Fréttablaðið - 23.01.2003, Side 20
FUNDIR
8.30 Verkefnastjórnunarfélag Íslands
efnir til námstefnu um verkefna-
stjórnun í heilbrigðis- og lífvís-
indum í Smárabíói, sal 5. Ráð-
stefnunni lýkur kl. 12.00.
12.00 Alþjóðadagur Háskóla Íslands
verður haldinn í Háskólabíói. Þar
verður kynning á stúdentaskipt-
um, starfsþjálfun og öðru námi
erlendis og stendur hún til kl.
16.00.
15.15 Michael T. Corgan stjórnmála-
fræðingur mun á almennum opn-
um fundi í Háskólanum á Akur-
eyri fjalla um stöðuna í málefn-
um Íraks og yfirvofandi árásar á
landið. Fyrirlesturinn verður hald-
inn á Sólborg, stofu 201.
16.30 Landvernd og Siðfræðistofnun
Háskóla Íslands boða til málstofu
í Norræna húsinu í Reykjavík um
Þjórsárver og mat á umhverfis-
áhrifum. Spurt verður hvaða lær-
dóm megi af málinu draga. Frum-
mælendur verða Aðalheiður Jó-
hannsdóttir lögfræðingur, Guð-
mundur G. Þórarinsson verkfræð-
ingur og Þorvarður Árnason, nátt-
úrufræðingur og heimspekingur.
20.00 Foreldrafræðsla um vímuefni
verður í Fellaskóla í kvöld fyrir for-
eldra nemenda í 9. bekk.
Fræðsluverkefnið „Hættu áður en
þú byrjar“ er samstarfsverkefni
lögreglunnar, félagsþjónustunnar
og Marita, forvarna- og hjálpar-
starfs.
20.00 Ný dögun, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, efna til fyrsta
fundar síns á nýju ári. Er fundar-
efnið: Að syrgja saman - Börn
og fullorðnir í sorg. Framsögu
hefur María Ágústsdóttir, formað-
ur samtakanna. Fundarstaður er
Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2.
hæð.
20.00 EGG-leikhúsið og málstofa í
praktískri guðfræði við Háskóla
Íslands efna til málþings um leik-
ritið Dýrlingagengið eftir Neil
LaBute. Það verður haldið í Lista-
safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu.
20.30 Sandgerðislistinn boðar til opins
fundar um atvinnumál í Sand-
gerði á Veitingahúsinu Vitanum
við Vitatorg í Sandgerði.
20.30 Annar fræðslufundur Fugla-
verndarfélagsins verður haldinn í
stofu 101 í Lögbergi, húsi Laga-
deildar Háskólans. Þar mun Ólaf-
ur Einarsson fuglafræðingur fjalla
um garðfuglakönnun Fugla-
verndarfélagsins.
TÓNLEIKAR
19.30 Hermann Stefánsson, fyrsti klar-
inettleikari Konunglegu Stokk-
hólmsfílharmoníunnar, þreytir
frumraun sína með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í kvöld. Á efn-
isskránni eru meðal annars tvö
helstu verk klarinettusögunnar,
Klarinettkonsert nr. 2 eftir Weber
og Premiére rapsodie eftir De-
bussy. Stjórnandi tónleikanna er
Alexander Vedernikov.
20.30 Ríó tríó heldur vegna fjölda
áskorana enn eina aukatónleika
í tilefni af heildarútgáfu á hljóðrit-
unum tríósins frá 1967-2002.
Tónleikarnir verða í Salnum í
Kópavogi.
OPNANIR
17.00 Sýning á nýjum verkum Haraldar
Jónssonar verður opnuð í gallerí
i8 við Klapparstíg. Á sýningunni
eru ljósmyndaverk sem öll bera
heitið Stjörnuhverfi og þrívíðu
verkin Svarthol fyrir heimili, en tvö
þeirra eru fyrir fullorðna og eitt
fyrir barn.
20.00 Sýningin „Young Nordic Design“
verður opnuð í Norræna húsinu.
Þetta er metnaðarfull sýning á
verkum fjölmargra íslenskra,
norskra, danskra, sænskra og
finnskra hönnuða. Sýningin var
opnuð í nóvember 2000 í Scand-
inavia House í New York og hefur
síðan farið víða um heim (m.a.
um Norður-Ameríku, Washington,
Mexíkóborg, Berlín, Montréal,
Vancouver og Ottawa).
LEIKHÚS
19.00 Grettissaga - saga Grettis eftir
Hilmar Jónsson í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu. Allra síðasta sýning.
20.00 Halti Billi eftir Martin McDonagh
á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Veislan eftir Thomas Vinterberg
og Mogens Rukov á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins.
20.00 Rómeó og Júlía eftir William
Shakespeare í þýðingu Hallgríms
Helgasonar á Litla sviði Borgar-
leikhússins.
VERÐLAUNAAFHENDING
20.00 Íslensku tónlistarverðlaunin
verða afhent í Borgarleikhúsinu.
SKEMMTANIR
21.00 Alþjóðlegt kvöld í Stúdentakjall-
aranum í tengslum við Alþjóða-
dag Háskóla Íslands.
16 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
...ljómandi skemmtileg barnasýning!
Hafliði Helgason, Fréttablaðið.
Útfærsla Ólafs Gunnars er ágætlega frumleg
og skemmtileg ... Benedik búálfur er afar
skemmtilegur söngleikur og stuðla margir þættir
að því, eins og ætíð þegar góð leiklist er á ferðinni!
Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið.
Miðapantanir
í síma 552 3000
eftir Ólaf Gunnar
Guðlaugsson
Næstu sýningar:
Sun. 12. jan. kl. 14. laus sæti
Sun. 19. jan. kl. 14. örfá sæti
Sun. 26. jan. kl. 14. laus sæti
Sun. 2. feb. kl. 14. laus sæti
Sun. 9. feb. kl. 14. laus sæti
Hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda
meira enn3000sýningargestir
Okkar maður
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
Hermann Stefánsson er fyrsti
klarínettleikari í Konunglegu
Stokkhólmsfílharmoníunni.
Sem er býsna góður árangur.
Hermann þreytir frumraun sína
með Sinfóníuhljómsveit Íslands
á fimmtudaginn í tveimur af
meginverkum klarínettsögunnar.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói
í kvöld kl. 19:30
Hljómsveitarstjóri: Alexander Vedernikov
Einleikari: Hermann Stefánsson
Mikhaíl Glinka: Lífið fyrir keisarann, forleikur
Carl Maria von Weber: Klarínettkonsert nr. 2
Claude Debussy: Première rapsodie
Maurice Ravel: Valses nobles et sentimentales
Paul Dukas: Lærisveinn galdrameistarans FIMMTUDAGUR
23. JANÚAR
hvað?
hvar?
hvenær?
Haraldur Jónsson opnar sýningu í i8:
Útlensk ljósadýrð
og íslenska kol-
svarta tómið
MYNDLIST Haraldur Jónsson
myndlistarmaður opnar í kvöld
sýningu í galleríinu i8 við
Klapparstíg. Þar sýnir hann
ljósmyndir, sem hann kallar
Stjörnuhverfi og Svarthol fyrir
heimili, en tvö þeirra eru fyrir
fullorðna og eitt fyrir barn.
Stjörnuhverfin eru ljós-
myndir af hvers kyns ljósum og
lömpum í einum hnapp.
„Þetta eru myndir teknar af
ljósabúðum,“ segir Haraldur.
„Þær eru teknar að næturlagi í
gegnum gluggana. Það er
þokkaleg rómantík í þessu, létt
gotneskt andrúmsloft.“
Haraldur minnir á að þetta
eru allt saman útlenskt ljós.
„Hver einasta ljósapera sem við
notum hér á landi í myrkrinu er
innflutt. Þótt rafmagnið sé
vissulega íslenskt, þá er þessi
birta alltaf jafn útlensk og for-
vitnileg.“
„Svarthol fyrir heimili“ eru
þrívíð verk, gerð úr texi, efni
sem annars er venjulega notað í
veggi til hljóðeinangrunar.
„Ef þú horfir ofan í þessi
svarthol, þá geturðu séð kol-
svart tómið. Þarna er bæði
myrkur og svo líka algjör þögn.
Alveg eins og úti í geimnum
eða bara uppi á hálendi Ís-
lands.“
En skyldu heimili á Íslandi
hafa þörf fyrir svarthol?
„Já, engin spurning. Við höf-
um öll þörf fyrir að horfast í
augu við og vera í náinni snert-
ingu við það sem er hluti af
okkar innri og ytri heimi.“ ■
HARALDUR JÓNSSON
MYNDLISTARMAÐUR
Hann hefur fært okkur „himingeiminn
heim“ á sýningu sinni, þar sem hann
sýnir verk sem nefnast Stjörnuhverfi og
Svarthol fyrir heimili.
lau. 25.1. uppselt
fös. 31.1. aukasýn
lau. 1.2. uppselt
fös. 7.2. örfá sæti
lau. 8.2. nokkur sæti
fim. 13.2. nokkur sæti
„Björk er hin nýja
Bridget Jones“
morgunsjónvarpið