Fréttablaðið - 23.10.2002, Page 24

Fréttablaðið - 23.10.2002, Page 24
Jóhannes Kristjánsson eftirhermaer nú í haldi lögreglu og hefur Hæstiréttur staðfest heimild til að halda honum í gæsluvarðhaldi þar til eftir alþingiskosningar næsta vor, eða svo lengi sem þurfa þykir. Það sem leiddi til handtöku Jóhannesar var að Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra hafði samband við Öl- gerð Egils Skallagrímssonar og undraðist hverju það sætti að sund- laugin á Selfossi hefði verið barma- fyllt af malti og appelsíni. Var hon- um tjáð að þetta hefði verið gert til að standa við samning milli hans og Ölgerðarinnar vegna þátttöku hans í auglýsingaherferð fyrirtækisins. ÞAR SEM ráðherrann kannaðist ekki við að starfa við annað en að auglýsa sjálfan sig var lögreglunni tilkynnt um málið. Böndin bárust fljótlega að Jóhannesi og var hann handtekinn þar sem hann var í gervi Björgúlfsfeðga að taka við lyklum að fjárhirslum Landsbankans. LÖGREGLAN hefur haft augastað á Jóhannesi um nokkra hríð, en hann er grunaður um að hafa skvett áfengi yfir gesti á veitingastað í Reykjavík síðastliðinn vetur og var þá klæddur í aðmírálsbúning sem hann sagði að væri einkennisbúning- ur ríkislögreglustjóra. Þegar yfir- heyrslur hófust féll Jóhannes saman og viðurkenndi að hann ætti að baki ótrúlegan glæpaferil. JÓHANNES hefur ferðast víða á undanförnum árum og lifað hátt, ýmist í kvenmannsfötum sem borg- arstjórinn í Reykjavík eða þá í gervi forseta Íslands. Það var Jóhannes sem narraði Kínverjann Sjang Sémín í opinbera heimsókn hingað til lands í sumar til að syngja í Perlunni. Jóhannes hefur einnig brugðið sér í gervi forseta Alþingis og þóst vera elliær og hefur gert furðulega verksamninga um fokdýr- ar byggingaframkvæmdir á kostnað almennings. Þá hefur Jóhannes við- urkennt að hafa í gervi frú Margrét- ar Thatcher stofnað til náinnar vin- áttu við íslenskan háskólaprófessor til að láta reyna á trúgirni prófess- orsins og vina hans. „Það númer kalla ég „dýrt spaug“,“ sagði Jó- hannes. „En toppurinn á mínum ferli var samt þegar ég brá mér í hlut- verk meirihluta Alþingis og sam- þykkti tuttugu milljarða ríkisábyrgð fyrir fyrirtæki sem ég stofnaði til gamans 1. apríl fyrir nokkrum árum.“  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 11 9 1 0/ 20 02 TOYOTA - LYKILL AÐ AUÐVELDUM OG ÖRUGGUM BÍLAVIÐSKIPTUM. Við þökkum frábær viðbrögð við „Eigð'ann eða leigð'ann“ tilboði okkar, þar sem einstaklingar geta nú í fyrsta skipti á Íslandi valið um að taka bíl á rekstrarleigu. Toyota býður nú takmarkað magn bílaleigubíla á frábærum kjörum og þú velur hvort þú kaupir þér bíl til eignar eða tekur hann á rekstrarleigu, án útborgunar. Þú einfaldlega kvittar undir samninginn og ekur af stað. Þetta er því einstakt tækifæri til að fá sér betri notaðan bíl frá Toyota með auðveldum og öruggum hætti. Komdu strax í dag, hringdu í síma 570 5000 eða kíktu á www.toyota.is EIGÐ'ANN EÐA LEIGÐ'ANN Nýjung frá Toyota sem slær í gegn. Corolla Skráður: maí, 01 Rekstarleiga á mán. frá: 24.500 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 16.644 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 1.090.000 kr. Verð dæm iYaris Skráður: maí, 01 Rekstrarleiga á mán. frá: 19.200 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 12.564 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 820.000 kr. Verð dæm i Toyota Avensis Terra Skráður: maí, 01 Rekstarleiga á mán. frá: 29.000 kr. m/v 26 mán. Bílalán á mán. frá: 20.874 kr. m/v 60 mán.* Verð frá: 1.370.000 kr. Verð dæm i *Bílalán miðast við 30% útborgun af kaupverði og 9% verðtryggða vexti með 3,5% stofngjaldi. Dýrt spaug Bakþankar Þráins Bertelssonar Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma www.gunnimagg . i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.