Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 30
Syndarar landsins geta glaðst áný, í það minnsta þeir sem verða staddir í Kringlunni um helgina. Ástæðan er sú að í fyrsta skipti í nokkrar aldir geta menn keypt sér syndaaflausn á Íslandi. Það verður reyndar ekki kaþólska kirkjan sem stendur fyrir sölu syndaaflátsbréfa eins og í gamla daga heldur verður það Snorri Ás- mundsson, sjálfútnefndur andleg- ur leiðtogi og læknir. Hann kveðst nú hafa fengið leyfi frá almættinu fyrir útgáfu syndaaflátsbréfa og selur þau í þremur flokkum. Hið ódýrasta kostar þúsund krónur og er fyrir almenna syndara. Þeir sem hafa syndgað hressilegar geta keypt sér fyrirgefningu fyrir 3.000 krónur. Vilji menn svo hafa allt á hreinu og ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu lengur geta þeir keypt allsherjar syndaaflausn á 15.000 krónur. 30 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR DÝRT Dýrleg hreindýrasteik á HótelHolti. Borin fram með krem- uðum villisveppum, gulrótarkart- öfluterríni, rauðrófumauki, perlulauk og grænertum. Með fylgir poivrade-sósa, sterk, krydduð og byggð á safanum úr dýrinu sjálfu. Rétturinn kostar 4.990 krónur og er dýrasti ein- staki rétturinn á matseðli Hótels Holts. Þó hann sé sá dýrasti má með sanni segja að hann sé einnig ódýr því fyrir þetta verð fást vart nema 3-4 pizzur á Dom- ino´s. Ykkar er valið. Prestinum hafnað BÓKAÚTGÁFA Séra Örn Bárður Jónsson hefur verið tekin af út- gáfulista Eddu - miðlunar. Gerðist það í sumar í kjölfar yfirtöku nýrra eigenda á fyrirtækinu þeg- ar Björgólfur Guðmundsson og félagar hans í útgáfumálum keyptu þar meirihlutann: „Ég vissi ekki betur en ég væri í höfundahópi þeirra. Hef verið að vinna með Eddu - miðlun og Máli og menningu í tvö ár,“ segir séra Örn Bárður, sem var með átta smásögur tilbúnar í handriti og var þar fremst í flokki smásagan Íslensk fjallasala, se birtist í Les- bók Morgunblaðsins vorið 1999. Skömmu síðar var honum vikið úr starfi ritara Kristnihátíðarnefnd- ar, sem frægt varð. „Það var Halldór Guðmunds- son, forstjóri Eddu - miðlunar, sem tjáði mér að forlagið treysti sér ekki til að gefa sögurnar út. Áður höfðu bókmenntaráðgjafar Eddu haft orð um að sögurnar væru góðar. En einhvern veginn passaði þetta ekki,“ segir séra Örn Bárður, sem fyrir bragðið hefur stofnað eigið forlag til að gefa út smásögurnar. Útgáfuna nefnir hann Bókaútgáfuna Orm og hyggur presturinn á frekari út- gáfu á eigin efni og annarra í framtíðinni. Halldór Guðmundsson, for- stjóri Eddu - miðlunar, aftekur með öllu að einhver tengsl séu á milli nýrra eigenda forlagsins og útgáfu á smásögum prestsins: „Þetta handrit sem um ræðir hlaut eðlilega meðferð hjá okkur en við gátum því miður ekki boð- ið höfundi útgáfu að sinni. Þetta hefur ekkert með nýja eigendur að gera,“ segir Halldór Guð- mundsson. eir@frettabladid.is FÓLK Í FRÉTTUM FÉLAGSFRÆÐINGUR Bragi Guðbrands- son hefur gegnt starfi forstjóra Barnaverndarstofu frá stofnun hennar árið 1995. Páll Pétursson skipaði hann í starfið og Bragi telur víst að þar hafi hann unnið sitt fyrsta embættisverk sem félags- málaráðherra. Bragi hefur haft mikið af félagsmálaráðherrum að segja en hann gerðist aðstoðarmað- ur Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún tók við embættinu 1991. Hann hvarf úr ráðuneytinu ásamt Jó- hönnu þegar hún sagði af sér 1993 en sneri aftur nokkrum mánuðum síðar þegar Rannveig Guðmunds- dóttir tók við embættinu af Guð- mundi Árna Stefánssyni. Bragi fæddist í Reykjavík árið 1953 og ólst upp á Hverfisgötunni, í Skuggahverfinu. Hann segist að- spurður hafa verið fyrirmyndar- barn og unglingur. „Ég held að ég hafi verið ljós. Ég verð bara að segja það. Ég komst aldrei í kast við lögin og átti farsæla æsku að því leyti og ég var í raun bindindismað- ur á áfengi og tóbak, að minnsta kosti fram undir tvítugt.“ Bragi gekk í Austurbæjarskóla og fór þaðan í MR. Að loknu stúd- entsprófi 1973 lá leið hans til Eng- lands, þar sem hann dvaldi við nám í félagsfræðum í Kantaraborg í fimm ár. Hann kynntist eiginkonu sinni, Árdísi Ólafsdóttur, lektor í ljósmóðurfræðum við HÍ, þegar hann var í sumarfríi frá námi hér heima. Hún stundaði nám í Frakk- landi um það leyti en flutti með honum til Englands. Þau eiga þrjú börn á aldrinum 16 til 24 ára. Bragi er ástríðufullur flugu- veiðimaður og hefur verið virkur í stangveiðifélaginu Ármönnum í tæp 20 ár. „Ég renni aldrei fyrir sil- ung eða lax öðruvísi en með flugu. Ég hnýtti flugurnar sjálfur hér áður en hef slegið slöku við í þeim efnum á síðustu árum. Vinnan er það krefjandi að það er lítill tími af- lögu þegar heim er komið.“  Bragi Guðbrandsson hefur stjórnað Barna- verndarstofu frá upphafi. Hann kenndi fé- lagsfræði í MR og MH og við HÍ auk þess sem hann var félagsmálastjóri í Kópavogi í 9 ár áður en hann gerðist aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félags- málaráðherra. Persónan Var fyrirmyndarunglingur FÓLK Í FRÉTTUM SÉRA ÖRN BÁRÐUR Þarf sjálfur að gefa út Íslenska fjallasölu og aðrar smásögur sinar. Kurr er í reykvískum bók-menntaheimi eftir Kastljós- þátt í fyrrakvöld þar sem Úlf- hildur Dagsdóttir afgreiddi Mika- el Torfason sem óalandi og óferj- andi sem rithöfund. Dómur Úlf- hildar um nýjustu bók Mikaels, Samúel, var óvenju harður, mis- kunnarlaus og undir lokin grimmur. Undrast margir dóm- hörkuna því Mikael hefur fyrir löngu skipað sér á bekk meðal at- hyglisverðustu rithöfunda þjóð- arinnar af yngri kynslóðinni; hef- ur slegið á áður óþekkta strengi í skrifum sínum og fyrir bragðið verið tilnefndur til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Er nú beðið viðbragða Mikaels, sem er ekki vanur að sitja þegjandi hjá þegar honum mislíkar. Fréttir af mótmælasveltinusem Hildur Rúna Hauksdóttir fór í til að mótmæla virkjanaá- ætlunum fyrir austan berast víða. Nú síðast hafa þau ratað inn í póst sem Flugleiðir hafa sent viðskiptavinum sínum í Banda- ríkjunum. Í bréfinu eru ýmis flugtilboð til Evrópu mærð. Í lok- in birtist svo frístandandi mynd af Hildi þar sem hún heldur á mótmælaspjaldi þar sem stendur Alcoa greed not wanted. Flug- leiðamenn vilja þó ekki meina að þeir séu með þessu að taka af- stöðu gegn fyrirhuguðum virkj- anaframkvæmdum heldur sé ein- faldlega verið að vekja athygli á viðtali við Hildi á vefnum Iceland Culture. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Kári Stefánsson er ekki að leita að framsóknar- geninu þó hann hafi keypt hús Jónasar frá Hriflu við Hofsvallagötu. Leiðrétting 80% þingmanna eru á aldrinum 45-59 ára og enginn þingmaður er undir 36 ára aldri. Tryggjum Ágústi Ólafi öruggt þingsæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 9. nóvember. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, fyrrverandi utanríkisráðherra VALGERÐUR BJARNADÓTTIR, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR, formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík INGÓLFUR MARGEIRSSON, rithöfundur PÉTUR MAACK ÞORSTEINSSON, fyrrv. framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ VALGERÐUR B. EGGERTSDÓTTIR, laganemi HÖSKULDUR ÓLAFSSON, söngvari Quarashi HREINN HREINSSON, Kremlverji KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, blaðamaður HLÍN DANÍELSDÓTTIR, kennari MAGNÚS ÁRNI MAGNÚSSON, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst ORRI PÁLL DÝRASON, trommuleikari Sigur Rósar w w w . a g u s t o l a f u r . i s 4.SÆTI formaður Ungra jafnaðarmanna ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON BRAGI GUÐBRANDSSON „Minningar mínar af Hverfisgötunni eru góðar. Þetta var svolítið sérstakt samfélag. Fátækt var mikil en samheldnin var það líka og samhjálpin. Sumrunum eyddi ég oft hjá ömmu og afa á Patreksfirði en ég á ættir að rekja þangað.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Lilli var að tala við mann semsafnaði gömlum verðmætum bókum. „Það er skemmtileg tilviljun að ég skyldi hitta þig,“ sagði Lilli. „Rétt í síðustu viku henti ég gam- alli bók, stórri biblíu sem einhver Guten-eitthvað prentaði.“ „Guð minn almáttugur,“ sagði safnarinn. „Þetta hefur þó ekki verið biblía sem Gutenberg prent- aði?“ „Jú, akkúrat, Gutenberg, það var nafnið,“ sagði Lilli. „Veistu hvað?“ sagði safnarinn. „Síðasta Gutenberg-biblía sem kom á markað seldist fyrir meira en tíu miljónir.“ „Ja, þessi var algerlega verð- laus,“ sagði Jónas. „Einhver ná- ungi sem hét Marteinn Lúter var búinn að krota hana alla út.“  Breytingar í útgáfumálum Eddu - miðlunar með nýjum eigendum. Höfundi Íslensku fjallasölunnar úthýst. Forstjórinn þvertekur fyrir að tengsl séu á milli eigendaskipta og höfnunar á hugverkum prestsins. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Flórída. Akranesi. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. LÁRÉTT: 1 pússa, 4 mörk, 9 innheimtumann, 10 vegur, 12 flakk, 13 fimi, 15 pár, 17 glápa, 19 spil, 20 tónverkið, 22 drykkjurútum, 24 munda, 25 tómt, 27 sáldra, , 29 álit- inu, 32 ljómi, 34 álp- ist, 35 syndakvittun, 36 baktería, 37 hey. LÓÐRÉTT: 1 önugur, 2 friður, 3 ríki, 4 ljómaði, 5 ílát, 6 grunir, 7 vitlaus, 8 ferðum, 11 alltaf, 14 ágæta, 16 sigtinu, 20 frygðarleg, 21 æpir, 23 hræðast, 26 orðrómur, 28 huldumanni, 30 spyrja, 31 kæpa, 33 reið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KROSSGÁTA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.