Fréttablaðið - 23.10.2002, Síða 6

Fréttablaðið - 23.10.2002, Síða 6
6 23. október 2002 MIÐVIKUDAGUR ERLENT SKIPULAGSMÁL Borgaryfirvöld hafa þegar ákveðið að byggð verði fjöl- býlishús fyrir aldraða á grænu svæði austan við skógræktina í Fossvogi. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygging- arnefndar, segir að sú nýbreytni verði þó höfð á að samráð verði haft við íbúa í nærliggjandi hús- um um útfærslur á nýtingu lóðar- innar. Á næstu dögum eiga íbúar í hverfinu að fá bréf frá skipulags- yfirvöldum þar sem kynnt eru áform um nýtingu lóðarinnar, sem fram til þessa hefur verið skil- greind sem grænt svæði. „Við ætlum að kynna okkar sjónarmið fyrir íbúunum og vænt- anlega kalla eftir viðbrögðum og hugsanlega sjónarmiðum sem snerta útfærslu. Við munum þannig vinna málinu brautargengi í samráði við íbúa. Í skipulagsferl- um höfum við of oft verið að bregðast við athugasemdum eftir á. Oft eru þær tilkomnar vegna þess að byggingaráformin koma fólki í opna skjöldu. Ef samráð er haft fyrr er betri möguleiki á að það skapist skipulagslegur skiln- ingur á uppbyggingunni,“ segir Steinunn Valdís. Að sögn Steinunnar liggur enn ekkert fyrir um hvernig lóðinni verður úthlutað eða hvort borgin muni krefjast endurgjalds fyrir hana.  Formaður skipulags- og byggingarnefndar um skógræktarlóðina: Nágrannar hafi áhrif á útfærslu LÓÐIN Í SKÓGARJAÐRINUM Þrír hópar aldraðra hafa spurst fyrir um grænt svæði við Skógrækt Reykjavíkur með byggingu íbúða í huga. Vigdís Finn- bogadóttir er í einum hópnum. Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni FÓLKSFLUTNINGAR Nær 44.000 manns fluttu búferlum fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt skráningu í þjóð- skrá. Rúmur helmingur þeirra sem fluttu búferlum fluttust til innan sama sveitarfélags, 23.500 manns. Nær 14.000 fluttu milli sveitarfé- laga innanlands. Litlu fleiri fluttu til landsins en frá. Hingað fluttu 3.239 einstaklingar en héðan 3.193. Leið þeirra sem flytja milli landshluta liggur á höfuðborgar- svæðið. Þangað fluttu 525 fleiri en fluttu burt. Í öðrum landshlutum eru þeir fleiri sem flytja á brott heldur en þeir sem flytja í sveitar- félög á landsbyggðinni. Á Norður- landi vestra fækkaði um 115, á Vestfjörðum fækkaði um 106 og 94 á Austurlandi. Af sveitarfélögum eru það Kópavogur, með 398 aðflutta um- fram brottflutta, og Hafnarfjörður, 238, sem vinna mest á. Þeir sem fluttu frá Reykjavík voru 234 fleiri en þeir sem fluttu. Í Vestmannaeyj- um fækkaði um 64 af sömu sökum og um 51 á Húsavík.  DAGBLAÐ SELT Bandaríska dag- blaðið Washington Post undirrit- aði í gær viljayfirlýsingu um að selja helmingshlut sinn í dag- blaðinu International Herald Tribune til New York Times, sem á fyrir hinn helminginn í blað- inu. SLEPPT ÚR FANGELSI Barnshaf- andi konu í Nígeríu og fyrrver- andi elskhuga hennar var í gær sleppt úr fangelsi meðan mál þeirra bíður áfrýjunar. Bæði eiga þau yfir höfði sér að verða grýtt til bana fyrir að hafa stundað kynlíf utan hjónabands. KONUNGUR DÆMDUR Dómstóll í Svasílandi úrskurðaði í gær að konungur landsins verði að leyfa átján ára stúlku, sem aðstoðar- menn hans höfðu valið honum til konu, að fara heim til móður sinnar. Mswati III, sem er 34 ára, á fyrir níu eiginkonur. Nær 44.000 manns fluttu fyrstu níu mánuði ársins: Fjölgar í Kópavogi og Hafnarfirði SKIPULAGSMÁL Hið stóra íþróttahús Vals, sem tekið var í notkun fyrir 15 árum, verður rifið og nýtt byggt samkvæmt nýju deiliskipu- lagi fyrir Hlíðarenda. Þá er ráð- gert að byggja nýtt knatthús þar sem núverandi aðalvöllur félags- ins er og færa aðalvöllinn nær fé- lagsheimilinu. Margrét Þormar, hverfisstjóri hjá skipulagsfulltrúa, segir að borgaryfirvöld hafi ekki tekið neina ákvörðun um það hvenær framkvæmdir hefjist á svæðinu, enn eigi eftir að staðfesta ákveðn- ar breytingar á aðalskipulagi vegna nýja deiliskipulagsins. Hún segir að framkvæmdirnar haldist í hendur við færslu Hringbrautar, en þær hafi upphaflega átt að hefjast á þessu ári. Lóð Vals, sem í dag er 8,6 hekt- arar, mun minnka niður í tæpa 5,9 hektara. Um einn hektari fer und- ir ný umferðarmannvirki um- hverfis íþróttasvæðið og 1,7 hekt- ari á suð-vestur horni lóðarinnar fer undir atvinnustarfsemi. Elstu húsin á íþróttasvæðinu fá að standa, þar sem þau falla undir svokallað verndað byggðamynst- ur í samræmi við húsakönnun Ár- bæjarsafns. Íþróttahúsið, sem vígt var 1987, verður hins vegar rifið og nýtt og stærra íþróttahús byggt. Nýja húsið verður með áfastri stúku fyrir aðalvöllinn, sem mun taka 1.200 til 1.500 manns, auk 1.000 fermetra tengi- byggingar. Undir stúkunni er gert ráð fyrir búningsaðstöðu fyrir bæði aðalleikvang og íþróttahús- ið. Fyrirhugað er að reisa um 9.000 fermetra knatthús þar sem núverandi aðalleikvangur er stað- settur. Um er að ræða gervigras- völl í fullri stærð og verður loft- hæð um 12 metrar, en til saman- burðar er hún 20 metrar í Egils- höllinni. Á um 6,5 hektara lóð fyrir utan Valsvöllinn er gert ráð fyrir at- vinnustarfsemi og þremur fjöl- býlishúsum með samtals um 100 íbúðum. Margrét segir að íbúðirn- ar séu einkum hugsaðar sem námsmannaíbúðir. Atvinnulóðirn- ar séu hugsaðar fyrir fjármála-, hátækni- og þekkingarfyrirtæki, sem og rannsóknarstarfsemi í tengslum við Landspítalann. Þá er einnig heimilt að byggja hótel á svæðinu. trausti@frettabladid.is Fimmtán ára íþrótta- hús Vals verður rifið Breytingar eru fyrirhugaðar á Hlíðarenda. Valur fær nýtt íþróttahús, knatthús og aðalvöll með stórri stúku. Ráðgert að byggja þrjú fjölbýlishús og byggingar fyrir atvinnustarfsemi. NÝTT SKIPULAG Á HLÍÐARENDA Á um 6,5 hektara lóð fyrir utan Valsvöllinn er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi og þremur fjölbýlishúsum með samtals um 100 íbúðum fyrir námsmenn. KÓPAVOGUR Búferlaflutningar skila Kópavogi mestri fólksfjölgun allra sveitarfélaga. Framsókn í Suðvestri: Barist um sex sæti PRÓFKJÖR Tíu tilkynntu þátttöku í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Fimm karlar og fimm konur bítast um efstu sætin. Þau eru Egill Arnar Sigurþórsson, Gestur Valgarðsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hildur H. Gísladóttir, Ingibjörg Ingadóttir, Páll Magnússon, Sigurður P. Sig- mundsson, Siv Friðleifsdóttir, Una María Óskarsdóttir og Þröstur Karlsson. Kosið verður um röð sex efstu sæta á tvöföldu kjördæmisþingi sem haldið verður næstkomandi laugardag. Kosið verður í eitt sæti í senn og er kosning bindandi.  GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 88,6 +0,07% Sterlingspund 136,94 -0,08% Dönsk króna 11,63 +0,07% Evra 86,41 +0,08% Gengisvísitala króna 130,29 -0,01% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 288 Velta 5.761,6 milljónir ICEX-15 1.320,7 -0,08% Mestu viðskipti Pharmaco 193.019.276 Þormóður rammi-Sæberg 149.650.424 Íslandsbanki 37.010.090 Mesta hækkun Sjóvá Almennar 2,37% Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn 2,13% Skýrr 1,89% Mesta lækkun SR-Mjöl 10,00% Opin kerfi 3,31% Vinnslustöðin 3,31% ERLENDAR VÍSITÖLUR Dow Jones 8.424,3 -1,3% Nsdaq 1.295,5 -1,1% FTSE 4.118,9 -0,4% DAX 3.191,3 -2,8% Nikkei 98.689,4 -3,2% S&P 889,2 -1,2% TÖ LV U M YN D /O N N O E H F. VEISTU SVARIÐ? Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu. Úr hvaða kjördæmi kemur hann? Feðgarnir Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor eru tveir af þremur eig- endum Samson, hver er þriðji maðurinn? Hvað heitir hinn ungi leik- maður Everton sem skoraði sigurmarkið gegn Arsenal? Svörin eru á bls. 22. 1. 2. 3.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.