Fréttablaðið - 06.02.2003, Side 10
10 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
Friðrik Jón Arngrímsson:
Vísvitandi rangfærslur
SKIPASKRÁNING „Í þessu felast líka
auknir möguleikar fyrir íslenska
sjómenn og við vísum gagnrýni
samtaka sjómanna um annað á
bug. Því miður er gagnrýnin ekki
á rökum reist og margt af henni
sett fram vísvitandi gegn betri
vitund,“ sagði Friðrik Jón Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri
Landssambands Íslenskra útgerð-
armanna.
Hann segir að fjölmörg til-
fallandi verkefni séu í boði fyrir
íslensk fiskiskip erlendis, til
dæmis ef skip erlends ríkis ferst
eða stöðvast af öðrum orsökum
þurfi einhver að veiða kvóta þess.
Veiðiheimildir annarra ríkja, inn-
an eða utan lögsögu þeirra, sé yf-
irleitt einungis hægt að nýta með
skipum sem bera fána viðkom-
andi ríkis.
„Við höfum misst af svona
verkefnum og lagabreytingin er
hugsuð til að gera okkur frekar
kleift að taka að okkur slík verk-
efni,“ sagði Friðrik Arngrímsson.
KEYPTI ÁFENGI FYRIR UNGLINGA
Lögreglan í Kópavogi var köll-
uð að áfengisútsölu þar sem
grunur lék á að maður hafi ver-
ið að kaupa áfengi fyrir ung-
menni sem ekki hafði aldur til.
Kaupandinn var yfirheyrður og
lagt hald á áfengið sem keypt
var. Reikna má með að hann fái
háa sekt vegna brotsins.
TVÖ FÍKNIEFNAMÁL Í KÓPAVOGI
Tvö fíkniefnamál komu upp í
Kópavogi um helgina. Í öðru til-
vikinu var lagt hald á hassmola
og í hinu var lítilsháttar af am-
fetamíni og tóbaksblönduðu
hassi. Bæði málin teljast upp-
lýst.
Sjóræningjablær á
frumvarpi ráðherra
Sjómenn og útgerðarmenn deila um frumvarp sem heimilar tvískráningu íslenskra fiskiskipa.
Sjómenn segja tilganginn að fá ódýrt erlent vinnuafl á íslensk fiskiskip. Útgerðarmenn benda á
aukna möguleika til að nýta íslensk skip í verkefni erlendis.
SKIPASKRÁNING „Einn meginkostur-
inn við frumvarpið að mati út-
gerðarmanna er að það tryggir
hagsmuni útgerðarinnar í við-
skiptum við önnur lönd. Við spyrj-
um á móti, hvar er trygging fyrir
okkar menn sem lenda um borð í
þessum skipum? Hún er nákvæm-
lega engin. Þetta
er afturhvarf til
fortíðar,“ sagði
Sævar Gunnars-
son, formaður Sjó-
mannasambands
Íslands, um frum-
varp sem heimilar
tvískráningu ís-
lenskra fiskiskipa.
Frumvarpið er
nú til meðferðar á
Alþingi en tilurð þess má rekja til
beiðni Landssambands íslenskra
útvegsmanna sem óskaði eftir því
í apríl 1999 að stjórnvöld heimil-
uðu tvískráningu íslenskra fiski-
skipa. Frumvarpið er mjög um-
deilt svo ekki sé meira sagt og
skiptast hagsmunaaðilar í tvö
horn. Útgerðarmenn segja að með
tvískráningu aukist möguleikar
íslenskra útgerða á að nýta skip
sín til verkefna erlendis. Samtök
sjómanna segja hins vegar að út-
gerðarmenn vilji tvískráninguna í
þeim tilgangi að fá ódýrt erlent
vinnuafl til starfa á skipum sín-
um, í samkeppni við íslenska sjó-
menn.
„Þar með þyrftu útgerðarmenn
ekki að fara eftir neinum samn-
ingum. Það eru engin lönd í Norð-
ur Evrópu og þó víðar væri leitað
sem leyfa þessa tvískráningu,
nema ef til vill eitt eða tvö lönd
við Eystrasaltið,“ sagði Sævar
Gunnarsson og bætti við að að-
búnaði, öryggi og kjörum sjó-
manna væri ógnað.
Minnihluti samgöngunefndar
tekur undir sjónarmið samtaka
sjómanna og styður ekki frum-
varpið. Fulltrúar Samfylkingar-
innar í samgöngunefnd segja að
ekki hafi komið fram nógu sterk
rök fyrir breytingunni en þeim
mun sterkari varnaðarorð. Full-
trúi Vinstri grænna segir að sú
stefna sem lögð sé upp í frum-
varpinu hafi á sér alþjóðlegan sjó-
ræningjablæ og samræmist ekki
áherslum Íslands á alþjóðavett-
vangi.
„Ég undrast mjög að formaður
samgöngunefndar, Guðmundur
Hallvarðsson, sem jafnframt er
fyrrverandi varaformaður Sjó-
mannasambandsins, skuli fara
svona þvert á hagsmuni sjómanna
í þessu máli. Ég get ekki orða
bundist og er hundfúll út í hann og
aðra sem ætla að keyra þetta í
gegn,“ sagði Sævar Gunnarsson
og bætti við að linnulaus barátta
gegn frumvarpinu undanfarin
þrjú ár virtist töpuð.
the@frettabladid.is
Strætó skerðir þjónustu:
Hættir
næturakstri
SAMGÖNGUMÁL Stjórn Strætó bs.
hefur ákveðið að hætta akstri svo-
kallaðra næturvagna aðfaranætur
laugardaga og sunnudaga. Ákvörð-
unin hefur þegar
tekið gildi.
Ekið var á
þremur leiðum
umræddar nætur
og voru brottfar-
ir frá Lækjar-
götu klukkan
02.30, 03.30 og
04.30. Sam-
kvæmt Strætó
bs. hefur eftir-
spurn eftir þjón-
ustu næturvagnanna minnkað um-
talsvert með tilkomu rýmri reglna
um opnunartíma skemmtistaða.
Aðra sögu var að segja þegar
skemmtistaðir borgarinnar lokuðu
allir á sama tíma.
Notkun vagnanna mun hafa ver-
ið sáralítil undanfarnair vikur og
þykir stjórninni því sjálfgert að
leggja hana niður. ■
Fangar á dauðadeild:
Hungur-
verkfall í
mótmæla-
skyni
BANDARÍKIN, AP Fangar á dauða-
deild í ríkisfangelsinu í Grater-
ford í útjaðri Fíladelfíu hafa verið
í hungurverkfalli að undanförnu
til þess að knýja fram lengri
heimsóknartíma. Um helmingur
fanganna á deildinni, eða um 25
manns, tekur þátt í verkfallinu.
Óánægju mannanna má rekja
til þess að fangar á dauðadeild
fangelsisins í Greene í Pensylvan-
íu fengu á síðasta ári heimsóknar-
tíma sinn lengdan úr tveimur
klukkustundum upp í einn heilan
dag í hverri viku. Í Graterford
eiga fangarnir aftur á móti aðeins
rétt á einni klukkustund á viku.
Að sögn talsmanns yfirvalda hafa
fangelsi rétt til þess að takmarka
heimsóknartíma ef öryggi þeirra
er ekki talið nægilegt. ■
FRIÐRIK ARNGRÍMSSON
Vísar gagnrýni sjómannasamtaka á frum-
varp um tvískráningu á bug, segir hana
ekki á rökum reista og setta fram gegn
betri vitund.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÖGREGLUFRÉTTIR
SÆVAR GUNNARSSON
Segist hundfúll út í þá sem ætla að keyra frumvarp um tvískráningu íslenskra fiskiskipa í gegn. Tilgangurinn sé sá einn að heimila útgerð-
armönnum að ráða ódýrt erlent vinnuafl til starfa á skipum sínum.
„Það eru eng-
in lönd í
Norður-Evr-
ópu og þó
víðar væri leit-
að sem leyfa
þessa tví-
skráningu.“
VILDI KOMA KONUNNI HEIM
Í eftirlitsvélum í miðborg
Reykjavíkur sást hvar maður var
að aka öðrum í innkaupakerru á
leið úr miðbænum á sunnudags-
morgun. Þegar lögregla hafði
uppi á viðkomandi kom í ljós að
um var að ræða eiginmann sem
var að koma konu sinni heim.
Þeim var gert að skila kerrunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Breytt meðferð hælisleitenda:
Verði vistaðir erlendis
BRETLAND Bresk stjórnvöld
áforma að gjörbreyta
stefnu sinni gagnvart með-
ferð hælisleitenda sem
leggja leið sína til landsins,
að sögn breska dagblaðsins
The Guardian. Þar segir að
stærstum hluta hælisleit-
enda verði sjálfkrafa neit-
að um hæli í Bretlandi en
þeir fluttir á öryggissvæði
á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í þeim heimshlutum
þaðan sem þeir koma. Þar verði þeir
vistaðir í hálft ár meðan athugað er
hvort aðstæður í heimalandi þeirra
batni. Þyki ástæða til að veita þeim
hæli taka evrópsk ríki við
þeim samkvæmt fyrir-
fram ákveðinni formúlu.
Að sögn blaðsins er
gert ráð fyrir að opinberar
tölur sem kynntar verða
síðar í mánuðinum sýni að
100.000 manns hafi sótt
um hæli í Bretlandi á síð-
asta ári. Fjöldinn hefur
aldrei áður verið svo mik-
ill. Tony Blair forsætisráð-
herra hefur lagt mikla
áherslu á að draga úr fjölda þeirra
sem leita hælis og fá aðstoð breskra
stjórnvalda meðan farið er yfir mál
þeirra. ■
TONY BLAIR
Vill draga úr fjölda
þeirra sem leita hælis
í Bretlandi.
ATVINNUÞÁTTTAKA
NÁMSMANNA
2001 66,6%
1999 60,4%
1997 51,9%
1995 51,6%
Nær 70% námsmanna frá sextán ára aldri
vinna með námi samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar. Árið 2001 voru námsmenn
alls 32.400 og fjölgaði þeim um 1.200 frá
árinu á undan. Fæstir námsmanna eru í
fullri vinnu, árið 2001 var meðalfjöldi
vinnustunda á vikur 23,8 klst. Vinnu-
stundafjöldinn hefur sveiflast nokkuð und-
anfarin ár. Langflestir námsmenn starfa
innan þjónustugeirans.
SVONA ERUM VIÐ
STRÆTÓ
Notkun næturvagna
hefur verið sáralítil
undanfarnar vikur.
www.casema.is
Harðviðarhús, einbýlishús, sumarhús,
klæðningarefni, pallaefni og bílskúrar.
Sími: 564-5200 og 865-7990