Fréttablaðið - 30.10.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 30.10.2002, Síða 8
8 30. október 2002 MIÐVIKUDAGUR Mannréttindasamtökin Amnesty International efna til kyrrðar- stundar fram við rússneska sendi- ráðið í kvöld til að minnast fórnar- lamba gíslatökunnar í Moskvu og fórnarlamba mannréttindabrota. Í ákalli til Vladímír Pútíns Rússlandsforseta skora samtökin á forsetann að standa vörð um mannréttindi. „Í rússneska sam- bandsríkinu viðgangast mannrétt- indabrot og réttlæti til handa þeim sem þola slík brot er formið eitt. Ríkisvaldið er sjaldan dregið til ábyrgðar fyrir slík afbrot og þá úrræði sem einstaklingum standa til boða eru haldlítil,“ segir Am- nesty í ákalli sínu til Pútíns. Amnesty samtökin segja enn- fremur að almenningur í Rúss- landi hafi litla trú á að dómstólar eða ríkisvald komi þeim til hjálp- ar. „Þeir sem fremja mannrétt- indabrot gera það í fullvissu þess að þeir komist upp með brot sín,“ segja samtökin og lýsa því um leið yfir að þau séu að hefja alþjóðlega herferð gegn því „refsileysi“ sem ríki vegna mannréttindabrota í Rússlandi.  Amnesty International hefur alþjóðlega herferð: Rússar stöðvi stöðug brot á mannréttindum VLADÍMÍR PÚTÍN Forseti Rússlands hefur fengið ákall um að koma í veg fyrir landlæg mannréttindabrot. ÞRÍR AFGANAR LAUSIR ÚR HALDI Þrír Afganar, sem sleppt var lausum úr haldi Bandaríkja- manna í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, segjast oft hafa verið teknir í yfirheyrslur á meðan á nokkurra mánaða dvöl þeirra stóð. Bandaríkjamenn hafi hins vegar komið vel fram við þá all- an tímann. KOSNINGAR Í KENÝA Þingkosn- ingar verða haldnar í Kenýa þann 27. desember næstkomandi. Um 10,5 milljónir manna munu taka þátt í kosningunum. Daniel arap Moi, forseti landsins sem orðinn er 78 ára gamall, lætur þá af völdum í landinu eftir 24 ára starf. ERLENT FOLEY Laurence Foley, sem myrtur var í Jórdaníu, var heiðraður fyrir hjálparstarf sitt í landinu aðeins einum sólarhring áður en hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. Bandaríkjamenn í Jórdaníu: Hvattir til að vera á varðbergi WASHINGTON,AP Bandaríska sendi- ráðið í Jórdaníu hefur hvatt alla Bandaríkjamenn í landinu til að vera á varðbergi eftir að banda- rískur erindreki var myrtur í höf- uðborg landsins, Amman, í fyrra- dag. Talsmaður Hvíta hússins seg- ir að ekki sé útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aukin andstaða er nú í Jórdaníu gagnvart Bandaríkjunum, sér í lagi vegna hugsanlegra hernaðar- aðgerða landsins gegn Írak.  KATANÍA, AP Eldfjallið Etna heldur áfram að spúa eldi og ösku. Hraunstraumarnir úr fjallinu vaxa stöðugt og eru komnir hálfa leið niður hlíðarnar. Vegna ösku- falls var flugvöllurinn í bænum Kataníu enn lokaður og skólahald liggur niðri. Nokkrir jarðskjálftar urðu ein- nig á Sikiley í gær. Sá sterkasti mældist 4,3 stig á Richterkvarða. Skjálftarnir hafa skotið íbúum eyjarinnar skelk í bringu. Margir hlupu óttaslegnir út á götu þegar stærstu skjálftarnir riðu yfir. Á gervihnattarmyndum mátti sjá að askan úr Etnu hafði borist alla leið til Líbíu á norðurströnd Afríku. Askan hafði því borist meira en 600 kílómetra. Etna er stærsta og virkasta eldfjall Evrópu, um það bil 3.300 metrar á hæð. Lítil gos verða í fjallinu á nokkurra mánaða fresti. Síðast varð nokkuð stórt gos í Etnu árið 1992. Gífurlegt sprengi- gos varð árið 1669, sem gereyði- lagði borg á austurströnd eyjunn- ar.  Gosið í Etnu sækir í sig veðrið: Ekkert túristagos lengur UNDIR ELDFJALLINU Leigubílstjórinn Luigi Giuffrida ver sjálfan sig fyrir öskufalli meðan hann fylgist með gosinu í Etnu. Hátíð vegna 50 ára af- mælis Norðurlandaráðs: 50 Íslend- ingar í Helsinki NORÐURLANDARÁÐ Lunginn af ís- lensku ríkisstjórninni, þingmenn embættismenn og aðstoðarmenn eru í Helsinki vegna þings Norð- urlandaráðs. Í ár fagnar Norður- landaráð fimmtíu ára afmæli sínu og verður þingið því óvenju hátíð- legt af þeim sökum. Fullskipuð Ís- landsdeild Norðurlandaráðs sæk- ir þingið en í henni sitja Ísólfur Gylfi Pálmason formaður, Sigríð- ur Jóhannesdóttir varaformaður, Sigríður Anna Þórðardóttir, Rann- veig Guðmundsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Drífa Hjartardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. For- seti Íslands er í Helsinki og sjö af tólf ráðherrum í ríkisstjórn Ís- lands sækja þingið. Þá hittist svo vel á að opinber heimsókn forseta Alþingis til Finnlands, hefst í dag. Það er því enginn hörgull á fyrir- mennum í Finnlandi þessa dagana en hátt í sextíu íslendingar sækja þing Norðurlandaráðs fyrir ÍsI- ands hönd. Þingið var sett í gær en sjálf afmælishátíð Norður- landaráðs var í Finnsku þjóðaróp- erunni í gærkvöld. Henni var sjónvarpað til allra norrænu ríkj- anna. Ólíkt grönnum sínum sáu danir og norðmenn þó ekki ástæðu til að senda herlegheitin beint út.  AP/M YN D AP /L U C A B R U N O SKIPULAGSMÁL „Ég er auðvitað súr yfir þessari afgreiðslu. Staðurinn verður lokaður í tvo mánuð,“ sagði Gunnlaugur Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Kaupfélagsins við Laugaveg. Staðnum var lokað í gær, þrátt fyrir að viljayfirlýsing borgaryf- irvalda lægi fyrir þess efnis að Félagsbústaðir hyggist kaupa þrjár íbúðir iðnnema í húsi áföstu Kaupfélaginu. Iðnnemar segjast ekki hafa haft not af íbúðunum síðan í janúar vegna hávaða. Borgin hefur því leigt íbúðirnar og hyggst nú kaupa þær. Það dugir þó ekki til því samkomulag hefur ekki tekist við einstakling sem á íbúð við Laugaveg 5. Sá hef- ur ítrekað kvartað undan hávaða frá Kaupfélaginu og neitar að selja. Því var ekki um annað að ræða fyrir borgina en að loka kaupfélaginu. „Við erum að skila vörum til birgja og aðstoða starfsfólk við að finna aðra vinnu. Það eru 20 manns í vinnu hjá okkur, stór hluti skólakrakkar í hlutastarfi. Ég er mjög svekktur vegna starfsfólks- ins,“ sagði Gunnlaugur Páll Páls- son. Kaupverð iðnnemaíbúðanna liggur ekki fyrir en ætlunin er að meta þær í dag. Kaupfélagsmenn velta því nú fyrir sér hvort kaup- samningi sem undirritaður var í september, verður rift. Skipulags- yfirvöld auglýsa á næstunni nýja deiliskipulagstillögu að því svæði sem Kaupfélagið er á. Auglýs- ingatími og athugasemdafrestur er sex vikur. Kaupfélagsmenn geta sótt um leyfi að tillögunni samþykktri en þurfa þó að ráðast í verulegar úrbætur á húsnæðinu, meðal annars hljóðeinangrun. the@frettabladid.is Íbúðirnar keyptar og Kaupfélaginu lokað Félagsbústaðir lofast til að kaupa þrjár íbúðir iðnnema. Kaupfélaginu lokað í gær. 20 starfsmenn á launaskrá missa vinnu sína. Ekki opnað aft- ur fyrr enn nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt. GUNNLAUGUR PÁLL PÁLSSON Svekktur yfir klúðrinu. Sér fram á lokun í tvo mánuði og atvinnuleysi 20 starfsmanna veitingastaðarins ORÐRÉTT SÝND MEÐ ÍSLENSKU BÚKTALI Ég var nefnilega svo óheppin að deila bíósal með þrem strákbján- um sem ropuðu, hrópuðu og prumpuðu alla myndina út í gegn. Sif Gunnarsdóttir í kvikmyndagagnrýni. DV, 29. október. FRAMSÓKN Í LAPPLANDI Sjálfsagt erum við búin að missa sérstöðuna varðandi jóla- sveininn. Valgerður Sverris- dóttir heimsækir Lappland. Morgun- blaðið 29. október. NÆSTUR Á TEPPIÐ? Engan mann hefur þjóðin dýrkað jafn mikið og Jón Sigurðsson Kynningartexti með ævisögu Jóns Sigurðsonar. 28. október. Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega. Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og full- unnar. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir, 13x18cmn 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs sími : 554 3020 Passamyndatökur alla virka daga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.