Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2002, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.10.2002, Qupperneq 12
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum á Laugardalsvelli eftir rúma viku í undankeppni Evrópumótsins. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, mun væntanlega kynna leik- mannahópinn í dag eða á morgun. Ljóst er að einhverjar breytingar verða á hópnum þar sem Ríkharð- ur Daðason, leikmaður Lil- leström, meiddist fyrir skömmu og verður frá knattspyrnuiðkun næstu vikurnar. Atli segir að Rík- harður hafi verið mjög mikilvæg- ur landsliðinu en nú þurfi að bregðast öðruvísi við. Nefnir hann leikmenn á borð við Marel Baldvinsson og Helga Sigurðsson sem geti leyst Ríkharð af hólmi þótt þeir hafi ólíkan leikstíl. Atli vildi ekki upplýsa hvaða breyting- ar yrðu gerðar á landsliðshópn- um. Líklegt verður þó að teljast að hann muni nota einhverja af þeim leikmönnum sem hann hefur ver- ið að prófa á undirbúningstímabil- inu. Aðspurður um Tryggva Guð- mundsson, leikmann Stabæk, sem er næst markahæstur í Noregi, sagði Atli. „Eins og staðan er nú hentar Tryggvi ekki í þessa leiki, en það kemur allt í ljós. Það koma væntanlega tímar sem Tryggvi mun nýtast.“ Atli hefur talsvert verið gagn- rýndur fyrir að velja ekki Guðna Bergsson, fyrirliða Bolton, sem hefur staðið sig með stakri prýði í ensku úrvalsdeildinni. „Við höfum verið að keyra á föstum mönnum í síðustu leikjum. Þetta eru strákar sem við ætlum að spila inn á. Ef Guðni fer inn verður einhver að fara út. Innst inni held ég að Guðni skilji þau rök. Í fyrra og í ár ætlaði hann að hætta. Ég held líka að aukið álag á hans feril, á þessum tíma, geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann. Það er mikið álag sem fylgir þessu og það er ótrúlegt hvað hann heldur þetta út,“ segir landsliðsþjálfar- inn. „Guðni er orðinn 38 ára og við getum ekki vænst til þess af hon- um að taka þátt. Það er ótrúlegt hvað hann hefur haldið út en ein- hversstaðar verðum við að setja tímamörk. Maður óskar þess að Guðni nái að klára þetta tímabil heill.“ Guðni Bergsson vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið þeg- ar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. kristjan@frettabladid.is 12 2. október 2002 MIÐVIKUDAGURKÖRFUBOLTI SHAQ Shaquelle O’Neil, miðherjinn ógurlegi í körfuboltaliðinu Los Angeles Lakers, hnykl- ar vöðvana fyrir kynningarþátt í sjónvarp- inu. Þátturinn var liður í sérstökum fjöl- miðladegi sem haldin var í æfingaaðstöðu Lakers í El Segundo í Kaliforníu. NBA- deildin hefst með þann 29. október næst- komandi. Hermann Hreiðarsson, lands-liðsmaður í knattspyrnu, get- ur ekki leikið með liði sínu Ipswich í kvöld þegar liðið mætir Sartid frá Júgóslavíu í síðari leik liðanna í 1. umferð UEFA- keppninnar. Her- mann meiddist í baki í leik gegn Derby um síðustu helgi og varð að yfirgefa völlinn. Hermann er væntanlega í landsliðshópunum sem mætir Skotum og Litháum í undankeppni Evrópumótsins. Skarð hans er erfitt að fylla, geti hann ekki leikið með. MOLI LEIÐRÉTTING ÍÞRÓTTIR Í DAG 14.45 Stöð 2 Íþróttir um allan heim (Trans World Sport) 18.00 Sýn Heimsfótbolti með West Union 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu (Liverpool - Spartak) 20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu (Rosenborg - Ajax) 22.15 RÚV Handboltakvöld 22.30 Sýn Sportið Sýn 02. október 22:30 Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hefur ekki enn fengið fullnaðargreiðslu fyrir hollenska varnarmanninn Jaap Stam sem seldur var til ítalska liðsins Lazio fyrir rúmu ári síðan. Talið er að enska liðið eigi enn 12 milljónir punda útistandandi sem áttu að ganga upp í kaupin á varn- armanninum Rio Ferdinand sem keyptur var frá Leeds fyrr á þessu ári. Manchester United þarf að greiða Leeds 14 milljónir punda næsta sumar. Það er lokagreiðsla fyrir enska landsliðsmanninn sem kostaði 33 milljónir punda. Lazio hefur átt í miklum greiðsluerfiðleikum að undan- förnu og hefur enska liðið leitað á náðir Evrópska knattspyrnusam- bandsins til að gera nýja greiðslu- áætlun. Fréttirnar af Stam bárust dag- inn eftir að Manchester United til- kynnti um 4,7 milljarða punda hagnað. Kaupin á Ferdinand voru ekki hafðar með í þeim tölum.  FÓTBOLTI David Weir, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Ev- erton, gefur ekki kost á sér í skoska landsliðið sem mætir því íslenska í undankeppni Evrópu- mótsins í knattspyrnu á Laugar- dalsvelli þann 12. október næst komandi. Weir tilkynnti Skoska knattspyrnusambandinu, SFA, þetta í gær. Ástæðan er talin vera sú að Berti Vogts, þjálfari Skota, gagnrýndi frammistöðu varnar- mannanna Weir og Christian Daily eftir 2-2 jafntefli gegn Færeyingum í síðasta mánuði. „Þeir ollu mér miklum vonbrigð- um. Þeir eiga sök á því að við fengum mörkin á okkur,“ var haft eftir Vogts í þýskum fjöl- miðlum. Samkvæmt talsmanni SFA barst sambandinu bréf frá Weir þar sem hann sagðist ekki gefa frekari kost á sér í skoska lands- liðið. „Það er það eina sem við vitum en við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði talsmaðurinn. Landsliðsþjálfarinn á því í miklum vandræðum fyrir leikinn gegn Íslandi. David Weir hefur verið einn besti leikmaður Skotlands undanfarin ár og Dom- inic Matteo, leikmaður Leeds, er frá vegna meiðsla.  AP /M YN D Enska úrvalsdeildarliðiðManchester United var í gær sagt hafa skilað 47 milljarða króna hagnaði. Hið rétta er að fé- lagið skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði. JAAP STAM Var seldur frá Manchester United eftir að hann gaf út ævisögu sína. Manchester United: Hefur ekki fengið borgað fyrir Stam ATLI EÐVALDSSON Aðspurður hvort íslenska landsliðið hefði efni á því að ganga fram hjá leikmönnum sem Guðna sagði Atli. „Þegar ég tek við landsliðinu var Guðni búinn að vera frá því í tvö ár. Það er ekkert til í því að ég hafi ýtt honum út.“ Aukið álag á Guðna gæti haft alvarlegar afleiðingar Rúm vika í landsleikinn gegn Skotum. Breytingar verða á hópnum þar sem Ríkharður Daðason er meiddur. Atli Eðvaldsson segir að aukið álag á Guðna Bergsson gæti haft alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. Guðni vill ekki tjá sig um málið. GUÐNI BERGSSON Hefur staðið sig frábærlega með Bolton Wanderes í ensku úrvalsdeildinni. Hann er þó ekki inni í myndinni hjá Atla Eðvaldssyni landsliðsþjálfara. Í BARÁTTUNNI David Weir, númer 5, á hér í höggi við Alan Shearer hjá Newcastle. Weir hefur verið einn besti leikmaður skoska landsliðsins undanfarin ár. David Weir ósáttur við Berti Vogts: Hættur að leika fyrir Skotland

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.