Fréttablaðið - 06.02.2003, Side 16

Fréttablaðið - 06.02.2003, Side 16
16 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGURSKAUTAHLAUP Á FULLRI FERÐ Lee Kyou-hyuk frá Suður Kóreu var í ess- inu sínu í 1000 metra skautahlaupi á Vetr- arólympíuleikum Asíu sem haldnir eru í Japan um þessar mundir. Lee vann gull- verðlaun fyrir hlaupið, sem stóð yfir í eina mínútu og 13,96 sekúndur. FÓTBOLTI ÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 Sjónvarpið Handboltakvöld 18.00 Sýn Sportið með Olís 18.30 Sýn Western World Soccer Show (Heimsfótbolti með West Uni) 19.15 DHL-Höllin Úrvalsdeild karla í körfubolta (KR-Tindastól) 20.00 Sýn US PGA Tour 2003 (Phoenix Open) 21.00 Sýn European PGA Tour 2003 (Heineken Classic) 22.00 Sýn Football Week UK (Vikan í enska boltanum) 22.30 Sýn Sportið með Olís 23.00 Sýn HM 2002 (Spánn - Paragvæ) STANGARSTÖKK Vala Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR, stökk 4,10 metra á boðsmóti Pacer í Chicago í Bandaríkjunum um helgina. Þetta var fyrsta mót Völu á árinu. Vala lenti í þriðja sæti á mótinu en æfingafélagi hennar, Hanna- Mia Persson, sigraði með stökki yfir 4,20 metra. Vala stefnir á að taka þátt í nokkrum mótum á næstunni. Hún stökk hæst 4,30 m innanhúss á síð- asta ári og var þá aðeins einu sæti frá því að komast í úrslit á EM innanhúss, þar sem hún varð í níunda sæti. ■ FÓTBOLTI „Pires var frá í sex mán- uði og er hungraður í að skora mörk. Hann lagði hart að sér á meðan hann var meiddur og ég tel að hann sé aftur kominn í sitt besta form,“ sagði Arsene Weng- er, knattspyrnustjóri Arsenal, eft- ir að Frakkinn Robert Pires skor- aði bæði mörk liðsins í sigurleik gegn Fulham um síðustu helgi. Pires meiddist illa á hné í bik- arleik gegn Newcastle í mars á síðasta ári. Fyrir vikið missti hann af lokasprettinum með Arsenal í deildinni auk þess sem hann gat ekki leikið með franska landslið- inu á HM í fyrrasumar. Þar var hans klárlega sárt saknað enda er Pires hugmyndaríkur og skapandi miðjumaður sem bæði getur lagt upp mörk fyrir félaga sína og skorað þau sjálfur. Lagði hann meðal annars upp sigurmark franska landsliðsins á EM árið 2000 en tveimur árum áður hafði hann orðið heimsmeistari með lið- inu. Pires, sem verður þrítugur á þessu ári, var keyptur til Arsenal frá franska liðinu Marseille sum- arið 2000. Hjá Marseille hafði hann staðið sig vel og lék meðal annars með liðinu í Meistaradeild Evrópu leiktíðina 1999-2000. Áður en Pires kom til Marseille lék hann með Metz í Frakklandi og varð bikarmeistari með liðinu árið 1996. Pires segist vera ánægður í herbúðum Lundúnaliðsins Arsen- al og er tilbúinn til að framlengja samning sinn við félagið, sem rennur út í lok næstu leiktíðar. „Ég myndi vilja framlengja samn- inginn um tvær til þrjár leiktíðir því hérna líður mér vel. Þetta er borg sem hentar mér. Síðan ég var lítill hefur mig alltaf dreymt um að klæðast treyju Real Madrid. En núna, eftir að ég kynntist ensku úr- valsdeildinni og enskum lífsháttum, hef ég skipt um skoðun,“ sagði Pires í nýlegu viðtali. „Það sem mér finnst heillandi hér er sú virðing sem almenningur ber fyrir leik- mönnum. Þegar ég var hjá Marseille voru áhangendurnir til- búnir til að ráðast á mann ef liðið tapaði, en hérna eru hlutirnir öðruvísi.“ Ljóst er að Arsene Wenger hef- ur mikið álit á Pires og vill ómögu- lega missa hann úr liði sínu: „Ro- bert hefur sérstæða hæfileika. Leikur okkar er meira fljótandi með hann á vellinum. Hann er eins og olían í vél okkar sem lætur hlutina gerast.“ ■ Talið er að Arsenal sé á höttun-um á eftir Brasilíumanninum snjalla Ronaldinho, sem leikur með franska félaginu Paris Saint Germain. Kappinn hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Inter Milan. JÓHANNES KARL Jóhannes Karl Guðjónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína hjá Aston Villa. Jóhannes Karl: Valinn í lið vikunnar FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Aston Villa, hefur verið valinn í lið vikunnar á fótboltavefn- um soccernet.com. Þar er hann í hópi ekki ómerkari leikmanna en meðal annars þeirra Robert Pires, leikmanns Arsenal, Gianfranco Zola hjá Chelsea og Rio Ferdinand, varn- armanns hjá Manchester United. Þess má geta að markið sem Jó- hannes skoraði í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni gegn Midd- lesbrough hefur verið tilnefnt ásamt fimm öðrum Villa-mörkum sem mark janúarmánaðar á heima- síðu Aston Villa. ■ KÖRFUBOLTI Latrell Sprewell, leik- maður New York Knicks, setti nýtt NBA-met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga körfum í röð í sig- urleik gegn L.A. Clippers, 105:92, í NBA-deildinni í fyrrakvöld. Sprewell skoraði 38 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð á leiktíðinni. Michael Jordan skoraði 27 stig og gaf átta stoðsendingar þegar Washington Wizards vann Cleveland Cavaliers með 93 stig- um gegn 84. Jordan hefur verið í miklu stuði undanfarið því hann skoraði 45 stig í sigri gegn New Orleans á laugardag. Jerry Stack- house, aðalstigaskorari Wizards, var fjarverandi í báðum leikjun- um vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Kobe Bryant var atkvæða- mikill fyrir L.A. Lakers sem vann Indiana Pacers naumlega 97:94. Bryant skoraði 5 stig í leikjum. Shaquille O’Neal, samherji hans, skoraði 19 stig og tók 12 fráköst. Í öðrum leikjum vann Sacra- mento Kings lið Dallas Mavericks 110:109 í hörkuleik. Toronto Raptors vann Milwaukee Bucks 98:95, Minnesota Timberwolves vann Houston Rockets 103:89, Denver Nuggets bar sigurorð af Chicago Bulls 102:100 og Portland Trailblazers vann Orlando Magic 98:89. ■ AP/M YN D SPREWELL Latrell Sprewell tekur þriggja stiga skot í leiknum í fyrrrakvöld. Corey Maggette, leikmaður Clippers, kemur engum vörnum við. NBA-met sett í fyrrakvöld: Sprewell með níu þriggja stiga körfur í röð VALA Vala Flosadóttir keppti á sínu fyrsta móti á árinu um síðustu helgi. Vala Flosadóttir: 4,10 á fyrsta mótinu PIRES Robert Pires var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fyrra, enda átti hann stóran þátt í tvöföldum meistaratitli Arsenal. Hann mun eflaust verða liðinu mikilvægur í titilbaráttunni sem fram undan er. Pires lætur hlutina gerast hjá Arsenal Robert Pires, leikmaður Arsenal, er farinn að láta að sér kveða eftir sex mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann dreymdi um að leika með Real Madrid en hefur nú skipt um skoðun og vill framlengja samning sinn. FERILL ROBERT PIRES Arsenal (frá 2000): 76 deildarleikir 21 mark Marseille (1999-2000): 66 deildarleikir 8 mörk Metz (1996-99): 162 deildarleikir 43 mörk Frakkland (frá 1997): 49 leikir 7 mörk AP /M YN D Meistaramótið í frjálsum: Jón Arnar tekur þátt FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Meistaramót Ís- lands í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram um helgina í Fífunni í Kópavogi. Á meðal keppenda verð- ur Jón Arnar Magnússon tugþraut- arkappi, sem kemur heim frá Sví- þjóð til að taka þátt í mótinu. Mun hann keppa í sex greinum. Um aðra helgi tekur Jón síðan þátt í boðsmóti Erki Nool í Eistlandi í sjöþraut þar sem hann mun reyna að vinna sér sæti á heimsmeista- mótinu innanhúss sem haldið verð- ur í Birmingham dagana 14.-16. mars. Þórey Edda Elísdóttir stangar- stökkvari og Sunna Gestdóttir lang- stökkvari verða einnig á meðal keppenda í Fífunni. ■ Peter Hoekstra hjá Stoke: Í banni gegn Chelsea FÓTBOLTI Peter Hoekstra, leikmað- ur Íslendingaliðsins Stoke City, verður að öllum líkindum í leik- banni þegar Stoke tekur á móti Chelsea í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar um aðra helgi. Hoekstra fékk gult spjald í jafnteflisleik Stoke gegn Norwich um síðustu helgi og hefur hann því alls fengið fimm gul spjöld á leiktíðinni. Fer hann því sjálf- krafa í eins leiks bann. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.