Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 4
4 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI UMHVERFISMAT Dr. Ragnhildur Sig- urðardóttir segir mjög alvarlegt ef sá einstaklingur sem hafi með höndum sjálfbæra nýtingu auð- linda hafi ekki kynnt sér þær at- hugasemdir sem hún og þrír aðr- ir vísindamenn hafa sett fram vegna umhverfismats vegna Norðlingaölduveitu. Varðandi þau ummæli Valgerðar Sverris- dóttur iðnaðarráðherra að vís- indamenn láti hugsanlega stjórn- ast af pólitík segir Ragnhildur að ekki verði setið þegjandi undir slíku. „Ráðherra fer þarna með at- vinnuróg og þessar dylgjur lýsa helst dómgreindarleysi hennar og algjörri vanþekkingu á eðli vísinda og starfi vísindamanna. Ég kannast ekki við að hafa nokkurn tíma reifað pólitískar skoðanir og hef aldrei lýst and- stöðu við orkuframkvæmdir al- mennt,“ segir dr. Ragnhildur, sem vann að skýrslu Landsvirkj- unar um umhverfisáhrif í Þjórs- árverum vegna Norðlingaöldu- veitu en skilaði sjálfstæðri skýrslu um málið.  Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir: Atvinnurógur og dylgjur ráðherra DR. RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Hún segir alvarlegt ef ráðherra kynnir sér ekki athugasemdir vísindamanna. SKIPULAGSMÁL Íbúar í nágrenni skógræktarlóðarinnar í Fossvogi sem Reykjavíkurborg vill úthluta undir fjölbýlishús eldri borgara hafa enn ekkert kynningarbréf fengið. Fyrir þremur vikum boðaði borgarskipulagið að von væri á kynningarbréfi til íbúa í nágrenn- inu innan nokkurra daga. Bréfið er ekki enn komið. Í gær fengust þær upplýsingar hjá borgarskipu- laginu að ástæðan væri meðal annars sú að tölvukerfið hefði leg- ið niðri í heila viku. Von sé á bréf- inu á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá borgarskipulaginu hafa margir áhyggjufullir íbúar í nágrenninu leitað þar upplýsinga eftir að Fréttablaðið skýrði frá áformun- um 18. október síðastliðinn. Þar kom fram að Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti, fer fyrir einum hópi sem hefur hug á lóð- inni. Lóðin er skilgreind sem útvist- arsvæði og tilheyrði Skógræktinni í Reykjavík þar til fyrir skömmu. Alls hafa þrír aðilar sótt um lóðina undir íbúðir fyrir aldraða. Tveir þeirra hyggjast reisa fjölbýlishús en sá þriðji einbýlishús. Borgar- skipulag segir að reisa megi allt að þriggja hæða hús á lóðinni með samtals 50 íbúðum.  Kynningarbréf frá borginni ókomið eftir þriggja vikna töf: Uggur í nágrönnum skógræktarlóðar LÓÐIN VIÐ SKÓGRÆKTINA Vigdís Finnbogadóttir fer fyrir hópi sem vill reisa íbúðir á þessu útivistarsvæði austan við skógræktina í Fossvogi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T UMHVERFISMAT Harðar deilur spruttu á Alþingi í gær af ásökunum fjögurra vísindamanna á hendur verkfræðistofunni VSÓ og Landsvirkjun þess eðlis að mis- farið sé með rannsóknir þeirra í tengslum við umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu. Vísindamenn- irnir eiga allir sinn hlut í mats- skýrslu Landsvirkjunar vegna áhrifa virkjunarframkvæmda á Þjórsárver, sem að margra mati eru ein helsta perla hálendis Ís- lands. Vísindamennirnir segja að skýrslur þeirra hafi verið slitnar úr samhengi, lýsingarorðum og at- viksorðum breytt og einkunnagjöf umhverfisþátta breytt í þá veru að fegra slæm áhrif sem fylgja myndu virkjun. Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir, sem fengin var af VSÓ til að skrifa stærstan hluta skýrslu um umhverfismatið og safna saman upplýsingum annarra vísindamanna, segist hafa verið undir stöðugum þrýstingi bæði VSÓ og Landsvirkjunar um að breyta einkunnagjöf áhrifaþátta og fegra niðurstöður. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingar, hóf umræðuna í upphafi þingfundar. Þar vísaði hann til hinna alvarlegu ásakana á hendur Landsvirkjun og VSÓ sem fram hefðu komið á Stöð 2 og í Fréttablaðinu á undanförnum dög- um. Össur krafðist þess að iðnaðar- ráðherra kannaði það hvort ásak- anirnar ættu við rök að styðjast. „Þetta mál er þeim mun alvar- legra að hér er um að ræða vísinda- menn sem þekktir eru fyrir vand- virkni og heiðarleg vinnubrögð og það hlýtur að vera sem svo að heið- arleiki þeirra sem vísindamanna sé dreginn yfir allan efa,“ sagði Össur. Hann skoraði á Valgerði Sverr- isdóttur iðnaðarráðherra að kanna út í hörgul hvað væri þarna á ferð- inni. Ráðherra sagði að vísindamenn hefðu haft tækifæri til að koma að athugasemdum sínum til Skipu- lagsstofnunar á sínum tíma. „Auðvitað hafa komið upp at- hugasemdir og ég hef orðið vör við það þótt ég hafi ekki kynnt mér þetta í þaula. En er ekki líka hugs- anlegt að vísindamenn sem eru yf- irlýstir andstæðingar framkvæmd- ar geti hugsanlega átt erfitt með að skilja á milli pólitískra skoðana sinna og vísindanna?“ spurði ráð- herra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við yfirlýsingum ráð- herra og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði að ráðherra væri með ummælum sínum að vega ónafngreint að vísindamönnum. Hann taldi það vera umhugsunar- efni hvort ráðherra ætti ekki að draga ummæli sín til baka eða nafn- greina þá sem hún ætti við. Fleiri stjórnarandstöðuþingmenn tóku í sama streng og töldu að framburð- ur vísindamanna undirstrikaði að þörf væri á lagabreytingum þess eðlis að skilið yrði á milli fram- kvæmdaaðila og þess sem ynni skýrslu um umhverfismat. „Það verður að koma til sögunn- ar óháð matsstofnun,“ sagði Stein- grímur. Ráðherra ítrekaði efasemdir sínar varðandi heiðarleika vísinda- manna sem séu yfirlýstir andstæð- ingar umræddra framkvæmda. „Er ekki hugsanlegt að þeir eigi að- eins erfitt með það að greina á milli þess sem er pólítík og þess sem er vísindi?“ spurði ráðherrann. rt@frettabladid.is Ráðherra efast um heið- arleika vísindamanna Stjórnarandstaðan ráðleggur Valgerði Sverrisdóttur að draga ummæli sín til baka. Skilið verði á milli framkvæmdaaðila og þeirra sem vinna að umhverfismati. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Hugsanlegt að vísindamenn skilji ekki á milli vísinda og hugsjóna. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Iðnarráðherra fari í saumana á ásökunum vísindamanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI HAGNAÐUR HJÁ LÍFI Líf, áður Lyfjaverslun Íslands, hagnaðist um 205 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins 2002. Tap fyrir sama tímabil í fyrra var tuttugu milljónir. Rekstrarkostnaður tímabilsins nam 4.885 milljónum króna, sem er um 7% aukning frá sama tímabili 2001. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagns- gjöld var 235 milljónir á tímabil- inu. MINNKANDI HAGNAÐUR Hreinn hagnaður Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna fyrstu níu mánuði ársins nam 490 milljónum króna á móti 524 milljónum sama tíma- bil árið 2001. Veltufé frá rekstri var 597 milljónir en 639 milljónir ári áður. Hagnaður þriðja árs- fjórðungs nam 153 milljónum en ári áður 328 milljónum. Sprengingin á Balí: Maður játar aðild BALÍ, INDÓNESÍU, AP Karlmaður að nafni Amrozi hefur játað aðild að sprengingunni sem varð á Balí í Indónesíu í síðasta mánuði. Hann var handtekinn á Austur-Jövu á þriðjudag. Amrozi átti bílinn sem sprakk fyrir utan Sari-nætur- klúbbinn í síðasta mánuði. Lög- regla dreifði í gær teiknaðri mynd af fjórða manninum sem grunað- ur er um aðild að sprengingunni. Myndin var unnin með hjálp vitna. Hátt í 200 manns fórust í sprengingunni þann 12. október.  BREGÐA Á LEIK Áströlskir og indónesískir lögregluþjónar bregða á leik skammt frá næturklúbbnum þar sem sprengingin átti sér stað. AP/M YN D Uppgjör: Afkomu- bati hjá HB VIÐSKIPTI Hagnaður samstæðu Haraldar Böðvarssonar hf. tíma- bilið janúar-september var 833 milljónir króna, samanborið við 275 milljóna kr. tap sama tímabil árið 2001. Afkomubati á milli tímabilanna er því 1.108 milljón- ir króna. Þá varð hagnaður tíma- bilsins fyrir skatta 994 milljónir samanborið við 270 milljóna tap fyrstu níu mánuðina árið áður. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði fyrstu níu mánuði ársins 2002 nam 1.056 milljónum króna, sem er 24,5% af tekjum.  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Fylgist þú með bókaflóðinu? Spurning dagsins í dag: Eiga Landsbanki og Búnaðarbanki að eiga málverkin sem þeir hafa safnað eða gefa þjóðinni þau? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 43,8% 35,2%Lauslega 21% BÓKAFLÓÐIÐ ER HAFIÐ Fimmtungur svarenda sem svöruðu fylgjast mjög vel með því hvaða bækur eru að koma út. Ekki neitt Mjög vel

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.