Fréttablaðið - 09.10.2002, Side 7
INNLENT
VERKNÁMSHÚS Á AKUREYRI Nýtt
verknámshús heilbrigðisdeildar
Háskólans á Akureyri var form-
lega tekið í notkun á mánudaginn.
Húsið verður einkum nýtt til
starfsþjálfunar nemenda í hjúkr-
unarfræði og iðjuþjálfum.
AKUREYRI EIGNAST VINABÆ Í
FÆREYJUM Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri Akureyrar, og
Jógvan Krosslá, bæjarstjóri Vágs
í Færeyjum, hafa undirritað sam-
komulag um tengsl og samskipti
bæjanna tveggja. Stefnt er að því
að taka upp formlegt vinabæja-
samband innan þriggja ára.
FUNDAÐ Á FIMM STÖÐUM Ráð-
stefna um ferðaþjónustu á Ís-
landi verður haldin á föstudaginn
á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum,
Selfossi og í Vík í Mýrdal með
samtengingu í gegnum fjarfunda-
búnað. bb.is
7MIÐVIKUDAGUR 9. október 2002
INNLENT
STJÓRNARRÁÐIÐ
Dómsmálaráðherra kynnti ríkisstjórninni
frumvarp um breytt lög um ríkisborgararétt.
Lögum breytt:
Tvöfaldur rík-
isborgararétt-
ur staðfestur
STJÓRNMÁL „Það er lagt til að tekin
verði upp viðurkenning á tvöföld-
um ríkisborgararétti. Þeir sem
hingað flytja og fá ríkisborgara-
rétt geta þá einnig haldið fyrri
ríkisborgararétti,“ segir Ingvi
Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra. Dómsmála-
ráðherra kynnti ríkisstjórn frum-
varp um breytingar á lögum um
ríkisborgararétt.
Ingvi Hrafn segir að í raun hafi
ekki verið gengið eftir því að þeir
sem fái íslenskan ríkisborgara-
rétt afsali sér eldri ríkisborgara-
rétt. Ástæða hafi þótt til að breyta
lögum þannig að staðfest væri að
menn gætu verið með tvöfaldan
ríkisborgararétt. Það sé algeng-
ara en áður að fólk tengist tveim-
ur löndum. Því sé mikilvægt fyrir
fólk að halda ríkisborgararétti í
báðum löndum svo það glati ekki
ýmsum réttindum.
Svipaðar breytingar standa
yfir víðar á Norðurlöndum. Svíar
hafa staðfest tvöfaldan ríkisborg-
ararétt. Málið er í vinnslu í Finn-
landi. Í Noregi og Danmörku er
þetta í skoðun.
VIÐSKIPTI Kaupþing er orðið
stærsti einstaki eigandi Skeljungs
hf. með eignarhlut á milli 22 og
24% í fyrirtækinu. Kaupþings-
menn munu hafa farið fram á við-
ræður við Shell
Petroleum Co. um
kaup á 20% hlut í
Skeljungi. Kristinn
Björnsson, for-
stjóri Skeljungs,
segist hafa fengið
fregnir af því úr
h ö f u ð s t ö ð v u m
Shell að Kaupþing
hafi farið fram á
viðræður. Hvort
eða hvenær af slík-
um fundi verði hefur hann ekki
heyrt um.
Mikil viðskipti hafa verið með
bréf Skeljungs að undanförnu.
Hluthöfum hefur verið að fækka í
kjölfar þess að Kaupþing hefur
aukið hlut sinn. Þriðji stærsti
hlutafinn er Burðarás, eignar-
haldsfélag Eimskipafélagsins.
Burðarás jók hlut sinn á dögunum
með kaupum á bréfum sem voru í
eigu Skeljungs.
Greining Íslandsbanka telur
bréf Skeljungs hátt metin miðað
við önnur fyrirtæki í olíudreif-
ingu. Bæði Burðarás og Kaupþing
eru því að kaupa bréfin frekar
háu verði. Það bendir svo til, að
mati sérfræðinga, að tilgangurinn
sé annar en hrein fjárfesting.
Miðað við tilraunir Kaupþings til
að funda með Shell Petroleum má
ætla að fyrirtækið hyggist ná yf-
irráðum yfir félaginu. Kaupþing
er fjárfestingarbanki og áhugi
þess beinist að væntum hagnaði
af slíkum viðskiptum en ekki að
því að reka slík fyrirtæki. Líkleg-
ast er því að ráðandi staða, náist
hún, verði til sölu. Úti á markaðn-
um velta menn vöngum yfir því
hver sá kaupandi gæti verið og
hefur nafn Baugs verið nefnt.
Ekkert hefur þó fengist staðfest
um það. Ekki náðist í stjórnendur
Kaupþings vegna málsins.
Kristinn Björnsson segir Skelj-
ung hafa verið í viðskiptum við
Shell Petroleum í 70 ár og ánægja
sé í höfuðstöðvunum með árangur
fyrirtækisins hér á landi. „Ég á
því ekki von á öðru en að samstarf
núverandi stjórnar og félagsins
verði áfram eins og það hefur ver-
ið.“
Í ljósi langrar viðskiptasögu er
ólíklegt að Shell Petroleum selji
hlut sinn án samráðs við núver-
andi stjórn fyrirtækisins. Hverjir
ráða fyrirtækinu er undir því
komið hvort og hverjum þeir
selja.
haflidi@frettabladid.is
ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON
Vill að Sementsverksmiðjan taki að sér
förgun spilliefna í ríkari mæli en nú er.
Gæti rennt frekari stoðum undir rekstur
verksmiðjunnar.
VG um Sementsverk-
smiðju:
Lykilhlut-
verk í förgun
spilliefna
ALÞINGI „Við viljum ganga úr skug-
ga um hvernig Sementsverk-
smiðjan getur í enn ríkari mæli
unnið að förgun spilliefna. Nú
fargar verksmiðjan um 5.000
tonnum af fljótandi efnum, nær
eingöngu úrgangsolíum. Við telj-
um að hún geti gegnt lykilhlut-
verki hvað varðar förgun spilli-
efna og notkun á iðnaðarúrgangi,“
segir Árni Steinar Jóhannsson,
þingflokki Vinstri grænna.
Hann flytur ásamt Jóni Bjarna-
syni þingsályktunartillögu sem
felur í sér að iðnaðarráðherra láti
gera úttekt á framtíðarhlutverki
Sementsverksmiðjunnar á Akra-
nesi við förgun spilliefna. Flutn-
ingsmenn segja að nú þegar hafi
verksmiðjan unnið brautryðj-
endastarf á því sviði með
brennslu úrgangsolíu. Forráða-
menn verksmiðjunnar segjast
hæglega geta tekið að sér förgun
aukins hluta spilliefna.
Pappaúrgangur sem til fellur í
landinu ár hvert er um 15 til 20
þúsund tonn, timbur 14 til 15 þús-
und tonn, dagblöð 1.500 til 2.000
tonn og annað eins af hjólbörðum.
Sum þessara spilliefna eru flutt til
útlanda en vegna eðlis Sements-
verksmiðjunnar, þar sem unnin er
vara við mjög hátt brennslustig,
gæti hún auðveldlega sinnt spilli-
efnaförgun í ríkari mæli, sem aft-
ur gæti styrkt reksturinn. KYNNING Tæplega 1.200 auglýs-
ingaveggspjöld frá Flugleiðum
voru sett upp í morgun í öllum
neðanjarðarbrautarstöðvum í
miðborg Parísar. Guðjón Arn-
grímsson, upplýsingafulltrúi
Flugleiða, sagði að veggspjöldin
væru 2 sinnum 1,5 metri að stærð
og markaðsherferðin stæði til 5.
nóvember.
„Þessi markaðsherferð miðar
að því að fá Frakka til að koma til
landsins í stuttar helgarferðir,“
sagði Guðjón. „Algengt er að á
þessum árstíma taki Frakkar sér
stutt frí. Flugleiðir hafa notað
þessa kynningaraðferð með góð-
um árangri í London og í fyrsta
sinn í fyrra í París. Þá tóku, sam-
kvæmt könnunum, um sjö millj-
ónir manna eftir auglýsingunni
og er herferðin nú enn umfangs-
meiri en þá. Geysileg aukning,
eða um 40%, hefur verið á ferða-
mönnum frá Frakklandi á þessu
ári.“
Á veggspjöldunum er lögð
áhersla á haust- og vetrarstemn-
ingu með myndum úr Bláa Lón-
inu, jeppaferð á jökli og Hall-
grímskirkjuturni á nýársnótt.
Þriggja nátta pakki kostar frá
39.000 krónum, en meðalverð er
frá 43.000 upp í 52.000. Ferða-
málaráð stendur að herferðinni
með Flugleiðum.
UMHVERFISVÆN FERÐAÞJÓNUSTA
Miðstöð símenntunar á Suður-
nesjum og Markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofa Reykjanesbæjar
munu standa fyrir ráðstefnu um
umhverfisvæna ferðaþjónustu á
Hótel Keflavík þann 16. október
kl. 14. Fjallað verður um um-
hverfisvæna ferðaþjónustu og
hvert sé hlutverk sveitastjórna
og fyrirtækja, hvað sé hægt að
gera til þess að gera fyrirtæki
umhverfisvænni og hver ávining-
urinn af því kann að vera. vf.is
HJÓLABRETTAAÐSTAÐA Í GARÐA-
BÆ Ný hjólabrettaaðstaða hefur
verið hönnuð í Búðakinn í Garða-
bæ og eru „skötur“ bæjarins þeg-
ar farnar að hópast þangað. Einn
pallur hefur verið smíðaður og
komið fyrir á miðju svæðinu en
auk hans verða þrír stórir pallar
á svæðinu.
UMFERÐ Framkvæmdir við mislæg
gatnamót Reykjanesbrautar og
Stekkjarbakka hefjast á næsta
ári. Ólafur Bjarnason, yfirverk-
fræðingur hjá borgarverkfræð-
ingi, segir áætlaðan kostnað við
framkvæmdir vera um 850 millj-
ónir króna og stefnt sé að því að
ljúka framkvæmdunum að mestu
á næsta ári.
Samkvæmt teikningum er gert
ráð fyrir að Stekkjarbakkinn svei-
gi til norðurs í átt að Fossvogi og
segir Ólafur ekki útilokað að hann
gæti tengst hugsanlegri Foss-
vogsbraut. Þegar ný gatnamót
verða tekin í notkun mun ekki
verða hægt að beygja í vestur frá
Reykjanesbraut og inn á Álfa-
bakka.
Upphaflega voru mislæg
gatnamót Suðurlandsvegar og
Vesturlandsvegar á undan í for-
gangsröðinni. Ólafur segir að
gatnamótin á Reykjanesbrautinni
hafi verið sett á undan í forgangs-
röðinni, þar sem borgaryfirvöld-
um þyki liggja meira á þeim. Þung
umferð sé úr Breiðholtinu og nið-
ur í bæ og ný gatnamót myndu
liðka mikið fyrir henni.
Ólafur segir að framkvæmdir
við mislæg gatnamót Suðurlands-
vegar og Vesturlandsvegar frest-
ist um tvö ár. Vegagerðin hafi for-
ræði í þessum málum og því fari
það eftir fjárveitingum frá ríkinu
hvenær hægt verði að ráðast í
framkvæmdirnar. Hugsanlega
hefjist þær árið 2004.
EFTA og ESB:
Samhæfing
fjármála-
markaða
STJÓRNMÁL Fjármálaráðherrar að-
ildarríkja Fríverslunarsamtaka
Evrópu og Evrópusambandsins
ræddu nauðsyn þess að samhæfa
fjármálamarkaði ríkjanna á ár-
legum fundi sínum. Einnig að-
gerðir á sviði fjármála og skatta
til að ná tilteknum markmiðum í
umhverfismálum.
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði mikilvægt að fjár-
málaaðgerðir á sviði umhverfis-
mála hefðu ekki neikvæð áhrif á
samkeppnisstöðu atvinnulífsins.
Umhverfisgjöld yrðu notuð til að
lækka aðra skatta.
Ísland kynnt á neðanjarðarbrautarstöðvum Parísar:
Frakkar tældir til Íslands
NÝ GATNAMÓT
Þung umferð er úr Breiðholtinu og niður í bæ og því voru mislæg gatnamót við Reykja-
nesbraut og Stekkjarbakka færð fram í forgangsröðinni.
Ný 850 milljóna mislæg gatnamót á Reykjanesbraut:
Gætu tengst hugsan-
legri Fossvogsbraut
KAPPHLAUP
Kaupþing hefur leitað hófanna hjá móðurfyrirtæki Skeljungs, Shell Petroleum Co, sem á
rúm 20% í fyrirtækinu. Hlutur sem ræður úrslitum um hverjir stjórna félaginu.
Kaupþing stefnir á
yfirráð í Skeljungi
Kaupþing hefur óskað eftir fundi með Shell Petroleum sem á 20% í Skelj-
ungi. Kaupþing ásælist hlut fyrirtækisins og þar með yfirráð yfir fyrir-
tækinu. Burðarás, dótturfélag Eimskipafélagsins reynir að verja stöðuna
með kaupum á bréfum. Valdahlutföllin ráðast af vilja Shell Petroleum.
Í ljósi langrar
viðskiptasögu
er ólíklegt að
Shell Petrole-
um selji hlut
sinn án sam-
ráðs við nú-
verandi stjórn
fyrirtækisins.
LÁTIÐ ÍSLAND KOMA YKKUR Á ÓVART
Tæplega 2.000 veggspjöld hafa verið sett upp í neðjanjarðarbrautarstöðvum í miðborg
Parísar. Auglýsingaherferðin stendur til 5. nóvember.
N