Fréttablaðið - 23.10.2002, Side 4
4 23. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
ERLENT
KORT Fyrsta Íslandskortið á gagn-
virkum geisladiski var kynnt í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í
gær. Þá afhenti Magnús Guð-
mundsson, forstjóri Landmælinga
Íslands, Siv Friðleifsdóttur um-
hverfisráðherra fyrsta eintakið af
kortadisknum.
Um er að ræða fyrsta geisla-
disk sinnar tegundar. Á honum er
að finna fjölda Íslandskorta, bæði
nákvæm aðalkort og ferðakort,
svo og gróðurkort, gervihnatta-
mynd, sveitarfélagakort og
stjórnsýslukort. Hægt er að leita
að yfir 3.000 örnefnum, svo og
hnitum í helstu hnitakerfunum.
Ennfremur er hægt að sjá stað-
setningu á kortinu af GPS-tæki.
Geisladiskurinn er gagnvirkur,
þannig að notendur geta skráð sín
eigin örnefni, merkt inn göngu-
leiðir og ferðaslóðir, mælt vega-
lengdir og flatarmál, skráð ferða-
sögur og þar fram eftir götunum.
Hægt er að prenta kort af diskn-
um og einnig afrita þau inn í önn-
ur forrit.
Gagnvirkt Íslandskort gefið út á geisladiski:
Hægt að merkja
gönguleiðir
NÝTT ÍSLANDSKORT
Hægt er að leita að yfir 3.000 örnefnum,
svo og hnitum í helstu hnitakerfunum, á
nýja kortadisknum.
AÐSTOÐARMENN KENNARA
Bresk yfirvöld hafa ákveðið að
gera aðstoðarmönnum kennara
hærra undir höfði í skólakerfinu.
Þeir eiga að taka á sig meiri
ábyrgð, létta vinnuálagi af kenn-
urum og sjá til þess að hverjum
nemanda sé betur sinnt.
ÓDÝRT KAFFI VELDUR VANNÆR-
INGU Lækkun kaffiverðs á
heimsmarkaði veldur því að þús-
undir barna í Venesúela eiga á
hættu að þjást af næringarskorti.
NÝTT DAGBLAÐ Í DANMÖRKU
Nýtt dagblað er komið út í Dan-
mörku. „Dagen“ heitir það og á
að höfða einkum til efnaðs fólks í
yngri kantinum.
KOMINN Í SÆTIÐ SITT
Gerhard Schröder hefur tryggt sér kansl-
arasætið á ný.
Schröder kosinn kanslari:
Stjórnar með
naumum
meirihluta
BERLÍN, AP Gerhard Schröder fékk
305 atkvæði á þýska þinginu í gær
þegar kanslari landsins var valinn
fyrir næsta kjörtímabil.
Schröder sór síðan embættis-
eið sinn. Slíkt hið sama gerðu ráð-
herrar í nýrri stjórn Jafnaðar-
manna og Græningja. Flokkarnir
hafa verið við völd í Þýskalandi
undanfarin fjögur ár. Í nýju
stjórninni er Græningjum þó gert
hærra undir höfði vegna þess að
þeir unnu verulegan kosningasig-
ur í síðasta mánuði. Jafnaðar-
menn töpuðu hins vegar miklu
fylgi í sömu kosningum, þannig að
ríkisstjórnin stendur tæpt á þing-
inu. Flokkarnir hafa samtals 306
þingmenn af 603.
Schröder hefur verið harðlega
gagnrýndur fyrir að hafa ekki náð
að minnka atvinnuleysi neitt síð-
ustu fjögur ár. Velferðarkerfið í
Þýskalandi þykir sömuleiðis
þungt í vöfum og þykir Schröder
eiga erfitt verkefni fyrir höndum
við að stokka upp í því.
Schröder kallaði nýju stjórnina
saman á fyrsta fund sinn strax í
gærkvöld. Hins vegar ætlar hann
ekki að flytja fyrstu ræðu sína á
þingi fyrr en á þriðjudag í næstu
viku.
AP
/M
AR
KU
S
SC
H
R
EI
B
ER
Samfylkingin Reykjavík:
Kjósa raf-
rænt í próf-
kjörinu
PRÓFKJÖR Kosið verður með rafræn-
um hætti í prófkjöri Samfylkingar í
Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti
sem prófkjör stjórnmálaflokks fer
fram með rafrænum hætti, áður
hefur verið kosið með rafrænum
hætti í flugvallarkosningu.
Guðmundur Haraldsson, for-
maður kjörstjórnar, segir að þetta
eigi þó ekki að verða til þess að
eyðileggja stemninguna á kosn-
ingavöku. Kosið sé til tíu og síðan
verði farið í að telja utankjörfund-
aratkvæði. Úrslitin verði því ekki
kunn alveg um leið.
VEIÐI Eina leiðin fyrir bændur til
að losna við ágang skotveiði-
manna sem fara í óleyfi um eign-
arlönd er að kæra þá til lögreglu,
að sögn Indriða Aðalsteinssonar,
bónda á Skjaldfönn við Ísafjarðar-
djúp. Hann segir að ágangur
veiðimanna beggja megin Djúps-
ins sé mikill. Þetta sé leiðindamál,
enda um að ræða eignarlönd og
með hlunnindum. Engum dytti í
hug að veiða lax í óþökk jarðareig-
enda og því óskiljanlegt að menn
telji sig geta veitt önnur dýr í
óleyfi þeirra.
„Ég veit til þess að bændum,
sem hafa reynt að tala við þessa
ribbalda, hafi verið hótað hörðu,“
segir Indriði, sem sjálfur er göm-
ul skytta. „Þeim hefur verið sagt
að þeim komi þetta ekkert við.
Þeir eigi ekkert með að banna að-
komumönnum að fara um skjót-
andi á nánast hvað sem hreyfist.
Hér á Vestfjörðum eru öll fjöll og
heiðar eignarlönd, en samt telja
sumir veiðimenn bændur alveg
réttlausa. Það er nákvæmlega
ekkert annað að gera en að kæra
þessa menn.“
Lögreglan á Ísafirði segir að
engin mál hafi borist inn á borð til
hennar í ár. Það sé litið alvarleg-
um augum ef veiðimenn hegði sér
eins og lýst hafi verið, en mál sem
þessi komi ekki til kasta lögreglu
nema kært sé.
Í Fréttablaðinu í gær sagðist
Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á
Laugabóli í Laugadal, gruna veiði-
menn um að hafa skotið búfénað.
Hana vantaði 30 af rúmlega 100
fjár. Indriði segist hafa heyrt af
þessu þó hann telji þetta ekki al-
gengt.
Árni Snæbjörnsson, hlunninda-
og jarðræktarráðunautur hjá
Bændasamtökum Íslands, segir
afar sjaldgæft að veiðimenn séu
sakaðir um að skjóta á búpening.
En hitt sé algengara að bændur
telji sig verða fyrir ónæði vegna
skotveiðimanna, sem fari um
eignalönd í óleyfi. Það sé alvar-
legt mál, enda í trássi við vopna-
lög, sem kveði skýrt á um að ekki
megi hleypa af skoti á annars
manns landi eða skjóta yfir ann-
ars manns land án leyfis landeig-
anda.
Árni segir að bændur sem eigi
afréttarlönd í Vestur-Skaftafells-
sýslu hafi einu sinni kvartað und-
an því við Bændasamtökin að
veiðimenn hafi verið komnir inn
á heiðalönd um leið og gæsaveið-
ar hófust 20. ágúst. Skothríð og
hundar hafi styggt búpening á
beit og verið sé að skoða það
hvort ekki sé ástæða til að seinka
upphafstíma gæsaveiða vegna
þessa.
trausti@frettabladid.is
Veiðimenn hafa
hótað bændum
Bóndi við Ísafjarðardjúp segir suma veiðimenn telja bændur réttlausa á
eigin eignarlöndum. Ekkert annað að gera en kæra þessa menn. Lög-
reglan lítur þetta alvarlegum augum en engar kærur hafa borist.
BÆNDUR Á VESTFJÖRÐUM LANGÞREYTTIR
Í Fréttablaðinu í gær sagðist Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli í Laugadal, gruna
veiðimenn um að hafa skotið búfénað. Árni Snæbjörnsson, hlunninda- og jarðræktarráðu-
nautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir afar sjaldgæft að veiðimenn séu sakaðir um slíkt.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Mokkajakkar og kápur,
ullarkápur stuttar og síðar.
Fallegar úlpur, hattar og húfur.
Kanínuskinn kr. 2.900
Nýjar vörur
Opið 9-18
virka daga
og 10-15
laugardaga.
TRYGGINGAR Nokkur bifreiðaverk-
stæði hafa sent Samkeppnisstofn-
un kvörtun og beðið um athugun á
nýju kerfi sem tryggingarfélögin
eru að innleiða varðandi mat á
viðgerðarkostnaði.
Kerfið sem tryggingarfélagið
er að taka upp heitir Cabas og
mun vera sænskt að uppruna. Það
felur í sér samræmt mat á tjóni
sem bifreiðar verða fyrir.
Bifreiðaverkstæðin sem kvört-
uðu telja að með kerfinu séu
tryggingarfélögin að þvinga fram
óeðlilega samræmda verðlagn-
ingu á þjónustu og varahlutum hjá
verkstæðunum. Kerfið ákvarðar
hversu langan tíma tiltekin verk
taka. Það á að byggja á fenginni
reynslu. Verkstæðin segja að þess
sé krafist að allir setji upp sama
verð fyrir hverja tímaeiningu.
Kvörtun verkstæðanna var sett
fram síðla sumars. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hefur
Samkeppnisstofnun óskað upplýs-
inga frá tryggingarfélögunum
vegna málsins og bíður nú þeirra.
BIFREIÐATJÓN
Eigendur nokkurra bifreiðaverkstæða telja
tryggingarfélögin vera að þvinga fram sam-
ræmda verðskrá.
Kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna nýs kerfis tryggingarfélaga:
Þvinga fram samræmda
verðskrá bílaverkstæða
Þingflokksformaður
Framsóknar:
Hefðbund-
inn kosn-
ingavetur
ALÞINGI „Upphaf þings hefur verið
nokkuð hefðbundið miðað við síð-
asta vetur fyrir kosningar. Stjórn-
arandstöðuflokk-
arnir eru að marka
sér stöðu og ein-
stakir þingmenn að
leggja fram sín
mál, og það stund-
um óskaplega mik-
ið af málum.
Stjórnarflokkarnir
fara seinna af stað,
eðli málsins sam-
kvæmt, og tala
meira fyrir sam-
eiginlegum málum
sem ríkisstjórnin
flytur,“ segir
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
flokksformaður Framsóknar.
Kristinn gerir ráð fyrir miklum
deilum þegar úrskurðurinn um
Norðlingalón og Þjórsárver verður
birtur, sama hver niðurstaðan verð-
ur. Eins geti ályktun Starfsgreina-
sambandsins um breytta stjórn
fiskveiða hleypt lífi í þá umræðu.
KRISTINN H.
GUNNARSSON
Menn eru byrjaðir
að leggja línur,
hvar menn geti
sótt fram og hvar
þeir verði að
gæta sín.
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Var rétt að banna sérfræðing-
um á ríkisspítölum að reka
stofur utan spítalanna ?
Spurning dagsins í dag:
Telur þú að eldvarnir séu í lagi á þínu
heimili?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
30,1%
69,9%Já
BANNIÐ
RÉTTMÆTT
Rúmur meirihluti þjóð-
arinnar er sammála
ákvörðun stjórnenda
ríkisspítala að banna
sérfræðingum að reka
stofur utan spítalanna.
Nei