Fréttablaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 9. október 2002 S n a ig é : G æ ð a g ri p u r á g ó ð u v e rð i. .. P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Stórglæsilegir kæli- og frystiskápar á ótrúlegu kynningarverði! OPIÐ: Mán.–föstud. 9–18Laugard. 10–15 Gerð Mál í cm Rými í ltr. Litur Kynningar- HxBxD kælir + frystir verð, stgr. C-140 85x56x60 127 hvítur 32.130,- C-290 145x60x60 275 hvítur 40.230,- R-130 85x56x60 81 + 17 hvítur 34.560,- RF-270 145x60x60 170 + 61 hvítur 52.920,- RF-310 173x60x60 192 + 92 hvítur 63.450,- RF-310 173x60x60 192 + 92 stál 80.730,- RF-315 173x60x60 229 + 61 hvítur 58.050,- RF-315 173x60x60 229 + 61 metalic 61.830,- RF-315 173x60x60 229 + 61 stál 75.330,- RF-360 191x60x60 225 + 90 hvítur 69.930,- F-100 85x56x60 85 hvítur 37.530,- F-245 145x60x60 196 hvítur 49.680,- Kælimiðill R600a - Kælivél Danfoss, Electrolux, fl. Frystihólf - Orkuflokkur “A“ 2ja ára ábyrgð. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. Snaigé er nýr á Íslandi, kominn til að vera vegna vandaðrar nútíma framleiðsluaðferðar, hagkvæmni í rekstri og hagstæðs verðs. Enn ein Hollywood-stjarnan á leiksvið í London: Glenn Close í Sporvagnin- um Girnd FÓLK Leikkonan Glenn Close hefur tekið að sér hlutverk í uppfærslu leik- ritsins „A Streetcar named Desire“ í West End-hverf- inu í London. Leikritið verður frumsýnt á morg- un. Close bætist nú í vax- andi hóp þeirra Hollywood- leikara sem hafa reynt fyr- ir sér á sviði í London. Þar má nefna Nicole Kidman, Madonnu, Kevin Spacey, Matt Damon, Woody Harrelson, Kyle MacLachl- an og Gwyneth Paltrow. Close, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum „Fatal Attraction“, „Dangerous Liaisons“ og „101 Dalamatíuhund- ar“, fer með hlutverk Blanche DuBois í leikritinu. Hún er, eins og þeir muna sem hafa séð leikrit- ið eða kvikmyndina með Marlon Brando í aðalhlutverki, afar við- kvæm kona sem er systir eigin- konu hins ofbeldisfulla Stanley Kowalski. Breski leikarinn Iain Glen fer með hlutverk Kowalski, sem Brando gerði ódauðlegan með stórkostlegum leik sínum í kvik- myndaútgáfunni frá 1951. Straumur Hollywood-leikara á leiksvið London er slíkur að sam- tök leikara þar í borg hafa lagt inn kvörtun til leikhúsanna og gagnrýnt þá ákvörðun þeirra að ráða Hollywood-leikara í stað þess að styðjast við breskt hæfi- leikafólk.  GLENN CLOSE Bætist í hóp Hollywood-leikara sem reyna fyrir sér á leiksviði í London. KVIKMYNDIR Í gær voru Hollywood-kvikmyndaverðlaunin afhent í sjötta skiptið. Þau eru af- hent í lok Hollywood-kvikmynda- hátíðarinnar. Það var framtíðarspennumynd Steven Spielberg, „Minority Report“, sem var valin besta myndin í ár. Leikkonan Jennifer Aniston er nýlega byrjuð að leika í kvikmyndum og þykir standa sig með prýði í myndinni „The Good Girl“. Hún virtist afar undrandi þegar henni voru afhent verðlaun- in sem „besta leikkonan“. Tom Hanks hlaut svo leikaraverðlaun- in fyrir frammistöðu sína í mynd- inni „The Road to Perdition“. Leikkonan unga Naomi Watts fékk nýliðaverðlaunin fyrir leik sinn í David Lynch-myndinni „Mulholland Drive“. Jeffrey Katzenberg fékk verðlaunin fyrir teikni- eða hreyfimyndina „Spirit: Stallion of the Cimarron“. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa gert teiknimyndina Shrek. Leikkonan Jodie Foster tók á móti heiðursverðlaunum fyrir leiksigra á ferli sínum. Leikstjór- inn Martin Scorsese fékk heið- ursverðlaun fyrir leikstjórnar- sigra sína í gegnum árin. Leik- stjórinn ungi McG fékk nýliða- verðlaunin fyrir framhaldsmynd Charlie’s Angels.  STEVEN SPIELBERG „Minority Report“ var verðlaunuð sem „besta myndin“. Hollywood-kvikmyndaverðlaunin afhent: Minority Report besta myndin JENNIFER ANISTON Hefur hlotið óskabyrjun á kvikmyndaleik- ferli sínum. Tók á móti verðlaunum sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir mynd- ina „The good girl“. NÝJAR BÆKUR JPV Útgáfa hefur gefið út bókina Umkomulausi drengurinn, sem er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Hann var kallaður „þetta“. Dave Pelzer átti ekkert heimili sem barn. Aleiga hans voru fatalarfar sem rúmuðust í einum bréfpoka. Hann bjó í veröld einangrunar og ótta. Þó að drengnum hafi verið bjargað frá móður sinni, sem var drykkfelld ofstopamanneskja, var líðan hans skelfileg, hann var einn og átti í engin hús að venda. Í Umkomulausa drengnum lýsir Dave ferli sínum inn og út af fimm ólíkum heimilum. Á vegi hans varð fólk sem áleit öll fóst- urbörn vandræðagemlinga sem ekki verðskulduðu neina vænt- umþykju. Það vildi ekki vita af honum nálægt sér og varð þess valdandi að hann skammaðist sín og fannst hann niðurlægður. Sorg og gleði, örvænting og von ein- kenna leit þessa drengs að ást og öryggi.  UMKOMULAUSI DRENGURINN Þegar kerfið tók við sér þótti mál Daves eitt það versta sinnar tegundar. Framhald af Hann var kallaður „þetta“: Umkomulausi drengurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.