Fréttablaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 4
UPPGJÖR Hagnaður Íslandsbanka
eftir skatta var 3,4 milljarðar á
síðasta ári. Afkoman er í sam-
ræmi við helstu spár fjármálafyr-
irtækja. Hagnaðaraukningin milli
áranna 2001 og 2002 er 8,5%.
Hagnaður bankans fyrir skatta
var tæpir 4,2 milljarðar króna og
jókst um tæp 13%.
Arðsemi eigin fjár
bankans var
18,2%, sem for-
stjórar bankans
segja vel yfir lang-
tímamarkmiðum
bankans.
Um leið og til-
kynnt var um af-
komu bankans
voru einnig kynnt-
ar breytingar á yfirstjórn bank-
ans. Valur Valsson, annar for-
stjóra bankans, lætur af störfum
15. mars næstkomandi að eigin
ósk. Valur segist mjög sáttur við
árangur bankans á undanförnum
árum „Ég get því staðið upp með
mjög góðri samvisku.“ Valur á 30
ára starfsafmæli í næsta mánuði
og hefur í 20 ár stjórnað banka-
starfsemi Íslandsbanka og fyrir-
rennara hans. „Þetta er býsna
langur tími í svona starfi. Á þess-
um tímamótum fannst mér kom-
inn tími til að standa upp og af-
henda öðrum ábyrgðina.“ Hann
segir stöðu bankans einnig spila
inn í ákvörðunina. Bankinn hafi
aldrei staðið jafn vel. Hann segir
bankann í góðum höndum. „Ég hef
verið í starfi sem hefur stjórnað
tíma mínum að mestu leyti og nú
finnst mér rétt að ég taki völdin.
Ég hyggst nota tímann til að njóta
lífsins.“
Eftir skipulagsbreytingarnar
verður Bjarni Ármannsson einn
forstjóri bankans. Honum til
halds og trausts er nýr aðstoðar-
forstjóri, Björn Björnsson.
Í ljósi góðrar afkomu hefur
stjórn bankans ákveðið að greiða
starfsmönnum kaupauka að upp-
hæð 98 þúsund krónur. Bankaráð-
ið mun leggja til við aðalfund að
hlutafé bankans verði fært niður
um 400 milljónir króna. Þá verður
einnig lagt til að 45% af hagnaði
bankans verði greidd út sem arð-
ur til hluthafa. Er það 17% af
nafnvirði hlutafjár eftir niður-
færslu þess. Forsvarsmenn bank-
ans telja hilla undir bjartari tíma í
íslensku efnahagslífi og að bank-
inn sé einstaklega vel í stakk bú-
inn til að nýta sér viðskiptatæki-
færi í framtíðinni.
haflidi@frettabladid.is
4 29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGURKJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Á Frjálslyndi flokkurinn eftir
að ná manni inn á þing?
Spurning dagsins í dag:
Ertu ánægð(ur) með Íslendingabók?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
3%
66,2%Nei
30,8%
UTAN ÞINGS
Meirihluti telur að
Frjálslyndi flokkur-
inn nái ekki
manni á þing í
komandi kosning-
um.
Veit ekki
Já
DÓMSMÁL Lögmaður Péturs Þórs
Gunnarssonar lagði í gær fram í
Héraðsdómi Reykjavíkur rökstuðn-
ing fyrir áður boðaðri frávísunar-
kröfu í málinu gegn Pétri og Jónasi
Freydal Þorsteinssyni.
Jón H. Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra, gerði strax kröfu um að frá-
vísunarkröfu verjandans yrði hafn-
að. Dómarinn veitti saksóknaranum
frest til föstudags í næstu viku til að
rökstyðja sína kröfu.
Þrátt fyrir að málið gegni Pétri
Þór hafi verið þingfest er því sama
ekki að heilsa varðandi Jónas Frey-
dal. Hann er kvæntur starfsmanni
íslensku utanríkisþjónustunnar og
er þess vegna búsettur í Ottawa í
Kanada.
Verjandi Jónasar sagði hann
reiðubúinn að koma til landsins í
tvær til þrjár vikur. Á þeim tíma
væri æskilegt að málið gegn Jónasi
yrði þingfest og það flutt í beinu
framhaldi. Dómari og saksóknari
töldu þessa tilhögun ekki óeðlilega
miðað við aðstæður Jónasar. ■
Málverkafölsunarmáli frestað fram í næstu viku:
Ríkislögreglustjóri krefst
höfnunar frávísunarkröfu
PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON
Pétur Þór Gunnarsson mætti einn sak-
borninga við fyrirtöku málsins gegn sér og
Jónasi Freydal Þorsteinssyni í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Jónas býr í Kanada en
hefur sagst munu verða viðstaddur aðal-
meðferð málsins.
Svindluðu á prófi:
Símboðar
gáfu svörin
BANGKOK, AP Lögreglan í Tælandi
handtók 58 háskólanema fyrir að
svindla á prófi með því að fela sím-
boða í nærfötum sínum. Að sögn
lögreglunnar var titringi símboð-
anna ætlað að gefa til kynna rétt
svör við krossaspurningum. Ef
tækið titraði einu sinni þýddi það
að svar eitt var rétt, ef það titraði
tvisvar var svar tvö rétt og svo
framvegis.
Fjórir kennarar voru einnig
handteknir og ásakaðir um að hafa
aðstoðað nemendurna en verði
svindlararnir ákærðir og fundnir
sekir eiga þeir yfir höfði sér allt að
tveggja ára fangelsi auk sektar. ■
GÆTU ENDURSKOÐAÐ AFSTÖÐ-
UNA Vladímír Pútín Rússlands-
forseti segir Rússa
munu endurskoða
afstöðu sína til þess
að leysa beri Íraks-
deiluna með frið-
samlegum hætti ef
stjórnvöld í Bagdad
þvælast fyrir vopna-
eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóð-
anna.
EFNISLEG BROT Írakar hafa gerst
sekir um efnisleg brot gegn
samþykktum Sam-
einuðu þjóðanna
segir Jack Straw,
utanríkisráðherra
Bretlands. „Líkurn-
ar á því að hægt sé
að leysa þetta með
friðsamlegum
hættu eru minni en þær voru,“
sagði Straw í viðtali við BBC.
DEILIÐ UPPLÝSINGUM Domin-
ique de Villepin, utanríkisráð-
herra Frakklands,
hefur skorað á að-
ildarríki öryggis-
ráðs Sameinuðu
þjóðanna að deila
upplýsingum sem
geta brugðið ljósi á
vopnaeign Íraks
með vopnaeftirlitsmönnum. Slíkt
gæti flýtt starfi vopnaeftirlits-
ins.
RÁÐUMST EKKI Á AÐRA Tariq
Aziz, varaforsætisráðherra Írak,
segir að Írakar muni ekki ráðast
gegn öðrum ríkjum verði þeir
fyrir árás. Hann varaði Banda-
ríkjamenn þó við því að innrás
myndi leiða til mikils mannfalls í
innrásarhernum.
Á FERÐ OG FLUGI Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, heldur
til Spánar á fimmtu-
dag til viðræðna um
Íraksdeiluna við
Jose Maria Aznar
starfsbróður sinn,
degi áður en hann
heldur til Washing-
ton til viðræðna við
George W. Bush.
FLEIRI HRYÐJUVERK? Franski
dómarinn Jean-Louis Bruguiere
segist óttast að tal um innrás í
Írak geri það að verkum að
múslímskum hryðjuverkahreyf-
ingum reynist auðveldara en ella
að afla sér nýrra liðsmanna. Því
sé hætt við aukningu hryðju-
verka af þeim sökum.
ÓLÍKAR ÁHERSLUR Það bar nokk-
uð í milli í málflutningi Hans
Blix og Muhamed AlBaradei þeg-
ar þeir fluttu skýrslur sínar um
vopnaeftirlitið í Írak. Í kjölfarið
hafa menn tekið eftir því að dei-
landi aðilar innan öryggisráðsins
vitna sífellt til orða annars en
hins ekki. Bandaríkjamenn leggja
áherslu á orð Blix sem var gagn-
rýninn á Íraka en Frakkar rifja
upp orð AlBaradeis sem sagði
engar sannanir fyrir kjarnorku-
vopnaeign Íraka.
ÍRAKSDEILAN
Ísing á götum:
Þrettán
árekstrar
UMFERÐ Þrettán umferðaróhöpp
áttu sér stað á stuttum tíma á höfuð-
borgarsvæðinu í gærdag. Upp úr
hádegi frysti snögglega þannig að
ísing myndaðist á vegum. Í Reykja-
vík var tilkynnt um átta árekstra
vítt og breitt um bæinn. Þá varð
harður árekstur í Setbergshverfinu
í Hafnarfirði þegar fólksbíll og
strætisvagn skullu saman. Ökumað-
ur fólksbílsins kvartaði undan verk
í hálsi. Í Kópavogi urðu árekstrar
fjórir. Engin meiðsl urðu á fólki en
eignatjón varð töluvert. ■
Í KAPPHLAUPI VIÐ TÍMANN
Slökkviliðsmenn láta ekki deigan síga í
baráttu sinni við eldhafið.
Slökkviliðsmaður:
Grunaður
um íkveikju
CANBERRA Ákæra hefur verið gefin
út á hendur áströlskum slökkviliðs-
manni fyrir íkveikjur í skóglendi
norður af borginni Melbourne í
Viktoríuríki. Hinn grunaði er átján
ára og vann hann sem sjálfboðaliði
við slökkvistörf á svæðinu. Hann
var handtekinn í byrjun vikunnar
og hefur nú verið ákærður fyrir að
hafa tendrað skógarelda á tólf mis-
munandi stöðum á síðastliðnum sex
vikum. Ef ákærurnar reynast á rök-
um reistar á maðurinn sök á bruna
tuga ef ekki hundraða ferkílómetra
af skóglendi.
Á meðan réttað er yfir kollega
þeirra heyja þúsundir slökkviliðs-
manna erfitt kapphlaup við tímann
því samkvæmt veðurspá næstu
daga mun lofthitinn hækka og vind-
hraði aukast með þeim afleiðingum
að skógareldar sem verið hafa í rén-
un undanfarnar vikur eflast og taka
að breiðast út að nýju. ■
Innbrotsþjófur:
Fangelsi í
átján mánuði
DÓMSMÁL Afkastamikill innbrots-
þjófur hefur verið dæmdur í átján
mánaða fangelsi fyrir fjölda inn-
brota í fyrra.
Maðurinn, sem er 23 ára, braust
meðal annars inn í Læknagarð í
Vatnsmýri og Háskóla Íslands og
stal þaðan margvíslegum verðmæt-
um að andvirði nærri 2,5 milljóna
króna.
Maðurinn braust einnig inn á
einkaheimili, bíla, leikskóla og hár-
greiðslustofu. Á þessum stöðum stal
hann fé og alls konar hlutum sem
samtals voru að andvirði vel á aðra
milljón króna. Með brotunum rauf
maðurinn skilorð eldri refsidóma. ■
AFKOMA OG BREYTINGAR
Íslandsbanki tilkynnti breytingar á yfirstjórn sinni um leið og afkoma ársins var kynnt. Val-
ur Valsson hættir eftir þrjátíu ára starf í bankageiranum.
„Ég hef verið í
starfi sem hef-
ur stjórnað
tíma mínum
að mestu leyti
og nú finnst
mér rétt að ég
taki völdin.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Góð afkoma og
Valur hættir
Íslandsbanki skilaði góðri afkomu á síðasta ári. Hagnaðurinn var 3,4
milljarðar. Valur Valsson, annar forstjóra bankans, lætur af störfum að
eigin ósk. Bjarni Ármannsson verður einn forstjóri bankans.