Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 32
Drif á öllumGullmolar Lækkað verðNýkomnir Gott á bilathing.is Númer eitt í notu›um bílum!Laugavegi 170–174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is Rekstrarleiga Það er til marks um hversu mikilog stórkostleg menningarþjóð við erum, Íslendingar, að nú eru menn farnir að jarma yfir þeim listaverkum sem fylgdu og munu fylgja í kaupbæti með lyklunum að fjárhirslum Landsbankans og vænt- anlega Búnaðarbankans. Einhver kom með þá snjöllu tillögu að hinir nýju bankaeigendur gæfu þjóðinni aftur listaverkin en héldu eftir pen- ingunum. Sjálfur held ég að Litli- bjöggi, Stóribjöggi og Maggi hafi keypt Landsbankann fyrst og fremst til að komast yfir listaverkin sem fylgdu með í kaupunum, því að auð- vitað áttu þeir skítnóg af peningum fyrir. Þetta eru smekkmenn og átt- uðu sig á því sem hlutabréfamarkað- urinn fattaði ekki, sem sé að lista- verkasafn Landsbankans er tíu sinn- um flottara heldur en listaverkin í Búnaðarbankanum. LISTAVERKASAFN Landsbankans er vitaskuld þjóðargersemi því að þarna er um að ræða eiginlega einu íslensku listaverkin frá tuttugustu öld sem sannanlega eru máluð af Kjarval og Scheving til að borga mjólk og rafmagn en ekki af ein- hverjum dönskum veggfóðrara - fyr- ir utan bankastjóraportrettin í Seðla- banka Íslands sem munu auka sölu- verðmæti hans um mikinn mæli þeg- ar þar að kemur. ÞAÐ er góður siður að láta einhvern glaðning fylgja með í kaupunum þegar menn eru að versla. Þegar Ríkið selur hlutabréf sín í Símanum væri gaman fyrir kaupandann að fá soldinn trjálund í kaupbæti, til dæm- is „Þórarinslund“ sem sumir nefna „þrasgarðinn“ síðan Guðmundur Árni fór að heimta að fá afhentar leyniskýrslur um fagleg leyndarmál Símans í skógræktarmálum. ÞEGAR ríkisfyrirtæki eru seld fylgir starfsliðið venjulega með í kaupunum nema forstjórarnir sem eru neyddir til að þiggja einhverja harðneskjulega starfslokasamninga. Þessu þarf að breyta og tryggja hag forstjóranna ekki síður en annarra starfsmanna. Hugsanlegt væri að láta þá fylgja með í kaupbæti eins og þau lifandi listaverk sem þeir eru, en einnig mætti hugsa sér að selja þá á sérstökum uppboðsmarkaði. Það væri skemmtileg tilbreyting að bregða sér á uppboð í Kolaportinu: „Nokkrir ríkisforstjórar verða seldir hæstbjóðanda – lítið notaðir.“  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Útgefandi Lífís trygginga er Líftryggingafélag Íslands hf. www.lifis.is Líftryggingar á yfir 100 þjónustustöðum Ráðgjöf og sala á líftryggingum frá Lífís í útibúum VÍS og Landsbankans um allt land Í næsta Landsbanka eða skrifstofu VÍS getur þú nú hitt tryggingaráðgjafa og gengið frá tryggingamálum þínum. Þér stendur til boða hefðbundin líftrygging, sjúk- dómatrygging og/eða söfnunarlíftrygging – sem sameinar reglubundinn sparnað og líftryggingu. Það er stutt í eitthvert hinna rúmlega 50 útibúa Lands- bankans eða 60 afgreiðslustaða VÍS um land allt þar sem tryggingaráðgjafi Lífís fer yfir með þér hvernig þú færir þér og þínum tryggari framtíð. Hikaðu ekki við að hafa hlutina í lagi! Nánari upplýs- ingar í síma 560 5000 eða á www.lifis.is. Tryggðu fjárhagslegt öryggi þitt og þinna nánustu. Þjónustuver sími 560 5000Þjónustuver sími 560 6000 F í t o n / S Í A F I 0 0 3 8 8 6 Listaverk í kaupbæti Bakþankar Þráins Bertelssonar Jóhanna í forystusæti Bílasímar Jóhönnu: 690-6666, 864-6700

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.