Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 6
HEILBRIGÐISMÁL Að minnsta kosti
fimmtán læknisstöður af 85 eru
ósetnar á landsbyggðinni og útlit
fyrir að þeim fjölgi á næstunni.
Læknar sem í þeim sitja eru
margir að hugsa sér til hreyf-
ings.
Aðeins um
helmingur starf-
andi lækna hefur
sérmenntun á
sviði heimilis-
lækninga en 12
prósent lands-
b y g g ð a r l æ k n a
eru með aðra
sérmenntun. Ung-
læknar eða lækn-
ar án sérmenntun-
ar eru 10 prósent og 7 prósent
eru afleysingalæknar.
Á heilsugæslustöðvum á höf-
uðborgarsvæðinu og á Akureyri
hafa læknar allu jafna verið með
sérmenntun í heimilislækningum
en nú vantar eitt til tvö stöðugildi
lækna á Akureyri en enginn hef-
ur sótt um, sem er mjög óvana-
legt en lýsandi fyrir ástandið.
Unglæknum í stuttum afleys-
ingastöðum hefur fjölgað á milli
ára úr tveimur í sex.
Ágúst Oddsson, heilsugæslu-
læknir á Hvammstanga, hefur tek-
ið saman upplýsingar um stöðu
mála. Hann er ekki bjartsýnn á að
takist að manna þær stöður sem
lausar eru og skoðun hans er að
ástandið eigi eftir að versna til
muna á næsta ári.
„Við úrskurð Kjaranefndar um
daginn versnuðu kjör unglækna
mjög í héruðum þannig að sá hópur
á trúlega eftir að þynnast. Það
sama á við afleysingalækna, sem
flestir eru annað hvort læknanem-
ar í hvíld frá sínu námi, unglæknar
sem eru að bíða eftir að komast í
sérnám eða kandídatar sem eru að
taka út héraðstíma sinn,“ segir
Ágúst.
Að hans sögn er niðurstaðan í
stuttu máli sú að ekki hafi orðið
fækkun á sérmenntuðum heimilis-
læknum á landsbyggðinni á milli
ára en blikur séu á lofti.
„Auk þeirra fimmtán sem vant-
ar veit ég um nokkra til viðbótar
sem eru á förum. Í Búðardal er
heimilislæknir í löngu leyfi og á
Húsavík hefur heimilislæknir sagt
upp og er að hætta, enda á hann
stutt í að geta farið á eftirlaun. Á
Selfossi er einn heimilislæknir að
hætta og hefur ráðið sig annað.
Þetta eru allt sérmenntaðir heimil-
islæknar. Á Þingeyri er unglæknir
á leið í frí og á Ísafirði er læknir á
leið á eftirlaun. Á Höfn og á Kirkju-
bæjarklaustri eru unglæknar að
störfum og hætta báðir í janúar.“
Ágúst segir að ef fram haldi
sem horfir verði, að mati þeirra
sem gerst þekkja til, þess ekki
langt að bíða að minni læknishér-
uð verði alfarið án lækna. Þau
verði ekki hægt að manna með
unglæknum þar sem allar líkur
séu á að þeir vilji ekki ráða sig til
starfa á þeim launum sem Kjara-
nefnd hefur ákveðið.
bergljot@frettabladid.is
6 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR
ERLENT
Nú vantar eitt
til tvö stöðu-
gildi lækna á
Akureyri en
enginn hefur
sótt um, sem
er mjög
óvanalegt en
lýsandi fyrir
ástandið.
Skólabúningar í Áslandsskóla:
Liggja enn ónotaðir
SKÓLAMÁL Á síðasta ári voru keyptir
á öll börn í Áslandsskóla skóla-
búningar sem enn hafa ekki verið
teknir í notkun. Leifur Garðarsson
skólastjóri segir það rétt að búning-
arnir séu til en ekki hafi enn verið
tekin ákvörðun um hvenær börnin
klæðist þeim. „Það eru skiptar skoð-
anir um hvort teknir verði í notkun
skólabúningar. Við höfum ekki enn
rætt það hvort af því verði en ég
reikna frekar með að það verði nið-
urstaðan.“
Leifur bendir á að ýmislegt ann-
að hafi haft forgang í málefnum
skólans. „Það er eitt og annað sem
hefur þurft að endurskipuleggja. Ég
býst við að við leitum álits foreldra
á skólabúningum og það kemur að
því þegar gengið hefur verið frá
brýnni málum. Að undanförnu höf-
um við verið með skólafærninám-
skeið fyrir foreldra, sem hafa geng-
ið vel. Allt hefur þetta sinn tíma.“ ■
ÁSLANDSSKÓLI
Þar voru í haust keyptir skólabúningar sem enn hafa ekki verið teknir í notkun.
Tollhúsið:
Ósamið um
Kolaportið
KOLAPORTIÐ Samningar hafa enn
ekki tekist milli Þróunarfélags
miðborgarinnar og Markaðs-
torgsins ehf. um áframhaldandi
rekstur þess á Kolaportinu.
Þróunarfélagið er hagsmuna-
félag fyrirtækja í miðborginni.
Það hefur leigt fyrstu hæð Toll-
hússins af ríkinu og framleigt
það síðan til Markaðstorgsins,
sem hefur leigt smákaupmönn-
um aðstöðu í hinu 2.500 fer-
metra rými. Markaðstorg skul-
da nú yfir 9 milljónir króna í
leigu. Greiðsla skuldarinnar
mun vera forsenda nýs samn-
ings. ■
Heimilislæknum
fækkar úti á landi
Sérmenntaðir heimilislæknar aðeins helmingur starfandi lækna. Útlit fyrir að ekki fáist læknar í
lausar stöður innan tíðar.
Hveragerði:
Skáld í heitu vatni
HITAVEITA Pjetur Hafstein Lárus-
son, skáld í Hveragerði, hefur
sent bæjarstjórninni á staðnum
bréf þar sem hann gagnrýnir
harðlega dreifingu á heitu vatni
í bænum, en skáldið telur að þar
sitji ekki allir við sama borð:
„Ég tel að jafnræðisregla
stjórnsýslulaga sé brotin,“ segir
Pjetur, en bréf hans átti að taka
fyrir á bæjarstjórnarfundi í
gærkvöldi.
Sem kunnugt er af fréttum
hefur Veitustofnun Hveragerð-
isbæjar sett upp nýtt dreifikerfi
fyrir heitt vatn í bænum en
hingað til hefur heita vatnið
flætt óhindrað í gegnum hús og
íbúar greitt eftir flatarmáli
eigna sinna. Nú hafa hins vegar
verið settir upp mælar í um 40
prósentum byggðarinnar og við
það hækkuðu hitareikningar
margra um mörg hundruð pró-
sent. Bæjaryfirvöld hafa þó
leiðrétt það og bakfært óvenju
háa reikninga og miðað við fyrri
áætlun á nýjum innheimtuseðl-
um.
Talið er að minnst tíu ár taki að
koma upp vatnsmælum í þeim
hluta bæjarins sem enn er hitaður
upp með gamla laginu og eru því
tvö kerfi í gangi. Við það getur
Pjetur Hafstein ekki sætt sig: „Ég
fékk reyndar aðeins fimm þúsund
króna reikning vegna heita vatns-
ins nú síðast en nágranni minn 70
þúsund og þó búum við í alveg
eins húsum,“ segir skáldið. ■
LÆKNUM MEÐ SÉRMENNTUN FÆKKAR
Æ fleiri heimilislæknar hverfa úr starfi á landsbyggðinni. Í staðinn koma afleysingalæknar
sem aðeins staldra við í fríum sínum og mynda ekki tengsl við sjúklinga.
HEITT Í HVERAGERÐI
Konur við þvott í heitu vatni sem
flæðir um allt.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 86.05 0.26%
Sterlingspund 135.46 0.28%
Dönsk króna 11.61 0.37%
Evra 86.27 0.40%
Gengisvístala krónu 129,01 0,12%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 298
Velta 2.440 milljónir
ICEX-15 1.324 0,02%
Mestu viðskipti
Össur hf. 291.505.127
Pharmaco hf. 196.759.080
Flugleiðir hf. 45.806.040
Mesta hækkun
Plastprent hf. 18,00%
Þróunarfélag Íslands hf. 6,67%
Marel hf. 6,45%
Mesta lækkun
Nýherji hf. -7,79%
Skeljungur hf. -1,37%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -1,14%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8787,2 1,9%
Nsdaq*: 1460,9 2,9%
FTSE: 4181,0 2,1%
DAX: 3287,7 2,3%
Nikkei: 8668,1 2,5%
S&P*: 929,7 1,7%
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Formaður Öryrkjabandalags Ís-
lands sagði framlag ríkisstjórnar-
innar vegna hækkunar almanna-
trygginga á næsta ári tölur á
blaði. Hvað heitir formaðurinn?
Leikskólagjöld í Reykjavík hækka
1. janúar á næsta ári. Hver er
prósentutala hækkunarinnar?
Í úrtökuprófi læknanema við H.Í.
á föstudag var spurt um lit á
frægri sögupersónu. Hvaða
sögupersóna var það og hvernig
er hún á litinn?
SKOTÁRÁS Í TRINIDAD 17 ára
gamall piltur særði öryggisvörð
alvarlega í skóla í Trinidad. Eftir
skotárás við lögregluna lést
drengurinn.
Að sögn skólayfirvalda hafði
pilturinn sótt um inngöngu í
skólann fyrir ári síðan en var
hafnað.
PRINSESSA JÁTAR Anna Breta-
prinsessa sagðist fyrir dómi í
gær vera sek um að hafa sleppt
hundi sínum lausum með þeim
afleiðingum að hann réðst á tvö
börn og beit þau. Dómarinn
ákvað samt að þyrma lífi
hundsins. Hann þarf hins vegar
að gangast undir þjálfun og
vera í bandi á almannafæri.
KVÆNTI BISKUPINN MESSAR
Emmanuel Milingo erkibiskup
hélt í gær messu í bænum
Casamari á Ítalíu. Þetta er í
fyrsta sinn sem hann messar
frá því hann komst í heims-
fréttir á síðasta ári fyrir að
hafa kvænst. Hann afneitaði
síðar hjónabandinu að beiðni
páfa.
ERLENT
Jerúsalem:
Ellefu farast
JERÚSALEM, AP Að minnsta kosti ell-
efu manns létu lífið í Jerúsalem í
gærmorgun þegar Palestínumaður
sprengdi sig í loft upp í strætis-
vagni. Maðurinn valdi til þessa
verks þann tíma þegar fólk var á
leið í vinnu og börn í skóla.
Nokkur börn voru meðal þeirra
sem létust. Nærri fimmtíu manns
slösuðust að auki og þar af voru
nokkrir í lífshættu í gær.
Hamas, samtök herskárra mús-
lima í Palestínu, sögðust bera
ábyrgð á þessu voðaverki. Tilræðis-
maðurinn var 23 ára.
Herskáir múslimar segja að
sjálfsmorðsárásunum í Ísrael verði
ekki hætt, þrátt fyrir að bæði
Palestínustjórn og Egyptalands-
stjórn hafi beðið þá um að hætta
slíkum árásum, að minnsta kosti
fram yfir kosningarnar í Ísrael 28.
janúar. Palestínumenn og Egyptar
segja að árásirnar auki stuðning
Ísraelsmanna við hægriflokka
strangtrúarmanna og þjóðernis-
sinna, sem vilja ekki gefa neitt eftir
í samningum við Palestínumenn.
Likud, stjórnmálaflokkur Ariel
Sharon, nýtur yfirburðastöðu sam-
kvæmt skoðanakönnunum. ■
JERÚSAELEM Í GÆRMORGUN
Sjálfboðaliðar unnu að því að fjarlægja lík
og líkamsleifar frá vettvangi sprengjuárás-
arinnar í Jerúsalem.
AP
/O
D
ED
B
AL
IL
TY