Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 12
12 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Ábyrgar veiðar eður ei ? Garðar Björgvinsson skrifar: Eftir að Landsbankinn var seldurog í þann mund sem ganga átti frá sölu Búnaðarbankans kom í ljós að enginn hafði hugsað til lista- verka sem bank- arnir hafa eignast í gegnum árin. Hvor um sig á veglegt safn verka eftir þekkta íslenska listamenn, bæði laus og múrföst. Kaupendur bank- anna virðast ekki hafa haft þessa eign sérstaklega í huga við kaupin. Þeir voru að kaupa sér banka – ekki listaverkasöfn. Og fyrrum eigandi bankanna, ríkisvaldið, hafði heldur ekki leitt hugann að verkunum. Þau flutu með í kaupunum ásamt öðrum búnaði, tólum og tækjum til banka- starfsemi. Auðvitað er það broslegt að mik- ið safn listaverka skuli renna úr eign ríkisins með þessum hætti. Það hefur verið stefna ríkisstjórn- arinnar árum saman að selja hlut ríkisins í bönkunum. Samt hefur enginn velt fyrir sér listaverkun- um; ekki listfræðingar, ekki yfir- menn listasafna ríkisins – enginn. Fyrr en um seinan. Þá rjúka menn upp til handa og fóta og tala um þjóðargersemar. Sumir láta jafnvel í það skína að það sé menningarlegt slys að ríkið eigi ekki lengur þessi verk. Söguþráðurinn í þessu máli seg- ir allt. Ef ríkisvaldið mat þessa eign sína ekki meira en svo að hafa selt hana óafvitandi á það ekki skilið að eiga verkin. Því er auðsjáanlegt að verkin eru betur komin í höndum annarra. Það er misskilningur að ríkið þurfi að eiga allt sem kallast þjóðargersamar. Menn mega ekki rugla saman þjóð og ríki. Gersemar í einkaeigu geta verið þjóðarger- samar. Það á við um önnur verk sömu listamanna og gerðu verkin í eigu bankanna. Einstaklingar og fyrirtæki eru síður en svo þekkt af því að fara verr með listaverk en ríkið. Ríkið fer með sínar gersemar eins og op- inber starfsmaður; skráir þær og flokkar og setur í eldfasta geymslu. Týnir síðan hlut og hlut úr safni sínu og sýnir almenningi stöku sinnum – það er, ef safnbyggingin er ekki lokuð vegna endurbóta. Stór söfn í eigu ríkja eru arfur frá landvinningatímum. Napóleon var mikill safnamaður, sömuleiðis stjórnendur breska heimsveldisins. Íslenska ríkið hefur enga landvinn- inga unnið. Það hefur hins vegar látið greipar sópa um kirkjur og býli víða um land. Það væri nær að velta því upp hvort ekki sé kominn tími til að skila þeim munum í stað þess að heimta aftur listaverkin af kaupendum bankanna.  „Ef ríkisvaldið mat þessa eign sína ekki meira en svo að hafa selt hana óaf- vitandi á það ekki skilið að eiga verkin.“ Geta einstaklingar gætt þjóðargersema? skrifar um listaverkaeign fyrrum ríkis- bankanna; Lands- og Búnaðar. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON 699 Frábært verð! Tilboð á grilluðum kjúkling alla föstudaga ill ll kr/stk Grillaður kjúklingur SFC ...safaríkur og bragðgóður! BEIJING, AP Búist er við því að Jiang Zemin, forseti Kína, láti af for- mennsku í kínverska Kommúnista- flokknum á flokksþinginu sem hefst í dag. Arftaki hans verður að öll- um líkindum Hu Jintao varaforseti. Á næsta ári er bú- ist við því að Hu taki einnig við for- setaembættinu af Jiang. Þingið stendur í sjö daga. Mikil leynd hefur hvílt yfir dagskrá þess. Stjórnvöldum er mikið í mun að allt gangi snurðulaust fyrir sig og hafa látið þrífa götur og torg ásamt því að handtaka fjölda manns sem líklegir eru til að valda einhverjum óskunda. Á mánudaginn heimsótti lög- reglan til dæmis Fang Jue, fyrr- verandi embættismann sem var settur í fangelsi eftir að hafa kraf- ist frjálsra kosninga. Systir hans segir lögregluna hafa tekið hann á brott með sér. Hópur 192 pólitískra andófs- manna í Kína sendi frá sér opið bréf nú í vikunni þar sem stjórn- völd voru hvött til þess að láta lausa pólitíska fanga og efla beinar kosningar. „Framfarir í efnahagsmálum geta ekki dulið þau vandamál sem fylgja djúpri félagslegri neyð og verða æ augljósari,“ segir í bréfi þeirra. Flokkurinn hefur hins vegar gert allt sem hann getur til þess að þagga niður í röddum af þessu tagi. 325 manna miðstjórn flokksins hélt fund í þessari viku til þess að undirbúa flokksþingið. Mikil leynd hvíldi yfir þessum fundi eins og öðru sem varðar undirbúning flokksþingsins. Í yfirlýsingu frá miðstjórninni má þó ráða að Jiang fái margvíslegt lof fyrir stjórnar- tíð sína. „Hin stórkostlegu afrek undan- farinna 13 ára verða örugglega skráð í hina dýrðlegu sögu hinnar miklu endurfæðingar kínversku þjóðarinnar,“ segir í ályktun mið- stjórnarinnar. Jiang hefur komið í kring efna- hagsumbótum sem margir telja að gætu orðið upphafið að endalokum kommúnismans í Kína. Jiang Zem- in varð formaður Kommúnista- flokksins árið 1989. Hann tók við af Deng Xiaoping, sem hóf efna- hagsumbæturnar í Kína eftir að Mao Zedong, stofnandi Kommún- istaflokksins, lést árið 1976. Hu Jintao verður því fulltrúi fjórðu kynslóðar kínverskra ráða- manna. Hann er 59 ára, sautján árum yngri en Jiang.  Kynslóða- skipti hefjast í Kína Flokksþing kínverska Kommúnistaflokksins hefst í dag. Búist er við að það marki upphafið að kynslóðaskiptum hjá kínverskum ráða- mönnum. Mikil leynd hefur hvílt yfir undir- búningi þingsins. HU JINTAO VARAFORSETI OG JIANG ZEMIN FORSETI Hu Jintao, sem tekur væntanlega við af Jiang Zemin, er 59 ára, sautján árum yngri en Jiang. AP /G R EG B AK ER Jiang hefur komið í kring efnahagsum- bótum sem margir telja að gætu orðið upphafið að endalokum kommúnism- ans í Kína. GÍBRALTAR, AP Íbúar á Gíbraltar- skaga kusu í gær um það hvort þeir vilji að Bretland og Spánn fari með sameiginleg yfirráð þar. Úrslit áttu að liggja fyrir í morgun, en fyrir- fram þótti nánast öruggt að tillög- unni yrði hafnað með yfirgnæfandi meirihluta. Bretar hafa farið með yfirráð á Gíbraltar frá því 1704. Spánverjar afsöluðu sér yfirráðum þar form- lega níu árum síðar, en hafa reynt að ná skaganum aftur á sitt vald. Bresk og spænsk stjórnvöld hafa átt í samningaviðræðum undanfar- in misseri, þar sem meðal annars kom fram þessi möguleiki, að ríkin fari sameiginlega með yfirráðin. Í framhaldi af því var boðað til þess- ara kosninga. Peter Caruana, aðalráðherra á Gíbraltar, er eins og flestir íbúarnir á móti því að fara undir yfirráð Spánar. „Við erum í ESB og það verður að virða óskir okkar.  Kosningar á Gíbraltarskaga: Sameiginlegum yfirráðum hafnað STOLTIR AF ÞVÍ AÐ VERA BRETAR Íbúar á Gíbraltar hafa óspart látið í ljós andstöðu sína við að Bretar og Spánverjar fari sameiginlega með yfirráðin. AP /S AN TI AG O L YO N Ég velti því oft fyrir mér hvaðKristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, eigi við þegar hann segir að smábátasjómenn stundi óá- byrgar veiðar. Ég tel rétt að Krist- ján skýri hvað í þeirri fullyrðingu felst og upplýsi jafnframt hvort hann telji veiðar risatogara um- hverfisvænar og ábyrgar. Þá er rétt að Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, skýri hvað hann á við með því að segja að við séum nú með leifarnar af smáútgerð í höndunum. Er fram- tíðarsýn LÍÚ manna, sem byggist á því að útrýma öllu sem heitir smábátaútgerð, að verða að veru- leika? 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.