Fréttablaðið - 23.01.2003, Page 14

Fréttablaðið - 23.01.2003, Page 14
14 23. janúar 2003 FIMMTUDAGURÍSHOKKÍ ÖSKUR Tékkinn Vaclav Prospal, leikmaður Tampa Bay Lightning, fagnar marki sínu gegn Ottawa Senators, í NHL-deildinni í íshokkí á dögunum. Tampa Bay vann leikinn 6-2. M j ó d d • D a l b r a u t • A u s t u r s t r ö n d M j ó d d • D a l b r a u t • A u s t u r s t r ö n d 1000 kr. tilboð TILBOÐ sótt kr. 1.000 Stór pizza með 4 áleggstegundum ® Jóhannes Karl Guðjónsson á leið til Englands: Villa og Betis náðu samkomulagi FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, mun gerast leikmaður Aston Villa þrátt fyrir að spænska liðið Real Betis, sem Jóhannes hefur leikið með, hafi á síðustu stundu viljað tvöfalda lánsupphæðina fyrir leikmann- inn. Graham Taylor, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, sagðist í gær vera feginn að málið væri geng- ið í gegn. „Við höfum náð sam- komulagi við Real Betis um Joey Gudjonsson. Samningurinn virtist á tímabili vera að sigla í strand eftir að félagið fór fram á tvöfalt hærri upphæð fyrir lánssamninginn. Seinkunin hef- ur komið sér illa vegna þess að við vildum að Joey léki með varaliðinu gegn Sheffield Wedn- esday í kvöld [gærkvöldi] til að hann gæti bætt leikform sitt.“ Jóhannes Karl fór til Spánar í fyrradag en var væntanlegur aftur til Englands í gær til að hefja æfingar með Villa. ■ NBA-deildin: McGrady og Ilgauskas með 35 stig KÖRFUBOLTI Tracy McGrady, leik- maður Orlando Magic, skoraði 35 stig, þar af 33 í fyrstu þremur leik- hlutunum, þegar lið hans vann Cleveland Cavaliers með 103 stig- um gegn 94 í NBA-deildinni í körfu- bolta í fyrrakvöld. McGrady er stigahæsti leikmað- ur deildarinnar með 30 stig að með- altali í leik. Litháinn Zydrunas Il- gauskas var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skor- aði 26 stig þegar Dallas Mavericks vann Houston Rockets 107: 86. Fyr- ir leikinn hafði Mavericks tapað þremur leikjum í röð. Sacramento Kings vann New Jersey Nets með 109 stigum gegn 102. Chris Webber átti stórleik fyrir Kings. Hann skoraði 36 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Jason Kidd skoraði 27 stig fyrir Nets, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. ■ AP/M YN D JÓHANNES KARL Jóhannes Karl Guðjónsson ætlar að festa sig í sessi hjá Aston Villa. ILGAUSKAS Pat Garrity (til vinstri) reynir að skjóta yfir Litháann Zydrunas Ilgauskas í leik Orlando Magic og Cleveland Cavaliers í fyrrakvöld. AP /M YN D Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Stórútsalan Yfirhafnir í úrvali 20-50% afsláttur Fyrstir koma, fyrstir fá Allt á að seljast Opið sunnudag frá 13 til 17 Bila Portúgalar á taugum á heimavelli? Ísland mætir Portúgal í mikilvægum leik á HM í kvöld. Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum og fyrrverandi þjálfari FH og Hauka í handbolta, á von á jöfnum og spennandi leik. HANDBOLTI Ísland og Portúgal hafa mæst níu sinnum frá árinu 1992. Á þeim tíma hafa Íslendingar unn- ið fimm leiki, tveir hafa endað með jafntefli og Portúgalar hafa unnið tvisvar. Síðustu viðureign liðanna lauk með sigri Íslendinga, 22:19, í Frakklandi árið 2001. Portúgalar hafa farið vel af stað á HM og unnið báða leiki sína til þessa. Liðið vann Græn- land í fyrsta leik með 34 mörkum gegn 19 og í fyrra- dag vann liðið Kat- ar 30:21. G u ð m u n d u r Karlsson segir að Portúgalar spili léttleikandi handbolta. „Þeir hafa spilað framliggjandi vörn og keyrt upp hraðann. Mér líst mjög vel á það fyrir okkur því við höfum stráka sem eru með góða boltameðferð. Við erum að spila taktískan bolta undir stjórn Guð- mundar og ég á von á því að strák- arnir leysi þetta nokkuð vel. Það verður líka spennandi að sjá hvernig Portúgalarnir höndla heimavöllinn, hvort þeir bila á taugum eins og við gerðum 1995 eða hvort þeir ná að nýta þetta sem einhvern meðbyr,“ segir Guð- mundur. „Ég á annars von á því að þetta verði jafn leikur en ég held að við höfum þetta að lokum. Við vinnum þetta með tveimur til þremur mörkum eftir jafnan leik.“ Guðmundur spáir því að ís- lenska landsliðið leiki um fimmta sætið á heimsmeistaramótinu og tryggi sér þar með sæti á næstu ólympíuleikum. „Ég held að Guð- mundur Guðmundsson sé að gera góða hluti með þetta lið. Mér finnst mikil breidd í liðinu og það næst mikill styrkur með þessum atvinnumönnum okkar sem eru að spila alvöru handbolta í Þýska- landi. Það er einnig styrkur að fá Roland Eradze inn í markið með Guðmundi Hrafnkelssyni. Mér líst bara mjög vel á þetta.“ freyr@frettabladid.is ÓLAFUR Ólafur Stefánsson tekur markskot í leiknum gegn Grænlandi. Leikurinn við Portúgal hefst klukkan 19 í kvöld. „Mér líst mjög vel á það fyrir okkur því við höfum stráka sem eru með góða bolta- meðferð.“ FYRRI VIÐUREIGNIR 1992 Ísland-Portúgal (22:20) Ísland-Portúgal (24:22) Ísland-Portúgal (24:20) 1993 Ísland-Portúgal (22:22) 1993 Ísland-Portúgal (26:23) 1994 Ísland-Portúgal (23:23) Ísland-Portúgal (24:25) 2000 Ísland-Portúgal (25:28) 2001 Ísland-Portúgal (22:19) AP /M YN D GUÐMUNDUR Guðmundur Karlsson spáir því að Ísland vinni leikinn í kvöld með tveggja til þriggja marka mun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Matthew Upson: Kominn til Birmingham FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Matt- hew Upson, sem leikið hefur með Arsenal, hefur verið keypt- ur til Birmingham. Upson, sem er 23 ára, er sjötti leikmaðurinn sem keyptur er til liðsins síðan glugginn til félagaskipta opnaðist í byrjun janúar. Talið er að Upson hafi kostað Birmingham tæpar 130 milljón- ir króna en sú upphæð gæti hækkað eftir því sem hann spil- ar meira með liðinu. Birmingham er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.