Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 29
29FÖSTUDAGUR 8. nóvember 2002 S M Á R A L I N D debenhams Börn eru fín á jólunum Börn eru alltaf yndisleg. Ekki alltaf þæg, ekki alltaf hrein. En alltaf fín - á jólunum. Þú færð falleg jólaföt á börnin í miklu úrvali og á góðu verði í Debenhams. JARÐARFARIR 13.30 Guðfinna Gísladóttir, Ölduslóð 36, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Bragi Guðnason, Suðurgötu 25, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði. 14.00 Guðmundína Þórunn Samúels- dóttir, Heiðargerði 24, Akranesi, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju. 14.00 Ingvi Þorgeirsson, Klapparstíg 16, Ytri Njarðvík, verður jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju. 14.00 Þórhallur Helgason, Aðalgötu 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Gunnar Jónasson, hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Svava Bernharðsdóttir, Hraun- tungu 50, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Langholtskirkju. 15.00 Sæunn Guðmundsdóttir, Kambs- vegi 23, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Áskirkju. AFMÆLI Pólfarinn og tindahopparinn Haraldur Örn Ólafsson er 31 árs. ANDLÁT Jón Ólafsson, frá Hamri í Hamarsfirði, lést 5. nóvember. Jón Sigurðsson, fyrrverandi kaupmaður í Straumnesi, lést 6. nóvember. Annes Svavar Þorláksson, Álfabergi 4, Hafnarfirði, lést 5. nóvember. Ingibjörg Eiríksdóttir, Skjóli, lést 5. nóv- ember. Rósa Þórunn Guðmundsdóttir, hjúkr- unarheimilinu Víðinesi, lést 5. nóvember. Guðjón Helgason frá Hlíðarenda, Fljóts- hlíð, lést 4. nóvember. TÍMAMÓT FÓLK Í FRÉTTUM BÓKMENNTIR Leikritahöfundurinn Harold Pinter var á miðvikudag sleginn til heiðursriddara af El- ísabetu Bretadrottn- ingu í Buckingham- höll. Pinter, sem er 72 ára og hefur undan- farið barist við krabbamein, er nú einn af heiðursfélög- unum í Companion of Honour, sem telur aldrei meira en 65 meðlimi í einu. Pinter er þekktur fyrir að tjá skoðanir sínar umbúðalaust og af- þakkaði á sínum tíma riddaratign sem fyrrverandi utanríkisráð- herra, John Major, vildi veita hon- um og sagðist ekki geta þegið slíka viðurkenningu af íhaldssöm- um stjórnvöldum. En hann sagðist geta þegið þennan heiður þar sem hann hefði enga pólitíska skírskot- un. Pinter hefur gagnrýnt Tony Blair harðlega og sagst vera „fullur skammar og fyrir- litningar“ vegna stuðnings Blairs við stefnu George W. Bush Bandaríkjafor- seta. „Bush og Saddam eru hvor sem annar,“ sagði hann í viðtali við BBC í október síðastliðnum. Pinter hefur skrifað 25 leikrit og fjölda kvikmyndahandrita.  HAROLD PINTER Þáði riddaratign í höllu drottningar. Harold Pinter þiggur heiðursnafnbót: Stóðst ekki drottningunaGera má ráð fyrir að kippurkomi í útflutning á íslenskum hestum á næst- unni því Guðni Ágústsson land- búnaðarráð- herra er á leið til Kanada til að kynna ferfættu og gangþýðu þjóðargersem- ina sem honum er svo kær. Guðni fer ekki einn heldur tekur hann Einar Bollason í Íshestum með sér. Þykir nokkuð ljóst að þegar þeir tveir hafa messað yfir Kanadamönnum um ágæti ís- lenska hestsins aukist eftirspurn jafnvel meira en framboð. Er ástæða til að binda vonir við utanför þeirra félaga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.