Fréttablaðið - 30.10.2002, Síða 22

Fréttablaðið - 30.10.2002, Síða 22
22 30. október 2002 MIÐVIKUDAGUR Þetta er nú bara venjulegurmiðvikudagur,“ segir Mörður Árnason, íslenskufræðingur og afmælisbarn dagsins, sem verður 49 ára í dag. „Ég reikna ekki með að um mikinn gleðskap verði að ræða – ekki fyrr en að ári.“ Mörður segist hafa haldið eft- irminnilega upp á fertugsafmælið sitt fyrir níu árum og það hafi dugað sér fram að þessu. „Þá var til bar sem hét Bíóbarinn og þang- að stefndi ég öllum sem ég þekkti. Páll Baldvin Baldvinsson vinur minn var veislustjóri og fékk þær „ordrur“ helstar að takmarka ræðuhöldin. Menn eru enn að kvarta yfir að hafa ekki fengið að halda ræðurnar sínar, sem sýnir vel skyldurækni og einurð Páls Baldvins. Ég held að mönnum sé veislustjórinn eftirminnilegri en afmælisbarnið í þessu partýi.“ Mörður segir Guðmund Árna Thorsson og Árna Björnsson hafa farið á kostum sem söngmenn kvöldsins. „Þeir stjórnuðu fjölda- söng, Öxar við ána og fleira í þeim dúr. Ég lifi enn á þessu af- mæli.“ Mörður segist ekki reikna með að menn séu að springa inni með ræðurnar sínar, en tækifær- ið gefst þá kannski á næsta ári. „Það er með ræður eins og góð vín, þær batna með árunum,“ segir hann. Annars eru tveir stórviðburð- ir framundan hjá Merði. Í fyrsta lagi er það 1. nóvember, þegar þriðja útgáfan af Íslenskri orða- bók kemur út, og hins vegar 9. nóvember, sem er prófkjörsdag- ur. „Ég er ritstjóri þriðju útgáfu Orðabókarinnar sem Árni Böðv- arsson ritstýrði fyrst árið 1963 og síðan aftur árið 1983. Nú, nítján árum seinna, kemur hún út í þrið- ja sinn og að sjálfsögðu með við- eigandi bumbuslætti. Þetta er mikið verkefni sem hefur staðið í fimm ár, við höfum endurbætt og aukið, og nú er bókin í tveimur bindum og síðum hefur fjölgað úr 1.260 í 1.900. Hinn 9. nóvember er svo prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem Mörður býður sig fram. „Ef ég stjórnaði alman- akinu sjálfur hefði ég sjálfsagt skipulagt þetta öðruvísi. En stundum er skammt milli stórvið- burða og það verður bara að hafa það,“ segir Mörður, sem er hver- gi banginn við framtíðina og hlakkar til að takast á við verk- efnin framundan.  FÓLK Í FRÉTTUM Egill Arnar Sigurþórsson var ákjördæmisþingi framsóknar- manna í suðvesturkjördæmi kos- inn í 4. sæti á framboðslista flokks- ins í kjördæminu. Hann er tvítug- ur og stundar ná í Fjölbrautarskól- anum í Garðabæ. Hann segist telja ungt fólk eiga fullt erindi í stjórn- mál og þá ekki síst í nafni Fram- sóknarflokksins. „Það er nauðsyn- legt að ungt fólk eigi sína málsvara á þessum vettvangi. Námsfólk er þarna engin undantekning og ég blæs á allt tal um að ég sé of ungur til að taka sæti á lista.“ Stjórnmálaferill Egils hófst um síðustu áramót og hann var í fram- boði til sveitastjórnarkosninga í Garðabæ í vor. „Ég hef alltaf að- hyllst stefnu Framsóknarflokksins en var áður meiri framsóknarmað- ur í orði en á borði.“ Egill útskrifast af hagfræði- braut Fjölbrautarskólans í Garða- bæ um áramótin. Hann er á föstu en er barnlaus og hefur ekki hafið búskap. Egill hefur mikinn áhuga á íþróttum og þar er fótboltinn efst- ur á blaði og hann er meðal annars héraðsdómari hjá KSÍ. „Ég æfði með Stjörnunni í 11 ár og hætti um það leyti sem ég hellti mér í póli- tíkina. Önnur áhugamál mín eru útivera og ferðalög og svo auðvitað allt sem snýr að ungu fólki. Ég vil að við látum heyra í okkur og að á okkur verði hlustað. Það er nú markmiðið með þessu öllu saman.“ Egill er borinn og barnfæddur Garðbæingur. „Ég er þriðja kyn- slóðin en afar mínir og ömmur í báðar ættir voru frumbyggjar í Garðabænum“. Hann segist ekki hafa orðið fyrir aðkasti í skólanum fyrir framsóknarmennskuna. „En skoðanaskiptin eru mikil og lífleg, enda kemur pólitíkin okkur unga fólkinu líka við og við erum líkleg til að koma með aðra vídd inn í um- ræðuna.“  Egill Arnar Sigurþórsson skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í suðvesturkjör- dæmi. Hann segir flest mál koma ungu fólki við. „Það sem er að gerast í pólitíkinni snertir okkur auðvitað sem þjóðfélags- þegna þó viðhorf okkar séu oft öðruvísi en hjá þeim eldri.“ Persónan Rödd unga fólksins AFMÆLI Mörður Árnason íslenskufræðingur er 49 ára í dag. ANDLÁT Bragi Guðnason, Suðurgötu 25, Sand- gerði, er látinn. Guðmundur Kjartan Runólfsson lést í Los Alamitos, Kaliforníu, 27. október. Olufine K. Thorsen, Öldugötu 4D, Ár- skógssandi, lést 27. október, Sverrir Haraldsson, Hamraborg 28, lést 24. október. TÍMAMÓT MÖRÐUR ÁRNASON Hélt upp á fertugsafmælið með stæl fyrir níu árum og býst við að bíða í ár með næsta stórpartý. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI EGILL ARNAR SIGURÞÓRSSON „Við unnum vel á í vor og skoðanir okkar eiga hljómgrunn hér í bænum“. Fimmti hver maður er kín-verskur. Það eru fimm með- limir í fjölskyldunni minni, svo það hlýtur einn að vera kínversk- ur. Það er annað hvort mamma eða pabbi, eða ég eða eldri bróðir minn Brynjólfur Trausti. Eða yngri bróðir minn Ho-Cha-Chu. Ég er samt viss um að það sé Brynjólfur Trausti.  Mörður Árnason hefur í nógu að snúast nú þegar líður á haustið. Hann á afmæli í dag, gefur út orðabók í næstu viku og er í miðri próf- kjörsbaráttu, en hann býður sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. AFMÆLI Eftirminnilegur veislustjóri Bjarma BA Lula Helsinki 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Vegna útgáfu bókar um Jón Sigurðsson for- seta skal tekið fram að blettirnir á styttu hans við Austurvöll eru spanskgræna. Leiðrétting Heimasíður stjórnmálamannahalda áfram að spretta upp. Einar Oddur Kristjánsson hefur opnað vef á slóð- inni einarodd- ur.is. Flokksbróð- ir hans Ingvi Hrafn Óskarsson opnar innan skamms vef á slóðinni ingvi- hrafn.is. Sam- fylkingarfólk í Reykjavík lætur sitt ekki eftir lig- gja. Jakob Frí- mann Magnússon hefur opnað vef- inn jakobfri- mann.is og vef Sigrúnar Grendal er að finna á sigrungrendal.is. Áhugi hefur kviknað innanveggja Háskóla Íslands að fá Jónas Kristjánsson ritstjóra til að flytja gestafyrirlestra á námsbraut í hagnýtri fjölmiðl- un. Þar sem námið er skipulagt langt fram í tímann hefur enn ekki gefist færi á að bjóða Jónasi að mæta nemendum. Draumur Guðbjargar Hildar Kolbeins, sem veitir fjölmiðla- brautinni forstöðu, er að fá að kenna hagnýta fjölmiðlun til BA - náms. Ef af því yrði mætti gera ráð fyrir að Jónas yrði einn af kennurum deildarinnar. Fáir hafa sýnt mennta - og upp- eldismálum fjölmiðlamanna meiri áhuga á undanförnum áratugum en einmitt Jónas sem að auki hefur með starfi sínu alið af sér flesta þá fréttamenn hér á landi sem að einhverju marki hafa látið að sér kveða. Það gekk ekki áfallalaust að fáþingmenn til að greiða at- kvæði um aðild að Atlantshafs- túnfiskveiðiráðinu í gær. Fresta þurfti fyrri atkvæðagreiðslu um málið vegna þess að of fáir þing- menn mættu í þingsal til að greiða atkvæði. Atkvæðagreiðsl- an fór fram nokkru síðar. Síðar um daginn var efnt til síðari at- kvæðagreiðslu um málið sem var drifið í gegnum þingið. Þá gekk ekki betur að fá þingmenn til að mæta og skipti engu þótt Árni Steinar Jóhanns- son hefði tekið við þingstjórn af Guðmundi Árna Stefánssyni. Aft- ur þurfti að fresta atkvæða- greiðslu þar sem þingmenn mættu ekki. Á endanum mættu þó nógu margir til að hægt væri að ganga til atkvæða. Svo er auð- vitað spurning hvort nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem fylgdust með störfum Al- þingis geti ekki vísað í þetta næst þegar þeir mæta of seint í tíma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.