Fréttablaðið - 29.01.2003, Síða 11

Fréttablaðið - 29.01.2003, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. janúar 2003 I. II. III. IV. M EÐ F JÖ LB RE YT N I A Ð L EI Ð AR LJ ÓS IH Ó T EL L O FT LE IÐ IR , LA U G A R D A G IN N 1 . F EB R Ú A R 2 00 3 09:30 VINNUMARKAÐURINN, RANNSÓKNIR OG FRÆÐSLA Vinnumarkaðurinn á Íslandi: Frank Friðrik Friðriksson,Vinnumálastofnun Jafnrétti á vinnumarkaði: drög að veruleika Drífa Snædal, háskólanemi og varaþingkona Rannsóknir og nýsköpun í atvinnumálum Þorvaldur Finnbjörnsson og Erlendur Jónsson, Rannís Fræðsla er grunnurinn Svanborg R. Jónsdóttir, kennari í Gnúpverjaskóla Umræður 11:15 HUGMYNDIR, NÝSKÖPUN, ATVINNUÞRÓUN Frá hugmynd til veruleika Elínóra Inga Sigurðardóttir, formaður Landssambands hugvitsmanna Opinber stuðningur við nýsköpun Berglind Hallgrímsdóttir, Impra/Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpun, atvinnu- og byggðaþróun Bjarki Jóhannesson, forstöðum. þróunarsviðs Byggðastofnunar Umræður 12:30 HÁDEGISHLÉ 14:00 ÍSLAND OG UMHEIMURINN, HUGMYNDIR, SJÁLFBÆR ÞRÓUN Frumkvöðlastarf á Íslandi. Agnar Hansson, Háskólanum í Reykjavík Hugmynd, hönnun, markaður Sigursteinn Másson, ProPR Sjálfbær þróun í atvinnumálum Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður Umræður 15:00 KAFFIHLÉ 15:15 REYNSLUSÖGUR Frá hugmynd á heimsmarkað Hjörleifur Pálsson fjármálastjóri, Össur hf. Að njóta og nýta Ingiveig Gunnarsdóttir, Ferðaskrifstofan Embla Spáð í bolla Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár Uppfinningamaður eða bókhaldari Sigurjón Magnússon, MT bílar, Ólafsfirði Úr ríki náttúrunnar Sigfríð Þórisdóttir, Pottagaldrar Umræður 16:30 SAMANTEKT OG RÁÐSTEFNUSLIT Steingrímur J. Sigfússon Allir velkomnir - aðgangur ókeypis DAGSKRÁ: Emile Heskey: Ekki afskrifa Liverpool FÓTBOLTI Emile Heskey, framherji Liverpool, telur að of snemmt sé að afskrifa liðið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Liverpool síðustu mánuði. Liðinu hefur aðeins tekist að krækja í 5 stig af 33 mögulegum og er í sjötta sæti deildarinnar, 14 stig- um á eftir efsta liðinu Arsenal. „Arsenal hefur augljóslega gott forskot en vonandi getum við náð góðum úrslitum og kom- ist á skrið. Þá getur allt gerst,“ sagði Heskey. Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik ensku deildar- innar í kvöld og telur Heskey að Liverpool eigi góða möguleika á sigri í leiknum. „Leikurinn við Arsenal er gríðarlega mikilvæg- ur fyrir okkur. Allir í liðinu hlakka virkilega til viðureignar- innar. Arsenal er liðið sem allir vilja sigra og þetta verður mikil prófraun fyrir okkur,“ sagði Heskey. ■ HESKEY Emile Heskey hefur ekki misst trú á bar- áttu Liverpool um meistaratitilinn. LEIKIR KVÖLDSINS Liverpool-Arsenal Man. City-Fulham Tottenham-Newcastle WBA-Charlton West Ham-Blackburn Yfirgefur Börs- unga í annað sinn Louis van Gaal er hættur störfum hjá stórliðinu Barcelona í annað sinn á þremur árum. Hann segist hafa hætt í þágu félagsins. Barcelona er í 12. sæti spænsku deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti. FÓTBOLTI Hollendingurinn Louis van Gaal, þjálfari Barcelona á Spáni, er hættur störfum hjá fé- laginu. Samningur van Gaal átti að renna út árið 2005, en hann komst í gær að samkomulagi við stjórnendur liðsins um að yfir- gefa herbúðir þess. Barcelona hefur gengið af- leitlega í spænsku deildar- keppninni á leiktíðinni. Um helgina tapaði liðið 2:0 fyrir Celta Vigo og féll þar með niður í 12. sætið, 20 stigum á eftir efsta liðinu Real Sociedad og þremur stigum frá fallsæti. Barcelona hefur aftur á móti gengið frábærlega í Meistara- deildinni. Þar hefur liðið farið á kostum og unnið tíu leiki í röð. Sá árangur hafði til þessa komið í veg fyrir að van Gaal missti starf sitt. Á blaðamannafundi í gær sagði Van Gaal að ákvörðunin um að hætta væri tekin í þágu félagsins. „Eftir ósigur okkar á sunnudag gegn Celta taldi ég að það væri ekkert vit í því að segja upp. En eftir spjall mitt við forseta félagsins sama kvöld snerist mér hugur. Við höfum ákveðið að nú sé réttast að við skiljum að skiptum. FC Barcelona gengur fyrir öllu öðru,“ sagði van Gaal. „Ég er mjög ósáttur við að sem þjálfari hafi mér ekki tekist að standa undir væntingum áhangenda Barcelona.“ Hann bætti því við að leik- menn liðsins hefðu verið tilbún- ir til að berjast áfram en að and- rúmsloftið í kringum klúbbinn hafi haft meiri áhrif á liðið en hann sjálfur gat haft. Því hafi honum snúist hugur. Van Gaal tók við Barcelona í maí á síðasta ári aðeins tveimur árum eftir að hann sagði upp störfum hjá félaginu. Hann tók fyrst við liðinu árið 1997 eftir að hafa þjálfað hollenska liðið Ajax með frábærum árangri. Van Gaal leiddi Barcelona til sigurs í deildinni á fyrstu tveimur leik- tíðum sínum með liðið. Nú er hann aftur á móti hættur í annað skiptið með liðið og ef til vill það síðasta. ■ VAN GAAL Lítið hefur gengið hjá Barcelona í spænsku deildarkeppninni og er liðið nú statt í 12. sæt- inu, skammt frá botninum. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.