Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 20
Leikkonan Winona Ryder vardæmd sek um að hafa stolið fötum að verðmæti um hálfrar milljónar króna úr búð í Beverly Hills. Gæti hún átt yfir höfði sér þriggja ára fang- elsi fyrir athæfið. Ekki er þó talið að saksóknarar í málinu muni fara fram á fangelsis- dóm yfir henni. Þess í stað verð- ur hún að öllum líkindum látin vinna í samfélagsþjónustu, auk þess sem hún fær skilorðsbund- inn dóm. Verður hún einnig látin borga skaðabætur til verslunar- innar Saks. Dómur verður kveð- inn upp í málinu 6. desember. Rappsveitin Run DMC er hættstörfum. Þetta tilkynnti liðs- maður sveitarinnar Joseph „Run“ Simmons í gær á samkomu sem haldin var til styrktar fjölskyldu Jam Master Jay, fyrrum liðs- manns sveitarinnar, sem skotinn var til bana fyrir skömmu. Leit stendur enn yfir að morðingjan- um. Kvikmyndagerðarmenn í Bret-landi reyna nú að fá Mike Skinner, sem gengur undir hljómsveitanafninu The Streets, til þess að taka að sér aðalhlut- verkið í kvikmynd. Skinner seg- ist fá tilboð um að leika í kvik- myndum í hverri viku en vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli sér að taka eitthvert þeirra að sér. Leikstjórinn Steven Spielbergsetti út á aðfstöðu banda- rískra stjórnvalda varðandi við- skiptabannið á Kúbu. Hann segist fylgjandi því að banninu verði aflétt. Hann er þessa dagana staddur í Havana þar sem haldin er sérstök kvikmyndahátíð hon- um til heiðurs og átta myndir hans sýndar almenningi í fyrsta 20 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR TÓNLIST Samkvæmt texta lagsins „Atvinnukrimmi“ er Móri: „mað- urinn sem feður ykkar vöruðu ykkur við. Dóp og glæpir eru mitt sérsvið. Fokkir þú í mér muntu aldrei fá frið, því ég gef aldrei grið.“ Það ýtir svo undir trúverðug- leika textans að Móri kynnir sig aðeins sem Magnús og neitar að gefa upp föðurnafn. Það sem meira er, hann neitar að láta taka mynd af sér – í fókus. „Þetta er of glæpsamleg plata,“ svarar Móri feimnislega þegar hann er beðinn um útskýr- ingu á undarlegri hegðun sinni. „Ég er í felum. Ég tala um svo viðkvæm málefni. Ég held að þjóðfélagið sé ekki reiðubúið að taka á móti mér.“ Meðal lagatitla á breiðskífu hans, sem kom í búðir í gær, má sjá „Styrktar löggur“, „Ekki þitt kerfi“, „Sírenur væla“ og auðvit- að „Atvinnukrimmi“. „Eftir það lag halda margir að ég sé stórhættulegur glæpamað- ur. Beta Rokk tók til dæmis við- tal við mig um daginn og þorði varla að koma. Það var búið að segja henni að ég væri alveg rosalegur. Ég er alveg sauðmein- laus tónlistarmaður. Þetta gæti samt skaðað mannorð mitt. Fólk á það til að taka svona hluti of al- varlega.“ Ef til vill hefur Móri eitthvað til síns máls. Að minnsta kosti heyrðust margar sögur á götunni þegar blaðamaður fór að spyrj- ast fyrir um piltinn fyrir við- talið. Móri á að hafa samið „At- vinnukrimma“ bak við lás og slá og vera á leiðinni þangað aftur. Þegar götuslúðrið ómar í eyrum Móra skellir hann upp úr, brosir laumulega og segir: „Þetta er allt hluti af markaðssetningu plöt- unnar. Blessaður vertu, ég er bara tónlistarmaður. Raunveru- leikinn sem birtist á plötunni er ekkert endilega minn raunveru- leiki.“ „Móri“ virðist fullkomið nafnaval fyrir jafn dularfullan listamann. Hann segist hafa val- ið sér það eftir að hafa heyrt sög- una um galdrakarlinn Móra, sem var grafinn lifandi og reis upp sem skæður draugur. Það sem er vitað um fortíð Móra er að hann var liðsmaður hljómsveitarinnar Delphi, sem býr til alla tónlistina á plötunni. Móri kemur þó grímulaus fram á tónleikum svo að forvitn- ir hiphop-áhugamenn geta séð og heyrt Móra á útgáfutónleikum hans á Vídalín í kvöld. Tónleik- arnir hefjast kl. 21 og aðgangur er ókeypis. Myndavélar eru bannaðar. biggi@frettabladid.is MÓRI Segist koma fram grímulaus á tónleikum þrátt fyrir að hann geri lítið af því. Hann segist vera „hljóðtæknir“ og að honum líði best í hljóðverinu. Hann heldur útgáfutónleika á Vídalín í kvöld. Hinn dularfulli Móri Í gær kom út fyrsta breiðskífa rapparans Móra, sem meðal annars á hið bráðskemmtilega lag „Atvinnukrimmi“. Hann neitar að gefa upp rétt nafn eða láta taka af sér mynd. Hver er hinn dularfulli Móri? MR. DEEDS kl. 4 og 6 HALLOWEEN kl. 8 og 10 ROAD TO PERD... kl. 6 og 8.30 ROAD TO PERD... kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 6FÁLKAR DAS EXPERIMENT kl. 10 THE BOURNE IDENTITY kl. 8 RED DRAGON kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6 og 8 YA YA SISTERHOOD kl. 5.50 VIT455 UNDERCOVER BROTHER 4, 6, 8, 10.10 VIT448 HAFIÐ kl. 3.40, 5.50 og 8 VIT 433 SIGNS kl. 10.10 VIT427 MAX KLEEBLE´S.. kl. 6 VIT441 INSOMNIA kl. 8 VIT444 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 461 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10 og 11.15 VIT Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 10.10PORNSTAR-RON JEREMY TÓNLIST Ævisögur“ heitir ný breið-skífa frá rappsveitinni Af- kvæmum guðanna. Gripurinn fer vel af stað með kassagítar- laginu „Altarisgangan.“ Þetta er grípandi ástarsöngur með ágæt- um texta þó að endarímið sé á köflum heldur ódýrt: „Gemmér pensil og striga og ég skal mála þína fegurð....virða guðdóm þinn alveg eins og þú sért guð.“ Eins og fleiri rappsveitir gagnrýna Afkvæmin íslenska tónlistarbransann hvað eftir annað og kvarta yfir hlutskipti sínu í laginu „Hvað get ég gert“. Lagið „Rigning á heiðskírum degi“ er eitt það besta á skífunni með flottu viðlagi og seiðandi laglínu. Næsta lag, „Mig vant- ar“, er kryddað á skemmtilegan hátt með broti úr lagi eftir Spil- verk þjóðanna. Í textanum, sem er í betri kantinum, er kvartað sáran undan peningaleysi: „Mig vantar fleiri krónur meira klink og fleiri seðla..hærri laun betri vinnu, hvenær breytist þetta?“ Sniðugt lag. Þrátt fyrir þessa ljósu punkta vantar dálítið upp á til að heild- arútkoman sé virkilega góð. Lögin á síðari hluta skífunnar eru ekki í sama gæðaflokki og hin auk þess sem einhæfur rappsöngurinn verður smám saman þreytandi. Afkvæmi guðanna eiga góða spretti á „Ævisögum“ en þegar líða tekur á skífuna dregur held- ur úr skemmtanagildinu. Freyr Bjarnason AFKVÆMI GUÐANNA: ÆVISÖGUR Ágætar ævisögur FRÉTTIR AF FÓLKI Nýja Watershine Diamonds varalitinn frá Maybelline? Hann glitrar líkt og demantur! MAYBE SHE’S BORN WITH IT. MAYBE IT’S MAYBELLINE.® Hefur þú prófað..... 8 MILE FRUMSÝND Hér sést rapparinn Eminem mæta til frum- sýningar myndarinnar „8 Mile“ í Los Angel- es á miðvikudagskvöldið. Myndin hefur hlotið afbragðsdóma og er talað um að Eminem komi flestum á óvart með því að sýna afbragðs leik. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.