Fréttablaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 22
22 29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGUR TÍMAMÓT Afmælis- og skírnarveisla í dag 36 ÁRA „Afmælisdagurinn leggst vel í mig, sérstaklega vegna þess að í dag munum við hjónin skíra yngsta drenginn okkar og slá þannig tvær flugur í einu höggi,“ segir Eðvarð Þór Eðvarðsson, kennari og sundþjálfari í Kefla- vík og einn fremsti baksunds- maður heims fyrir um það bil áratug. Hann er afmælisbarn dagsins, fæddur árið 1967 og er því 36 ára. Eðvarð var á árum áður kon- ungur sundsins á Íslandi. Hann náði líklega lengst í þriðja sæti í 200 m baksundi á heimsbikar- móti 1986 í 25 metra laug og sama sæti á Evrópumeistaramót- inu í 50 metra laug árið 1987. Afmælisbarnið segist ekki hafa hugmynd um hvað hann fái í afmælisgjöf. Hins vegar hafi kona hans oft komið honum á óvart með einhverju skemmtilegu þannig að Eðvarð skýtur ekki loku fyrir að fá eitthvað fallegt. En hvað er efst á óskalistanum? „Bara eitthvað fallegt, góða bók og frið á jörð... nei, það eru fegurðardísirnar sem segja það. Jú, það er kannski bara ágætt. Eftirminnilegasta afmælisgjöfin var forláta lazy-boy stóll sem er frábær. Mér finnst gott að halla mér út af þar yfir góðu efni í sjónvarpinu.“ Eðvarð segist njóta góðs af skírninni að teknu tilliti til þess að 36 ára afmæli sé ekki tilefni til mikillar veislu. En nú er ljóst að góða veislu gjöra skal. „Eftir- minnilegasta afmælisveislan hingað til er sennilega þegar ég varð 30 ára. Þá var mér komið verulega á óvart og voru það samantekin ráð margra. Flug- eldasýning sundkrakkanna og alls konar húllumhæ. Aldrei orð- ið eins hissa.“ Þó svo að Eðvarð hafi verið upp á sitt besta fyrir um það bil áratug keppir hann reglulega. „Já, bæði hef ég gaman af og einnig er það gert til að vömbin fari ekki að leita of mikið út á við. Þá verð ég að setja mér markmið.“ Og þó ótrúlegt sé seg- ir Eðvarð sundáhuga sinn vaxa með árunum. ■ ÁFANGI DÓMARI „Ég var kominn langleiðina með að klára kandídatsgráðu í guð- fræði en ákvað að venda kvæði mínu í kross og láta BA-prófið duga. Þá var ég á kafi í vinnu í út- varpinu og sá fyrir mér að ég kynni betur við mig fyrir framan hljóð- nema en í prestshempu,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, sem starfar á Rás 2 og er aukinheldur dómari í hinni sívinsælu Gettu betur - spurn- ingakeppni framhaldsskólanna. Starf prests og útvarpsmanns ætlar Sveinn ekki ólík ef vel er að gáð. „Bæði störf bjóða upp á að maður geti boðað ákveðinn sann- leika. Já, ég stend í þeirri meiningu að ég dragi taum sannleikans í út- varpinu.“ Sveinn leggur á það áherslu að hann sé Seltirningur. Hann er reyndar búsettur í Vesturbænum, býr þar með grísk-írskri sambýlis- konu sinni, Katie Mylonas, sem Sveinn kynntist þegar hann var bú- settur á Grikklandi í tengslum við Erasmus-stúdentaskiptiprógramm. Þau eru barnlaus en eiga kött. For- eldrar Sveins eru Guðmar Magnús- son skrifstofumaður og Ragna Bjarnadóttir, sem starfar á Land- spítalanum. Hann er næstyngstur fimm systkina. Talsverð vinna fylgir því að semja spurningar fyrir framhalds- skólanema en Sveinn, sem verður 29 ára gamall á næstu dögum, sigr- aði í Gettu betur með félögum sín- um í MR fyrir um áratug og þekkir því vel til. Dægurmálaútvarpið á Rás tvö er starfsvettvangur Sveins en þar kann hann vel við sig. „Ef ég á að nefna eitt áhugamál þá væri það knattspyrna sem ég iðka með göml- um Gettu betur félögum. Það er mikill misskilningur að knattspyrna og áhugi á spurningakeppnum fari ekki saman. Íþróttin sem slík er endalaus uppspretta spurninga og svo er náttúrlega keppnin.“ ■ Sveinn H. Guðmarsson útvarpsmaður er dómari í Gettu betur. Hann er áhuga- maður um knattspyrnu, á kött og grísk- írska sambýliskonu. Persónan Dregur taum sannleikans BIKARNUM Í SUNDI FAGNAÐ: Afmælisbarnið Eðvarð (lengst til hægri) keppir enn af og til. „Þannig held ég vömbinni þannig að hún leiti ekki út.“ MEÐ SÚRMJÓLKINNI SVEINN H. GUÐMARSSON: Vildi frekar verða útvarpsmaður en prest- ur. Vill þó meina að þetta séu svipuð störf þegar vel er að gáð. LÓÐRÉTT: 1 samsull, 2 einungis, 3 fæðing, 4 þiðna, 5 lækningagyðja, 6 prik, 7 óánægð, 8 tæpar, 11 framferði, 14 óhreinkar, 16 úrillan, 18 brúka, 20 heilögum, 21 ráfi, 23 vætunnar, 26 plógur, 28 loddara, 30 eggjárn, 31 truflun, 33 geislabaug. LÁRÉTT: 1 uppköst, 4 bandhönkin, 9 ásjónu, 10 ískur, 12 púkar, 13 embættið, 15 framgjörn, 17 inn, 19 dveljast, 20 ofar, 22 heiðursmerki, 24 óvissu, 25 kjána, 27 eftirgefanlegt, 29 hundar, 32 andvari, 34 kvenmannsnafn, 35 kisunni, 36 tré, 37 daunill. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 drós, 4 fölsku, 9 skilrúm, 10 geir, 12 enni, 13 afreks, 15 atti, 17 kökk, 19 auð, 20 bauks, 22 jarða, 24 rum, 25 tróð, 27 Ásta, 29 ilinni, 32 afls, 34 laun, 35 klinkur, 36 risana, 37 miði. Lóðrétt: 1 duga, 2 ósir, 3 skrekk, 4 flesk, 5 örn, 6 lúna, 7 smitar, 8 urriða, 11 eflaus, 14 köst, 16 tuðinu, 18 kjól, 20 bráður, 21 umtaks, 23 aðilum, 26 risna, 28 afla, 30 nari, 31 Ingi, 33 lin. KROSSGÁTA FRÉTTIR AF FÓLKI Storkur. Bill Gates. Sævar Karl Ólason. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Alþingi hefur haldið alla sínafundi í Alþingishúsinu við Austurvöll frá árinu 1881 að frá- töldum hátíðarfundum á Þing- völlum. Árið 1867 samþykkti Al- þingi ályktun um að minnast þús- und ára Íslandsbyggðar með þjóðhátíð árið 1874 og með því að reisa í Reykjavík alþingishús úr íslenskum steini. Framkvæmdir hófust haustið 1879 þegar byrjað var á grunni og að höggva grjót til byggingarinnar. Árið 1908 var Kringlan byggð við Alþingishúsið. Hún er á tveimur hæðum og undir þeim kjallari þar sem komið var fyrir miðstöð fyrir allt húsið. Alþingishúsið hefur hýst ýmsa aðra starfsemi. Háskóli Íslands var stofnaður 1911 og hóf starf- semi sína í húsinu og hafði að- stöðu þar þangað til hann flutti í eigið húsnæði 1940. Næsta vetur fékk MR litla kennarastofu og tvær kennslustofur á fyrstu hæð fyrir gagnfræðadeild, en sumar- ið 1941 tók Alþingi herbergin fyr- ir þingflokka, en ríkisstjóri og síðar forseti Íslands höfðu skrif- stofur þar sem kennarastofa Há- skólans og skrifstofa rektors höfðu áður verið. Þrátt fyrir vinsældir storksins í Húsdýra- garðinum ætlar hann ekki í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík - norður. Leiðrétting Einu sinni var hafnfirskur vís-indamaður að gera eldflaug til að senda til sólarinnar. Þegar ann- ar vísindamaður gekk framhjá sagði hann: „Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum.“ Hafnfirski vísindamaðurinn var ekki lengi til svara. „Djöfull geturðu verið vitlaus. Ég sendi hana auðvitað um nóttu.“ ■ Írska flugfélagið Ryanair hefuropnað skrifstofu í Stokkhólmi í Svíþjóð og ætlar þaðan að herja á Norðurlandamarkaðinn. Einn af hinum nýju áfangastöðum fé- lagsins eru Árósar í Danmörku og er haft eftir forstjóra flugfé- lagsins að með tilkomu skrifstof- unnar sé einokun SAS á flugi á svæðinu afnumin. Ferðafrömuð- urinn Helgi Jóhannsson hefur staðhæft að Ryanair hafi áhuga á Íslandsflugi og verður því vafa- lítið stjórnað frá Stokkhólmi ef af verður. Nú er bara að sjá hvort forráðamenn félagsins líti á Ísland sem eitt af Norðurlönd- unum þegar markaðssóknin hefst fyrir alvöru. Fritz Jörgensson og Jakob Frí-mann Magnússon öttu kappi um formennskuna í Samfylking- arfélagi Reykja- víkur þegar Stefán Jóhann Stefánsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Fyrir fram töldu margir Jakob Frímann líklegri sigurvegara enda þekktari en Fritz og til- nefndur af uppstillingarnefnd auk þess sem hann naut stuðn- ings bæði Öss- urar Skarphéð- inssonar og Jó- hönnu Sigurðar- dóttur. Allt kom þó fyrir ekki og Fritz bar sigur úr býtum í því sem sumir hafa viljað kalla sigur óvænts bandalags eðal- krata, kvennalistakvenna og ungkrata. Eðvarð Þór Eðvarðsson - afmælisbarn dagsins - er einn mesti afreksmaður í sundi sem Íslendingar hafa eignast. Hann fagnar 36 ára afmælisdegi sínum og auk þess verður sonur hans skírður í dag. JARÐARFARIR 13.30 Valdimar Halldórsson verður jarðsunginn frá Glerárkirkju á Ak- ureyri. 15.00 Áslaug Skúladóttir, fyrrverandi sendiráðsfulltrúi, Rekagranda 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. ANDLÁT Bogi Jón Jónsson andaðist í London þriðjudaginn 14. janúar. Jarðsett var í Grikklandi. Elín Þórðardóttir, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, lést 26. janúar. Kristján Einarsson, Þórufelli 12, Reykja- vík, lést 26. janúar. Guðmundur Kristjánsson, fisksali, frá Bræðramynni, Bíldudal, lést 25. janúar. TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.