðu sinni lagt áherslu á nauðsyn þess að Sameinuðu þjóðirnar standi að aðgerðum gegn Írak. Meira að segja arabaríki hafa sum hver sagt að með þessu hafi Bush opn- að Írökum leið út úr ógöngum sín- um. „Ég skora á Íraksstjórn að grípa tækifærið,“ sagði Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, „og forðast alvarleg eftirköst.“ Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ráðgaðist í gær við leiðtoga þeirra ríkja, sem neitun- arvald hafa í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Af fastafulltrúunum fimm í Öryggisráðinu hafa einung- is Bretar lýst afdráttarlausum stuðningi við fyrirhugaðar hernað- araðgerðir gegn Írak.  Gerhard Schröder enn á móti hernaði: Powell reynir að sannfæra Öryggisráðið REYNA AÐ AFLA FYLGIS Bush Bandaríkjaforseti og Powell utanríkisráðherra hafa staðið í ströngu við að sannfæra þjóðarleiðtoga um nauðsyn þess að ráðast gegn Írak. AP /D O U G M IL LS NÝ STJÓRN Kaupþing vill skipta um stjórn í JP Nor- diska í Svíþjóð. Sænskir sparifjáreigendur gagnrýna tímasetninguna. Sænskir hlutabréfaspar- endur órólegir: Kvarta und- an stjórnar- breytingu Kaupþings VIÐSKIPTI Félag sænskra hluta- bréfaeigenda gagnrýnir Kaup- þing fyrir að boða til hlutahafa- fundar í JP Nordiska eftir að yfir- tökutilboð hefur verið lagt fram. Tilgangur Kaupþings er að skipta um stjórn, en félagið hefur eign- ast stóran hlut í fyrirtækinu og hyggur á yfirtöku. Lars Millberg talsmaður samtakanna segir að það sé óeðlilegt að Kaupþing vilji skipta um stjórn þegar það sé hlutverks stjórnarinnar að fjalla um yfirtökutilboð Kaupþings og mæla með því við hluthafa. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings segir tilganginn með stjórnarskiptunum vera þann að breyta um áherslur í fyrirtækinu. Lars Millberg segir hins vegar að hann efist ekki um þann tilgang. Hins vegar veki tímasetningin tortryggni í ljósi yfirtökutilboðs- ins. Sigurður segir ákveðinn mis- skilning hér á ferðinni. Það hafi alltaf verið hugmyndin að gamla stjórnin fjalli um yfirtökutilboðið. Hann segist fagna því að úrskurð- arnefnd fjalli um málið. Það sé ekkert nema eðlilegt.  Samkeppnisstofnun hefurstefnt Skífunni til greiðslu 12 milljóna króna sektar sem sam- keppnisráð dæmdi fyrirtækið til að greiða fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu við sölu á geisladiskum í verslunum Baugs. Skífan hefur á móti höfðað dóms- mál vegna sektarinnar. Kaldbakur EA, ísfisktogariÚA, er í slipp á Akureyri. Verið er að setja andveltigeymi fyrir framan brú skipsins til að gera það stöðugra. Áður hefur samskonar geymir verið settur á Harðbak sem einnig er í eigu ÚA. Kostnaður er áætlaður 30 til 40 milljónir. Breskur ferðamaður sem áttileið um Vatnshorn í Vestur Húnavatnssýslu þótti sleppa vel þegar hann féll af mótorhjóli í gær. Litlu munaði að hann lenti undir vörubíl sem átti leið hjá. Lánið lék þó við manninn sem hriflaðist nokkuð við fallið. Harður árekstur varð á mótumGlerárgötu og Þórunnarstræt- is upp úr klukkan þrjú í gær. Ann- ar ökumaðurinn kvartaði undan eymslum í háls og baki. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tíu ára stúlku sem reyndist ómeidd. Bíl- arnir voru báðir óökufærir. Fjögurra bíla árekstur varð íÞingvallastræti á Akureyri á fjórða tímanum í gær. Þrír frem- stu bílarnir höfðu staðnæmst en aftasti bíllinn ók aftan á þá. Skemmdir voru litlar. Keflavíkurflugvöllur: Lagt hald á um þrjátíu vopn á dag LÖGREGLUMÁL Lagt er hald á um þrjátíu vopn að meðaltali á dag við vopnaleit á Keflavíkurflug- velli. Langstærsti hlutinn eru skæri en hnífar, stunguvopn aðrir oddhvassir hlutir fylgja í kjölfar- ið. Vopnaleit var hert á Keflavík- urflugvelli eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum. Var Sýslumanns- embættinu meðal annars gert af bandarísku flugmálastjórninni að framfylgja ströngu vopnaeftirliti þar sem skýrar reglur gilda um hvað flugfarþegum er óheimilt að taka um borð í flugfar. Vegna þessara ráðstafana hefur gríðar- legt magn hluta verið tekið af flugfarþegum við vopnaleit síðan 11. september á síðasta ári eða samtals 11.206 stykki. Skæri eru langalgengasti hlut- urinn sem tekinn er af farþegum eða 5.266 stykki. Þá hefur verið lagt hald á 3.167 hnífa, 2.532 stunguvopn eða aðra oddhvassa hluti, fjögur úðatæki og 199 ann- ars konar hluti, meðal annars eft- irlíkingar af byssum. Sýslumannsembættið á Kefla- víkurflugvelli segir að flugfar- þegar hafi sýnt þessum aðgerðum mikinn skilning sem auðveldað hafi starfsmönnum tollgæslunnar að sinna þessu mikilvæga starfi.  LEIFSSTÖÐ Stærstur hluti vopna sem finnst þar eru skæri en hnífar, stunguvopn og aðrir oddhvassir hlutir finnast líka oft. HEILSA Stjórnarmenn Heilsugæsl- unnar í Reykjavík áttu í gær fund með Jóni Kristjánssyni heilbrigð- isráðherra vegna deilna ríkisins og heilsugæslu- lækna um kjara- og réttindamál. Á fundinum voru lagðar fram tillög- ur framkvæmda- stjórnar og yfir- lækna Heilsugæsl- unnar í Reykjavík, Kópavogi, Mos- fellsbæ og Sel- tjarnarnesi. Miða þær að bættri þjónustu Heilsugæslunnar og er helsta markmiðið að allir sem þurfa, geti fengið þjónustu heim- ilislæknis samdægurs. Tillögur læknanna miða að því að markmiðinu verði náð með nokkrum bráðaaðgerðum, en langtímaaðgerðin er að komið verði á launakerfi sem grundvall- ist á samningi við Læknafélag Ís- lands. Heilsugæslulæknar vilja að strax fyrir næstu mánaðarmót verði komið á nýju launakerfi lækna, sem þjónar markmiðum Heilsugæslunnar um bætta þjón- ustu. Launakerfið á að vera þan- nig upp byggt að læknar geti val- ið milli þess að vera að hluta á föstum launum og að hluta á verk- greiðslum. Til þess að unnt verði að bæta þjónustu Heilsugæslunnar telja læknarnir að koma verði á öflugri bráðaþjónustu lækna á heilsu- gæslustöðvum á dagtíma og vakt- þjónustu eftir klukkan 16. Þá sé einnig nauðsynlegt að opna heilsugæslustöðvar í Voga- og Heimahverfi og í Salahverfi í Kópavogi á næsta ári með tilheyr- andi stöðufjölda lækna. Á árinu 2004 verði síðan tvær heilsu- gæslustöðvar í viðbót opnaðar í Árbæ og Borgum í Kópavogi. Tillögurnar miða ennfremur að því að fjölga námsstöðum í heim- ilislækningum í Heilsugæslunni, þannig að 6 til 10 stöður verði aug- lýstar strax. Þá vilja heilsugæslu- læknar að komið verði á fót mið- lægri, faglegri símaráðgjöf heilsugæslulækna fyrir almenn- ing á landsvísu. Einnig vilja þeir að sjálfstæði stjórnenda Heilsu- gæslunnar verði aukið. trausti@frettabladid.is Læknar vilja nýtt launa- kerfi fyrir mánaðamót Framkvæmdastjórn og yfirlæknar Heilsugæslunnar lögðu fram tillögur á fundi með heilbrigðisráðherra í gær. Markmiðið er að allir sem þurfa, geti fengið þjónustu heimilislæknis samdægurs. HEILSUGÆSLAN Í REYKJAVÍK Stjórnarmenn Heilsugæslunnar í Reykjavík funduðu með Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð- herra í gær. Á árinu 2004 verði síðan tvær heilsu- gæslustöðvar í viðbót opnað- ar í Árbæ og Borgum í Kópavogi. Ísfirskur ofbeldismaður: Lamdi fjögurra ára dreng DÓMSMÁL Maður hefur verið dæmdur til fjögurra ára skilorðs- bundinnar fangelsisvistar fyrir ýmsar líkamsárásir á Ísafirði. Meðal afbrota mannsins var að ráðast í janúar 2001 inn á heimili unnustu sinnar og móður hennar og slá þar unnustu sína og fjögurra ára gamlan dreng á heimilinu. Unnustan mun hafa hringt til mannsins fyrr um kvöldið og kvartað undan rifrildi við móður sína. Hann fór strax á vettvang til að „berja“ móðurina en sú læsti sig inn í herbergi. Hann barði þá kærustuna og barnið í staðinn auk þess að vinna skemmdir á innanstokksmunum. Barnið var hruflað og grátandi þegar lögreglu bar að garði. Þá var maðurinn meðal annars einnig fundinn sekur um að hafa ráðist með hnefahöggum að stúlku sem fermst hafði með hon- um og var ásamt fleiri ferming- arsystkinum í útilegu í Dýrafirði. Þetta var í júlí 2001. Héraðsdómur Vestfjarða komst að þeirri niðurstöðu að virða bæri manninum það til vor- kunnar að hann hefði síðan bætt hegðun sína. „Við ákvörðun refs- ingar verður horft til þess að ákærði hefur sýnt af sér bætta hegðun og náð fullum sáttum við móður unnustu sinnar,“ segir í dóminum.  Ríkisendurskoðun: Sjúklingum heilsugæslu fækkar HEILBRIGÐISMÁL Ríkisendurskoðun segir að í fyrra hafi hver heilsu- gæslulæknir í Reykjavík sinnt að jafnaði fimmtungi færri sjúk- lingum en hann gerði árið 1997. Ríkisendurskoðun segir í nýrri skýrslu að ein möguleg ástæða þessa felist í breytingum sem gerðar voru á launakerfi læknanna árið 1997. Þá var Kjaranefnd falið að úrskurða um kjör þeirra. „Í stað kerfis þar sem þar sem greiðslur miðuðust fyrst og fremst við fjölda unninna verka, svokallaðar verkagreiðslur, var innleitt kerfi þar sem laun lækn- is áttu að miklu leyti að ráðast af stærð þess sjúklingahóps sem hjá honum væri skráður, svokall- aðar höfðatölugreiðslur,“ segir Ríkisendurskoðun. Þetta telur Ríkisendurskoðun umhugsunarefni í ljósi þess að erlendar rannsóknir sýni að fast- launakerfi skili minni afköstum og skapi biðlista. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.