Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2002, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 09.10.2002, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 9. október 2002 Dróttskátamótið Saman 2002: Skátar kynnast björg- unarstörfum SKÁTAMÓT Dróttskátamótið Saman 2002 var haldið á Gufuskálum um síðustu helgi. Skátar og björgun- arsveitir frá Reykjavík, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Hveragerði tóku þátt en mótið heitir einmitt saman af því að frá hverju bæjarfélagi verða að koma saman björgunarsveit og dróttskátar. Tilgangur mótsins var að kynna hópana og gefa skátunum kost á að fá innsýn í störf björgunarsveita svo þeir geti ákveðið hvort þeir gangi í björgunarsveit þegar þeir hafa aldur til, en vel þjálfaðir drótt- skátar þykja besti efniviðurinn í björgunarsveitir. Þetta er í fjórða sinn sem mót- ið er haldið en þau hafa hingað til verið haldin í Þórsmörk. Um 80 unglingar og 25 björgunarsveitar- menn og -konur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Þrautþjálfað björgunarsveitar- fólk stjórnaði öllum póstum í dróttskátamaraþoni, enda um krefjandi pósta að ræða og mikil- vægt að gæta öryggis. Þannig kynnast skátarnir störfum björg- unarsveita á öruggan en skemmti- legan hátt.  RÚSTABJÖRGUN Á Gufuskálum eru þjálfunarbúðir Slysa- varnarfélagsins Landsbjargar. Þar er mjög fullkomið æfingarsvæði fyrir rústabjörgun og aðstaða öll til fyrirmyndar. FRÆGA FÓLKIÐ Ofurskutlan Angel- ina Jolie sagði sem kunnugt er skilið við heittelskaðan eiginmann sinn, leikarann Billy Bob Thornt- on, eftir gengdarlaust framhjá- hald kappans. Hún gerir sér nú góðar vonir um að hún geti krækt aftur í fyrsta eiginmann sinn, leikarann stórfína Jonny Lee Mill- er, sem gerði garðinn einna frægastan sem Sick Boy í hinni miður geðslegu kvikmynd Train- spotting. Jolie segist gera sér góð- ar vonir um að hún og Miller geti fundið ástina á ný. Miller er ný- hættur með kærustunni sinni, Lísu Faulkner, og staðfestir að hann heyri reglulega í Jolie. „Henni líður mjög vel og hún er alls ekkert geðbiluð. Hún er sjálf- sagt misskildasta manneskja í heimi.“ Jolie er enn með nafn Millers flúrað í húð sína en þau gengu í það heilaga árið 1996 eftir að þau kynntust við gerð tölvu- þrjótamyndarinnar Hackers. Jolie hneykslaði vini og kunningja í brúðkaupi þeirra þegar hún mætti að altarinu í stuttermabol sem hún hafði skrifað nafn unnustans á með blóði.  KÓNGAFÓLKIÐ Karl Bretaprins hyg- gst gera óperu sem byggir á lífi ömmu hans, hinar dáðu drottning- armóður. Fregnir herma að prins- inn hafi sett sig í samband við Pat- rick Doyle, sem sá um tónlistina í Dagbók Bridgetar Jones, og beðið hann um að semja verkið. Doyle er enginn viðvaningur og hefur meðal annars unnið mikið með Kenneth Branagh, til að mynda við Hamlet og Ys og þys út af engu. Þeir Karl hafa einnig unnið saman áður en prinsinn fékk Doyle til að semja kórsönginn The Thistle And The Rose í tilefni af 90 ára afmæli drottningarmóður- innar árið 1990. Karl hefur oft lýst því yfir að amma hans hafi tendrað hjá sér áhuga á listum en hún fór með hann, þá sjö ára gamlan, á fyrsta ballettinn sem hann sá og hann telur því rökrétt að minnast henn- ar með óperu. Amma hans upp- lifði ýmsa stórviðburði í mann- kynssögunni eins og til dæmis báðar heimsstyrjaldirnar og óper- an gæti því hæglega sagt sögu allrar 20. aldarinnar.  KARL PRINS Vill gera óperu um líf ömmu sinnar. Karl Bretaprins: Vill minnast ömmu sinnar með óperu ANGELINA JOLIE OG THORNTON Hér virðist allt í góðum gír hjá þeim hjónkornum en Billy reyndist laus í rásinni og nú vill Jolie endurheimta fyrsta eigin- mann sinn aftur. Angelina Jolie: Vill fá Jonny Lee aftur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.