Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 16
16 30. október 2002 MIÐVIKUDAGURHVERJU MÆLIRÐU MEÐ? FUNDIR 12.00 Guðrún V. Stefánsdóttir flytur er- indið Lífssögur fólks með þroskahömlun. Fyrirlesturinn er í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands og er öllum opin. 12.05 Iðunn Magnúsdóttir, cand.psych., sálfræðingur hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur flytur erindið Tengsl hugsana um ábyrgð og ein- kenna áráttu- og þráhyggju hjá börnum. Málstofan er haldin í Odda, stofu 201 og er öllum opin. 12.15 Yuri Reshetov flytur fyrirlestur um Rússland og Sameinuðu Þjóðirnar í stofu L-101 í Lögbergi á vegum lagadeildar Háskóla Íslands. Yuri MIÐVIKUDAGURINN 30. OKTÓBER ENDURMENNTUN Læknar og grínistar fjalla um tengsl húmors og heilsu á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands föstudaginn 1. nóvember. Námskeiðið er óbeint framhald af námskeiði um sama efni sem haldið var árið 2001. Bjarni Jónasson, læknir, hefur umsjón með námskeiðinu en auk hans halda þeir Pétur Ingvi Péturs- son, yfirlæknir á Akureyri, Stein Tyrdal og Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur fyrirlestra. Bjarni segir námskeiðið ætl- að starfsfólki og neytendum heilbrigðisþjónustunnar. „Við beindum sjónum okkar upphaf- lega að læknum en lækninga- húmor getur hentað öllum í starfi. Húmorinn gegnir stóru hlutverki í samskiptum fólks og það hafa fleiri en heilbrigðis- starfsmenn sýnt námskeiðinu áhuga.“ Lækningahúmor fjallar meðal annars um jákvæð áhrif skopskynsins á heilsu og bata sjúklinga og á námskeiðinu er rætt um áhrif húmors á sam- skipti sjúklinga og heilbrigðis- starfsfólks, áhrif húmors á streitu og hvernig nota má húmor í daglegu starfi heil- brigðisstétta. Rætt er um lækn- ingahúmor í fjölmiðlum og þjóðlegan húmor í dagsins önn. „Það hafa ekki verið gerðar neinar strangar vísindalegar rannsóknir á því hvort húmor hafi áhrif á batahorfur sjúk- linga en það hafa komið fram margar vísbendingar um heilsubætandi áhrif húmors og hann styrkir meðal annars ónæmiskerfið og svo líður fólki sem er létt í lund almennt bet- ur.“ Bjarni bendir á að tónninn í samskiptum heilbrigðisstétta og sjúklinga sé oftast alvarleg- ur og segir námskeiðinu ætlað að vekja athygli á því að víða sé tilefni til að koma með meiri léttleika inn í þessi samskipti. „Sjúklinga kvíðir oftast fyrir samskiptum sínum við heil- brigðiskerfið og húmorinn get- ur losað heilmikið um þessa spennu. Í könnun sem gerð var á heilsugæslustöðvunum á Ak- ureyri og í Garðabæ árið 1999 kom til dæmis fram að 61% sjúklinga töldu húmor í sam- skiptum við lækna geta haft já- kvæð áhrif.“ thorarinn@frettabladid.is Hláturinn lengir lífið Bjarni Jónasson, læknir, hefur fengið eðalhúmorista til að fjalla um sam- band heilsu og húmors á námskeiði hjá Endurmenntun Háskólans. Mikill fengur í dr. Stein Tyrdal, frá Noregi, sem er leiftrandi húmoristi. BJARNI JÓNASSON „Ég mun fjalla um hvernig húmorinn hefur nýst mér í starfi. Karl Ágúst kemur með inn- legg frá sjónarhorni sjúklingsins og Pétur fjallar um húmor á þjóðlegum nótum. Mein- ingin er að fólk fari heim með gott nesti til að moða úr og njóta.“ Sólveig Kr. Bergmann. Ritstjórnarfulltrúi Mannlífs. Ég fór á Sölumaður deyr um daginn. Þetta er stórkostleg sýning og með því betra sem ég hef séð í íslensku leikhúsi síðustu misserin. – Tungumálið er lyki l l inn að samskiptum! La clé dela communication! B A N K A S T R Æ T I 10 • 101 R E Y K J AV Í K • S Í M I 5 6 2 2 3 6 2 • I N F O @ V I S TA S K I P T I . I S vistaskipti.is vista change S T U D E N T A F E R D I R Lykillinn að því að læra tungumál, er að dvelja í því landi sem málið er talað, vera meðal innfæddra og í beinu sambandi við þá. Það nægir ekki að læra málfræði og orðaforða, heldur verður þú að kynnast samfélaginu og menningunni sem er samofin tungumálinu. Þegar þú nærð tökum á tungumálinu opnast ný vídd og þú kynnist um leið nýjum menningarheimi. Stúdentaferðir bjóða tungumálanámskeið víða um heim. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og finnum nám við þitt hæfi, óháð aldri eða menntun. Ellefta ljóðabók Baldurs Ósk-arssonar, Dagheimili stjarna, er komin út hjá Ormstungu. Fyrsta ljóða- bók Baldurs kom út árið 1966 og er hann talinn til þeirra ljóð- skálda sem hafa sett einna mestan svip á íslenska ljóðagerð á 20. öld með myndauðug- um og knöppum ljóðum sínum. Ljóðin í Dagheimili stjarna eru hundrað og eitt talsins. NÝJAR BÆKUR Reshetov er varaformaður Félags Sameinuðu þjóðanna í Rússlandi og fyrrverandi sendiherra Rúss- lands á Íslandi. 13.00 Ráðstefna um nýjar leiðir í ís- lensku atvinnulífi verður haldin á vegum Viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla Íslands. Dr. Bo Carlsson heldur fyrirlestur á ráð- stefnunni um nýsköpun og tækni- kerfi. Ráðstefnan verður í stofu 101 í Odda. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. 13.30 Kærleiksþjónustusvið Biskups- stofu stendur fyrir fræðslu- og umræðufundi í Hallgrímskirkju um atvinnumissi - áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsam- legt er að bregðast við. Allir sem eiga erindi eru velkomnir. 16.00 Ágúst Einars- son flytur erind- ið Heilsuhag- fræði á Íslandi í málstofu við- skipta- og hag- fræðideildar H.Í. Málstofan fer fram í húsnæði Hagfræðistofnunar að Aragötu 14. 16.15 Jón Reykdal aðjúnkt við Kennara- háskóla Íslands heldur kynningu á eigin verkum á vegum Rannsókn- arstofnunar KHÍ. Kynningin verður haldin í sal 2 í nýbyggingu Kenn- araháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opin. 17.00 Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka halda rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógar- hlíð 8 í Reykjavík. TÓNLEIKAR 20.00 Draumatónar flautunemandans nefnist tónleikar sem Guðrún S. Birgisdóttir flauta og Peter Máté píanó standa fyrir í Salnum, Kópa- vogi. KVIKMYNDIR 20.30 Goethe-Zentrum á Laugavegi 18 sýnir þýsku kvikmyndina Tatort: Die Kampagne“ (The Campaign) frá 1994. Tatort er ein elsta og vinsælasta sakamálasyrpan í þýsku sjónvarpi. SÝNINGAR Erla S. Haraldsdóttir stendur fyrir sýn- ingunni Það sem þú raunverulega sást í Gallerí Hlemmur. Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags frá 14-18. Sýningin stendur til 10. nóvember. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning á portrettmyndum Augusts Sanders. Sýningin er í Grófarsal, Grófar- húsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og stendur til 1. desember 2002. Opnunar- tími er 12-18 virka daga en 13-17 um helgar. Ari Svavarsson listmálari og grafískur hönnuður sýnir í Galleríi Sævars Karls. Sýningin stendur til 14. nóvember. Anna Þóra Karlsdóttir heldur sýninguna Rjóður/Clear-cuts, í Listasafni ASÍ, við Freyjugötu. Sýningin verður opin daglega frá 14 - 18 nema mánudaga og henni lýkur sunnudaginn 17. nóvember. Í listasalnum Man heldur Jóhannesar Geirs sýningu á verkum sínum. Sýningin stendur til 16. nóvember. Tengi (All about ties) er heiti á samsýn- ingu sjö myndlistarmanna sem stendur yfir í Gallerí Skugga á Hverfisgötu 39. Þrír íslenskir listamenn og fjórir japanskir listamenn eiga verk á sýningunni. Sýning- in er opin alla daga nema mánudaga frá 13-17. Sýningunni lýkur 10. nóvember. Jón Sæmundur Auðarson sýnir í versl- uninni Japis við Laugaveg. Verk Jóns Sæ- mundar nefnist Íslenskt málbein. Sýn- ingin er opin á opnunartíma verslunar- innar Kakklamyndir hughrif úr íslenskri nátt- úru nefnist sýning sem Bjarni Sigurðs- son heldur í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16. Sýningin stendur til 4. nóvember. Marisa Navarro Arason sýnir ljósmyndir í Ljósfold, Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir hún Quo Vadis? Sýn- ingunni lýkur 4. nóvember. Listmálarinn Steinn Sigurðsson sýnir á Kaffi Sólon. Sýningin er opin á opnunar- tíma Sólon og stendur til 8. nóvember. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil- is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. ÁRSHÁTÍÐ GRASKERJANNA Vígtennt og skælbrosandi grasker verða heldur betur í sviðsljósinu á morgun þegar Hrekkjavaka eða Halloween verður haldin hátíðleg. Þessi öskudagur með hryllingsívafi hefur ekki náð að skjóta rótum á Íslandi en þeir sem vilja fá alvöru gæsahúð á fimmtu- daginn geta leitað á náðir CartoonNetwork þar sem Scooby-Doo, Fred Flintstone og Tommi og Jenni takast á við drauga og forynjur daglangt í sérstakri hrekkjavökudagskrá. Óvinurinn eftir EmmanuelCarrère er mögnuð og óþægileg lesning um virðulegan lækni, Jean-Claude Romand, sem byggir allt sitt líf á blekk- ingum. Persóna Romands vakti for- vitni rithöfundarins Carrère sem lagði í óhuggulegt ferðalag um sálarfylgsni hans. Þá er ljóst að hann hálf skammast sín fyrir að gera sér mat úr málinu og lesandinn sjálfur hlýtur einnig að spyrja sig hvaða hvatir ráði því að hann þyrsti í að lesa þenn- an raunverulega hrylling. Sagan er afskaplega læsileg og lipur í þýðingu Sigurðar Páls- sonar og það verður enginn ósnortinn af Óvininum sem svarar því ekki hvort það séu menn eða skrímsli sem geta strokið hár barna sinna, sagst elska þau og skjóta þau svo með haglabyssu. Það er engin lausn í því að stimpla manninn einfald- lega geðveikan. Lífið er flókn- ara en svo. Þórarinn Þórarinsson Sálarlíf morðingja BÆKUR EMMANUEL CARRÉRE: ÓVINURINN Íslensk þýðing: Sigurður Pálsson JPV útgáfa 2002, 173 blaðsíður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.