Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 10
6 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR UMFERÐ „Þetta var neyðarúrræði. Þarna lá oft við slysum, banaslys- um liggur mér við að segja. Í tví- gang að minnsta kosti er búið að aka utan í fólk þarna. Sjálfur lenti ég í því einu sinni að ekið var utan í frakkann minn. Það stóð tæpt,“ sagði séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Nýlega var aðkeyrslu að safnað- arheimili, þar sem meðal annars er bókasafnsútibú frá borginni, lokað með keðju. Kvartanir hafa borist, meðal annars frá fötluðum einstak- lingum sem eiga erfitt með að ganga niður brattar tröppur að safninu. Sóknarpresturinn segir að ekki hafi verið annað fært en að loka fyrir umferð á þessu svæði vegna ökuníðinga. „Það er mikil umferð gangandi fólks þarna, kringum barnakóra- æfingar, barnamessur og fleira. Menn tóku ekkert tillit til þess heldur óku þarna í gegn eins og óðir væru. Það var ekki um annað að ræða en loka þessu með keðju. Fatlaðir einstaklingar eða aðrir þeir sem eiga erfitt um gang geta eftir sem áður ekið að inngangi bókasafnsins. Þeir þurfa reyndar að hóa í okkur, geta hringt í síma Grafarvogskirkju og þá bregðumst við leiftursnöggt við og losum keðj- una,“ sagði sóknarpresturinn í Grafarvogi.  Aðkeyrslu að Grafarvogskirkju lokað með keðju: Prestar áttu fótum fjör að launa Flugleiðir: Flugmenn endurráðnir FLUGLEIÐIR Flugleiðir hafa endur- ráðið sex flugmenn til félagsins sem sagt hafði verið upp störfum og hættu um mánaðamótin. Ákvörðunin kom í kjölfar þess að Félag íslenskra atvinnuflug- manna beindi þeim tilmælum til flugmanna Flugleiða að þeir ynnu ekki á frívöktum og myndu ekki hlaupa í skarðið í forföllum félaga sinna. Þrátt fyrir endur- ráðningu sex manna núna eru flugmenn Flugleiða nærri 50 færri en þeir voru fyrir rúmlega einu ári.  NAUÐASAMNINGAR Aðeins ríflega helmingur einstaklinga sem leita eftir opinberri réttaraðstoð vegna nauðasamninga fær jákvætt svar frá dómsmálaráðuneytinu. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur kem- ur fram að 87 einstaklingar hafa óskað eftir réttaraðstoð við að leita nauðasamninga. Flestir voru þeir í fyrra eða 22. Það sem af er ári hafa 13 einstaklingar óskað eftir opin- berri réttaraðstoð. Að jafnaði er op- inber réttaraðstoð aðeins veitt í helmingi tilvika. Þannig hafa aðeins 6 af 13 einstaklingum sem óskuðu eftir aðstoð fengið jákvætt svar. Hlutfallið er það sama þegar kemur að skuldbreytingu eða nauðasamningum vegna tekju- og eignarskatta. Í svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur kemur fram að frá byrjun árs 1998 til 1. október 2002 hafa 17 einstaklingar farið fram á skuldbreytingu og 23 hafa leitað nauðasamninga vegna tekju- og eignaskatta. 11 af 17 sem óskuðu eftir skuldbreytingu fengu hana og 12 af 23 sem báðu um nauðasamn- ing fengu hann. Fjármálaráðherra telur heimildirnar skýrar í lögum og því ástæðulaust að hrófla við þeim í því skyni að gera úrræðið skilvirkara fyrir fólk í fjárhagsörð- ugleikum.  Einstaklingar í nauðasamningum: Aðeins annar hver fær opinbera réttaraðstoð Kyrrsetningu lokið: Trygging barst ekki LÖGREGLUMÁL Svissneskt fyrirtæki, sem krafðist kyrrsetningar á flutn- ingaskipinu Olma sem flutti kol að Járnblendiverksmiðjunni á Grund- artanga, náði ekki að leggja fram umbeðna 26 milljóna króna trygg- ingu. Olma var því leyft að láta úr höf eftir tæplega sólarhrings töf. Olma er um sex þúsund tonna skip, skráð á Möltu. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns sagðist svissneska fyrirtækið eiga inni jafnvirði 190 milljóna hjá útgerð Olma.  Bankarnir ákveða sjálfir kjör skuldara Lítill munur milli vaxtakjara og þjónustugjalda fjármálastofnana bendir til of lítillar samkeppni. Á Íslandi lúta skuldarar einhliða breytingum banka á lánakostnaði. Vextir og gjöld hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna, sem eru í hópi þeirra skuldugustu í heimi. Brýnt að hafa eftirlit með lánastofnunum. LÁNASTOFNANIR Íslensk heimili eru að meðaltali eitt ár og níu mánuði að vinna fyrir skuldum sínum. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum verði 175% í lok ársins. Þetta er eitt hæsta skuldahlutfall heimila í heimin- um. Seðlabankinn hefur lækkað vexti að undanförnu, en verð- tryggðir vextir lánastofnana hafa ekki fylgt þeirri lækkun. Það sem vekur ekki síður athygli er að munur verðtryggðra skuldabréfa- vaxta milli bankastofnana er mjög lítill. Í þetta sinn fylgdi Ís- landsbanki eftir lækkun Seðla- banka og lækkaði verðtryggða vexti. Bryndís Hlöðversdóttir alþing- ismaður er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem krefur ríkisstjórnina um að afla upplýs- inga um tekjur banka af vaxta- mun og þjónustugjöldum. Bryndís segir að þær upplýsingar sem liggi fyrir um vaxta- og þjónustu- gjöld bankastofnana hljóti að vekja upp spurningar um hvort skortur sé á samkeppni milli fjár- málastofnana. Bryndís segir að samkvæmt skýrslu norrænu ráðherranefnd- arinnar þar sem bankar á Norður- löndum séu bornir saman komi fram að viðskiptamenn íslenskra banka hafi litla eða enga mögu- leika til að hafa áhrif á samnings- skilmála lána sinna. „Á hinum Norðurlöndunum er réttur banka til að breyta vöxtum, kostnaði og þjónustugjöldum mjög takmark- aður. Hér er því ekki að heilsa. Það er ekki nóg með það heldur eru samningsskilmálarnir meira og minna samhljóða milli banka- stofnana.“ Hún segir að miðað við þær töl- ur sem liggi fyrir sé um gríðar- legt hagsmunamál almennings að ræða. „Skuldir heimila hafa hækkað úr 20% af ráðstöfunar- tekjum í 175% á tuttugu árum. Í slíkri skuldasúpu er algerlega óviðunandi ástand að fólk sé fast í klyfjum skuldanna og hafi ekkert um samningsskilmála að segja.“ Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur tekið undir þau sjónarmið að efla þurfi virkt eftirlit með lánastofnunum. Bryndís segist fagna þeim undir- tektum. Mikilvægt sé að umhverf- ið sé þannig að bankarnir keppist við að bjóða skuldurum sínum sem hagstæðust kjör og lægst gjöld. haflidi@frettabladid.is UMSÓKNIR EINSTAKLINGA UM RÉTTARAÐSTOÐ VEGNA NAUÐASAMNINGA Beiðnir Samþykkt 1998 21 10 1999 11 7 2000 20 12 2001 22 13 2002 13 6 Samtals 87 48 ÞURFA AÐHALD Bryndís Hlöðversdóttir vill meira aðhald á bankana. Á Norðurlöndum eru verulegar takmarkanir á möguleikum banka að breyta vöxtum og kostnaði við útlán sín. Ekki hér á landi. SKULDIR ÍSLENSKRA HEIMILA AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM: 1997 134,7% 1998 138,7% 1999 145,8% 2000 159,5% 2001 169,1% 2002 175,0% KEÐJAN UMDEILDA Neyðarúrræði, segir sóknarpresturinn, sem sjálfur slapp naumlega undan ökuníðing- um á planinu. SVONA ERUM VIÐ Lash Discovery nýja maskarann frá Maybelline? Hann er með fíngerðum bursta sem málar hvert og eitt augnhár. MAYBE SHE’S BORN WITH IT. MAYBE IT’S MAYBELLINE.® Hefur þú prófað..... ALÞINGI NÁMSLÁN FYRIRFRAM Þingmenn Samfylkingar hafa flutt frumvarp um breytingar á lögum LÍN. Með- al annars er lagt til að námslán verði greidd út fyrirfram og að 30% af námsláni breytist í styrk ljúki námsmaður á réttum tíma. KINDAKJÖTIÐ SÖLUHÆST Þó sala á kindakjöti hafi minnkað um nærri helming á tæpum tveimur áratugum var meira selt af því en nokkru öðru kjöti á síðasta ári. Svínakjöt er orðið næstsölu- hæst, en sala á því hefur nærri þrefaldast frá 1985. Alifuglakjöt er komið í þriðja sætið og hefur sala þess rúmlega tvöfald- ast á sex árum. Heimild: Bændasamtök Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Vill aðlaga kerfið að hjónabandinu en ekki öfugt. Gerviskilnaður á Alþingi: Hjóna- bandið sett í nefnd HJÓNASKILNAÐIR Guðmundur Hall- varðsson alþingismaður hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að hjónaband- ið verði sett í nefnd og þar reynt að finna leiðir til að sporna við aukinni tíðni pappírslausra hjóna- banda: „Það er mismunun í gangi. Ein- stæðir foreldrar hafa betri stöðu gagnvart barnabótum og öðru eins og dæmin sanna. Það getur ekki verið eðlilegt ástand þegar hjón geta haft 470 þúsund krónur upp úr því að skilja til málamynda í nokkra mánuði,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson. „Hjóna- bandið er ein af grunnstoðum samfélagsins og við eigum að hlúa að því,“ segir þingmaðurinn, sem vill að hjón séu ekki verr sett í þessu sambandi en aðrir og kerfið verði aðlagað hjónabandinu en ekki öfugt. Málið verður rætt á Alþingi innan skamms. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.