Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 2
2 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
Guðjón A. Kristjánsson er mikill áhugamaður um
hvalveiðar, en þær voru til umræðu á Alþingi fyrr í
vikunni.
Já, hvalur er afbragðsmatur.
SPURNING DAGSINS
Guðjón, finnst þér góður
hvalur?
PALESTÍNA „Þegar ég kom til Nazlat
Issa mætti mér fullt af hlaupandi
fólki sem var að flýja táragas,“
segir Eva Einarsdóttir, sem er
stödd í Palestínu á vegum samtak-
anna Ísland Palestína. Hún kom til
þorpsins Nazlat Issa þegar Ísra-
elsmenn voru að rífa niður versl-
anir og sölubása á markaðssvæði
þorpsins, sem þeir segja að hafi
verið reist í heimildarleysi.
Eva segir hana og aðra sjálf-
boðaliða frá útlöndum sem voru
þarna hafa tekið sér stöðu milli
Ísraela og Palestínumanna og
staðið fremst, þar sem fólk fylgd-
ist með aðförunum. „Það var
hræðilegt að sjá konurnar grát-
andi og karlana haldandi aftur af
grátinum. Ísraelar eru búnir að
skemma flesta markaði á svæðinu
þannig að þetta hefur gífurleg
efnahagsleg áhrif.“
Nazlat Issa er nálægt miklum
vegg sem Ísraelar eru að byggja
til að skilja að svæði Ísraela og
Palestínumanna og segja það
bestu leiðina til að tryggja varnir
gegn hryðjuverkum. Eva segir
það fjarstæðu og helstu áhrifin
verði á afkomu Palestínumanna,
sem komist margir ekki til starfa
sinna eftir að veggurinn rís auk
þess sem landsvæðið undir hann
sé tekið af Palestínumönnum. ■
EVA EINARS-
DÓTTIR
Segir aðstæð-
urnar víða
hörmulegar eftir
átök og hernám
Ísraela.
Íslendingur varð vitni að niðurrifinu í Nazlat Issa:
Mætti fólki
flýjandi táragas
RÚSTIRNAR SKOÐAÐAR
Niðurrif Ísraelsmanna á búðum og sölubásum í Nazlat Issa er meðal mestu aðgerða þeir-
ra af þessu tagi sem þeir hafa ráðist í.
AP
/R
O
N
EN
L
ID
O
R
VIÐSKIPTI Philip Green hefur þegar
greitt niður rúma 25 milljarða af
skuldum sem hann stofnaði til við
yfirtöku Arcadia. „Við greiðum
skuldina 18 mánuðum fyrir gjald-
daga. Við kunnum því alltaf vel að
borga snemma,“ segir Green í
samtali við Financial Times.
Green reiknar með að greiða tæpa
tuttugu milljarða fyrir lok þessa
mánaðar.
Sala Arcadia óx um 2,4%, sem
er lægra en vöxturinn hjá Marks
og Spencer, sem var 6,7%. Baugur
var með í kaupum Green á
Arcadia allt til þess að slitnaði
upp úr í kjölfar húsrannsóknar
efnahagsbrotadeildar lögreglunn-
ar hjá Baugi. Hugmynd þeirra var
að Baugur tæki til sín vörumerki
sem höfðuðu til ungs fólks. Það er
einmitt velta þessara vörumerkja
sem veldur því að hægt er að
greiða skuldir hraðar niður. Meðal
þeirra eru Top Shop og Top Man,
sem juku sölu sína um 10,4% og
13,5%.
Leitað var eftir viðtali við Phil-
ip Green vegna þáttar lögreglu-
rannsóknar í því að upp úr samn-
ingum við Baug slitnaði. Green
var upptekinn og gat ekki svarað
spurningum í gær. ■
BORGAR HRATT
Vörumerkin sem Baugur ásældist við yfir-
töku Arcadia skiluðu Philip Green góðri af-
komu. Svo góðri að hann greiðir skuldir
átján mánuðum fyrr en hann þarf.
Vörumerkin sem Baugur vildi:
Skila Green bestu
afkomunni
Lech Walesa:
Aftur í
framboð
VARSJÁ, AP Lech Walesa, fyrrum for-
seti Póllands og leiðtogi Samstöðu,
segist ætla að gefa kost á sér í emb-
ætti forseta á nýjan leik. Hann er
þó ekki bjartsýnn á að bera sigur úr
býtum.
Walesa var fyrsti lýðræðislega
kjörni forseti Póllands eftir fall
kommúnismans. Hann féll fyrir
Aleksander Kwasniewski þegar
hann leitaði endurkjörs 1995. Í
kosningunum árið 2000 fékk
Walesa einungis eitt prósent at-
kvæða. Næstu forsetakosningar í
Póllandi fara fram árið 2005. ■
Flugmaður handtekinn:
Byssa í hand-
farangri
NEW YORK, AP Flugmaður hjá flugfé-
laginu Northwest Airlines var
handtekinn á LaGuardia-flugvelli
eftir að hlaðin byssa fannst í far-
angri hans. Maðurinn var á leið um
borð í flugvél sem hann átti sjálfur
að fljúga frá New York til Detriot.
Að sögn flugvallaryfirvalda
komu eftirlitsmenn auga á byssuna
þegar taska flugmannsins var sett í
gegnumlýsingartæki. Um var að
ræða hálfsjálfvirka byssu og hafði
maðurinn leyfi til að bera hana í
Michigan-ríki.
Flugmaðurinn, sem er í haldi
lögreglu, hefur verið ákærður fyrir
ólöglega meðferð vopna og á yfir
höfði sér allt að 15 ára fangelsis-
vist. ■
INNLENT
STÆRRA HÓTEL ÓÐINSVÉ Sótt
hefur verið um leyfi fyrir bygg-
ingu fimmtu hæðarinnar ofan á
húsið sem hýsir Hótel Óðinsvé á
Óðinstorgi. Einnig er sótt um
leyfi fyrir viðbyggingu að þriðju
og fjórðu hæð hússins. Stækkun-
in nemur samtals 160 fermetrum.
ATVINNUÁSTAND „Ríkisstjórnin vill
flýta útboðum og koma verkleg-
um framkvæmdum á vegum rík-
isins í gang. Samgönguráðherra
hefur sérstaklega sent sínum und-
irstofnunum tilmæli þar um. At-
vinnuleysistryggingasjóður er til-
búinn að styrkja
átaksverkefni sem
sveitarfélög eða
fyrirtæki vilja
leggja í, hann hef-
ur auglýst og mun
kynna þetta úr-
ræði á næstu vik-
um,“ sagði Páll
Pétursson félags-
málaráðherra í utandagskrárum-
ræðu um atvinnuástandið.
Guðmundur Árni Stefánsson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
var málshefjandi. Hann sagði
ástandið alvarlegt og ekki annað
að sjá en að það versnaði enn, yrði
ekkert að gert. Guðmundur Árni
sagði ríkisstjórnina bera tals-
verða ábyrgð, vextir væru of háir,
hátt gengi krónunnar ylli erfið-
leikum og skattastefna ríkis-
stjórnarinnar hefði reynst fyrir-
tækjum þungbær.
„Ég tel brýnt að ríkisvaldið
horfist í augu við þennan veru-
leika. Því spyr ég einfaldlega, hvað
hyggst ríkisstjórnin gera núna,
ekki á næsta ári eða þar næsta ári,
ekki árið 2005. Hvernig hyggst
hún svara spurningum atvinnu-
lausra Íslendinga sem spyrja;
hverjir eru mínir möguleikar,
hvenær fæ ég atvinnu,“ spurði
Guðmundur Árni og bætti við að
atvinnuleysi væri mun meira en
opinberar tölur segðu til um. Sam-
kvæmt skráningu eru nú tæplega
5.800 manns án atvinnu en fram
kom í máli Guðmundar Árna að
líklega væri það meira þar sem
margir drægju að skrá sig.
Stjórnarandstæðingar sem
þátt tóku í umræðum tóku í sama
streng en stjórnarliðar sögðu á
móti að svartsýnisraus sem þetta
drægi úr mönnum kjarkinn.
Félagsmálaráðherra sagði að
þrátt fyrir allt væri ljós í myrkr-
inu, langtímaatvinnuleysi hefði
ekki verið minna síðan 1993. Þar
er átt við þá sem hafa verið án at-
vinnu í sex mánuði eða lengur. Þá
upplýsti félagsmálaráðherra að
verulega hefði dregið úr veitingu
atvinnuleyfa til útlendinga, enda
hefðu stjórnvöld reynt að stýra
veitingu þeirra. Í fyrra hefðu 500
leyfi verið veitt, 1.400 árið 2001
og 2.300 leyfi árið 2000. Málshefj-
andi fagnaði yfirlýsingum ráð-
herra um flýtingu framkvæmda
en sagði dapurlegt að hann reyndi
með öllum tiltækum ráðum að tala
niður ástandið.
the@frettabladid.is
PÁLL PÉTURSSON
Upplýsti í utandagskrárumræðum að ríkisstjórnin hygðist flýta opinberum framkvæmdum
vegna atvinnuástandsins. Sagði atvinnuleysi ótvírætt fara vaxandi en bað menn að vera
raunsæja og tala ekki kjarkinn úr sjálfum sér.
Opinberum fram-
kvæmdum flýtt
Ríkisstjórnin hyggst flýta útboðum á vegum samgönguráðherra vegna
erfiðs atvinnuástands. Máið var rætt utan dagskrár á Alþingi í gær. Fé-
lagsmálaráðherra sagði að langtímaatvinnuleysi hefði ekki verið minna
hér á landi síðan 1993.
„Hvað hyggst
ríkisstjórnin
gera núna,
ekki á næsta
ári eða þar
næsta ári, ekki
árið 2005.“
Nú er fyrirtækið orðið 60 ára
Af því tilefni höldum við veglega útsöluveislu.
Siffonkápur, kjólar, dragtir, buxur, pils,
flauels- og gallafatnaður o.fl. o.fl.
Mikill afsláttur
Opið 10-18, lau. 11-15, Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433
KANNABISRÆKTUN Í BÍLSKÚR
Við húsleit lögreglunnar kom í ljós mikil
ræktun, en alls fundust 330 kannabis-
plöntur og 10 skotvopn.
Húsleit lögreglunnar á
Blönduósi:
Fundu 330
kannabis-
plöntur og
skotvopn
LÖGREGLA Lögreglan á Blönduósi
lagði hald á 330 kannabisplöntur í
fyrradag og 10 skotvopn. Tveir
menn voru handteknir og hefur
verið farið fram á gæsluvarðhald
yfir þeim á meðan rannsókn máls-
ins stendur yfir.
Plönturnar fundust við húsleit
lögreglunnar á tveimur stöðum.
Tilefni leitarinnar voru upplýs-
ingar sem lögreglan hafði fengið,
en samkvæmt þeim var sterkur
grunur um að verið væri að rækta
kannabis á báðum stöðunum.
Við húsleit kom í ljós mikil
ræktun og á öðrum staðnum voru
haldlagðar um 160 kannabisplönt-
ur, ljósabúnaður sem notaður var
við ræktunina, nokkuð magn af
efni sem var í vinnslu, þrjú skot-
vopn og skotfæri.
Á hinum staðnum voru hald-
lagðar um 170 kannabisplöntur,
ljósabúnaður sem notaður var við
ræktunina, nokkur kíló af kanna-
bisefni á ýmsum vinnslustigum, 7
skotvopn og töluvert af skotfær-
um. ■