Fréttablaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 1
ÍRAK
Ísland hafi
frumkvæði
bls. 6
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 29. janúar 2003
Tónlist 12
Leikhús 12
Myndlist 12
Bíó 14
Íþróttir 10
Sjónvarp 16
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
HANDBOLTI Íslendingar mæta Pól-
verjum í fyrsta leik í milliriðli
heimsmeistarakeppninnar í hand-
bolta í dag. Leikurinn verður sýnd-
ur beint í Sjónvarpinu og hefst út-
sending klukkan 18.00.
Ísland - Pólland
NÁMSKEIÐ Námskeiðaröð fyrir al-
menning um rímur og rapp hefst í
Þjóðarbókhlöðu í dag. Á vaðið ríða
rímna- og rappsnillingarnir Stein-
dór Andersson og Jón Magnús Arn-
arsson. Hilmar Örn Hilmarsson
allsherjargoði mun tengja saman
þessar tvær hefðir og benda á
ýmsa snertifleti. Námskeiðið er
haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbók-
hlöðu frá kl. 20 til 22.
Rímur og rapp
ALÞINGI Upplýsingaskylda stjórna
hlutafélaga um starfslokasamninga
og fleiri sambærilega samninga
verður rædd utan dagskrár á Al-
þingi í dag. Málshefjandi er Lúðvík
Bergvinsson, Samfylkingunni, en
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra verður til andsvara. Um-
ræðan hefst klukkan 15:30.
Starfslokasamningar
HLJÓMSVEIT Tónskóli Sigursveins,
undir stjórn Guðna Franzsonar,
heldur tónleika í tónlistarhúsinu
Ými við Skógarhlíð. Á efnisskrá er
eingöngu 20. aldar tónlist, verk eft-
ir fræg tónskáld og endað á tíma-
mótaverkinu „In C“.
IN C
SJÁLFSMYND
Undan oki
glansmyndar
MIÐVIKUDAGUR
24. tölublað – 3. árgangur
bls. 22
DÓMARI
Dregur taum
sannleikans
bls. 14
MÓTMÆLI Fjöldi var samankominn
á Austurvelli á hádegi í gær til að
mótmæla framkvæmdum vegna
Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælin
fóru friðsamlega fram þrátt fyrir
að einn maður hafi verið handtek-
inn af lögreglu. Hann kastaði
snjóbolta í átt að Alþingishúsinu.
Meðal mótmælenda heyrðist
óánægjukliður þegar maðurinn
var leiddur inn í lögreglubíl.
Nokkrir viðstaddra hófu þá að
kasta snjóboltum í Alþingishúsið
án þess að lögregla aðhefðist
frekar.
Við byrjun stöðunnar tóku mót-
mælendur vettlinga úr hrúgu sem
búið var að mynda og lögðu fyrir
framan Alþingishúsið. Þetta var
gert til að leggja áherslu á að allir
sem vettlingi geta valdið mótmæli
framkvæmdunum. Að því búnu
las Arnar Jónsson leikari upp orð-
sendingu sem barst að austan frá
Félagi um verndun hálendis Aust-
urlands. Mótmælendur hrópuðu í
lokin ýmis slagorð og í einu þeirra
voru þingmenn sakaðir um nátt-
úruleysi. Þá var hrópuð krafa um
þjóðaratkvæðagreiðslu. ■
REYKJAVÍK Norðlæg átt,
3-8 m/s, léttskýjað og
frost 2 til 10 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-8 Léttskýjað 5
Akureyri 3-8 Él 9
Egilsstaðir 5-10 Él 10
Vestmannaeyjar 3-8 Léttskýjað 6
➜
➜
➜
➜
-
-
-
-
FRÁ AUSTURVELLI Talið er að hátt í þrjú hundruð manns hafi verið samankomin á Austurvelli í gær til að mótmæla framkvæmdum
vegna Kárahnjúkavirkjunar. Tugur lögreglumanna var mættur og röðuðu þeir sér fyrir framan Alþingishúsið meðan á mótmælum stóð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Fjöldi mótmælti Kárahnjúkavirkjun:
Einn handtekinn FERÐ bls. 11
Tryggingar
í Njálu
ÍÞRÓTTIR
Yfirgefur
Börsunga
bls. 18
EGON RICHARD HEINZ HUBNER
Þjóðverjinn sem flutti tæplega hálft
annað kíló af kókaíni til landsins fékk
tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Þjóðverji:
Dæmdur í
tveggja ára
fangelsi
DÓMSMÁL Þjóðverjinn Egon Ric-
hard Heinz Hubner sem flutti
1482 grömm af kókaíni til Íslands
var í gær dæmdur í Héraðsdómi
Reykjavíkur í tveggja ára fang-
elsi. Þriggja mánaða gæsluvarð-
haldsvist Hubners kemur til frá-
dráttar fangelsisdómnum.
Kókaínið fannst við leit á
Hubner þegar hann kom til lands-
ins síðla í október í fyrra. Hann
hafði límt efnið við fótleggi sína.
Hubner sagðist svo frá að maður
sem hann hitti á bar í Hamborg
hefði fengið hann til verksins
gegn greiðslu sem svarar til um
425 þúsund króna. Hann hafi
slegið til þar sem hann hafi verið
atvinnulaus og í fjárhagsvand-
ræðum.
Hubner sagðist hafa hitt
manninn aftur ásamt viðskiptafé-
laga hans. Annar þeirra kom á
heimili hans og gekk frá efninu
fyrir flutninginn. Við komuna til
landsins hafi hann átt að taka
flugrútuna til Reykjavíkur. Þar
hafi einhver, sem hann vissi ekki
hver var, átt að taka við efninu.
Að því er kemur fram í dómi
héraðsdóms á Hubner sér ekki
sakaferil. Hann er 58 ára. ■
HEILBRIGÐISMÁL Lyfjaverð er hærra
hér á landi en eðlilegt getur talist,
miðað við hin Norðurlöndin, full-
yrðir Jóhannes
Gunnarsson, lækn-
ingaforstjóri Land-
spítala - háskóla-
sjúkrahúss. Hann
segir að á næstunni
muni verða kannað
hvort ekki verði
hægt að skipta
beint við sjúkrahús
á Norðurlöndunum
og freista þess að
lækka lyfjakostnað
spítalans.
„Við höfum býsna góðar upplýs-
ingar um verð á lyfjum annars
staðar og það hefur komið til tals
hvort ekki væri gerlegt að spítalinn
tengdist tilboðum spítala á Norður-
löndum og lækkaði þar með lyfja-
kostnað, sem hefur verið um það
bil 20% af heildarrekstrarkostnaði
spítalans. Verðmyndun lyfja er
flókið mál en ekki verður horft
framhjá því að fákeppni ríkir á
lyfjamarkaði, enda hafa fyrirtæki
sem fást við innflutning og dreif-
ingu lyfja sameinast, bæði hér á
landi og erlendis. Við höfum kann-
að verð á lyfjum á milli okkar og
sjúkrahúsa á Norðurlöndunum og
það munar í sumum tilfellum mjög
miklu,“ segir Jóhannes.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Félags stórkaup-
manna, segir það alls ekki rétt að
lyfjaverð hafi hækkað að undan-
förnu. „Þvert á móti getum við sýnt
fram á að lyf hafa lækkað á síðasta
ári. Það getur hins vegar verið að
lyfjakostnaður spítalans hafi
hækkað en það hefur ekkert með
lyfjaverð að gera.“
Andrés segir bundið í lögum að
til að flytja inn lyf þurfi bæði inn-
flutnings- og heildsöluleyfi. Hingað
til hafi spítalanum þótt gott að geta
stólað á lyfjafyrirtækin þegar
flytja þarf inn óskráð lyf. Þá hafi
verið leitað að hagstæðustu kaup-
unum og mikill tími og vinna lögð í
það. „Það má heldur ekki gleymast
að það er hægt að nefna mýmörg
dæmi um lyf sem eru ódýrari hér
en á hinum Norðurlöndunum.
Langstærstur hluti lyfja er hins
vegar á mjög svipuðu verði. Það er
ekki sanngjarnt af stjórnendum
spítalans að nefna einhver einstök
dæmi um lyfjamun aðeins vegna
þess að það er þeim í hag.“
Andrés neitar því alfarið að
skortur sé á samkeppni á lyfja-
markaði. „Það eru um það bil 130
framleiðendur sem hafa markaðs-
leyfi á Íslandi um að framleiða
3000 lyfjategundir. Á milli þeirra
er mikil samkeppni.“
bergljot@frettabladid.is
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
29%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
miðviku-
dögum?
55%
81%
Leita ódýrari
lyfja erlendis
Lækningaforstjóri Landspítala segir lyfjaverð hærra hér en á öðrum
Norðurlöndum. Kannað verður hvort hagstæðara sé að kaupa lyf beint
þaðan. Lyfjaheildsalar segja stærstan hluta lyfja á svipuðu verði og þar.
„Við höfum
kannað verð á
lyfjum á milli
okkar og
sjúkrahúsa á
Norðurlönd-
unum og það
munar í sum-
um tilfellum
mjög miklu.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M