Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. október 2002 KVIKMYNDIR Kvikmynd Stanleys Kubrick’s, Clock Work Orange frá árinu 1972, hefur nú verið leyfð til sýninga í bresku sjón- varpi. Kvikmyndin fjallar um táninginn Alex, leikinn af Malcolm McDowell, sem er sendur í meðferð eftir að hafa framið hvern glæpinn á fætur öðrum. Lögregluyfirvöld í Bret- landi vildu meina að ofbeldis- glæpir hefðu aukist mjög í kjöl- far myndarinnar og að hópnauðgunarsena í myndinni, sem fer fram undir tónlist Ross- inis, hafi orðið til þess að hrinda af stað svipuðum nauðgunum í Bretlandi. Kubric tók myndina, sem hafði verið sýnd í kvik- myndahúsum, úr dreifingu í Bretlandi ári eftir að hún var frumsýnd. Myndin var þó sýnd í öðrum löndum og var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, með- al annars sem besta myndin. Kubric mun hafa fengið hótanir þar sem honum og fjölskyldu hans var hótað morði, en hann hélt því þó alltaf fram að mynd- in væri viðvörun þeim sem hygðust fremja glæpi frekar en hvatning. Þegar leikstjórinn lést árið 1999 var ákveðið að leyfa myndina aftur í breskum kvik- myndahúsum. Þá hefur hún ver- ið sýnd í bresku gervihnatta- sjónvarpi, en breska sjónvarps- stöðin Cannel 4 ætlar að sýna hana í fyrsta skipti 13. október næstkomandi.  MALCOLM MCDOWELL Lék vandræðapé- sann Alex DeLar- ge í A Clockwork Orange. Myndin var bönnuð í Bretlandi fyrir 30 árum er verður nú sýnd í bresku sjónvarpi. VERÐHRUN Rýmum verslunina fyrir nýjum vörum 50% AF ÖLLU Í BÚÐINNI. Tilvalið tækifæri til að kaupa jólagjafir. Ekta pelsar og leður. Handunnin sófasett, innskotsborð, speglar, barir, stakir stólar. Handunnin rúmteppi, dúkar, púðaver. Handmálaðar styttur og lampar. Samkvæmiskjólar, og margt fleira. Útsalan hófst 1. okt. Opið virka daga 11 - 18. Laugardaga 11 -15. Sunnudaginn 6. okt 13 - 16. Hvergi betri kaup. Verið velkomin. Sigurstjarna (Bláu húsin Fákafeni) Sími 5884545 FÓLK Söng- og leikkonan Liza Minn- elli ætlar sér að ættleiða þrjú börn til viðbótar við barn sem hún hefur nýlega ættleitt. Hún og eiginmaður hennar, framleiðandinn David Gest, ættleiddu á dögunum þriggja ára stúlku sem flytur inn á heimili þeirra í janúar. Minnelli greindi frá þessum áætlunum sínum í viðtali við dæg- urmenningarþáttinn Liquid News sem er á dagskrá BBC sjónvarps- stöðvanna. Minnelli, sem er 56 ára gömul, giftist Gest í mars. Hann er átta árum yngri en hún. Almennings- augað mun fylgja þeim hvert fót- mál því þau hafa samþykkt að leyfa sjónvarpsstöðinni VH1 að gera raunveruleikasjónvarpsþátt um líf sitt. Hann á einfaldlega að heita „Liza and David“ og fer í loftið síð- ar á þessu ári. Þess má geta að Gest er sjálfur framleiðandi þáttanna.  LIZA MINNELLI Verður mikið í sviðsljósinu næstu mánuði. Eftir það á að planta sér niður og fylla íbúðina af börnum. Liza Minnelli: Ætlar að ættleiða þrjú börn til viðbótar A Clockwork Orange: Sýnd í bresku sjón- varpi í fyrsta sinn Full búð af nýjum vörum. Stuttermapeysur m/standkraga, bómull-hör. Vestin komin. Tvískipt dress st. 36-50 Gervipelsar, gallabuxur Opið 10.30-18.00 virka daga Opið 11.00-15.00 laugadaga Kíkið endilega við. Konungur Svasílands: Fær ekki flugvél KÓNGAFÓLK Ríkisstjórn Svasílands hefur hætt við að kaupa einkaþotu sem kostar 45 milljónir punda fyr- ir konung landsins en það sam- svarar um sex milljörðum ís- lenskra króna. Mikið hungursneyð ríkir í landinu og hefur ríkisstjórn- in verið harðlega gagnrýnd fyrir að eyða peningum í konungsveldið í stað þess að sjá þegnum landsins fyrir mat. Sibuisio Dlamini, utan- ríkisráðherra landsins, sagði að ríkisstjórnin hefði sannfært Evr- ópusambandið um að þeir hefðu hætt við flugvélakaupin. Talið er að um 270.000 manns búi við hung- ursneyð í Svasílandi en þar býr um ein milljón manna. Landið er eina sanna konungsveldið sem er enn við lýði í Afríku.  HEFUR ENGU GLEYMT Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, hefur augljóslega engu gleymt þrátt fyrir aldur- inn. Hér sést hann á tónleikum í New York síðastliðinn mánudag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.