Fréttablaðið - 23.10.2002, Síða 22

Fréttablaðið - 23.10.2002, Síða 22
22 23. október 2002 MIÐVIKUDAGUR HÚSIÐ Gamla Kennaraskólahúsið viðLaufásveg var reist sumarið 1908. Húsameistari ríkisins, Einar Erlendsson, teiknaði húsið, sem þótti byggt á afskekktum stað í urðinni austan Skólavörðuholts. Húsið er tvílyft með kjallara und- ir. Þar var, auk kennsluaðstöðu, íbúð fyrir skólastjóra á efstu hæð. Í húsinu fór fram starfsmenntun kennara til 1962, þegar starfsem- in var að mestu flutt í nýbyggingu skólans við Stakkahlíð. Áfram var þó kennd handavinna í húsinu. Árið 1989, þegar 100 ár voru liðin frá stofnun fyrsta kennara- félagsins á landinu, ákvað ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar að gefa kennarsamtökunum í landinu húsið. Framkvæmdir við endurbyggingu hússins hófust árið 1991. Páll V. Bjarnason teikn- aði breytingarnar. Gleður börnin á afmælinu Ég verð 23 ára þann 23. Það erskemmtileg tilviljun,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir, fyrrum þáttastjórnandi á Skjá einum, sem á afmæli í dag. Í tilefni dags- ins ætlar Þóra Karítas að fara með köku og ís í vinnuna en hún vinnur á leikskólanum Öldukoti. „Það er mesta tilhlökkunar- efni dagsins að fá köku og ís þeg- ar einhver á afmæli. Það er ekki rætt um neitt annað á leikskólan- um en hvernig köku maður ætlar að koma með, Batman- eða Bar- bie.“ Hún segist þó ekki vera búin að ákveða hvernig köku hún komi með. „Ég veit ekki hvort ég nenni að baka, ég gef krökkunum að minnsta kosti ís.“ Þóra Karítas vinnur á Öldu- koti í afleysingum en tekur lík- lega við skriftustarfi í kvikmynd- inni Kaldaljós, sem Hilmar Odds- son er að fara að gera. Hún segist yfirleitt taka því rólega á afmæl- isdaginn, fer kannski út að borða með vinum. Þegar hún varð tví- tug hélt hún þó svakalega veislu. „Það var eftirminnilegt afmæli því það var örlagaríkt og hafði mikil áhrif á líf mitt,“ segir hún án þess að útskýra það frekar. „Ég man líka þegar pabbi gaf mér blátt hjól og grifflur. Ég held ég hafi verið sex ára,“ segir hún þegar hún rifjar upp afmælis- dagana. Þóra Karítas segist ekki vera búin að ákveða hvort hún fagni afmælinu í dag á sérstakan hátt. „Ég veit ekki hvort ég nenni að halda upp á það í ár. Afmælisdag- ar eru þó alltaf góðir dagar því þá neyðist maður til að vera góð- ur við sjálfan sig og minnir mann á að það eru forréttindi að fá að vera til. En það er fínt að það komi í Fréttablaðinu. Þá muna allir eftir því að óska manni til hamingju.“  FÓLK Í FRÉTTUM Við gerðum ágætis viðskipti er-lendis á árinu og vorum búnir að ákveða að ef það gengi eftir myndum við láta eitthvað af hendi rakna til góðgerðamála,“ segir Jó- hannes Jónsson, sem gjarnan er kenndur við Bónus. Fyrirtæki hans gaf í gær 25 milljónir til Mæðrastyrksnefndar. „Við ákváð- um að Mæðrastyrksnefnd myndi dreifa þessu. Þær hafa reynslu af því og hafa gert það vel. Þær hafa einnig verslað mikið við okkur í gegnum árin með kaupum á gjafa- kortum til skjólstæðinga sinna.“ Mæðrastyrksnefnd var þó ekki ein um hituna því Öryrkjabandalagið og Hjálparstofnun kirkjunnar munu njóta gjafarinnar með þeim. Jóhannes er með lögheimili á Akureyri og ber norðanmönnum söguna vel. „Við erum með mikla starfsemi á Akureyri og mér finnst gott og nauðsynlegt að vera í návígi við hana. Við höfum fengið góðar móttökur á viðskiptum okk- ar þar og einnig hef ég persónu- lega fengið góðar móttökur.“ Jóhannes bjó á Seltjarnarnesi í 20 ár áður en hann fluttist til Akur- eyrar. Hann hefur þó ekki alveg sagt skilið við Nesið, býr þar á vet- urna auk þess sem hann kemur að minnsta kosti einu sinni í viku til höfuðborgarinnar. Jóhannes er ekki á lausu. Hann hefur tekið saman við konu af Nesinu. „Ég bý með konu sem á tvö börn, fjögurra og ellefu ára. Ég uni hag mínum þar vel,“ segir Jóhannes, sem sjálf- ur á tvö börn. „Ég hef gaman af börnum. Ég á fimm barnabörn og kann því vel,“ segir Jóhannes. „Dóttir mín býr í næsta húsi við okkur úti á Nesi og ég hitti barnabörn mín eins mikið og ég get.“ Fyrirtæki Jóhannesar Jónssonar, Bónus, gaf Mæðrastyrksnefnd 25 milljónir þar sem viðskipti erlendis gengu vel. Persónan Gjafmildur barnakarl TÍMAMÓT ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTTIR Vinnur á leikskólanum Öldukoti í afleysingastarfi. Ætlar að gefa krökkunum ís í tilefni dagsins. Það vakti athygli þegar fréttistað Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri hefði skrifað sig á meðmæl- endalista með fram- boði Jakobs Frímanns Magnússon- ar í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík. Töldu ýmsir að það kynni að styrkja stöðu Jakobs að njóta stuðnings borgarstjóra. Nú hefur hins veg- ar komið í ljós að Ingibjörg Sól- rún skrifaði sig á lista allra þeir- ra sem fóru í framboð og fóru þess á leit við hana að hún ritaði nafn sitt á meðmælendalista sem átti að skila inn með framboðstil- kynningu. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Þrátt fyrir fjölgun sjúklinga skal tekið fram að lífslíkur þeirra eru enn meiri en kjúklinga. Leiðrétting Málning fyrir vandláta Bindoplast 7 10 lítrar TILBOÐ kr. 5.900,- Þóra Karítas Árnadóttir er afmælisbarn dagsins. Hún lauk guðfræði- prófi fyrir skömmu en er ekki búin að ákveða hvað tekur við. Starfaði einu sinni á Skjá einum en vinnur nú á leikskóla. AFMÆLI Norðausturkjördæmi. Magnús Þorsteinsson. Wayne Rooney. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 AFMÆLI Þóra Karítas Árnadóttir er 23 ára. STÖÐUVEITING Iðnaðarráðherra hefur skipað Ástu Valdimarsdóttur lögfræðing í starf for- stjóra Einkaleyfastofu til fimm ára. Ásta tekur við starfinu 1. nóvember. ANDLÁT Ingibjörg Guðrún Bjarnadóttir frá Flat- ey á Breiðafirði, Sundstræti 26, Ísafirði, lést 11. október. Útförin hefur farið fram. Margrét Blöndal McAleer, Shalimar, Flórida, lést 11. október. Útförin hefur farið fram. Gísli Ólafsson, Glæsibæ 4, Reykjavík, lést 20. október. Oddný Dóra Halldórsdóttir, Heiðarbóli 9, Keflavík, lést 19. október. Guðbjörg Jóna Helgadóttir Ólsen, Ørvadsvej 23, Árósum, Danmörku, lést 18. október. Guðný G. Sigurrós Guðmundsdóttir (Rósa), Neðstaleiti 13A, Reykjavík, lést 18. október. Daníel S. Lárusson, Óðinsgötu 8, Reykjavík, lést 21, október. Smáauglýsingar: Bolabítur til sölu. Étur hvað sem er. Hefur mjög gaman af börn- um.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T JÓHANNES JÓNSSON Jóhannes á tvö börn og fimm barnabörn og er í sambúð með konu sem á tvö börn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.