Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 13
13FIMMTUDAGUR 6. febrúar 2003
Léttu þér lífið
– með gómsætum léttum ostum
Ólögmæt uppsögn:
Rekinn vegna
kynhneigðar
NEW YORK, AP Fyrrum hótelstjóra á
hóteli á Manhattan í New York
hafa verið dæmdar yfir ellefu
milljónir Bandaríkjadala í bætur
vegna ólögmætrar uppsagnar.
Kviðdómur í málinu komst að
þeirri niðurstöðu að maðurinn
hefði verið rekinn úr starfi vegna
þess að hann er samkynhneigður
og að framkoma vinnuveitanda í
hans garð hefði auk þess verið
einstaklega fjandsamleg.
Leonu Helmsley, eiganda hót-
elsins, er gert að greiða mannin-
um tíu milljónir í skaðabætur og
1,2 milljónir í miskabætur en
eignir hennar eru metnar á hátt í
fjóra milljarða. Sækjandinn hafði
farið fram á 40 milljónir en var þó
sáttur við niðurstöðu dómara. ■
VESTMANNAEYJAR Deilur sem staðið
hafa í Vestmannaeyjum vegna
sauðfjár sem beitt hefur verið í
Helgafell þar sem börn hafa unn-
ið að gróðursetningu, hafa tekið á
sig nýja mynd. Nú virðist sem svo
að kindurnar í
Helgafellinu séu
hluti af land-
græðsluátaki og sé
beitt þar til að
auka gróður. Fyrir
því stendur Gísli
J. Óskarsson,
kennari og frétta-
maður Sjónvarpsins í Eyjum:
„Fyrir löngu flaug mér í hug að
gera líffræðilega tilraun með
Helgafellið sem byggði á því að
bera húsdýraáburð í hlíðar Helga-
fells til að auka gróskuna. Erfið-
asti hluti verksins var að koma
áburðinum frítt upp í hlíðar
Helgafells,“ segi Gísli J. Óskars-
son, sem dó þó ekki ráðalaus. „Þá
hugkvæmdist mér að nota kindur
sem lifandi áburðardreifara og
dreifa þannig lífrænum áburði í
hlíðar fellsins,“ segir hann.
Gísli staðhæfir að eftir að hann
fór að beita fé í hlíðar Helgafells
hafi gróður þar aukist. Fátt sé bet-
ur fallið til að koma gróðri til í
sandi en lambaspörð sem þar
falla. Hann leggur áherslu á að
fénu sé aðeins beitt í hlíðar Helga-
fells frá miðjum nóvember og
fram í miðjan mars:
„Fénu hefur aldrei verið beitt á
Helgafellið á vorin, sumrin eða að
hausti. Kindurnar hafa verið
vandar á sérstæða hringrás sem
felst í því að þær koma heim á
hverjum degi, fá fóður og fara svo
aftur upp í fellið og svo koll af
kolli,“ segir Gísli, sem hefur
tröllatrú á tilraun sinni og vinnur
að gerð kvikmyndar um framtak-
ið sem hann vonast til að geti nýst
í náttúrufræðikennslu í grunn-
skólum.
Kindurnar í Helgafellinu hafa
farið mjög fyrir brjóstið á garð-
yrkjustjóranum í Vestmannaeyj-
um, sem krefst þess að þær verði
fjarlægðar. Þá hafa forsvars-
menn landgræðslunnar einnig
lýst áhyggjum sínum vegna
þessa. Sýslumaður og bæjar-
stjóri í Eyjum hafa hins vegar
sammælst um að grípa ekki til
lögregluaðgerða að svo komnu
máli. Gísli bendir á að kindurnar
í fellinu hafi verið hluti af gróð-
urátaki í Eyjum svo áratugum
skipti en ekki sé von að garð-
yrkjustjórinn skilji það. Hann sé
aðfluttur og hafi aðeins starfað í
Eyjum í tvö ár.
eir@frettabladid.is
„Fátt er betur
fallið til að
koma gróðri
til í sandi en
lambaspörð
sem þar falla.“
RÓM, AP Ítalskir smákaupmenn
hafa hingað til verið lífseigari en
kollegar þeirra annars staðar í
Evrópu en nú er svo komið að
einnig þeir verða að laga sig að
breyttum tímum. Á undanförnum
árum hefur stórmörkuðum skotið
upp eins og gorkúlum í ítölskum
borgum og bæjum og með lægra
vöruverði og lengri opnunartíma
hefur þessum verslunum nú loks
tekist að vinna almenning á sitt
band. Í kjölfarið hefur hver smá-
kaupmaðurinn á fætur öðrum
þurft að leggja upp laupana og
finna sér annað lífsviðurværi.
Margir trúðu því að Ítalir
myndu aldrei bregða út af alda-
gömlum innkaupavenjum sínum
en samfara breyttum lífsháttum
hafa þeir nú neyðst til þess að
endurskoða jafnvel sínar rótgrón-
ustu hefðir. Fyrir fáeinum árum
voru í gildi lög í landinu sem
bönnuðu matvöruverslunum að
blanda saman vöruflokkum.
Þannig var bakaríum t.d. óheimilt
að selja ávexti, grænmetissalar
máttu ekki hafa egg á boðstólum
og þar fram eftir götunum. Þetta
hafði í för með sér að innkaup til
heimilisins voru afar tímafrek og
var lögunum að lokum breytt í
takt við nýja tíma. ■
Tímamótadómur:
Mega aug-
lýsa áfengi
STOKKHÓLMUR, AP Svíar geta farið
að auglýsa áfengi löglega á nýj-
an leik eftir að markaðsdóm-
stóllinn í Stokkhólmi dæmdi 24
ára bann við slíkum auglýsing-
um ólöglegt.
Niðurstaða dómstólsins er
áfall fyrir sænsk stjórnvöld,
sem hafa reynt að halda uppi
þröngri löggjöf sinni um áfeng-
issölu allt frá því landið varð
aðili að Evrópusambandinu.
Dómurinn þykir hins vegar
sigur fyrir framleiðendur og
dreifendur áfengis, sem hafa
barist gegn banninu í langan
tíma. ■
MENNINGARTENGD FERÐAÞJÓN-
USTA Borgarráð samþykkti í gær
að Menningarborgarsjóður, sem
hefur meðal annars haft umsjón
með Listahátíð Reykjavíkur, taki
nú að sér að úthluta til verkefna
á sviði menningartengdrar ferða-
þjónustu.
TENGIBYGGING VIÐ LAUGALÆKJ-
ARSKÓLA Borgaryfirvöld hafa
samþykkt tilboð Framkvæmdar
ehf. í uppsteypu og utanhússfrá-
gang á tengibyggingu við Lauga-
lækjarskóla. Tilboðið hljóðaði
upp á 81 milljón króna.
BORGARMÁL
KAUPMAÐURINN Á HORNINU
Ítölsk yfirvöld vonast til þess að með fjölgun stórmarkaða muni skapast fleiri störf en glat-
ast. Þess eru mörg dæmi að smákaupmenn sem orðið hafa að loka verslunum sínum séu
komnir í vinnu hjá stóru keðjunum.
HELGAFELL
Kindur notaðar sem lifandi áburðardreifarar – með góðum árangri eins og hér má sjá.
Kindur
í landgræðslu
Búfjárdeilurnar í Vestmannaeyjum taka á sig
nýja mynd. Tómstundabóndi telur að lausa-
ganga búfjár í hlíðum Helgafells hjálpi gróðri.
Ítalir laga sig að breyttum aðstæðum:
Smákaupmenn í
útrýmingarhættu