Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2002, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 30.10.2002, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 30. október 2002 MIÐBÆRINN Stjörnubíó í Reykjavík er nú óðum að hverfa af yfirborði jarðar. Niðurrif bíóhússins hófst fyrir nokkrum vikum. Starfinu var haldið áfram í gær. Er svo komið að nær ekkert er eftir af bygging- unni annað en neðri hæð framhlið- arinnar. Reykjavíkurborg keypti húsið fyrir nokkru. Ekki hefur verið ákveðið um framtíðarnotkun lóð- arinnar. Fyrst um sinn að minnsta kosti verða þar bílastæði fyrir þá sem erindi eiga á þessar slóðir.  KAUPMANNAHÖFN, AP Danir hafa beðið rússnesk stjórnvöld um sannanir fyrir því að útlægir Téténar, sem héldu heimsþing sitt í Kaupmannahöfn í vikunni, séu hryðjuverkamenn. „Ef efnislegar sannanir eru fyrir því að slíkir menn séu í Dan- mörku, þá mun stjórnin að sjálf- sögðu grípa strax til ráðstafana til þess að handtaka þá og sækja til saka,“ sagði Per Stig Möller, utan- ríkisráðherra Danmerkur í gær. Eftir gíslatökuna í Moskvu hafa rússnesk stjórnvöld harðlega gagnrýnt Dani fyrir að leyfi tétén- ska útlagaþinginu að halda fund sinn í Kaupmannahöfn. Rúss- neska þingið hyggst slíta öll tengsl við danska þjóðþingið vegna þessa máls. Danir, sem fara með for- mennsku í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sáu sig ein- nig tilneydda að hætta við að halda leiðtogafund Evrópusam- bandsins og Rússlands í Kaup- mannahöfn. Þess í stað verður fundurinn haldinn í Brussel þann 11. nóvember næstkomandi. Fulltrúar téténskra aðskilnað- arsinna á ráðstefnunni í Kaup- mannahöfn fordæmdu gíslatök- una í Moskvu og sögðust engin tengsl hafa við hryðjuverka- menn.  AP/YVES LO G G H E FULLTRÚAR TÉTÉNÍUFORSETA Akhmed Zakayev og Osman Ferzaouli eru fulltrúar Aslans Maskhadovs, forseta aðskilnað- arstjórnarinnar í Téténíu. Þeir neita öllum tengslum við gíslatökumennina í Moskvu. Rússar enn ævareiðir vegna heimsþings Téténa í Danmörku: Danir vilja sannanir frá Rússum SALUR B Sýningum hefur endanlega verið hætt í sal B í Stjörnubíói. Niðurrif í miðbænum: Stjörnubíó að fjara út BÚBÓT Tekin hefur verið fyrsta skóflustunga að nýju fjósi sem rísa mun á Hvanneyri í Borgar- firði. Fjósið á að rúma 130 naut- gripi og verður lausagöngufjós með legubásum og mjaltabás. Þar verður og komið fyrir mjalta- róbota. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýja fjósinu í síðustu viku með MacCormick dráttarvél og traktorsskóflu sömu gerðar sem notuð var til að grafa fyrir núverandi fjósi á Hvanneyri sem byggt var 1929. Í nýja fjósinu verður sérstaklega gert ráð fyrir góðu aðgengi gesta sem kjósa að skoða starfsemina sem þar fer fram.  Landbúnaður: Nýtt fjós á Hvanneyri GUÐNI ÁGÚSTSON Tók skóflustungu með traktor. Ert flú me› handfrjálsan búna›? H an dfrjáls b ú n a › u r H r-30%afsláttur Fyrir ári sí›an gengu í gildi lög sem kve›a á um a› ökumönnum sé óheimilt a› nota farsíma í bílum án handfrjáls búna›ar. Síminn og Umfer›arstofa hafa teki› höndum saman og hvetja ökumenn til a› auka öryggi og flægindi vi› akstur. Síminn b‡›ur 30% afslátt af handfrjálsum búna›i í verslunum sínum til 1. desember 2002. Förum a› lögum – aukum öryggi og flægindi N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 7 6 8 2 / s ia .i s Afslátturinn gildir í öllum verslunum Símans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.