Fréttablaðið - 09.10.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 09.10.2002, Síða 2
2 9. október 2002 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI FRÁDRÁTTARBÆR FÉLAGSGJÖLD Fjórir þingmenn Samfylkingar flytja lagafrumvarp þess efnis að félagsgjöld launþega til stéttarfé- laga verði frádráttarbær frá skatti. Slíkt gildi nú þegar um fé- lagsgjöld fyrirtækja til samtaka atvinnurekenda. UPPBYGGING FJARSKIPTANETS Þingmenn Vinstri-grænna vilja að Alþingi feli Landssímanum að ljúka uppbyggingu fjarskipta- og gagnaflutninganets landsins á næstu þremur árum. Síminn verði undanþeginn arðgreiðslum til eigenda meðan á átakinu stendur. KVIKMYNDIR Íslensku kvikmynd- irnar Hafið og Mávahlátur eru meðal þeirra mynda sem til- nefndar eru til fyrstu kvik- myndaverðlauna Norðurlanda- ráðs, sem verða veitt á 50 ára af- mælishátíð ráðsins í óperuhús- inu í Helsinki 29. október. Tíu bíómyndir eru tilnefndar frá Danmörku, Finnlandi, Ís- landi, Noregi og Svíþjóð, tvær frá hverju landi. Nokkrar mynd- anna hafa þegar hlotið verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíð- um, til dæmis í Cannes. Mynd- irnar þurftu að uppfylla þau skilyrði að vera í bíómyndalengd og hafa verið frumsýndar í heimalandinu á tímabilinu 1. september 2001 til 30. septem- ber 2002. Verðlaunaféð nemur 4,3 millj- ónum íslenskra króna og skiptist það jafnt á milli handritshöfund- ar, leikstjóra og framleiðanda verðlaunaverksins. Ágúst Guðmundsson leik- stýrði og skrifaði handrit Máva- hláturs en Kristín Atladóttir framleiddi. Baltasar Kormákur er framleiðandi og leikstjóri Hafsins en handrit myndarinnar skrifaði hann ásamt Ólafi Hauki Símonarsyni. Aðrar myndir sem eru til- nefndar eru Elsker dig for Evigt og Okay frá Danmörku, Cleaning upp! og Mies Vailla Menneissyttä frá Finnlandi, Alt om min Far og Musikk for bryllup og begra- velser frá Noregi og Lilja 4-ever, eftir Lukas Moodysson, og Leva Livet frá Svíþjóð.  HAFIÐ Keppir ásamt Mávahlátri um fyrstu kvikmynda- verðlaun Norðurlanda- ráðs. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs: Mávahlátur og Hafið tilnefndar Björn Bjarnason um Línu.Net: Dæmigerð vinnubrögð BORGARMÁL Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, sagði að sú ákvörðun að selja ljósleiðarakerfi Línu.Nets til O r k u v e i t u Reykjavíkur stað- festi það sem sjálfstæðismenn hefðu sagt frá upphafi. Ekki væri hægt að reka fyrirtækið sem opinbert fyrir- tæki heldur bæri að koma því í einkaeign. „Þetta ýtir und- ir það sem við sögðum fyrir kosningar, að fyrir- tækið væri á barmi gjaldþrots,“ sagði Björn. „Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva.“ Björn sagði að salan á ljósleið- arakerfinu væri liður í því að gera Línu.Net söluvænna. Það hefði enginn tekið við því, eins skuldum vafið og það hefði verið. Það að láta Orkuveituna kaupa búnaðinn svo unnt væri að ljúka dæminu með einhverjum hætti væru dæmigerð vinnubrögð fyrir meirihlutann í borgarstjórn.  Margrét Frímannsdóttir um heilbrigðisráðuneytið: Skútan sokkin ALÞINGI Margrét Frímannsdóttir sagði við umræður utan dagskrár á Alþingi í gær að hún gæti ekki séð annað en skúta heilbrigðisrá- herra væri þegar sokkin á kaf með manni og mús. Í upphafi um- ræðunnar hafði Jón Kristjánsson hei lbr igðisráð- herra líkt heil- brigðisráðuneyt- inu við stjórn- lausa skútu þegar ráðherrar Fram- sóknarflokksins tóku þar við. Um- ræðan snerist um ástandið í heil- brigðismálum og var Margrét f r u m m æ l a n d i . Hún lagði til að skipaður yrði þ v e r p ó l i t í s k u r starfshópur sem skilaði skýrslu til þingsins innan tveggja mánaða. Margrét lagði einnig þá spurn- ingu fyrir ráðherra hvernig hann hygðist bregðast við uppsögnum heimilislækna á Suðurnesjum og í Hafnarfirði en skammt væri þar til uppsagnir þeirra tækju gildi. Ráðherra svaraði á þá leið að væntanlegur væri úrskurður Kjaradóms um laun þeirra og hann hefði þegar beðið læknana að doka við þangað til.  MARGRÉT FRÍ- MANNSDÓTTIR Spurði heilbrigð- isráðherra hvernig hann ætlaði að bregðast við upp- sögnum heilsu- gæslulækna á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. BJÖRN BJARNASON „Þetta ýtir undir það sem við sögðum fyrir kosningar, að fyr- irtækið væri á barmi gjaldþrots.“ ALÞINGI Fór fram úr fjárheimildum annað árið í röð. Rekstur Alþingis: Launakostn- aður jókst um 13% ALÞINGI Launakostnaður á skrif- stofu Alþingis, vegna 97 stöðu- gilda, nam rúmum 329 milljónum króna á síðasta ári. Kostnaðurinn jókst um 13% miðað við árið 2000. Þingfararkostnaður alþingis- manna og varamanna, auk bið- launa, nam á síðasta ári rúmum 410 milljónum, jókst um 6,4% miðað við árið 2000. Lífeyrisskuldbindingar fyrir starfsmenn Alþingis hafa ekki verið reiknaðar sérstaklega og eru því ekki færðar í ársreikningi. Sama á við um orlofsskuldbind- ingar fyrir starfsmenn Alþingis frá maí 2001 til loka ársins, þær eru ekki reiknaðar sérstaklega eða færðar í ársreikningi. Fjárheimildir Alþingis á síð- asta ári námu samtals 1.378 millj- ónum króna en útgjöldin námu 1.396 milljónum. Alþingi fór því 18,3 milljónir króna fram úr fjár- heimildum. Þetta er annað árið í röð sem Alþingi fer fram úr fjár- heimildum. Árið 2000 nam framúrkeyrslan 37,5 milljónum króna. Raunveru- legur halli á rekstri Alþingis árið 2000 nam þó ekki nema 13,4 millj- ónum þar sem ónýttar fjárheim- ildir ársins 1999 upp á 24,1 milljón voru færðar til ársins 2000.  ALÞINGI Kristján L. Möller, þing- maður Samfylkingarinnar í Norð- urlandskjördæmi vestra, gagn- rýnir harðlega breytingar á skattalögum sem gerðar voru á síðasta ári. Hann segir sveitarfé- lög hafa tapað miklum tekjum í kjölfarið. Breytingarnar hygli höf- uðborgarsvæðinu á kostnað lands- byggðarinnar. „Með þeim viðamiklu skatta- lagabreytingum sem gerðar voru á síðasta þingi, þar sem meðal annars tekjuskattur fyrirtækja var lækkaður úr 30% í 18%, trygg- ingagjald var hækkað og heimildir til að færa einstaklingsrekstur yfir í einkahlutafélög voru rýmkaðar, hafa sveitarfélögin orð- ið af tekjum sem skipta tugum ef ekki hundruð- um milljóna króna,“ segir Kristján Möller og bætir við að skattalegur ávinningur fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu af breytingunum hafi orð- ið miklu meiri en fyrir- tækja úti á landi. „Ríkið hefur með öðrum orðum enn einu sinni svínað á sveitarfélögum.“ Kristján vill að fjár- málaráðherra upplýsi hverjar heildartekjur ríkissjóðs voru af eigna- skatti annars vegar og fjár- magnstekjuskatti hins vegar síð- ustu fimm ár, skipt eft- ir sveitarfélögum og kjördæmum. Ennfrem- ur vill hann að við- skiptaráðherra upplýsi hversu mörg einka- hlutafélög voru stofnuð árið 2001 annars vegar og hinsvegar frá síð- ustu áramótum til 1. september síðastliðins, skipt eftir kjördæmum og starfsgreinum. „Þetta er undirbúning- ur undir umræðu um þá mismunun sem er milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar,“ segir Kristján L. Möller.  KRISTJÁN MÖLLER Segir mismunun á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar birtast í skattalögum. Kristján L. Möller: Tekjur hafðar af sveitarfélögum FJARSKIPTI Lína.Net hefur selt Orkuveitu Reykjavíkur ljósleið- arakerfi sitt fyrir 1,7 milljarða. Íslandssími og Lína.net eiga nú í viðræðum um samstarf eða sam- einingu fyrirtækjanna. Orkuveit- an er stærsti eigandi Línu.Nets. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur segir að eftir sölu ljósleiðarans sé Lína.Net skuldlítið fyrirtæki með 400 milljóna árstekjur. „Orkuveitan lítur á sig sem veitufyr- irtæki. Við erum með heitt og kalt vatn, rafmagn og ljósleiðara.“ Al- freð segir að jafnframt hafi verið gengið frá leigusamningi við Línu.Net um notkun ljósleiðarans sem eigi að tryggja að fjárfesting Orkuveitunnar skili sér að fullu. Við söluna færist mikil fjár- binding frá Línu.Neti til Orkuveit- unnar. Lína.Net er eftir söluna fjarskiptafyrirtæki með 400 millj- óna veltu. Viðræður standa nú yfir milli Línu.Nets og Íslands- síma um samvinnu eða samruna. Forsvarsmenn Íslandssíma lýstu því yfir þegar fyrirtækið samein- aðist Halló-Frjálsum fjarskiptum að áhugi væri fyrir frekari sam- einingu við fjarskiptafyrirtæki. Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir þessar viðræður í samræmi við þá stefnu. Félagið hafi tryggt sér nægt hlutafé til slíkrar sameiningar. Óskar segir að salan á ljósleiðaranum komi ekki á óvart. „Okkur var ljóst í viðræðum við fyrirtækið að slíkar hugmyndir væru uppi.“ Óskar segist ekki geta tjáð sig um við- ræðurnar að öðru leyti en því að þær gangi ágætlega. Meiningin sé að ljúka þeim fyrir áramót. Orkuveitan mun með þessu samkomulagi reka ljósleiðarann og selja aðgang að honum. Orku- veitan hefur þar með að sögn Al- freðs yfir að ráða grunnkerfi sem stuðlar að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaði. Áhugi er hjá Íslandssíma að sameinast Tali, en forsvarsmenn fyrirtækisins verjast allra frétta af tilraunum til kaupa fyrirtækis- ins af Western Wireless. Það er hins vegar yfirlýst stefna Íslands- síma að búa til eitt stórt fjar- skiptafyrirtæki sem keppi við Landssímann á fjarskiptamark- aðnum. haflidi@frettabladid.is LJÓSLEIÐARINN SKILINN FRÁ Lína.Net og Íslandssími eiga í sameiningarviðræðum. Orkuveita Reykjavíkur, aðaleigandi Línu.Nets, hefur keypt ljósleiðaranet Línu.Nets á 1,7 milljarða. Ljósleiðari keyptur á 1,7 milljarða króna Lína.Net hefur selt Orkuveitu Reykjavíkur ljósleiðaranet sitt á höfuð- borgarsvæðinu. Orkuveitan telur fjárfestinguna munu borga sig með leigutekjum. Lína.Net á í sameiningarviðræðum við Íslandssíma um samstarf eða sameiningu. Orkuveitan lít- ur á sig sem veitufyrirtæki. Við erum með heitt og kalt vatn, rafmagn og ljósleiðara. Nasdaq: DeCode féll um 15% VIÐSKIPTI Gengi bréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfða- greiningar, lækkaði um 14,88% á bandaríska Nasdaq-markaðnum í gær. Lokagengi dagsins var 1,83 dollarar hluturinn. Í fyrradag var lokagengið 2,15 dollarar hluturinn, en í gær fór hluturinn alveg niður í 1,61 doll- ara. Um 150 þúsund hlutir skiptu um hendur í gær, sem er rétt fyr- ir ofan meðaltalið. Viðskipti með bréfin hafa hins vegar verið frem- ur lítil síðustu daga. 

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.