Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 21
SÝNINGAR Óboðnir gestir er heiti málverkasýning- ar Þuríðar Sigurðardóttur á Galleríi Hlemmi. Sýningin er opin frá miðviku- degi til sunnudags kl. 14-18. Sýningunni lýkur 2. febrúar. Pétur Pétursson sýnir 12 landslagsmál- verk á Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 26. janúar næstkomandi. Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter Mc- Gough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkyn- hneigðra á nasistatímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Lista- safni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda ára- tugnum. Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangs- efni sýningarinnar eru síðustu máltíðir fanga, sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjunum. 20.00 Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið „then ...hluti 4 - minni forma“. Sýningin stend- ur til 2. mars. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, 21 árs útskriftarnemi af myndlistabraut í Fjöl- braut í Breiðholti, sýnir ljósmyndir og skúlptúr í Gallerí Tukt. Sýningin stendur yfir í tvær vikur. Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl- unni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrú- ar. Friðrik Tryggvason ljósmyndari sýnir sex ljósmyndir á Mokka kaffi. Sýninguna kallar hann Blátt og rautt. Hún stendur til 15. febrúar og er opin á opnunartíma kaffihússins. Arnar Herbertsson sýnir málverk í Gall- eríi Sævars Karls. Myndefni listamanns- ins er fengið úr bókinni ‘Handan góðs og ills’ eftir Friedrich Nietzsche. Í Ketilshúsinu á Akureyri stendur yfir sýningin Veiðimenning í Útnorðri. Myndlistarmaðurinn Díana Hrafnsdóttir sýnir leirverk í Gallerý Hár og list - Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur nú yfir sýning á 124 ljósmynd- um frá árunum 1921-81. Ljósmyndar- arnir eru 41 talsins, allir þýskir og að- hylltust allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst í því að myndlist og iðnhönnun ættu að sameinast í byggingarlistinni. Bandaríska myndlistarkonan Joan Backes er með myndlistarsýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á þessari sýningu beitir Joan ýmsum miðlum til að koma til skila vangaveltum sínum um tré og skóga og það sjónræna viðhorf sem þar kviknar. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur 27. janúar. Sýningin BókList stendur yfir í anddyri Norræna hússins. Þar sýnir finnska listakonan Senja Vellonen 22 handunn- ar bækur. Sýningin stendur til 9. febrúar og er opin frá kl. 9-17 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-17. Í Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, var um helgina opnuð sýning á verkum átta færeyskra lista- manna. Þetta er sumarsýning Norður- landahússins í Þórshöfn og nefnist ‘Atl- antic Visions’ eða HAFSÝN. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur 27. janúar. FIMMTUDAGUR 23. janúar 2003 Ævafornar spurning- ar vakna til lífsins Býr illskan hið innra með okkur öllum? Er alltaf jafn grunnt á ofbeldinu? Er okkur alveg sama? Um þetta verður fjallað á mál- þingi um sýningar EGG-leikhússins á Dýrlingagenginu. SIÐFRÆÐI Sýningar EGG-leikhúss- ins á Dýrlingagenginu eftir Neil LaBute hafa vakið upp ævagaml- ar og ögrandi spurningar um illsku mannsins og hræsni í sið- ferðisefnum. Í kvöld efna EGG- leikhúsið og málstofa í praktískri guðfræði við Háskóla Íslands til málþings um þetta óvægna leikrit og spurningarnar sem það vekur. Málþingið fer fram í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hefst klukkan átta. „Þetta er mjög sláandi sýn- ing,“ segir Sólveig Anna Bóas- dóttir guðfræðingur, sem er einn frummælenda á málþinginu. „Þetta vekur mann til íhugunar um það hvort það sé í raun og veru svona grunnt á ofbeldinu í okkur.“ Sólveg Anna er doktor í guð- fræðilegri siðfræði. Hún segir að til séu ótalmargar skýringar á of- beldinu, en þær skýringar skiptist í tvo meginflokka. Annars vegar er litið svo á að ofbeldið eða illsk- an sé í eðli okkar. Hins vegar eru svo alls konar félagslegar og sál- fræðilegar skýringar á því af hverju maður beitir ofbeldi. „Þetta eru sígildar spurningar. Þær eru ævagamlar en um leið eiga þær fullkomlega við í nútím- anum. Þetta nær alveg inn í stofu hjá manni.“ Hún tekur dæmi af manninum í fyrsta þætti leikritsins, ungum fjölskylduföður sem er á frama- braut en á yfir höfði sér að missa vinnuna. Málin þróast þannig að hann drepur barnið sitt til þess að fá samúð. Hann veit að það verð- ur miklu erfiðara að segja honum upp ef hann er rétt nýbúinn að missa barnið sitt.“ „Þarna verður ofbeldið að tæki hans til þess að ná fram markmiðum sínum. Hann sér þarna ákveðið tækifæri, eins og hann segir, sem hann getur ekki gengið framhjá.“ „Það sem mér finnst sitja eft- ir er að persónurnar í þessu leik- riti upplifa ekki ofbeldið sem slíkt. Þetta verður allt svo létt og leikandi. Þetta fólk sér ekkert hvað það er að gera. Ofbeldið truflar ekki þessar persónur neitt mikið.“ Í þessu leikriti er þannig dregin upp sú mynd af fólki í nútímanum að það sé siðblint með öllu. „Við sjáum ofbeldið ekki sem ofbeldi, heldur sjáum við það bara sem tækifæri.“ Auk Sólveigar Önnu eru frummælendur á málþinginu þeir Viðar Eggertsson leik- stjóri, Pétur Pétursson prófess- or, Bjarni Jónsson leikskáld og dramatúrg og Gunnar Jóhann- esson guðfræðingur. Auk þess verða valdir kaflar úr verkinu fluttir á málþinginu. gudsteinn@frettabladid.is SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR GUÐFRÆÐINGUR Hún er einn frummælenda á málþingi um Dýrlingagengið, sem haldið verður í Hafnarhúsinu í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HÁLENDI ÍSLANDS Siðfræðilegar og lögfræðilegar hliðar á deilunni um umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu verða ræddar á málþingi í Norræna húsinu í dag. Málþing um Þjórsár- ver og umhverfismat: Hvaða lær- dóm má draga? UMHVERFISMÁL Áleitnar spurning- ar vöknuðu í kjölfar þess að nokkrir vísindamenn gagn- rýndu notkun rannsókna sinna í matsskýrslu um umhverfisá- hrif framkvæmda vegna Norð- lingaölduveitu. Landvernd og Siðfræðistofn- un Háskóla Íslands ætla að ræða þessar spurningar á mál- stofu í Norræna húsinu í dag klukkan fjögur síðdegis. Þarna verða meðal annars ræddar sið- fræðilegar og lögfræðilegar hliðar málsins. „Það þýðir svo sem ekki fyr- ir neinn að ætla að setja sig í dómarasæti í þessari deilu,“ segir Tryggvi Felixson hjá Landvernd. „En okkur þótti gagnlegt að ræða hvað við gæt- um lært af þessu, hvort það þyrfti að skerpa vinnubrögð og starfshætti við matið og jafnvel hvort ástæða væri til að endur- skoða lögin til þess að draga úr líkum á því að svona gerist aft- ur, því þetta dregur óneitanlega úr trúverðugleika og setur leið- indablæ á málið.“ Frummælendur verða þau Aðalheiður Jóhannsdóttir lög- fræðingur, sem meðal annars starfaði hjá umhverfisráðu- neytinu þegar lög um umhverf- ismat voru samin, Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, sem unnið hefur að mörgum stórum matsverkefnum, og Þor- varður Árnason náttúrufræð- ingur og heimspekingur, sem starfar hjá Siðfræðistofnun. ■ Miðasalan, sími 568 8000, er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka dag. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is STÓRA SVIÐ SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson 5. sýn. fös. 24/1 20 kl. 20 blá kort Lau. 25/1 kl. 20 UPPSELT Fös. 31/1 kl. 20 Lau. 1/2 kl. 20 Fim. 6/2 kl. 20 Fös. 7/2 kl. 20 Lau. 8/2 kl. 20 Fös. 14/2 kl. 20 Lau. 15/2 kl. 19 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Sun. 26/1 kl. 20 Fim. 30/1 kl. 20 Sun. 2/2 kl. 20 Sun. 9/2 kl. 20 Sun. 16/2 kl. 20 Fim. 20/2 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Sun. 26/1 kl. 14 Sun. 2/2 kl. 14 Sun. 9/2 kl. 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Fim. 23/1 kl. 20 UPPSELT NÝJA SVIÐ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN SÍN VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Frumsýning lau 1/2 kl 20 UPPSELT Sun. 2/2 kl. 20 UPPSELT Fös. 7/2 kl. 20 Lau. 8/2 kl. 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau. 25/1 kl. 20 Fös. 31/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Sun. 26/1 kl. 21 UPPSELT Fim. 30/1 kl. 20 Sun. 9/2 kl. 20 Ath. breyttan sýningartíma ÞRIÐJA HÆÐIN GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGER-PÍKUSÖGUR á færeysku, dönsku og íslensku – Birita Mohr, Charlotte Böving, Kristbjörg Kjeld og María Ellingsen Leiksýning, kaffi, tónleikar: Eivör Pálsdóttir syngur. Lau. 25/1 kl. 20 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fim. 23/1 kl. 20 Fös. 31/1 kl. 20 UPPSELT Lau. 1/2 kl. 20 AUKASÝNING Fim. 6/2 kl. 20 Fös. 14/2 kl. 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.) Föstudag 24/1 kl. 21.00 UPPSELT Föstudag 31/1 kl. 21.00 Miðasalan er opin virka daga á milli 10.00 og 16.00 og laugardaga 14.00-17.00 og frá kl. 19.00 sýningardaga, en síminn er 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 Reykjavík í hers höndum. Sýning á skjölum og ljósmyndum af Reykjavík á stríðstímum. Opin alla daga kl. 12-17 á 6. hæð, Tryggvagötu 15. ________________________________________________________ www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Langar þig í mynd af Reykjavík t.d. frá árinu 1910, 1930 eða 1950? Verð frá 1000 kr. Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Opið mán.-fös. kl. 10-16 ________________________________________________________ www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS Hugarleiftur (opnuð 24.1.), Erró. Leiðsögn sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR then... hluti 4, Odd Nerdrum, Kjarval Leiðsögn sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN Tumi Magnússon, Ásmundur Sveinsson ________________________________________________________ Minjasafn Reykjavíkur - Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. ________________________________________________________ www.gerduberg.is Gerðubergi 3-5, s. 575 7700 Opnunartími sýninga frá kl.11-19 mán.-fös., kl.13-17 lau.-sun. Ókeypis aðgangur. Sýning: Bauhaus ljósmyndasýning. Sýningin stendur til 23. febrúar. Í fé- lagsstarfi: Árni Sighvatsson. ________________________________________________________ www.borgarbokasafn.is s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma: s. 552 7545 Nýtt á vef Borgarbókasafns Lesið um jólabækurnar og sendið ykkar álit á www.bokmenntir.is ________________________________________________________ Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomu- lagi í s. 567-9009

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.