Fréttablaðið - 06.02.2003, Side 2
2 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur
verið duglegur við leikarastörf að undanförnu.
Hann leikur lögregluþjón í kvikmyndinni Didda og
dauði kötturinn. Þá brá hann á leik í bæjarrevíunni
í Reykjanesbæ þar sem var gert mikið grín að bæj-
arstjóranum. Árni lék sjálfan sig í einu atriðanna og
tók það áhorfendur víst dálitla stund að átta sig á
því að þar var kominn bæjarstjórinn sjálfur en ekki
leikari.
Það er alltaf gott að hafa að einhverju að
snúa sér ef pólitíkin bregst.
SPURNING DAGSINS
Ertu að huga að nýjum
starfsferli?
SAKAMÁL Dómsmálaráðuneytið
segir ekkert í skýrslu Láru V.
Júlíusdóttur, setts saksóknara,
sem bendi til þess að opinberir
aðilar hafi haft rangt við varð-
andi þátt Magnúsar Leopolds-
sonar í Geirfinnsmálinu.
Ráðuneytið segir rannsókn-
ina vel unna og ítarlega. Mark-
mið hennar, sem hafi verið „að
kanna ásakanir um að opinberir
embættismenn hafi gerst sekir
um tilbúning sönnunargagna,
einkum leirmyndar, í þeim til-
gangi að bendla Magnús Leo-
poldsson við hvarf Geirfinns
Einarssonar,“ segir ráðuneytið
hafa náðst að fullu og bætir því
við að frekari aðgerðir af hálfu
ráðuneytisins séu ekki fyrirhug-
aðar.
„Meginniðurstaða setts sak-
sóknara er að ekkert hafi komið
fram við rannsóknina sem bendi
til þess að rannsóknaraðilar hafi
ætlað að láta umrædda leir-
mynd líkjast Magnúsi Leopolds-
syni....Meginástæðan sem leiddi
til handtöku Magnúsar og fleiri
aðila og gæsluvarðhalds í kjöl-
farið árið 1976 er að mati setts
saksóknara rangur framburður
þriggja aðila.“ Ekki náðist í
Magnús Leopoldsson í gær. ■
Skýrsla sögð hreinsa lögreglu í máli Magnúsar Leopoldssonar:
Ekki falsanir gegn Magnúsi Leopoldssyni
DAUÐAGILDRA?
Margt bendir til þess að NASA hafi um
árabil vitað af því hversu viðkvæmir vængir
geimflauga stofnunarinnar eru en ekki
fundið leið til þess að eyða þeirri hættu
sem af því stafaði.
Geimskutlan Columbia:
Gallinn var
vel þekktur
HOUSTON, AP Í skýrslu sem unnin
var af bandarískum verkfræðing-
um og afhent bandarísku geim-
ferðastofnunni, NASA, fyrir um
þrettán árum síðan er varað við
því að skemmdir á hlífðarplötum
á vængjum geimflauga geti skap-
að mikla hættu. Þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir hafði sérfræðingum
NASA ekki tekist að finna lausn á
þessu vandamáli þegar geim-
flauginni Columbia var skotið á
loft í síðasta mánuði.
Þessar upplýsingar hafa vakið
mikla athygli í ljósi þess að flest
bendir nú til þess að hörmuleg ör-
lög Columbia megi rekja til
skemmda sem urðu á hitahlífum á
vinstri væng flaugarinnar þegar í
flugtaki. Að sögn Peter
Fischbeck, eins skýrsluhöfund-
anna, vann NASA að því árum
saman að tryggja að brak úr elds-
neytistönkum geimflauganna
gæti ekki valdið skaða á hlífðar-
skjöldum vængjanna. Nokkur ár-
angur náðist en vandamálið var
þó aldrei leyst að fullu. Hjá NASA
hefur enginn viljað tjá sig um
málið að svo stöddu. ■
ÁFENGISNEYSLA Í EVRÓPU Í nýrri
opinberri skýrslu í Noregi kemur
fram að neysla áfengis er minni
þar en í nokkru öðru Evrópu-
landi, eða aðeins 4,3 lítrar á mann
á ári. Mest er drykkjan á Írlandi
en Rúmenar, Portúgalar og Þjóð-
verjar fylgja þar fast á eftir.
Áfengisneysla á Íslandi og í Sví-
þjóð er lítið meiri en í Noregi.
ATVINNULEYSI EYKST Um 11%
vinnufærra manna voru atvinnu-
laus í Þýskalandi í janúar. Þetta
er mesta atvinnuleysi sem mælst
hefur í landinu í fimm ára valda-
tíð Gerhard Schröder. Mikill
þrýstingur er á kanslarann að
grípa til aðgerða til þess að koma
síversnandi efnahag landsins á
réttan kjöl.
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins um starfslok forstjóra Símans:
Rétt að birta leyniskýrsluna
SÍMINN „Ég er þeirrar skoðunar að
það eigi bara að birta skýrslu rík-
isendurskoðunar um starfslok
Þórarins V. Þórarinssonar, fyrrum
forstjóra Landssímans, enda hefst
ekkert upp úr því að neita um upp-
lýsingarnar, annað en leiðindi.
Þetta mál er mjög umdeilt í þjóð-
félaginu og það er ekki önnur leið
fær, sýnist mér, en að upplýsa það
til fulls. Og mér finnst að stjórn
Símans hefði bara átt að gera það
strax,“ sagði Kristinn H. Gunnars-
son, þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins.
Hann deilir þar skoðun með
sautján manna þingflokki Sam-
fylkingarinnar og Gunnari I. Birg-
issyni, þingmanni Sjálfstæðis-
flokksins.
Í dag er fyrirhuguð á Alþingi
fyrri umræða um þingsályktunar-
tillögu Samfylkingarinnar, sem
kveður á um að samgönguráð-
herra birti nú þegar skýrslu Ríkis-
endurskoðunar. Óvíst er hvort um-
ræðan fer fram, en fjörutíu mál
eru á dagskrá þingsins og tillaga
Samfylkingarinnar er fertugasta
málið.
„Ég er efnislega sammála til-
lögunni. Þó það hafi ekki verið
rætt formlega í okkar þingflokki
þykir mér líklegt að það sé al-
mennt viðhorf að upplýsa eigi
málið,“ sagði Kristinn H. Gunn-
arsson, formaður þingflokks
Framsóknarflokksins. ■
ÍRAKSDEILAN Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði Íraka hafa flutt gjöreyð-
ingarvopn og hreinsað upp nær
30 staði þar sem þeir hefðu
framleitt og geymt efnavopn til
að koma í veg fyrir að vopnaeft-
irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna
fyndu sönnunargögn um að Írak-
ar hefðu brotið gegn banni Sam-
einuðu þjóðanna við að þeir réðu
yfir gjöreyðingarvopnum. Þetta
sagði Powell þegar hann reyndi
að sannfæra öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna um að Írakar
hefðu brotið gegn samþykkt
öryggisráðsins frá síðasta ári.
Powell lék upptökur af sam-
tölum íraskra herforingja, sýndi
myndir sem teknar voru úr
gervihnöttum og vitnaði til orða
sjónarvotta þegar hann flutti
mál sitt. Þetta sagði hann sýna
að Írakar héldu uppteknum
hætti við að byggja upp vopna-
búr gjöreyðingarvopna. Meðal
annars byggju þeir yfir hreyfan-
legum efnavopnaframleiðslu-
tækjum sem nær ómögulegt
væri að finna.
Bandaríkjamenn hafa reynt
að tengja afstöðuna gagnvart
Írak við baráttu sína gegn
hryðjuverkum. Powell sagði
sannanir fyrir því að Írakar
hefðu átt samstarf við al Kaída-
hreyfinguna og skotið skjólshúsi
yfir félaga hreyfingarinnar eftir
að þeir voru hraktir frá
Afganistan. Þetta er þvert á nið-
urstöðu skýrslu sem breska
varnarmálaráðuneytið lét vinna
og vitneskju ísraelsku leyniþjón-
ustunnar. Hvorugur aðilinn seg-
ir greinanleg tengsl milli
hryðjuverkahreyfingarinnar og
íraskra stjórnvalda.
Mohammed Al-Douri, utan-
ríkisráðherra Íraks, sagði
málflutning Powells ekkert eiga
skylt við sannleikann. Markmið
Powells væri að réttlæta stríð
með öllum tiltækum ráðum.
Tang Jiaxua, utanríkisráð-
herra Kína, lagði áherslu á að
orðið yrði við beiðnum vopnaeft-
irlitsmanna um lengri tíma til að
halda áfram vopnaeftirliti. Hann
sagði kínversk stjórnvöld vilja
pólitíska lausn án þess að kæmi
til stríðs. Igor Ivanov, utanríkis-
ráðherra Rússlands, tók undir
með Jiaxua að vopnaeftirlitið
yrði að fá að halda starfi sínu
áfram, engin ákveðin tímamörk
hefðu verið sett fyrir því starfi.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði Íraka sýna
vopnaeftirlitsmönnum fyrirlitn-
ingu. Það yrði að sýna þeim fram
á alvöru málsins. ■
Sagði upptökur sanna að
Írakar hefðu falið efnavopn
Hleruð samtöl og njósnamyndir sanna að Írakar hafa falið efnavopn, að sögn utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Hann sagði bein tengsl á milli Íraka og al Kaída. Leyniþjónustur
Ísraels og Bretlands hafa sagt að engar sannanir séu fyrir því að svo sé.
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR OG MAGNÚS LEOPOLDSSON
Dómsmálaráðherra afhenti Magnúsi Leopoldssyni skýrslu setts saksóknara um tildrög
þess að Magnús var bendlaður saklaus við Geirfinnsmálið og hafður í einangrun svo
mánuðum skipti.
HLÝTT Á MÁL COLINS POWELLS
Utanríkisráðherrar Chile, Kína og Frakklands fylgjast með Colin Powell, starfsbróður sínum
í Bandaríkjunum, færa rök fyrir því að Írakar hafi brotið efnislega gegn samþykktum ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfir höfðum þeirra blasa við myndir sem Powell sagði
sýna fram á að Írakar hefðu falið efnavopn og sannanir fyrir tilvist þeirra til að villa um fyr-
ir vopnaeftirlitsmönnum.
COLIN POWELL
Hélt nærri einnar og hálfrar klukkustundar
ræðu þar sem hann lagði fram gögn til að
sanna brot Íraka.
AP
/M
YN
D
EVRÓPA
Bandarískur þingmaður:
Réttlætti
fangabúðir
BANDARÍKIN Howard Coble, þing-
maður sem stýrir undirnefnd
bandaríska þingsins um varnir
heimalandsins, sagði í útvarps-
þætti að það hafi verið rétt
ákvörðun hjá bandarískum
stjórnvöldum að loka Banda-
ríkjamenn af japönskum upp-
runa inni í einangrunarbúðum á
tímum síðari heimsstyrjaldar.
Hann sagðist þó ekki hlynntur
því að arabar yrðu settir í slíkar
einangrunarbúðir nú vegna
stríðsins gegn hryðjuverkum og
fyrirsjáanlegrar innrásar í Írak.
Í seinni tíð hefur almennt ver-
ið litið á einangrun Japana eftir
árásina á Perluhöfn 1941 sem
mannréttindabrot. ■
KRISTINN H. GUNNARSSON
Segir starfslokasamning fyrrverandi for-
stjóra Símans svo umdeildan að sú ein
leið sé fær að birta skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um málið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M