Fréttablaðið - 29.01.2003, Side 2
RÚTUSLYS Í ÞOKU Eldur kviknaði
í rútu eftir að hún lenti í árekstri
við flutningabíl á þjóðvegi á aust-
anverðu Indlandi í gær. Að sögn
lögreglu létust að minnsta kosti
42 og 13 aðrir slösuðust en rútan
lenti ofan skurði svo erfitt var að
ná farþegunum út. Mikil þoka var
á veginum þegar slysið átti sér
stað.
BARNUNGIR HERMENN Friðar-
gæsluliðar funduðu í gær með
uppreisnarmönnum í Sri Lanka
vegna ásakanna mannréttinda-
samtaka um að uppreisnarmenn
séu með barnunga hermenn í
þjónustu sinni. Heyrst hefur að
börn allt niður í tólf ára aldur
hafi verið neydd til þess að berj-
ast gegn ríkisstjórn landsins.
2 29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
Hrafn Gunnlaugsson hefur gert mynd um Ísland frá
því á landnámsöld. Þar veltir hann fyrir sér breyt-
ingum á landinu frá árinu 874.
Ég hélt að búið væri að leggja niður orðið
landnámsmaður. Var Ingólfur Arnarson
fyrsti nýbúinn? Og ef einhver er nýbúi, er
ég þá síbúi sem fæ að óska mér að vera
nýbúi? Kannski hafa menn bara gleymt
Ingólfi og öðrum ofstopafullum landnáms-
mönnum sem leituðu hér hælis á flótta
undan yfirvöldum, enda nýbúar trúlega
miklu friðsamari.
SPURNING DAGSINS
Hefðir þú viljað vera land-
námsmaður, Hrafn? Nóbelsverðlaunahafar álykta um stríð:
Dregur úr öryggi Bandaríkjanna
LOS ANGELES, AP Bandarískir Nóbels-
verðlaunahafar hafa ákveðið að
mótmæla formlega stríði gegn Írak.
Fjörutíu verðlaunahafar skrifuðu
undir yfirlýsingu þess efnis að þeir
væru mótfallnir stríði þar sem þeir
álitu að einhliða árás bandaríska
hersins á Írak myndi grafa undan
öryggi heimalandsins og veikja
stöðu þess í heiminum.
Verðlaunahafarnir segja í yfir-
lýsingu sinni að líkur séu á fljótunn-
um sigri Bandaríkjanna jafnvel þó
ekki fáist stuðningur annarra þjóða.
Engu að síður telja þeir að stríðið
gæti haft afar skaðleg áhrif á
Bandaríkin þegar til langs tíma er
litið. Meðal þeirra sem undirrituðu
yfirlýsinguna var eðlisfræðingur-
inn Hans Bethe, en hann tók þátt í
því að smíða fyrstu kjarnorku-
sprengjuna. Athygli vakti að undir-
skrift friðarverðlaunahafans 2002,
Jimmy Carter, var hvergi að finna.
Yfirlýsingin var kynnt fjölmiðl-
um í gær, nokkrum klukkustundum
áður en George W. Bush hélt stefnu-
ræðu sína þar sem gert var ráð fyr-
ir að hann myndi leggja áherslu á
ávinninginn af stríði gegn Írak. ■
EFNAHAGSMÁL Beinn kostnaður af
inngöngu Íslands í Evrópusam-
bandið er um fjórir milljarðar
króna, samkvæmt úttekt endur-
skoðunarfyrirtækisins Deloitte &
Touche.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra fól fyrirtækinu að leggja
mat á kostnað Íslands af inngöngu
í Evrópusamband-
ið. „Þessi skýrsla
breytir í sjálfu sér
engu um það,“
svarar Halldór að-
spurður hvort
niðurstaðan ýti
undir að Ísland
sæki um aðild að
sambandinu.
Halldór leggur
áherslu á að ekki sé hægt að
reikna kostnaðinn út í eitt skipti
fyrir öll. Sjálfur telur hann að
kostnaðurinn yrði nær lægri
mörkunum í skýrslu Deloitte &
Touche, það er 2,4 milljörðum,
heldur en hærri mörkunum, 5,6
milljörðum.
Kostnaðartölurnar sýna að
mati Halldórs að þær kröfur sem
Evrópusambandið gerir til
Íslands um fjárútlát vegna
stækkunar evrópska efna-
hagssvæðisins séu allt of miklar.
Enda sé lítill munur á þeim kröf-
um og þeim kostnaði sem hlytist
af aðild samkvæmt skýrslunni.
Hún er því gott innlegg í þá
umræðu.
Skýrslan gerir ráð fyrir helm-
ingi lægri greiðslum til Evrópu-
sambandsins en skýrsla Hag-
fræðistofnunar Háskólans sem
unnin var fyrir forsætisráðuneyt-
ið. „Það er til lítils að bera
skýrslurnar saman. Það liggja
fyrir miklu betri upplýsingar nú,“
segir Halldór.
Meginniðurstaða Deloitte &
Touche er að greiðslujöfnuður Ís-
lands vegna inngöngu í Evrópusam-
bandið yrði neikvæður um fjóra
milljarða króna. Íslendingar
myndu greiða um 8,2 milljarða
króna árlega til sambandsins en fá
4,2 milljarða til baka, mest í formi
landbúnaðar- og byggðastyrkja.
Væntanlega drægi þó íslenska ríkið
úr eigin framlögum til þessara
tveggja málaflokka þannig að
heildarframlög til þeirra héldust
óbreytt.
Matið er miðað við að þær tíu
þjóðir sem þegar hafa fengið sam-
þykkta inngöngu gangi í Evrópu-
sambandið um mitt næsta ár. Fram-
lagið svarar til um 0,53% af þjóðar-
framleiðslunni.
„Þessar niðurstöður eru nokkuð
nærri lagi,“ sagði Gunnar Jóhann-
esson, ráðgjafi hjá Deloitte &
Touche, á kynningarfundi í gær.
Í skýrslu Deloitte & Touche er
ekkert tillit tekið til óbeinna efna-
hagslegra áhrifa af inngöngu í Evr-
ópusambandið. „Það var ekki okkar
hlutverk í þessari vinnu,“ sagði
Gunnar. Hann tók þó fram að nauð-
synlegt væri að meta óbeinu áhrif-
in sem snerta meðal annars verð-
lagsmál, vaxtamál, neytendamál og
aðgang að sjávarútvegsmörkuðum.
gar@frettabladid.is
brynjolfur@frettabladid.is
ATKVÆÐIÐ GREITT
Ísraelskur landnemi sést hér greiða at-
kvæði í landnemabyggð nærri Hebron.
Sjö Palestínumenn féllu:
Kosið í
skugga átaka
ÍSRAEL, AP Ísraelsku þingkosning-
arnar fóru fram í skugga átaka á
hernumdu svæðunum þar sem sjö
Palestínumenn létu lífið. Átökin
trufluðu þó ekki framkvæmd
kosninganna. Ekki var búið að
telja þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöldi en allt bendir til stór-
sigurs Ariels Sharons.
Mikil kjörsókn var meðal
ísraelskra araba, ólíkt því sem
var þegar kosið var um forsæt-
isráðherra 2001. Þá kusu aðeins
17% þeirra.
Sýrlendingar og Líbanir
sögðu að með því að kjósa
hægriflokka væru Ísraelar að
lýsa því yfir að þeir vildu ekki
friðsamlega sambúð við Palest-
ínumenn og araba. ■
Lögreglan:
Lýst eftir 15
ára stúlku
LEIT Lögreglan í Keflavík lýsir eft-
ir Önnu Heiðu Óðinsdóttur. Anna
Heiða er 15 ára, til heimilis að
F a x a b r a u t
25G, Keflavík.
Hún er um 157
sentímetrar á
hæð, með rauð-
brúnt axlasítt
hár og klædd í
hvíta dúnúlpu
og ljósbláar
köflóttar bux-
ur. Ekkert hef-
ur spurst til
Önnu Heiðu frá
því klukkan sex á sunnudagsmorg-
un.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um ferðir hennar eru beðnir um að
hafa samband við lögregluna í
Keflavík eða í síma neyðarlínunn-
ar 112. ■
KVIKNAÐI Í ÖRBYLGJUOFNI
Slökkvilið Brunavarna Suður-
nesja var kallað um tvöleytið að
Suðurgötu 41 í Keflavík þar sem
tilkynnt hafði verið um eld.
Kviknað hafði í örbylgjuofni. Um
var að ræða minniháttar bruna
en örbylgjuofninum mun hafa
verið komið út úr íbúðinni.
HUNDURINN KIZA ÞEFAÐI UPPI
FÍKNIEFNI Lögreglan í Neskaup-
stað fann fíkniefni við reglubund-
ið umferðareftirlit um síðustu
helgi. Um var að ræða nokkuð
magn kannabisefna. Einn maður
var í bílnum og gekkst hann við
að eiga efnið og sagði það ætlað
til einkaneyslu. Það var fíkni-
efnahundurinn Kiza sem fékk
nasaþef af efninu í bílnum. Málið
telst upplýst.
HÉLT SIG TIL BAKA
Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti og
friðarverðlaunahafi Nóbels árið 2002, hef-
ur lýst yfir efasemdum um stríð gegn Írak.
Hann kaus þó að taka ekki þátt í mótmæl-
um bandarískra Nóbelsverðlaunahafa.
APM
YN
D
/JAC
Q
U
ELIN
E LAR
M
A
SKUDENES
Skudenes var eina skipið af 200 sem
skoðuð voru sem er falt á viðráðanlegu
verði.
Nýtt skip í stað Baldurs:
Þarf tugmillj-
óna fram-
kvæmdir
SAMGÖNGUR Fá hentug skip til sigl-
inga yfir Breiðafjörð eru á boðstól-
um í dag, eftir því sem segir í áliti
nefndar sem samgönguráðherra
skipaði til að fjalla um samgöngur
yfir Breiðafjörð. Nefndin kannaði
meðal annars kaup á nýju skipi í
stað Breiðafjarðarferjunnar Bald-
urs. Um 200 skip komu til skoðunar
og við könnun hjá skipamiðlurum
og hjá norsku vegagerðinni kom í
ljós að ekkert skip sem uppfyllir
settar kröfur er falt á viðráðanlegu
verði nema ekjufarþegaferjan Sku-
denes. Í áliti nefndarinnar kemur
fram að ef skip eins og Skudenes,
sem er 80 metrar að lengd, yrði
keypt og notað til Breiðafjarðasigl-
inga, myndi það kalla á breytingar á
hafnarmannvirkjum, bæði á
Brjánslæk og í Stykkishólmi.
Bráðabirgðaathugun leiðir í ljós að
framkvæmdirnar myndu kosta á
bilinu 50 til 55 milljónir króna. Ef
keypt yrði 65 metra skip myndu
hafnarframkvæmdir hins vegar
kosta 30 til 35 milljónir króna. ■
ASÍA
ANNA HEIÐA
ÓÐINSDÓTIR
Hefur verið leitað síð-
an á sunnudags-
morgun.
Steingrímur J. Sigfússon:
Ekkert nýtt
í Evrópu-
skýrslu
EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstri grænna,
sagði Evrópusambandsskýrslu
Deloitte & Touche ekki opinbera
nýjan sannleik þó hún verði ef-
laust ágætt gagn í Evrópusam-
starfsnefnd forsætisráðherra.
„Skýrslan staðfestir margra
milljarða nettógreiðslur okkar inn
í sjóði Evrópusambandsins. Það
sem kæmi til baka er líka sýnd
veiði en ekki gefin. Fyrir mig hef-
ur þetta þess utan aldrei verið
fyrst og fremst reikningsdæmi.
Þetta snýst um aðra stærri hags-
muni á borð við forræði yfir auð-
lindum og sjálfstæðan samnings-
rétt,“ segir Steingrímur. ■
FRAMBOÐ Björn Ingi Hrafnsson,
skrifstofustjóri þingflokks fram-
sóknarmanna, verður í 2. sæti á
lista Framsóknarflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi suður og
Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður
verður í 3. sæti í Reykjavíkurkjör-
dæmi norður. Þessi tillaga lá fyrir
aukakjördæmisþingum framsókn-
armanna í gærkvöldi og var niður-
staðan af fundi flokksmanna með
Halldóri Ásgrímssyni, formanni
flokksins. Umtalsverður titringur
hefur verið í flokknum að undan-
förnu og hefur forystan haft tölu-
verð afskipti af uppstillingunni.
Áður hafði uppstillingarnefnd í
hyggju að stilla Guðjóni Ólafi upp í
2. sæti í syðra kjördæminu en stór
hluti flokksmanna sætti sig ekki við
það. Upstillingarnefnd var tvístíg-
andi og var um tíma afhuga því að
setja Guðjón Ólaf á lista. Sátt hafði
náðst um Finn Þór Birgisson í stað
Guðjóns Ólafs en frá því var fljót-
lega horfið. Að endingu var ákveðið
að færa Guðjón Ólaf milli kjör-
dæma og setja Björn Inga í hans
stað í syðra kjördæmið. Þegar blað-
ið fór í prentun í gærkvöldi lá í loft-
inu að þeir sem ekki sættu sig við
Guðjón Ólaf á framboðslista legðu
fram gagntillögu þannig að kjósa
yrði um menn á listana. ■
Framsókn í Reykjavík:
Deilt um uppröðun
TILLAGA UPPSTILLINGARNEFNDAR
Reykjavík norður Reykjavík suður
1. Halldór Ásgrímsson 1. Jónína Bjartmarz
2. Árni Magnússon 2. Björn Ingi Hrafnsson
3. Guðjón Ólafur Jónsson
ðild myndi kosta
fjóra milljarða
Aðgöngumiði Íslands að Evrópusambandinu kostar fjóra milljarða
króna á ári, samkvæmt mati Deloitte & Touche. Það er tæpur helmingur
þess sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði ráð fyrir í sinni skýrslu.
EVRÓPUSAMBANDSSKÝRSLA KYNNT
Gunnar Jóhannesson, ráðgjafi hjá Deloitte & Touche, kynnti í gær skýrslu fyrirtækisins um
mat á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
„Það er til
lítils að bera
skýrslurnar
saman. Það
liggja fyrir
miklu betri
upplýsingar
nú.“