Fréttablaðið - 09.10.2002, Side 24
Játningar Davíðs Oddssonar for-sætisráðherra á því að hann hafi
haft þann sið meðan hann fékkst við
kennslu og uppeldisstörf í Verslun-
arskólanum að nota leiftursnögg
höfuðhögg sem kennsluaðferð hafa
vakið mikla athygli. Og fleiri og
fleiri koma nú fram í dagsljósið og
vitna um reynslu sína.
BORGARFULLTRÚI einn sem sat
í borgarstjórn Reykjavíkur bæði
fyrir og eftir að Davíð varð borgar-
stjóri segir svo frá: „Áður fyrr var
hver höndin uppi á móti annarri. Við
í borgarstjórnarflokknum vorum
ráðvillt, sundruð og ósammála um
alla hluti. Á fyrsta borgarstjórnar-
fundinum eftir að Davíð tók við
man ég að hann reis á fætur – ég
hélt hann þyrfti að skreppa á kló-
settið – en hann gekk hratt framhjá
okkur og barði hvert okkar eitt
leiftursnöggt högg í höfuðið, að ég
held nákvæmlega í hvirfilinn.
VIÐ HÖGGIÐ fannst mér skyndi-
lega að ég sæi mikið ljós, ótrúlega
skæra bláa birtu, og ég upplifði
mikla sælukennd. Ég skildi í einu
vetfangi að ég þyrfti aldrei framar
að óttast neitt eða efast - ef ég gæfi
mig þessu bláa ljósi á vald.“
SÖMU SÖGU segja margir al-
þingismenn sem hafa orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að hafa fengið að
upplifa bláa ljósið. Sumir þeirra tala
um kraftaverk, en fræðimenn við
Háskóla Íslands hafa ekki næga
reynslu af stjórnmálum til að úr-
skurða hvort hér sé um kraftaverk
að ræða eða einungis dáleiðslu eins
og hjá dávaldinum Frisinette sáluga
sem svo oft kom hingað til lands á
æskuárum Davíðs og skemmti í
Austurbæjarbíói.
Í RÍKISSTJÓRNINNI eru skiptar
skoðanir um þessi höfuðhögg. „Ég
þjáðist af miklum höfuðverkjum,
einkum þegar ég var innan um kjós-
endur,“ segir Guðni Ágústsson. „Ég
minntist á þetta við forsætisráð-
herra og hann strauk mér blíðlega
um kollinn og síðan hef ég ekki
fundið fyrir höfuðverk – utan
einusinni þegar ég fór norður á
Hólahátíð.“ Aðrir hafa þó upplifað
„bláa ljósið“ án þess að hafa orðið
fyrir barsmíðum. „Davíð hefur
aldrei slegið til mín,“ segir prófess-
or Hannes H. „Hins vegar datt ég
einu sinni mjög illa á höfuðið þegar
ég var barn.“
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Heimsljós!
Bakþankar
Þráins Bertelssonar