Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 6

Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 6
6 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Hvað heitir maðurinn sem krafð- ist rannsóknar á tildrögum þess að hann þurfti saklaus að sitja inni vegna hvarfs Geirfinns Ein- arssonar? Frægur upptökustjóri hefur verið kærður fyrir morð eftir að kona fannst látin á heimili hans í Los Angeles. Hver er maðurinn? Frægur bandarískur kvikmynda- leikari hefur tekið að sér listræna stjórn Old Vic-leikhússins í London. Hver er maðurinn? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 75.68 -1.75% Sterlingspund 125.09 -1.27% Dönsk króna 11.11 -0.74% Evra 82.62 -0.77% Gengisvístala krónu 121,32 0,42% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 353 Velta 5.275 milljónir ICEX-15 1.356 0,17% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 547.536.215 Fjárfest.fél. Straumur hf. 428.603.810 Össur hf. 89.160.100 Mesta hækkun SÍF hf. 4,44% Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. 2,70% Vátryggingafélag Íslands hf. 1,77% Mesta lækkun Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. -10,00% Skýrr hf. -5,88% Íslenski hugb.sjóðurinn hf. -3,57% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8145,8 1,7% Nasdaq*: 1331,7 2,0% FTSE: 3678,7 2,5% DAX: 2733,0 3,8% Nikkei: 8549,9 0,8% S&P*: 861,0 1,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Vonskuveður á Vesturlandi: Þakplötur skemmdu bíla VEÐUR Nokkrir bílar skemmdust eft- ir að þakplötur fuku á þá í vonsku- veðri sem gekk yfir Suðvestur- og Vesturland í gærmorgun. Mikil ófærð var á Snæfellsnesi og var skólahaldi í Ólafsvík og á Hellis- sandi aflýst. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitarmanna Slysa- varnafélags Landsbjargar á Snæ- fellsnesi klukkan sjö um morguninn til að hefta fok á þakplötum sem voru að fjúka á Rifi. Að sögn björg- unarsveitarmanna voru aðstæður erfiðar, þreifandi blindbylur og hvassviðri. Fljótlega fóru svo að berast beiðnir um aðstoð frá vegfar- endum en margir komust ekki til vinnu vegna ófærðar. Veðrið byrj- aði svo að ganga niður á ellefta tím- anum. Eftir það gengu björgunar- sveitarmenn í það að fjarlægja bíla af götum svo hægt væri að ryðja. Blindhríð var á Hellisheiði í gær- morgun og ekkert ferðaveður. Á Sandskeiði var blindhríð og skaf- renningur. Þá var mikil hálka og skafrenningur á Reykjanesbraut. Undir Hafnarfjalli var óveður og fór vindhraði yfir 30 m/sek. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hefur einu sinni áður mælst meiri vind- hraði, 15. nóvember á síðasta ári. Engin óhöpp urðu vegna veður- hamsins. ■ Rúmur fjórðungur segist kjósa annað Mikill meirihluti kjósenda kýs sama flokk og í síðustu kosningum. SKOÐANAKÖNNUN Tæplega 70 pró- sent svarenda sem taka afstöðu í könnun Fréttablaðsins telja líklegt að þau muni í komandi kosningum kjósa sama flokk og síðast. Rúm 30 prósent segjast munu kjósa annan flokk. Þetta er niðurstaða úr könnun sem gerð var um síðustu helgi. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki laða til sín nýja kjósendur. Af þeim sem styðja flokkinn í könnuninni og taka afstöðu segja einungis 3,8 pró- sent líklegt að þau kjósi annað í kosningunum í vor en þau kusu síð- ast. 96,2 prósent þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn í könnuninni segja líklegt að þau kjósi sama flokk og síðast. Spurt var: Finnst þér líklegra að þú munir kjósa sama flokk í kosn- ingunum í vor og í kosningunum 1999 eða annan flokk en þá? 55,4 prósent töldu líklegt að þau kysu sama flokk, 24,7 prósent töldu lík- legt að þau kysu annan flokk, 16,2 prósent voru óákveðin og 3,7 pró- sent neituðu að svara. Úrtakið var 600 manns. Varasamt er að draga miklar ályktanir af svörum þeirra sem styðja Framsóknarflokk, Vinstri græna og Frjálslynda vegna smæð- ar í úrtakinu. Tilhneigingin virðist þó vera sú að stuðningsmenn Fram- sóknarflokksins eru líklegri til að tilheyra þeim sem kusu þá síðast. Kjósendur Samfylkingarinnar skiptast nokkuð jafnt milli þeirra sem telja líklegt að þeir kjósi sama flokk og þeirra sem telja líklegt að þeir kjósi annan. 51,8 prósent þeirra sem styðja Samfylkingu í könnun- inni og taka afstöðu segja líklegt að þau kjósi sama flokk í vor og síðast. 43,7 prósent segja líklegt að þau kjósi annan. Hvorki er marktækur munur á svörum við spurningunni milli kynj- anna, né heldur eftir því hvort svar- endur búa í þéttbýli eða á lands- byggðinni. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu segjast 77,4 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokk líklegt að þau kjósi það sama og síð- ast, en 22,6 prósent annað. 96,2 pró- sent sjálfstæðismanna segjast lík- lega kjósa sama flokk, en 3,8 pró- sent annað. 51,8 prósent samfylk- ingarfólks kýs sama flokk, en 43,7 prósent annað. 46,2 prósent Frjáls- lyndra kjósa sama flokk á móti 53,8% sem skipta. 55,6 prósent vinstri grænna segja líklegt að þau kjósi sama flokk og síðast á móti 44,4 prósentum sem nefna annan. Af þeim sem eru óákveðnir um hvaða flokk þeir styðja nú segja 57,3 prósent líklegt að þau kjósi annan flokk en síðast. 42,7% segja líklegast að þau kjósi þann sama. Samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins tapar Sjálfstæðis- flokkurinn um þremur prósentum frá kosningum. Flokkurinn tapar því ekki miklu af þeim kjósendum sem kaus hann síðast, en tekst ekki að stela kjósendum frá öðrum flokkum. Samfylkingin eykur fylgi sitt um tæp sex prósent í könnun- inni frá kosningum. Samfylkingin hefur tapað hópi kjósenda sinna til annarra, en vinnur á móti veruleg- an hóp nýrra kjósenda á sitt band. Töluverð hreyfing er því á kjós- endahópi Samfylkingarinnar. Framsóknarflokkurinn tapar nokkru af kjósendum sínum, en nær að laða til sín örlítinn hóp nýrra kjósenda. ■ Símnotendur grípa til sparnaðar: Loka heimasíma á GSM SPARNAÐUR Þúsundir símnotenda hafa gripið til þess ráðs að láta loka fyrir möguleika á að hringja úr heimasíma sínum í GSM-síma. Ástæðan er óheyrilegur kostnað- ur sem í mörgum tilvikum hleyp- ir símreikningum heimilanna upp úr öllu valdi: „Um tíu prósent af skráðum notendum heimilissíma hafa látið loka fyrir hringingar í farsíma. Flestir gera það þó með dulkóðun þannig að þeir geta sjálfir opnað og lokað á möguleikann kjósi þeir það sjálfir,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Um 140 þúsund heimilissímar eru í notkun á vegum Landssím- ans þannig að tala þeirra sem gripið hafa í taumana og látið læsa á GSM-hringingar er liðlega 14 þúsund. Ljóst er að Landssím- inn verður af umtalsverðum tekj- um vegna þessara lokana: „Við lítum hins vegar á þetta sem þjónustu við viðskipavini okkar sem með þessu eru að reyna að stýra útgjöldum sínum. Við verðum að bæta okkur upp tekjumissinn með öðru móti,“ segir Heiðrún. ■ ÓK DRUKKINN Á KONU Tveir ökumenn voru teknir síðustu helgi grunaðir um ölvun. Voru mennirnir báðir að koma af þorrablóti. Annar ökumannanna ók á gangandi vegfaranda, mið- aldra konu, við eitt samkomuhús- anna án þess þó að teljandi meiðsl hafi orðið en konan var flutt á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli til skoðunar. Hinn öku- maðurinn keyrði m.a. yfir girð- ingu og var í kjölfarið tekinn höndum af vegfaranda, sem kom ökumanninum í hendur lögreglu- manna skömmu síðar. HRÍÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Vetur konungur minnti óneitanlega á sig í gærmorgun þegar mikið hvassviðri gekk yfir landið að sunnan og vestan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR Fólk er að stýra útgjöldum sínum. ER LÍKLEGT AÐ KOSINN SÉ SAMI EÐA ANNAR FLOKKUR Í VOR OG Í SÍÐUSTU ÞINGKOSNINGUM? Sami flokkur (52%) Annar flokkur (48%) Sami flokkur (52%) Annar flokkur (48%) Sami flokkur (52%) Annar flokkur (48%) ALLS STYÐJA SJÁLFST.FL. STYÐJA SAMFYLK.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.