Fréttablaðið - 02.10.2002, Qupperneq 8
8 2. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
SKEMMTISTAÐIR Súlustaðakóngur-
inn Geiri í Maxím hefur selt nekt-
arstað sinn í Hafnarstræti, sem
hann hefur verið kenndur við, til
hollenskrar konu sem hyggst
opna þar veitingahús:
„Maxím verður nú hollenskur
bar þar sem allir ganga um á tré-
klossum. Við erum að ganga frá
þessu,“ segir Geiri sem leitar nú
að nýju húsnæði fyrir vískibar
sinn sem var upp í hillum á
Maxím. „Ég verð að finna eitt-
hvert húsnæði því ég á 400 teg-
undir af vískíi og þar af eru 50
yfir 40 ára gamlar,“ segir Geiri
sem heldur áfram að reka súlu-
stað í Kópavogi undir nafninu
Goldfinger. Geiri vill helst ekki
fara með vískibarinn sinn langt út
fyrir miðbæinn og hefur helst
augastað á ýmsum hliðargötum
upp með Laugaveginum. Ekki vill
hann gefa upp hvar viskíbirgðirn-
ar eru geymdar eftir að hann hef-
ur þurft að rýma Maxím: „Ég ætti
nú ekki annað eftir en fara að aug-
lýsa það. Þær eru á vísum stað,“
segir súlu - og vískikóngurinn.
Súlustaður seldur í Hafnarstræti:
Maxím verður
hollenskur bar
GEIRI Í MAXÍM
Selur súlustað og leitar
að viskíbar.
RÍKISÚTVARPIÐ
Útsendingarskilyrði úti á landi valda sums
staðar gremju.
Samkeppnisstofnun:
Kannar
útsendingar-
skilyrði
SJÓNVARP Samkeppnisstofnun er
með mál til meðferðar þar sem
einstaklingur telur Ríkisútvarpið
brjóta á rétti sínum vegna lé-
legra gæða útvarps- og sjón-
varpsútsendinga.
„Þeir hjá Ríkisútvarpinu við-
urkenndu að skilyrðin væru ekki
jafn góð hér á Kópaskeri og þau
eru á Akureyri. Þau væru þó tal-
in nægileg fyrir dreifbýli,“ segir
Guðmundur E. Lárusson. Hann
kvartaði undan slæmum gæðum
útsendinga eftir að hann flutti til
Kópaskers fyrir þremur árum.
Málinu vísaði hann til Samkeppn-
isstofnunar. Hann taldi brotið á
sér þar sem honum væri ætlað að
greiða fullt afnotagjald þó gæð-
um útsendingar væri ábótavant.
Málið hefur verið til meðferð-
ar hjá Samkeppnisstofnun í á
þriðja ár en engin niðurstaða
fengist. Þar fengust þau svör að
óljóst væri hvenær málsmeðferð
lyki.
Réttarhöld yfir Zacarias
Moussaoui:
Frestað
um hálft ár
ALEXANDRIA, VIRGINÍU, AP Ákveðið
hefur verið að fresta réttarhöld-
unum yfir Zacarias Moussasoui,
eina mannsins sem ákærður hefur
verið í Bandaríkjunum fyrir aðild
að árásunum á landið þann 11.
september í fyrra. Réttarhöldin
áttu að hefjast þann 6. janúar
næstkomandi en var frestað til 30.
júní. Bæði verjendur og sækjend-
ur í málinu óskuðu eftir frestun-
inni til að ná að fara yfir þann
mikla fjölda skjala sem tengjast
málinu.
Moussaoui er 34 ára gamall
franskur ríkisborgari en er fædd-
ur í Marokkó. Hann er ákærður
fyrir samsæri og á yfir höfði sér
dauðadóm verði hann fundinn
sekur.
MENNTUN Verðandi og starfandi
verslunarstjórum er nú boðið
upp á háskólanám í verslunar-
stjórnun við Viðskiptaháskólann
á Bifröst í Borgarfirði og heyrir
það til nýmæla. Námið var kynnt
í skólanum fyrir skemmstu en
það er sett á laggirnar í sam-
vinnu við ýmis samtök verslunar-
innar í landinu og nokkurra stór-
fyrirtækja; svo sem Baugs,
Kaupáss og Samkaupa.
Námið skiptist í bóklegan
hluta sem fer fram í gegnum
fjarnámskerfi skólans og svo
verklegan hluta sem fer fram á
vinnustað. Að auki verja nemend-
ur þremur helgum á hverri önn á
Bifröst í verkefnavinnu. Námið
tekur tvö ár og lýkur með
diplómagráðu. Þegar hafa 30
verslunarstjórar skráð sig til
náms. Á kynningarfundi sem
haldin var af þessu tilefni mætti
meðal annarra Jóhannes í Bónus
og ræddi um hagnýta, starfsteng-
da viðskiptamenntun.
Nýjung í Borgarfirði:
Verslunarstjórar í læri
VERSLUNARSTJÓRANÁMI HLEYPT AF STOKKUNUM Á BIFRÖST
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, Runólfur Ágústsson rektor, Jóhannes í Bónus, Teitur
Lárusson, starfsmannastjóri Kaupáss, Helgi Baldursson, umsjónarmaður námsins og Sig-
ríður L. Gunnarsdóttir, skólastjóri Baugsskólans.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Listi Álftanes-
hreyfingarinnar, sem er í minni-
hluta í sveitarstjórn Bessastaða-
hrepps, bókaði vítur á Guðmund
G. Gunnarsson, oddvita hrepps-
ins, vegna meintrar valdníðslu á
hreppsnefnarfundi
fyrir skömmu.
Oddvitinn neitaði
minnihlutanum um
að setja greinagerð
og bókun inn í
fundargerð og
gagnrýnir minni-
hlutinn mjög þau
vinnubrögð, segir
þau ólýðræðisleg.
Greinagerðin og
bókunin átti að fylgja tillögu
minnihlutans um að ráðið yrði í
starf byggingarfulltrúa í stað
þess að gera samninga við verk-
fræðistofur. Tillagan var felld af
meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Sveinbjörnsson, fulltrúi
Álftaneshreyfingarinnar, sagði að
mun hagkvæmara væri fyrir
hreppinn að ráða byggingarfull-
trúa, því laun hans yrðu langtum
lægri en þær fjárhæðir sem
hreppurinn væri að borga hinum
ýmsu verkfræðistofum fyrir
þjónustu.
„Í öllum fundargerðum hjá
sveitarfélögum hérna í kringum
okkur eru greinagerðir teknar inn
í fundargerðir,“ segir Kristján.
„Þá eru dæmi um það að menn
hafi birt hérna áður fyrr greina-
gerðir með tillögum. Í þessu til-
felli var oddvitinn einfaldlega að
misbeita valdinu til að láta vita að
það væri hann sem réði hérna og
stjórnaði.“
Kristján segir mikil átök í
hreppsnefndinni og ljóst að fram-
hald verði á þeim. Meirihlutinn
hafi meðal annars gert athuga-
semdir við að minnihlutinn sé yfir
höfuð með tillögur og bókanir. Því
megi búast við því að tekist verði
á um fundarsköpin á næstu fund-
um hreppsnefndar.
Guðmundur segir mjög skýrt
kveðið á um það í nýjum lögum
hvernig meðhöndla eigi bókanir
og tillögur. Hann segist ekki telja
að hann hafi gert rangt með því að
neita að setja greinagerð og bók-
un inn í fundargerð. Með því hafi
hann ekki farið út fyrir verksvið
sitt.
„Ég held að það sé nú ekki þeir-
ra að bóka vítur á einn eða neinn,“
segir Guðmundur, sem var ekki
viðstaddur fundinn þegar víturn-
ar voru bókaðar. „Ég hélt að oftast
væri reynt að haga málum þannig
að sá sem yrði fyrir skothríðinni
væri viðstaddur. Mér finnst þetta
vera þeim til vansa að gera þetta
svona. Ég tel mig ekki hafa gert
neitt rangt og mun svara þessu á
næsta hreppsnefndarfundi um
miðjan október.“
trausti@frettabladid.is
Oddviti víttur vegna
meintrar valdníðslu
Átök í hreppsnefnd Bessastaðahrepps. Minnihlutinn sakar oddvitann
um misbeitingu valds. Oddvitinn segist ekki hafa farið út fyrir verksvið
sitt og hyggst svara fyrir sig á næsta hreppsnefndarfundi.
BESSASTAÐAHREPPUR
Kristján Sveinbjörnsson, fulltrúi Álftanes-
hreyfingarinnar, segir mikil átök í hrepps-
nefndinni og ljóst að framhald verði á
þeim. Meirihlutinn hafi til að mynda gert
athugasemdir við að minnihlutinn væri yfir
höfuð með tillögur og bókanir.
„Í öllum fund-
argerðum hjá
sveitarfélög-
um hérna í
kringum okkur
eru greina-
gerðir teknar
inn í fundar-
gerðir,“
ORÐRÉTT
LAUN HEIMSINS
Ég hef enga trú á
því að þau góðu
verk sem við höf-
um unnið í heil-
b r i g ð i s m á l u m
skaði okkur.
Guðni Ágústsson um
fylgiskönnun. DV, 1.
október.
VENJAN AÐ BYRGJA EFTIRÁ
Ég spyr ekki að leikslokum ef
barn dytti ofan í þennan brunn.
Halldóra Brandsdóttir vill byrgja brunn á
Stokkseyri áður en barn dettur í hann. DV,
1. október.
RÖK UNDIRHEIMANNA
Hins vega verður þessi starfsemi
alltaf til staðar, hvort sem hún er
skipulögð sem atvinnustarfsemi
eða ekki.
Vilhjálmur Egilsson um rekstur spilavíta.
DV, 1. október.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
GEIR H. HAARDE
Óásættanlegt að daggjaldastofnanir safni
skuldum eftir að tekið hafi verið á fjár-
hagsvanda þeirra.
Daggjaldastofnanir
fá vissa úrlausn:
Geir furðar
sig á skulda-
söfnun
FJÁRLÖG „Ég hef ekki fallist á að
greiða alla þá reikninga sem eru
sendir inn í fjármálaráðuneytið,
ekki þó svo þeir séu með uppá-
skrift annarra ráðuneyta. Ef ég
gerði það væri ég ekki starfi
mínu vaxinn,“ segir Geir H.
Haarde, fjármálaráðherra, um
fjárhagsvanda dvalar- og hjúkr-
unarheimila. Hann segir að
daggjaldastofnanir fái vissa úr-
lausn á vanda sínum á fjárauka-
lögum sem verða kynnt innan
skamms og hækkunar á dag-
gjöldum sem komi fram í fjárlög-
um. Fleira þurfi þó að koma til
svo leysa megi vandann en að
leggja fram meira fé.
Geir furðar sig á þeim fjár-
hagsvanda sem daggjaldastofn-
anir eru komnar í. „Það er mjög
stutt síðan þær fengu algjörlega
hreint borð,“ segir fjármálaráð-
herra. Rekstur þeirra hafi verið
gerður upp og settur á núllið fyr-
ir fáum árum síðan. Því þyki sér
grunsamlegt að vandi þeirra sé
nú orðinn svo mikill sem raun
ber vitni. Leggjast verði yfir
rekstur þeirra og finna út hvern-
ig tryggja megi rekstur heimil-
anna.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir aflögreglunni í Keflavík í fyrra-
kvöld og í nótt fyrir of hraðan
akstur. Sá sem hraðast ók var á
122 km hraða á Reykjanesbraut
þar sem hámarkshraðinn er 90
km. Að öðru leyti var rólegt hjá
lögreglunni.
Ekið var á níu ára dreng í Lind-arsmára í Kópavogi um
sjöleytið í fyrrakvöld. Drengur-
inn fótbrotnaði og hruflaðist.
Hann var fluttur á slysadeild
Landspítala-háskólasjúkrahúss í
Fossvogi. Ekki er vitað hvernig
slysið varð en drengurinn var að
leika við vini sína þegar ekið var
á hann.
LÖGREGLUFRÉTTIR