Fréttablaðið - 02.10.2002, Side 1

Fréttablaðið - 02.10.2002, Side 1
Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra er enn þögull um skýrslu breskra sérfræðinga um Skerjafjarðarslysið. Hann sat eft- ir hjá forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. bls. 2 Forseti Alþingis segir nauðsyn-legt að ráðast í talsverðar endurbætur á Alþingishúsinu til að forða því frá skemmdum. bls. 2 Hægagangur og lítill hagvöxt-ur einkenna næsta ár að mati Fjármálaráðuneytis. Þjóðin minnkar neyslu og eykur sparn- að. bls. 7 Minnihluti hreppsnefndarBessastaðahrepps sakar oddvita hreppsnefndar um mis- beitingu valds og bókaði vítur á hann. bls. 8 bls. 16 FÓLK Til í allt sem er heiðarlegt bls. 22 MIÐVIKUDAGUR bls. 4 190. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 2. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Sjónvarpsumræður á Alþingi í kvöld STJÓRNMÁL Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og að því loknu fara fram umræður um hana. Menn bíða ræðunnar með nokkurri eftirvænt- ingu, kosningavetur að ganga í garð og líklegt að pólitískar línur skerpist nokkuð þegar líður á vet- urinn. Að venju verður útvarpað og sjónvarpað frá umræðum sem hefjast klukkan 19:50. Vímulaus æska FORVARNIR Foreldrasamtökin Vímu- laus æska opna formlega vefsíðu í dag á slóðinni www.foreldrahus.is. Vefsíðunni er ætlað að veita aðstoð foreldrum sem hafa áhyggjur af hugsanlegri vímuefnaneyslu barna sinna. Þá verða á síðunni fréttir af starfi samtakanna, upplýsingar um námskeið og umræða um málefni sem snerta uppeldi eða fíkniefna- heiminn, svo sem um handrukkara og útihátíðir. Athöfnin fer fram í Foreldrahúsinu og hefst klukkan 10. Männerpension KVIKMYNDIR Goethe-Zentrum sýnir í kvöld þýsku kvikmyndina „Männ- erpension“ frá 1996. Þetta er ljón- fjörug gamanmynd og segir frá tukthúslimum sem notaðir eru sem tilraunakanínur í hálfhæpinni fé- lagslegri tilraun fangelsisstjóra. Myndin var tilnefnd til Þýsku kvik- myndaverðlaunanna 1996. Myndin verður sýnd að Laugavegi 18 og hefst sýning hennar klukkan 20:30 BÆKUR Morð en engin hneyksli FJÁRLÖG Stefnt að afgangi LÖGREGLA Lögreglan í Kópavogi hefur sent ríkissaksóknara gögn í máli er varðar mannslát í Hamra- borg aðfararnótt sunnudagsins 10. mars. Kona á sextugsaldri og karlmaður á fertugsaldri, sem lögreglan grunar um að hafa orð- ið manninum að bana, ganga enn laus. Þann 11. apríl synjaði Hér- aðsdómur Reykjaness lögregl- unni í Kópavogi um áframhald- andi gæsluvarðhaldskröfu yfir fólkinu. Þrátt fyrir gæsluvarðhalds- synjunina hefur lögreglan áfram rannsakað málið sem manndráps- mál. Að sögn lögreglu liggur fólk- ið enn undir grun og hefur rann- sóknin að mestu snúist um þátt þess í dauða mannsins. Rannsókn- in miðaði við 218. grein almennu hegningarlaganna. Í henni segir að ef stórfellt líkams- eða heilsutjón hljótist af árás varði það allt að 16 ára fangelsi. Krufning leiddi í ljós að mað- urinn lést af völdum innvortis áverka sem benda til þess að hann hafi fengið þungt högg á lifrina. Að sögn lögreglu þurfti talsvert högg til að valda áverkanum og sagðist hún hvorki getað útilokað að áverkinn hafi verið af völdum höggs frá öðrum manni eða falls mannsins sjálfs. Ríkissaksóknari mun nú skoða gögn í málinu og í framhaldinu ákveða hvort gefin verði út ákæra.  Manndrápsmál komið til ríkissaksóknara: Grunuð um manndráp en ganga laus REYKJAVÍK Í dag verður hæg suðvestanátt með skúrum. Hiti 7 til 10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Skúrir 12 Akureyri 8-15 Rigning 13 Egilsstaðir 8-15 Rigning 13 Vestmannaeyjar 8-15 Skúrir 10 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ ÞETTA HELST Í GÓÐUM HÖNDUM Forseta Íslands var vel gætt af lögreglumönnum þegar hann gekk til þingsetningar, ásamt biskupum, þingmönn- um og ráðherrum. Andstæðingar stóriðjuáforma ríkisstjórnarinnar stóðu vaktina á Austurvelli í gær, sjöttu vikuna í röð og mótmæltu meðan hersingin gekk til þinghússins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI LEIKHÚS Rekstrarvandi Leikfélags Reykjavíkur er mikill og að óbreyttu stefnir reksturinn í þrot samkvæmt greinagerð Hjörleifs B. Kvaran borgarlögmanns sem lögð var fyrir borgar- ráð Reykjavíkur í gær. Til þess að mæta bráðum vanda í Borgarleikhúsinu hafa borgaryfirvöld sam- þykkt að veita 25 milljóna króna aukafjárveitingu til að tryggja áframhaldandi leikstarfsemi. „Miðað við þann tap- rekstur sem verið hefur að meðaltali á mánuði tímabilið 2001 til 2002, 4,1 milljón króna, þá verð- ur eigið fé LR uppurið í október- mánuði,“ segir í greinagerðinni. Guðjón Pedersen, leikhús- stjóri, segist ekki hafa mikla trú á að reksturinn fari í þrot eins og borgarlögmaður bendir á. „Það hefur aldrei staðið til að reksturinn fari í þrot. Við myndum þá frekar minnka ennþá meira við okkur til að vera innan þess fjárhagsramma sem við erum bundin.“ Fyrir tæpum tveimur árum keypti Reykjavíkur- borg eignarhluta Leikfé- lagsins í Borgarleikhúsinu á 195 milljónir króna. Þar af voru 50 milljónir greiddar með yfir- töku skulda. Þrátt fyrir þetta og uppsagnir sem Leikfélagið hefur gripið til er rekstrarvandi þess enn mikill. Í greinagerðinni segir að þegar samningurinn hafi verið gerður hafi þáverandi forráðamenn Leik- félagsins gert ráð fyrir að hluti kaupverðsins færi til að greiða upp lán og vanskil en eftirstöðv- arnar yrðu varðveittar í sjóði sem ávaxtaður yrði eins og best gerð- ist á hverjum tíma. Þetta hafi ekki gengið eftir og ljóst að þeir fjár- munir sem Leikfélagið hafi fengið fyrir eignarhluta sinn í Borgar- leikhúsinu hafi fyrst og fremst gengið til að reka félagið og fjár- magna tapið. „Við erum búin að fara ofan í reksturinn og höfum leitast við að hagræða eftir megni,“ segir Guð- jón Pedersen, leikhússtjóri. Hann segir að þó aðgerðir til hagræð- ingar skili aldrei árangri á fyrsta degi hafi ýmislegt áunnist. „Við höfum losað okkur við megnið af skuldahalanum.“ Samkvæmt greinagerð borgar- lögmanns kemur fram að félagið stefni að því að fækka enn stöðu- gildum og ná fram 42 milljóna króna sparnaði. Á móti komi að á árinu 2001 hafi grunnlaun leikara hækkað um 65% vegna nýrra kjarasamninga og sú hækkun hafi reynst félaginu erfið. Meira bls. 7 trausti@frettabladid.is brynjolfur@frettabladid.is Rekstur LR stefnir í þrot að óbreyttu Borgarráð ákvað í gær að veita Leikfélagi Reykjavíkur 25 milljóna króna aukafjárveitingu til mæta bráðum vanda þess. Fyrir tveimur árum keypti borgin eignarhluta Leikfélagsins í Borgarleikhúsinu á 195 milljónir króna. Það hefur ekki dugað. „Það hefur aldrei staðið til að rekstur- inn fari í þrot. Við myndum þá frekar minnka ennþá meira við okkur.“ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á miðviku- dögum? 46% 75%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.