Fréttablaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 24
Sumir eru þeirrar skoðunar aðkonur eigi að njóta sömu réttinda og karlmenn, jafnvel þótt þær séu konur. Til marks um þetta má nefna að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti lýðveldisins á þeim tíma sem hin svonefnda kvenréttindaumræða stóð með mestum blóma, enda má kannski segja sem svo að það hafi ekki verið hundrað í hættunni því að forsetaembættinu fylgja stórt séð ekki aðrar kvaðir en þær að vera alltaf í sparifötunum. ÞESSI UPPHEFÐ lækkaði rostann í hörðustu kvenréttindakonunum því að ekki er með sanngirni hægt að fara fram á meira en bestlaunaða embættið í landinu. Samt tóku konur upp á því í vaxandi mæli að heimta að fá að komast á þing. En eins og við vitum eru það stjórnmálaflokk- arnir en ekki almenningur í landinu sem ráða því hverjir fá að vera á þingi og hverjir ekki. EN NÚ VIRÐIST vera komið að því að stjórnmálaflokkarnir hafi fengið nóg af jafnréttinu því að eftir næstu kosningar er fyrirsjáanlegt að konum á Alþingi muni fækka og karl- mönnum fjölga að sama skapi. Per- sónulega finnst mér þetta vera vond þróun, en ég geri mér grein fyrir því að þarna er úr vöndu að ráða því að ungir og jafnréttissinnaðir framagos- ar fara létt með að sigra einhverjar húsmæður úti í bæ í lýðræðislegum prófkjörum flokkanna. EIN AÐFERÐ væri þó óbrigðul til að auka hlut kvenna á þingi. Sú að- ferð sem ég leyfi mér að benda á er þjóðhagslega hagkvæm og mundi í senn skila skjótum árangri í jafnrétt- isbaráttunni og sparnaði fyrir ríkis- sjóð. Hugmyndin er einfaldlega sú að lækka laun þingmanna til mikilla muna. Um leið og þingmennska verð- ur að láglaunastarfi munu frama- gosarnir freista gæfunnar á öðrum sviðum og skapa svigrúm handa kon- um að njóta sín, en reynslan sýnir að konur eru miklu sólgnari í láglauna- störf heldur en karlmenn. Ég þori þó ekki að stinga upp á því að þingfarar- kaup verði jafnt lágmarkslaunum, jafnvel þótt fróðlegt væri fyrir al- þingismenn að kynnast af eigin raun kjörum láglaunafólks, öryrkja og gamalmenna, því að þá myndu varla aðrir en nýbúar fást til þess að starfa í húsinu við Austurvöll. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Þráins Bertelssonar Fyrir alla húð, hendur og fætur Helosan Sótthreinsandi, græðandi, mýkjandi. Innlegg í jafn- réttismálin Nýr og betri Berlingo á Atvinnubíladögum Brimborgar B r i m b o r g R e y k j a v í k s í m i 5 1 5 7 0 0 0 • B r i m b o r g A k u r e y r i s í m i 4 6 2 2 7 0 0 • b r i m b o r g . i s Ein létt sendiferð og næstum heilt tonn Frakkarnir eru erfiðir. Þeir sturta tómötunum á þinghúströppurnar ef því er að skipta. Stundum agúrkum. Þegar Citroën Berlingo er annarsvegar þá heimta þeir ekki bara gæði með munaðinum heldur styrkleika á við stærri sendibíla. Þeir eru flottir Frakkarnir - auðvitað fengu þeir það sem engin annar býður: Berlingo með 800 kílóa burðargetu - bara 200 kíló í tonnið! Vertu klókur; fáðu mikið fyrir miklu minna, kauptu Berlingo sem lofar góðu - komdu í Brimborg. Við hjá Brimborg lofum þér: • Berlingo á mjög góðu verði (aðeins kr. 1.220 þús. án vsk) • Stærra hleðslurými en í sambærilegum sendibílum (3m3) • Meiri burðargetu en í sambærilegum sendibílum (800 kg) • Traustri og skjótri þjónustu • Lægri tíðni bilana en víðast hvar þekkist • Hliðarhurðum á báðum hliðum með lokunarvörn • Topplúgu fyrir lengri hluti • Fjarstýrðri samlæsingu • Breiðum og þægilegum sætum með langri setu • Fjarstýringu á hljómtæki við stýrið • Skrifborði ef þú fellir bakið á framsætinu og plássi fyrir ostinn Misstu ekki af tækifærunum á Atvinnubíla- dögum Brimborgar. Frábær tilboð. Allar gerðir fjármögnunarleiða. Komdu í heitt kaffi. Horfðu nú í nýja átt og farðu með meira í einni ferð á Citroën Berlingo Hjá Frökkunum er munaður staðalbúnaður. Loksins þekkja þeir líka orðið gæði. Í 5 ár hefur Citroën táknað bæði gæði og munað. Ástæðan er róttæk gæðastefna sem mótuð var árið 1996 og litu fyrstu afurðir hennar dagsins ljós árið 1998. Árangurinn er 54 prósent söluaukning á heimsvísu hjá þessum franska framleiðanda. Við hjá Brimborg höfum sannreynt gæði Citroën á 3ja ár. B R IM B O R G / G C I I C E LA N D - G C I E R H LU TI A F G R E Y G LO B A L G R O U P Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði og er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. • Mjög hagstæðri rekstrarleigu kr. 28.062 m.vsk. á mánuði í 3ár Innifalið smur- og þjónustuskoðanir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.