Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 1
TÓNLIST Komið að gjalddaga bls. 20 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 22. nóvember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 14 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD KOSNINGAR Prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík hefst í Valhöll í dag og stendur frá klukkan 12 til 21. Sautján frambjóðendur hafa boðið sig fram. Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðis- menn sem búsettir eru í Reykjavík og hafa náð 16 ára aldri síðari próf- kjörsdaginn. Einnig þeir sem skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn prófkjörs- dagana en þeir þurfa að hafa náð 18 ára aldri við alþingiskosningarn- ar 10. maí 2003. Á morgun verður kosið á sex stöðum í sjö kjörhverf- um. Sjálfstæðismenn kjósa FYRIRLESTUR Dr. Sverrir Ólafsson heldur fyrirlestur um stýringu óvissu í Lögbergi kl. 13. Fyrirlest- urinn er sérstaklega ætlaður fyrir stjórnendur og fjármálastjóra fyr- irtækja. Fyrirlesturinn er öllum op- inn án endurgjalds en þeir sem hyggjast mæta þurfa að skrá sig. Stýring óvissu Heil umferð í handboltanum HANDBOLTI Heil umferð verður í Essó-deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV mætir KA klukkan 19 í Vestmannaeyjum. Sex leikir hefj- ast síðan klukkan 20: ÍR - Haukar, HK - Selfoss, Fram - Víkingur, Þór - Stjarnan, FH - Grótta/KR og UMFA - Valur. PERSÓNAN Líkur Kastró FÖSTUDAGUR 234. tölublað – 2. árgangur bls. 32 ÍÞRÓTTIR Stórleikur í Breiðholti bls. 14 SNJÓMOKSTURSFÓLK VIÐ KATRÍNARHÖLLINA George W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladimir Putin, forseti Rússlands, mætast í dag á fundi í Katrínarhöllinni í Tsarskoye Selo, rétt fyrir utan St. Pétursborg. Að mörgu er að huga fyrir fund þeirra, meðal annars þarf að moka snjóinn í umhverfi hallarinnar og var þetta fólk á leið til þeirra starfa. REYKJAVÍK Austlæg átt 3-8 m/s. Skýjað og dálítil rigning öðru hverju. Hiti 3 til 9 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 6 Akureyri 5-10 Skýjað 5 Egilsstaðir 8-13 Súld 6 Vestmannaeyjar 3-10 Skýjað 10 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + RÍKISFJÁRMÁL Útlit er fyrir að út- gjaldaliðir fjárlagafrumvarpsins muni hækka um fimm milljarða króna frá því sem lagt var upp með þegar Geir H. Haarde fjár- málaráðherra kynnti frumvarpið 1. október síðastliðinn. Þá var gert ráð fyrir 2,2 milljarða króna rekstrarafgangi ef eignasala er ekki tekin með í reikninginn og því ljóst að tekjur þurfa að aukast ef ríkissjóður á ekki að koma út í halla. Fjárlaganefnd hefur fundað stíft undanfarið og farið yfir við- bótartillögur ráðuneyta og ríkis- stofnana. Sú vinna er nú að kom- ast á endapunkt og gæti lokið í dag. Gert er ráð fyrir að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fari fram í næstu viku. Meirihluti fjárlaganefndar mun því leggja tillögur sínar fram ekki síðar en á mánudag. Ljóst er að útgjaldaliðir fjár- lagafrumvarpsins hækka talsvert á milli fyrstu og annarrar um- ræðu um frumvarpið. Samkomu- lag ríkisstjórnarinnar við Lands- samband eldri borgara um hækk- un bóta í almannatryggingakerf- inu leiðir til hækkunar á útgjalda- liðum frumvarpsins. Kostnaður við samkomulagið á næsta ári er áætlaður 1,6 milljarðar króna. Heilbrigðismál og menntamál vega einnig þungt þegar kemur að útgjaldaaukningu. Rætt er um auknar fjárveitingar til Landspít- ala - Háskólasjúkrahúss og dag- gjaldastofnana. Hækkun útgjalda- liða í heilbrigðismálum stefnir á annan milljarðinn. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að rekstrarafgangur rík- issjóðs yrði 2,2 milljarðar ef eignasala er ekki talin með. Fimm milljarða útgjaldahækkun myndi því að óbreyttu leiða til þess að ríkissjóður yrði rekinn með halla. Endurskoðuð tekjuáætlun ríkis- sjóðs verður kynnt fyrir 3. um- ræðu og má gera ráð fyrir tekju- aukningu þar. Að öðrum kosti þarf að skera aðra útgjaldaliði niður. Tillögur um hækkun útgjalda- liða fyrir aðra umræðu um fjár- lagafrumvarpið verða meiri en undanfarin ár. Í fyrra var lögð til 2,3 milljarða hækkun en tæp fjög- urra milljarða hækkun árin tvö á undan. brynjolfur@frettabladid.is Fimm milljarða útgjaldahækkun Gert er ráð fyrir að útgjaldaliðir fjárlagafrumvarpsins hækki um fimm milljarða króna frá því sem lagt var upp með. Stærstur hluti fer í almannatryggingar, heilbrigðismál og menntamál. DÓMSMÁL Ellefu ára gamalli stúlku hafa verið dæmdar rúmar 16 milljónir króna í skaðabætur vegna læknamistaka við fæðingu hennar árið 1991. Meðgöngueitrun móður hennar olli því að stúlkan er mjög skert andlega og hefur læknisfræðileg örorka hennar verið metin 90% og fjárhagsleg örorka 100%. Móðir stúlkunnar greindist með meðgöngueitrun við mæðra- skoðun í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur síðdegis í febrúar 1991. Hún fór heim að lokinni skoðun. Um kvöldið varð skyndi- lega mikil blæðing hjá henni og var hún flutt á sjúkrahúsið með sjúkrabíl. Kom í ljós að um fylgju- los var að ræða. Stúlkan fæddist síðan skömmu fyrir miðnætti. Í málinu var deilt um það hver bæri ábyrgð á því að móðirin fór heim eftir mæðraskoðunina. Móð- irin hélt því fram að henni hefði ekki verið gert að leggjast strax inn á kvennadeildina. Læknirinn taldi hins vegar að hún hefði ekki viljað leggjast inn þrátt fyrir sjúkdómsgreiningu og ráðlegg- ingar hans. Hæstiréttur staðfesti dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur, en ríkið hafði áfrýjað málinu. Einn hæsta- réttardómaranna skilaði séráliti. Hann vildi sýkna ríkið. ■ Ríkið greiðir ellefu ára stúlku rúmar 16 milljónir vegna læknamistaka: Meðgöngueitrun olli 90% örorku Skrautleg jól Áreiti í sjúkrabíl: Sleikti brjóst sjúklings DÓMSMÁL Sjúkraflutningamaður, sem þuklaði kynfæri og sleikti brjóst konu sem hann var að flyt- ja í sjúkrabíl, á að sæta níu mán- aða fangelsi. Hann á að greiða konunni 400 þúsund króna bætur. Maðurinn neitaði sök en eins og sagði í Fréttablaðinu í maí reyndist sýni af brjóstum konunn- ar vera munnvatn úr manninum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi því sekt mannsins hafna yfir allan vafa. Hann hefði sem sjúkraflutn- ingamaður brugðist miklu trausti. Konan sagðist hafa verið stjörf á meðan á atlögu mannsins stóð. Hann taldi hana undir áhrifum lyfja. ■ ALÞINGI Það styttist í að fjárlagafrumvarpið verði tek- ið til annarar umræðu. Fjárlaganefnd mun gera tillögur um aukin útgjöld byggð á til- lögum frá ráðuneytum og ríkisstofnunum. AP /M YN D NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 66% 71%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.