Fréttablaðið - 29.01.2003, Side 8
8 29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS LÖGREGLUFRÉTTIR
SAMGÖNGUR Nefnd sem samgöngu-
ráðherra skipaði til að fjalla um
samgöngur yfir Breiðafjörð legg-
ur til að Vegagerðin kanni strax
grundvöll fyrir mögulegri endur-
skoðun á núverandi samningi
hennar og Sæferða hf. um rekstur
Breiðafjarðarferjunnar Baldurs,
með það að markmiði að rekstar-
aðilinn leggi til hentugra skip og
leigi Vegagerðinni. Reynist það
vera mögulegt er lagt til að hafnar
verði samningaviðræður við Sæ-
ferðir hf. og látið reyna á hvort
viðunandi niðurstaða náist að
teknu tilliti til kostnaðar, bættrar
þjónustu og líklegs söluverðmætis
Baldurs. Náist ekki viðunandi nið-
urstaða fyrir ríkissjóð leggur
nefndin til að núverandi Baldur
verði rekinn áfram með svipuðum
hætti og gert er í dag. Nefndin tel-
ur að miðað við þær áætlanir í
vegagerð sem nú liggja fyrir sé
óhjákvæmilegt að reka bílferju á
heilsársgrundvelli yfir Breiða-
fjörð næstu 5 til 7 árin. Nefndin
telur að þegar rekstri bílferju yfir
Breiðafjörð allt árið verður hætt
verði áfram rekstrargrundvöllur
fyrir ferju í 3-4 mánuði á ári, jafn-
vel án rekstrarstyrks, sem þjóni
ferðamönnum á leið yfir fjörðinn
eða til og frá Flatey.
Í ljósi mikilvægis ferjunnar
fyrir atvinnulíf og íbúa á sunnan-
verðum Vestfjörðum leggur
nefndin til að í tilraunaskyni verði
ferðum í vetraráætlun Baldurs
fjölgað um tvær í viku frá og með
1. febrúar næstkomandi uns sum-
aráætlun tekur gildi 1. júní. ■
Ferjusiglingar yfir Breiðafjörð:
Vilja nýtt skip í stað Baldurs
Umræðan um afstöðu fólks tilKárahnjúkavirkjunar og ál-
vers Alcoa í Reyðarfirði hefur á
margan hátt verið kostuleg. Það er
ljóst að mjög margir þeirra sem
beita sér gegn þessum fram-
kvæmdum láta tilfinningar ráða
ferðinni í stað málefnalegra raka.
Þetta kom skýrt í ljós um daginn
þegar borgarstjórnin í Reykjavík
fjallaði um hvort veita ætti Lands-
virkjun ábyrgð fyrir hluta af lán-
um vegna framkvæmda við Kára-
hnjúkavirkjun. Af því tilefni birt-
ust ýmsir andstæðingar málsins í
viðtölum fjölmiðla og viðhöfðu
málflutning sem ekki er til þess
fallinn að halda uppi málefnalegri
umræðu og gefur ekki tilefni til að
ætla að viðkomandi þekki til mála-
vaxta. Áróðurinn gegn málinu birt-
ist víða og í mismunandi myndum.
Áberandi er hve spilað er á skóla-
nema, þar sem þeir eru æstir upp
gegn málinu en án málefnalegra
raka. Í viðtölum við nema sem
hafa lent í slíkri umræðu kemur
berlega fram hvað margir þeirra
hafa mótað afstöðu gegn málinu án
málefnalegra raka, heldur hefur
verið spilað inn á tilfinningalegar
nótur og málavextir afskræmdir.
Það var einnig áberandi þegar Ís-
lensku tónlistarverðlaunin voru af-
hent, að sumir þeirra sem fengu
það verkefni að opna umslögin og
tilkynna um verðlaunahafa, og ein-
hverjir verðlaunahafar, notuðu
tækifærið til að reka áróður gegn
málinu, að sumu leyti með ótrúleg-
um yfirlýsingum sem ekki fá stað-
ist. Loks má nefna að í DV kom
fram í viðtali við einn þeirra sem
hefur barist einarðlega fyrir mál-
inu, að hann hafi orðið fyrir hótun-
um vegna þess og dæmi eru um að
andstæðingar málsins hafi hrækt á
fylgjendur málsins á almannafæri.
Út frá öllu þessu vakna ýmsar
spurningar um það hvers konar
þjóðfélagi við búum í og hvernig
einstaklingar leyfa sér að haga sér
og koma fram í málum sem þess-
um.
Nú er alls ekki gert lítið úr rök-
studdum sjónarmiðum sem fram
hafa komið gegn þessu máli og að
sjálfsögðu eiga slík sjónarmið full-
an rétt á sér og þau ber að virða.
Hitt er annað þegar fólk lætur til-
finningar hlaupa með sig í gönur
og þegar andstæðingar málsins
spila á tilfinningar fólks með ómál-
efnalegum áróðri, vísvitandi van-
þekkingu eða afskræmdum stað-
reyndum. Ekki er hægt að virða
slík vinnubrögð né bera virðingu
fyrir afstöðu sem á því byggist.
Með byggingu álvers Alcoa og
virkjun við Kárahnjúka er verið að
nýta eina af helstu auðlindum okk-
ar, sem felst í orku fallvatna. Með
þessu erum við að auka atvinnu í
landinu, auka útflutningstekjur og
skapa okkur meiri fjármuni til að
byggja upp og reka það þjóðfélag
sem við viljum búa í. Með þessu er
verið að skapa styrkari grundvöll
velferðarkerfisins, skapa auknar
forsendur til þess að menningarlíf
blómstri í landinu og skjóta styrk-
ari stoðum undir efnahagskerfi
þjóðarinnar. Þannig getum við
aukið möguleika á að fjármagna
ennþá öflugra menntakerfi en ver-
ið hefur, boðið upp á aukna fram-
þróun í heilbrigðisþjónustu og
fengið aukna fjármuni til upp-
byggingar og rekstrar samgöngu-
kerfisins, svo eitthvað sé nefnt.
Margir andstæðingar málsins
halda því fram að við eigum að
nota þá peninga sem fara í þessa
uppbyggingu í eitthvað annað, en
það er uppáhaldssetning Vinstri
grænna að í stað þess að fylgja
stefnumiðum stjórnarflokkanna í
einstökum málum þá eigi frekar að
gera eitthvað annað. Málið er hins
vegar þannig vaxið að uppbygging
álversins er fjármögnuð af eigend-
um þess og koma þeir fjármunir
erlendis frá. Uppbygging Kára-
hnjúkavirkjunar er fjármögnuð af
Landsvirkjun með lánsfjármagni,
sem verður greitt til baka með
tekjum af orkusölu til álversins.
Þannig er einfaldlega ekki um það
að ræða að allt þetta fjármagn
megi nýta til einhvers annars.
Þetta geta margir andstæðingar
málsins alls ekki skilið, eða vilja
ekki skilja það. Það liggur fyrir að
í kjölfar þessara framkvæmda og
með starfsemi virkjunar og álvers
mun hagvöxtur aukast og það sem
mikilvægast er, að kaupmáttur
launa mun aukast. Það skiptir
launafólk hvað mestu máli. Það
ber því að fagna þeim fram-
kvæmdum sem nú eru í sjónmáli
og munu auka hagsæld þjóðarinn-
ar til framtíðar. ■
alþingismaður skrifar
um Kárahnjúkavirkj-
un.
MAGNÚS
STEFÁNSSON
Um daginn
og veginn
DAVÍÐ ODDSSON
Segir undirbúningi vegna skipunar Evrópu-
stefnunefndar lokið. Segir nefndina fyrst
og fremst umræðuvettvang en hún eigi
ekki að móta sameiginlega stefnu allra
flokka til Evrópumála, það geri hver flokkur
fyrir sig.
Skipun þverpólitískrar
Evrópustefnunefndar:
Undirbún-
ingi lokið
ALÞINGI „Ég hef látið vinna plögg
sem gætu skýrt starfsgrundvöll
slíkrar nefndar. Ég hafði hugsað
mér í þessari viku að senda forystu-
mönnum flokkanna þær hugmyndir,
tel að það sé eðlilegra að gera það
fyrst til að fá viðhorf þeirra áður en
ég leita eftir tilnefningum,“ sagði
Davíð Oddsson forsætisráðherra í
svari við fyrirspurn Steingríms J.
Sigfússonar, formanns Vinstri
hreyfingarinnar - græns framboðs
um hvað liði skipan þverpólitískrar
Evrópustefnunefndar.
Forsætisráðherra sagði að slík
nefnd ætti fyrst og fremst að skapa
vettvang þar sem flokkar gætu náð
saman um tiltekna meginþætti í
Evrópuumræðunni, ekki endilega
um stefnu til Evrópumála.
Steingrímur J. vísaði til þess að
forsætisráðherra hefði í áramóta-
grein sinni reifað skipan slíkrar
nefndar og fagnaði því að undirbún-
ingur væri nú vel á veg kominn. Þá
sagði Steingrímur að samræming-
argildi slíkrar nefndar væri tölu-
vert, því nokkuð hefði borið á því að
einstök ráðuneyti pöntuðu skýrslur
eða létu gera skoðanakannanir um
Evrópumál, engu væri líkara en
vinstri höndin vissi ekki hvað sú
hægri aðhefðist. ■
Hæstiréttur
Bandaríkjanna:
Barbie tap-
ar dómsmáli
WASHINGTON, AP Danska hljómsveit-
in Aqua mátti syngja um dúkkuna
vinsælu hana Barbie að hún væri
lauslát ljóska eða „blonde bimbo“
eins og það hét í lagi hljómsveitar-
innar „Barbie Girl“ frá 1997.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hef-
ur vísað frá áfrýjun Mattel-fyrir-
tækisins sem framleiðir Barbie-
dúkkurnar. Fyrirtækið hafði krafist
þess að útgefanda lagsins yrði refs-
að fyrir að notfæra sér Barbie-vöru-
merkið til að blekkja litlar stúlkur,
en lagið hafði verið auglýst í barna-
tímum og reynt að selja það í dóta-
búðum. ■
STYKKISHÓLMUR
Nefnd samgönguráðherra leggur til að ný
ferja verði fengin í stað Baldurs til Breiða-
fjarðarsiglinga. Enn fremur leggur nefndin
til að frá og með næstu mánaðamótum
verði ferðum Baldurs milli Stykkishólms og
Brjánslækjar fjölgað um tvær í viku uns
sumaráætlun tekur gildi í júní. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Átök um hagsæld
og framþróun
DRAKÚLA ELTIR TÚRISTANA
Skemmtigarður, byggður á sög-
unni um Drakúla greifa, verður
ekki reistur í Transylvaníu held-
ur nær höfuðborg Rúmeníu,
Búkarest. Það er gert til að draga
að fleiri ferðamenn og þar með
meiri gjaldeyristekjur.
EVRÓPA
Breyttir jeppar
Lesandi skrifar:
Til umhugsunar fyrir jeppabíl-stjóra:
Breyttum jeppum aka
strákar og stelpur,
sem virðast kunna sitt fag.
Slyddujeppum fara
strákar og stelpur,
sem mættu bæta sitt aksturslag.
HÚSVÍKINGAR Í ÓFÆRÐ Húsvík-
ingar óskuðu fimmtán sinnum
eftir aðstoð lögreglu í síðustu
viku vegna ófærðar. Í einu tilfell
lenti bíll utan vegar.
LÖGREGLA Í SÚRMETI Haldin
voru þorrablót á Tjörnesi, í Bárð-
ardal og Mývatnssveit um helg-
ina. Fóru skemmtanirnar vel fram
og einu afskipti lögreglumanna á
Húsavík voru að grynnka á súr-
metinu í trogum skemmtanagesta.