Fréttablaðið - 23.01.2003, Qupperneq 32
Það er flókið líf að vera barn árið2003. Ég held að minnsta kosti að
það sé talsvert flóknara en það var
fyrir nokkrum áratugum. Þess
vegna þurfa börn samtímans að eiga
skipulagsbækur og GSM-síma frá
ótrúlega ungum aldri. Líf þeirra er í
mörgum tilvikum hreint ekki ein-
faldara en líf stjórnanda í stóru fyr-
irtæki.
ALLT ÞAR TIL fyrir um það bil 15
árum var líf barns í stórum dráttum
þannig að það var í skólanum tvo til
fjóra klukkutíma á dag, annað hvort
fyrir eða eftir hádegi. Hinn hluta
dagsins þurfti það stundum, ekki
nema stundum, að fara í svokallaða
aukatíma. Stöku barn fór einu sinni í
viku í tónlistarskóla eða stundaði
einhverja íþrótt. Flestar mæður
voru heima, að minnsta kosti þann
hluta dagsins sem barnið var heima,
höfðu mat í hádeginu og svokallaða
drekkutíma.
ÞETTA er ótrúlega fjarlægt þótt
ekki sé lengra síðan. Þá þótti skrýtið
að mæður unnu úti, sem þær fóru
hver á fætur annarri að gera og til
varð til hugtakið „lyklabarn“ um þau
börn sem svo illa var komið fyrir að
þau þurftu að hafa lykla að eigin
heimilum. Og ég skil ekki núna
hvers vegna lyklarnir þurftu að vera
í bandi um hálsinn.
NÚ HEYRIR TIL undantekninga
að foreldrar séu heima við á daginn
og sjálfsagt þykir að barn fái lykil (í
lyklakippu) þegar ákveðnum aldri er
náð. Skóladagurinn er aldrei minna
en sex klukkutímar. Mörg börn æfa
íþróttir, iðulega oft í viku. Ofan á
þetta bætist svo tónlistarskóli, ball-
ett, fimleikar og þannig mætti
áfram lengi telja.
OG það er býsna flókið að halda
utan um þetta allt og samræma og
mörg börn eru allt of stressuð. Nú
er ég alls ekki að segja að við ættum
að leita aftur til baka til ýsunnar
heima við eldhúsborðið í hádeginu
og drekkutímanna góðu. Þetta er lið-
in tíð. Það er vissulega gott fyrir
börn að hafa nóg fyrir stafni og hollt
að temja sér ungur að skipuleggja
tímann. Börn verða samt líka að fá
að hvíla sig, leika sér, hanga og gera
ekki neitt. Það er nefnilega liður í
uppvextinum líka. ■
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
Steinunnar Stefánsdóttur
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
BIC Atlantis penni
Verð 90 kr/stk
STABILO SWING
áherslupenni Verð
70 kt/stk
Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin
Skilblöð númeruð,
lituð, stafróf eða eftir
mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum
NOVUS
B 425
4ra gata, gatar 25 síður.
Verð 2.925 kr
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Ljósritunarglærur,
100 stk í pakka.
Verð 1.599 kr/pk
Bleksprautu
50 stk í pakka 2.990 kr/pk
STABILO BOSS
Verð 78 kr/stk
Lítið fólk á
hlaupum